Morgunblaðið - 28.05.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.05.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAB19 Laugardag'ur 28. maí 1955 3E DULARFULLA HÚSIÐ EFTIR 3. B. PRIESTLEY Fiamhaldssagan 47 veit ekki á hvaða stigi hann er núna, en það getur verið að hann sé eins og vitfirringur — eða jafnvel verri“. „Ef það versta kemur fvrir“, sagði Sir William, „ættum við að geta komizt út. Það er sennilega það bezta, sem við getum gert núna“. „Þér gleymið því, sem Waver- ton sagði“, skaut Penderel inn í. „Ég á við, að hann gæti kveikt í húsinu. Svona gömul hús eru fljót að brenna, er það ekki?“ Hann horfði á Philip. „Það skyldi ég halda, hér er mikið af gömlu, fúnu timbri. í því liggur hættan. Ef hann kemst einn niður, mundi hann óðar kveikja í húsinu". „Ég segi nú bara, við skulum láta hann gera það“, sagði Gladys þrjóskufull. „Það er bezt að láta þetta gamla, fúna hús brenna“. „Nei, það væri brjálæði, Glad- ys“, sagði Penderel. „Þar að auki“, flýtti Philip sér að bæta við, „eru hinir meðlimir Eemms-fjölskyldunnar. .. .“ „Aumingja gamli Sir Roderick uppi, og hann getur ekki hreyft sig“, hrópaði Margaret. „Það var hann, sem varaði okkur við í tæka tíð. Við getum ekki skilið hann eftir“. Philip og Penderel flýttu sér að taka undir það. Sir William leit á þau og síðan á stigann. „Jæja, hvað eigum við þá að gera?“ spurði hann. „Tíminn líð- ur, þótt ekkert hafi enn skeð. Þetta getur allt verið vitleysa. Mér finnst þetta fólk allt harla einkennilegt“. „Nei, það er ekki vitleysa". Margaret var nú áköf. „Heyrið þið ekki þennan hræðilega hlát- ur? Og Philip sá herbergið“. Gladys neri höndum saman í örvæntingu. „Ég er viss um, að það er satt. Ég veit það“. Hún leit stórum augum á Penderel. „Já, ég veit það. Ég hef fundið það nálgast“. Því næst jafnaði liún sig. „En getum við ekki gert eitthvað?“ Hún ávarpaði Pend- erel; fyrir henni var hitt fólkið ekki til. „Auðvitað getum við það“, sagði hann, og hann fann skyndi- lega tilfinningu, sem var fyrir- boði reiðinnar. Þau hrukku öll við. Hurð hafði verið opnuð, einhver stóð í dyr- unum. Það var ungfrú Femm. Knginn gat ímyndað sér, hvernig hún hafði komizt þangað, en hún Var alklædd og rýndi til þeirra með kertisstubb í hendinni. Þau biðu ekki eftir, að hún öskraði -til þeirra einhverri spurningu. — „Bróðir yðar er laus!“ hrópaði Philip, sem stóð næstur henni. „Hver, Saul?“ Nafnið hljómaði eins og neyðaróp. „Þeir eru nú að koma niður. Sjáið þið!“ hrópaði Gladvs og benti. Skuggalegt ferliki kom Jiægt niður stigann, og annað fyrir aftan, það hlaut að vera Saul. Höndin á stigahandriðinu var hönd Sauls. Nú stanzaði hann | en Morgan hélt einn áfram niður stigann. I „Við skulum ekkert gera strax“ hvíslaði Philip. „Það getur verið, að Morgan sé búinn að jafna sig. Við skulum bíða“. Morgan var nú kominn niður stigann, og álpaðist áfram nokk- ur skref, en stanzaði síðan og leit til þeirra. Það var hræðiieg sjón að sjá, þegar ljósið féll á hann — andlitið var allt blóði drifið. — Hendur hans voru einnig blóð- | Ugar. „Hann hefur skorið sig á gler- brotunum“, hvíslaði Philip aftur. „Hvað eigum við að gera?“ Það var Penderel, sem spurði, en hann horfði ekki á Morgan, heldur á hendina, sem hvíldi á handriðinu. „Farið frá“. Sir William benti á Margareti og Gladys. Ungirú Fernrn hafði staðið graf kyrr og horft fast á Morgan. Nú steytti hún hnefanum að honum og rödd hennar smaug í gegnum merg og bein á öllum, sem þarna voru inni. „Morgan, skepnan þín, farðu burtu. Feldu þig, áður en guð beinir höggi sínu að þér“. Hláturinn,- sem þau höfðu heyrta áður, tómur og hræðileg- ur, hljómaði nú til þeirra frá dimmum stiganum. „Þetta er Re- becca, systir mín Rebecca. Hlust- aðu ekki á hana, Morgan. Hún hefur verið að tala við guð árum saman, og Hann hefur ekki einu sinni hlustað á hana. Hann held- ur, að hún sé maðkur, lítill, feit- ur, hvítur maðkur. Hann veit ekki, að hún hefur sál. Hún verð- ur að deyja og endurfæðast, áður en hann hlustar á hana. Þetta eru allt maðkar í rotnum, göml- um líkömum, sem kallað er líf“. Rödd Sauls var brjálæðisleg. „Traðka á þeim, merja þá, og brenna síðan andstyggilegu hjúp- ana þeirra — svo að ekkert verð- ur eftir nema askan tóm — hrein aska, hrein, hrein" Síðan talaði hann ekkert nema