Morgunblaðið - 28.05.1955, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 28.05.1955, Qupperneq 1
16 síður £9 árr&ngv 119. tbl. — Laugardagur 28. maí 1955 PrentsmþSj* Morgunblaðsins Rafmagnið er það bezta sem við höfum — segir frúin á Möðruvöllum i Hörgárdal // fengið í sveitirnar, 44 Séð heim að Möðruvöllum. (Myndirnar í greininni tók Vignir Guðmundsson). Brezki Ihaldsflokkurinn vinnur glœsilegan sigur I fyrsta skipti i tæp hundrað ár er brezk stiórn endurkjörin og eykur jafnframt fylgi sitt LONDON, 27. maí. 1D A G bar íhaldsflokkurinn glæsilegan sigur úr býtum í þing •< kosningunum í Bretlandi. Stjórn Sir Anthony Edens var end« urkjörin og jók fyigi sitt talsvert. Er það í fyrsta skipti í tæ;l hundrað ár (síðan árið 1860), sem brezk stjórn hefir verið endur - kjörin og jafnframt aukið fylgi sitt í kosningunum. Skömmu fyrir miðnætti í gærkvöld hafði íhaldsflokkurinn 60 þingsæta meiri- hluta gegn stjórnarandstöðunni í heild í neðri deildinni. Átt; þá enn eftir að telja í fimm kjördæmum, búizt var við, að úrslií fengjust í þrem þessara kjördæma í nótt, en ekki frá tveim fyrr en á morgun. Er þingið var rofið, höfðu íhaldsmenn aðeins 17 atkvæða meirihluta, má því segja, að í landi þar, sem atkvæða- magnið skiptist yfirleitt mjög jafnt milli tveggja stærstu flokk- anna, hafi íhaldsflokkurinn unnið mikinn og glæsilegan sigur þessum kosningum. Er síðast fréttist skiptust þing- sætin þannig milli flokkanna: íhaldsflokkurinn: 342 þing- menn kjörna. Verkamannaflokkurinn: 276 þingmenn kjörna. Frjálslyndi flokkurinn: 5 þing- menn kjörna. Aðrir flokkar: 2 þingmenn kjörna. Hafa íhaldsmenn því feneið rúmlega helming allra greiddra atkvæða, Verkamannaflokkurinn 44%, Frjálslyndir 214% og komm únistar einn tíunda af einum hundraðshluta. ★ ★ ★ f þessum kosningum hefir íhaldsflokkurinn fengið hærra at kvæðamagn en Verkamannaflokk urinn, og er það í fyrsta skipti eftir síðustu heimsstvrjöldina, sem heildaratkvæðatalan fellur þannig. Atkvæðamagn Frjáls- lynda flokksins hefir einnig auk- izt talsvert síðan í kosningunum 1951, enda þótt allt útlit sé fvrir, að þeir muni ekki auka þing- mannafjölda sinn. Átti flokkur- inn sex þingmenn á síðasta þingi. Hafa íhaldsmenn unnið alls tíu þingsæti en tapað einu. Verka- mannaflokkurinn hefir unnið eitt en tapað tíu. ★ ★ ★ Kjörsókn í kosningunum var ekki eins mikil og í síðustu kosn- ingum. Tæp 77% kjósenda greiddu atkvæði, en það er 5 ¥2% minna en við síðustu kosningar. Horfði all dauflega um kjörsókn fyrrihluta dags í gær. en síðdegis rættist nokkuð úr því. Lélegust var kjörsóknin í Lundúnum. Annars varð lítil breyting á í fjörutíu og tveim kjördæmum Lundúna, íhaldsmenn héldu sín- um 15 sætum en höfðu áður 14, Verkamannaílokkurinn hlaut 27 sæti, en hafði áður 29 (þá var einu kjördæmi fleira í Lundún- um. ★ ★ ★ Allir ráðherrarnir i stjórn Edens voru endurkjörnir í kjördæmum sínum. Meðal leið toga íhaldsflokksins er juku fylgi sitt voru: Harold Mac Millan, utanríkisráðherra, Sel- wyn Lloyd, varnarmálaráð- herra, Anthony Head, hermála ráðherra, Butler, fjármálaráð- Brezka þjóðin veitti Sir Anthony traustsyfirlýsingu sína. herra og Boyd, nýlendumála- ráðlierra. Varla þarf að taka fram, að Winston Churchill var endurkjörinn með miklum meirihluta. Allir helztu leiðtogar Verka- mannaflokksins náðu kosningu, en yfirleitt með minni meirihluta en í síðustu kosningum, m. a. Attlee og hægri hönd hans, Her- bert Morrison. Endurkjörnir voru einnig Hugh Gaitskell, fyrrver- andi fjármálaráðherra, Emanuel Shinwell, fyrrverandi varnarmála ráðherra. Tveir stuðningsmenn Bev- ans úr vinstra armi flokksins hafa tapað þingsætum sín- um. Bevan var