Morgunblaðið - 28.05.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.05.1955, Blaðsíða 7
Laugardagur 28. maí 1955 MORGU N BLAÐ1& 7 Sr, Jón M. Guðjónsson AÞRIÐJUDAGINN kemur, þann 31. þ. m. verður fimm- tugur einn af okkar merkustu prestum. Það er sr. Jón M. Guð- jónsson á Akranesi. Á þessum tímamótum verða þeir margir, sem senda honum hjartans þakk- ir fyrir liðna tíð og góðar óskir. um framtíðina. Ég vil ekki láta mig vanta í þann hóp, svo margs góðs á ég að minnast frá okkar fyrstu kynnum. Það er ekki venja að skrifa langt mál um fimmtuga menn. Sú venja skal heldur ekki rofin hér, þótt þörf væri á, því að yfir óvenju afkastaríkan feril er að líta þar sem er ævi sr. Jóns Guð- jónssonar, svo aðstarfssaga hans verður ekki rakin í fáum orðum. Embættisferillinn er þannig: Fyrst var hann eitt ár settur prestur á Akranesi í fjarveru sr. Þorst. Briem, þegar hann var ráðherra. Þegar Holt undir Eyjafjöllum var auglýst laust vorið 1934 sótti sr. Jón þangað og fékk það brauð. Þar sat hann í 12 ár við góðan orðstír og vaxandi vinsældir. En sr. Jón er fæddur suður á Strönd og það er eitthvað talsvert af seltu Faxaflóans í æðum hans. Þess vegna seiddi Flóinn hann til sín með sinni gullnu, lognkyrru fegurð og sínum æstu hvítfextu öldum. Honum þótti fagurt undir Fjöllunum og fólkið gott. En hann sótti um Akranes, og það gerðu margir aðrir mætir menn. En með slíkum ágætum minntust Akurnesingar unga prestsins, sem þjónaði kalli þeirra 1933—34 að nú hlaut hann löglega kosningu, sem er sjaldgæft þegar margir sækja. Sr. Jón er klerkur góður, og hann lætur fátt mannlegt sér óviðkomandi, innan kirkju eða utan, og vinnur eins og víkingur að hvers konar menningar- og mannúðarmálum í söfnuði sín- um. — Landskunnur er hann fyrir störf sín í þágu slysavarna, en honum opnast á flestum svið- um „víðar dyr og verkmiklar". Hann ann sér engrar hvíldar. — Hann er allur í starfinu og gerir til sín strangar kröfur svo sem skylduræknum og vakandi presti ber að gera. Sr. Jón er kvæntur ágætis konu, Lilju Pálsdóttur úr Reykja vík. Þau eiga fjöldann allan af fallegum börnum, og sjálf eru þau hjón alltaf æskuglöð þrátt fyrir annir erfiðrar lífsbaráttu. Kæru hjón! Guð blessi ykkur og hópinn ykkar, og gefi ykkur öllum gæfuríka framtíð. G. Br. FYRIR hálfri öld, 31. maí, fædd- ist bjartur sveinn að Brunna- stöðum á Vatnsleysuströnd, son- ur hjónanna þar, Margrétar ljós- móður Jónsdóttur og Guðjóns Péturssonar, bónda og sjósókn- ara. Það birti í bænum við komu hans og vorið lyfti brún. Hefur ekki oftast hlýnað og birt þar, sem hann hefur komið? Þeim hinum mörgu, sem hugsa til séra Jóns M. Guðjónssonar á fimm- tugsafmæli hans, mun flestum finnast svo. Sá, er þessar línur ritar, man hann vel, er hann bar fyrst fyrir augu á Lækjargötunni, þá ný- kominn í Menntaskólann, nokkr- um þrepum ofar en undirritaður, en laus við allan reiging gagnvart busum og öðru smámenni. Hann hlaut að vekja athygli — ekki að- eins stúlknanna. Vöxtur hans og ásýnd var þannig, að þar gat ver- ið kominn Gunnar sjálfur, fyrir utan atgeirinn og litklæðin. — „Hann var mikill maðr vexti ok sterkr, vænn at yfirliti ok liós- litaðr, réttnefjaðr ok hafit upp í framanvert, bláeygr ok snareygr ok roði í kinnum, hárit mikit ok fór vel ok vel litt“. Lýsingin hefði í öllum atriðum getað átt við séra Jón M. Guðjónsson. Séra Jón er fjöihæfur og hefði víða getað haslað sér starfssvið. Hann kaus prestsstarfið, enda hafa margir sterkustu þættirnir í eðlisfari hans bent til þeirrar