endurkjörinn en með talsvert minni meiri- hluta en áður, einnig Cross- man og Barbara Castle töpuðu fylgi í kjördæmum sínum. Framh. á bls. 2 Rnflýst sveitnheímili heintsátl IÐULEGA sjáum við í blöðum landsins langar greinar um hinar miklu og víðtæku raforkuframkvæmdir, sem nú standa yfir víða um land. Við lesum um að til byggingu nýrra orkuvera og rafmagnslína hafi verið veittar 11 millj. kr. á fjárlögum á s. 1. ári, að byggðar hafi verið iínur 330 km að lengd, og annað í þeim dúr. Hins heyrist aftur á móti miklu sjaldnar getið, hvernig hið nýfengna rafmagn er hag- nýtt á einstökum heimilum til sjávar og sveita, hverjir eru kostir hins langþráða gests, þegar hann loksins kemur til varanlegrar dvalar og hver vinnusparnaður og léttir raf- magnið er húsfreyju og heimilisfólki við búsýsluna. Verðni fjórvelda róðstefnon 18. júlí? @ LONOON, WASHINGTON og PARIS, 27. mai: — Vest- urvelain þrjú bræða nú með sér, hvar og hvenær skuli halda fyr- irhugaða fjórveldaráðstefnu æðstu manna. lormælandi brezka utanríkisráðuneytsins kvað vonir standa til, að ákveðn- ar tillögur um stað og stund yrðu lagðar fyrir Ráðstjórnina innan skamms. Sagði hann, að ráð- stefnan yrði ef til vill haldin 18. júlí, eins og franski forsætisráð- herrann Faure hefði lagt til, en hinsvegar væri það enn óvíst. Kvað hann orðsendingu Ráð- stjórnarinnar frá í gær hafa ver- ið fagnað meðal brezkra stjórn- málamanna. Lagði Ráðstjórnin þar til, að ráðstefnan yrði haldin í Vínarborg í júlí. 11S manns farast í hvirfilbyijum ★ í BANDARÍKJUNUM hafa 115 manns beðið bana í hvirf- ilbyljum. er gengið hafa yfir suð-vestur fylkin undanfarna tvo daga. Vesturhluti Kansas- fylkis, Oklahoma og Texas hafa einkum orðið fyrir barð- inu á hvirfilbyljunum. Hefur Eisenhower forseti mælt svo fyrir, að fé skuli veitt úr ríkis- sjóði til hjálpar nauðstöddum til viðbótar við það fé, er fylk- in sjálf leggja fram. Hermdarverir fara í vöxf í Algier ALGIER, 27. maí: — Hermdar- verk skæruliða fara stöðugt í vöxt í Algier í Norður-Afríku. í dag rændu skæruliðar póstþjóni í Constantinehéraðinu og skutu hann til bana með vélbyssu. Um sömu slóðir var ráðizt á tvo varð menn úr franska hernum, og þriðji: varðmaðurinn varð fyrir árás í Aures-fjöllunum. □- -□ kemur næst út miðvikudaginn 1. júní. — Lesbók fylgir því ekki. Það var þess vegna, sem við Vignir Guðmundsson, fréttaritari Mbl. á Akureyri, fórum eitt kvöldið í fyrri viku frá Akur- eyri út í Möðruvallasókn og hitt- um að máli þar Eggert bónda Davíðsson á Möðruvöllum og konu hans Ásrúnu Þórhallsdóttur frá Þrastarhóii í Arnarnes- hreppi. Löngum hefur verið staðarlegt að líta heim að Möðruvöllum í Hörgárdal, og nú eru þar ein myndarlegustu búin í Evjafirði, þar sem raforkan og tæknin hafa í ríkum mæli verið tekin í notkun við búnaðarstörfin. Séra Sigurður Stefánsson býr rausnar- búi á öðrum helming jarðarinn- ar, en Eggert á hinum heímingi hennar. Hefur hann rekið búið þar frá 1946. ★ NÝ LÍNA TIL DALVÍKUR — Það var árið 1941, sem raf- magnið kom fyrst til Möðruvalla, segir Eggert. — Var þá byggð vindrafstöð á bænum. Skömmu seinna bættist dieselvél við Held- ur var slæm reynsla af báðum þessum stöðvum, þær vildu oft bila og voru æði dýrar í rekstri. Þær veittu heldur ekki rafmagn nema rétt til Ijósa og voru því ónógar. Því var það okkur fagn- □- -□ Rafknúin þvottavél ög rafmagns- þvettapottur létta húsmóðurinni þvottastörfin. aðarefni, þegar við fengum raf- magn frá Laxárvirkjuninni fyrir þremur árum. Var það frá raf- magnslínunni, sem þá var lögð frá Akureyri út á Hjalteyri og voru Möðruvellir fyrsti bærinn Framh. á bla. 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.