áttar. Samúð hans með öðrum og hluttekningarsemi er óvenju rík, bróðurþelið einiægt. Honum þykir gott að vinna að því að efla mannúð, glæða góðvild, styðja allar fegurstu hugsjónir, leið- beina, uppörfa og hugga. Hæfi- leikar hans til prestlegra emb- ættisverka eru og miklir. Hann er orðfær vel og rómfagur bæði í ræðu og söng. Raddblær hans og flutningur er alþjóð kunnur af Passíusálma-lestri hans í útvarpið í vetur, sem hlaut allra manna lof svo sem maklegt var. Hann er starfsmaður mikill og verkmað ur að hverju sem hann gengur og hugvitssamur bæði í verkleg- um efnum og um starfsháttu á andlegu sviði og mjög listrænn. Sem dæmi um hugkvæmni hans, hagsýni og smekkvísi má nefna fermingarkyrtlana, sem hann er upphafsmaður að og eru nú sem óðast að ryðja sér til rúms um allt land. Mega þeir, sem kunna að meta þann hátíðarauka, sem af þessari nýbreytni stafar (og það munu flestir gera), — að ekki sé minnzt á sparnaðinn — hugsa með þakklæti til þess manns, sem hér vísaði veginn. Kunnastur er séra Jón út í frá vegna brautryðjandastarfs sins á sviði lysavarna. Það er ekki til- viljun, hvernig hann herur iagt sig iram í þvi máli. Harm er svo gerðúr, að honum nægir ekki að hugsa vel eða finna til með þeim, sem sæta áföllum. Hann skerst í leikinn, réttir örfandi hönd. Yfir- leitt er hann óspar á kraíta sína til þess að styðja góð máiefni.— Enginn mun eiga þess að rrnnn- ast, að hann hafi komið til séra Jóns M. Guðjónssonar í liðsbón vegna persónulegs vanda eða hugsjónarnáls án þess að fá lif- andi undirtektir og hljóta ákveð- irm stuðning. Hitt er reglan, að hann komi að fyrrabragði og taki rösklega í og drengilega Og þegar hann er að afla einhverju hugsjónamáli fylgis mcga fáir standast eldlegan áhuga hans, cinlægni og ósérplægni. Séra Jón hefur konu sér við hlið, sem skipar sitt sæli mcð yfirburðum. Frú Lilja Pálsdóttir á sinn stóra hlut í hylli hans. Þau eru samvalin um frábæra alúð og ljúfmennsku. se. SundhölB Keykjavíkur og sundlaugar verða lokaðar á Hvítasunnudag, en opnar til kJ. 11.30 árd. ; ■ á ar.nan í hvítasunnu. I SAXA-KRYDD-SAXA | Kanill Blandað Muscat Engifer Carrý Pipar — Biðjið ávallt um það bezta. Heildsölubirgðir: Kristján Ó. Skagtjörð h.f. Símar: 3647 — 82533. Tjald! - Tjald! Okkur vantar veitingatjald 100—160 ferm. fyrir þjóð- ■ hátíð Vestmannaeyinga. Tilboð sendist fyrir 1. júlí n.k. : til Heiðmundar Sigurmundssonar, Pósthólf 54 Vest- ! mannaeyjum. ; Knattspyrnufélagið Týr. ; káÖskona Ráðskona óskast á fámennt heimili í nágrenni Rvíkur. Þær, sem kynnu að hafa á- huga, gjöri svo vel að leggja inn nafn sitt og heimilis- fang ásamt uppl. um aldur og fyrri störf, á afgr. Mbl., ! merkt: „Rólegt starf — 828“, fyrir 1. júní. grriuhnb-dflH^taj 14 karata og 18 karata TBÍJLOFUNARBBtNGIB OiiiÍEpamei 3” möskvi, er nú komið aftur. » • ■ * wf i • ■k • ■ ■ « Net þetta er tilvalið í kring um lóðir í kauptúnum og j; kaupstöðum. ; • Pantanir sækist strax. *' ■ • • • Garðar Gíslason Hverfisgötu 4, símx 1500. h.f. ! ■ ■ * • 4' * DAZ er fyrsta bláa þvotta- efnið í heiminum! DAZ er jafnvigt á allt: •— þvott, uppþvott, vaska o. s. frv. DAZ bleykir, þvær, hreinsar og leysir upp! DAZ er bylting í þvotta- tækni nútímans! ÞAÐ ER BLÁTT - PAB HEFIB MÁJJ - og HVÆR AEET - HÁTT og EAGT! # HÚSMÆÐUR! Kaupið einn pakka til reynzlu. — og gerið samanburð. ( D A Z er framleitt af Oxydol-verksmiðjunum). OMO skilaryáur HEIMSINS HVÍTASTA i PVOTTIÍ ÞVOTTAOOfT X-OMO 4/7-I#25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.