rugl. Litlu síðar varð þögn, en eng- inn þorði að hreyfa sig. Þeim fannst öllum eins og jörðin væri að sökkva undan fótum þeirra, eins og þau færu gegnum myrk- ur og daunillt loft. Nú talaði vitfirringurinn í stig- anum aftur og nú hafði skapið breyzt skyndilega; hann virtist vera rólegur, en kátur; „Nei, Morgan, gamli skröggur, bíddu, bíddu eftir mér“. Þau sáu hend- ina hverfa. „Ennþá er eitthvað eftir að gera. Síðan skulum við ljúka því saman“. Skugginn hreyfðist, það brakaði í stiganum og skugginn hvarf. En Morgan beið ekki boðanna. Hann hafði staðið og glápt á Phil- ip og nú var eins og skyndilega færðist í hann lif. Hann rak upp öskur og gekk beint til Philips. Hann hafði aðeins tíma til að sveigja til hliðar, svo að allur þungi Morgans hefði ekki komið á hann, og á næsta augnabliki voru þeir komnir í áflog. Sir Wiliiam var öðru megin við Morgan, en Philip hinum megin. „Komið honum hingað inn“, hrópaði ungfrú Femm, þegar hún sá viðureignina. „Þið getið læst hann hérna inni“. Hún benti á dyrnar, sem hún hafði komið inn um. Penderel var nú tilbúinn og kastaði sér á Morgan, sem hörf- aði aftur á bak vegna hinna tveggja. „Getið þið ráðið við hann?“ hrópaði hann til þeirra um leið og hann átti á hinn risa- vaxna mann. „Á ég að berja hann í höfuðið?" „Við getum ráðið við hann“, sagði Philip og greip andann á lofti. Nú voru þeir rétt við dyrn- ar og ungfrú Femm hélt hurð- inni opinni. Morgan gat allt í einu losað annan handlegginn og kastaði Philip langt í burt, en hann jafnaði sig von bráðar og barði Morgan í andlitið með krepptum hnef^num. Morgan snerist nú á hæl og ýtti Sir Willi- am frá sér, sem var orðinn ná- fölur og sveittur. Philip náði í annan handlegg Morgans og gat komið honum aftur fyrir bak og ýtti honum síðan áfram. „Ýttu honum inn ganginn“, hrópaði hann til Sir Williams. — Þeir hurfu inn dimman ganginn. , VILLIiVIAÐLBIIlMM 14 Mn Tií/i/,. frá TONl sem nýtur sívaxandi hylli alls staðar. HEKLA H. F. Hverfisgötu 103 — Sími 1275. Landakotsskóli Sýning á handavinnu nemenda verður haldin í Landa- kotsskóla mánudaginn 30. maí frá kl 11 f. h. til 8 e. h. SKÓLASTJÓRINN. KIJS TIL FLUTIMIIMGS minnst 75 ferm., óskast til kaups. Verðtilboð ásamt ná- kvæmri lýsingu á húsinu sendist afgr. Mbl. eigi síðar en 31. þ. m. merkt: „Til flutnings 820“. IBIJÐ 3—4 herbergi og eldhús óskast keypt í góðum kjallara, milliliðalaust. Tilboð sendist Mbl. fyrir 2. júní merkt: „íbúð — 824“. INIauðungaruppboð á hluta í Flókagötu 66, hér í bænum, eign Óskars Sveins- sonar, fer fram í dag, laugardaginn 28. maí 1955, kl. 2y2 síðdegis. Borgarfógetinn í Rcykjavík. veittu mér, þegar þeir voru að elta mig. Ég er líka riddar- ■ inn, sem sigurinn vann á óvinum yðar.“ | „Það er varla að þú getir verið venjulegur léttadrengur, : þar sem þú hefur unnið slíkt hreystiverk,“ sagði kóngurinn. ■ „Hver er faðir þinn?“ ■ „Hann er voldugur kóngur, og af gu’di og silfri get ég : fengið eins mikið af ég ég óska.“ ■ „Ég er í mikilli þakklætisskuld við þig,“ mælti þá kóng- j urinn. „Get ég ekkert fyrir þig gert?“ j „Jú, það getið þér víst,“ sagði þá kóngssonurinn. „Gefið j mér dóttur yðar fyrir konu.“ : „Hann er ekki neitt myrkur í máli,“ sagði þá kóngsdóttirin : hlæjandi. „Það er annars langt síðan ég þóttist vita, að hann j væri eitthvað annað en réttur og sléttur léttadrengur.“ Því j næst gekk hún til kóngssonar og rak að honum rembings- : koss. j Var nú sendur hraðboði til foreldra hans. og urðu þau j glaðari en frá verði sagt yfir því að fá fréttir af honum, því : að þau höfðu fyrir löngu haldið að hann væri dáinn. ■ Þegar brúðkaupsveizlan stóð sem hæst, hættu hljóðfæra- j leikararnir allt í einu að leika, dyrnar opnuðust, og inn í : salinn kom kóngur í dýrindisskrúða með fríðu föruneyti og : mælti við kóngsson: j „Ég er villimaðurinn, ég var í álögum sem villimaður, J en þú hefur leyst mig úr þeim, og skaltu í staðinn erfa öll j auðæfi mín.“ j SÖGULOK. : Traustar klukkur á hóflegu verði Klukkurnar með Ijónsmerkinu Ljónsmerkið er heimsþekkt gæðamerki, með langa og góða reynslu hér á landi. Við förum með umboð verksmiðjunnar hér á landi. Heimilisklukkan með Ijónsmerkinu Ennfremur: 400 daga klukkur — skrautlegt úrval. Smáklukkur, ganga á steinum, — tízkuform. Vekjaraklukkur — ódýrar. Út Fagurt og fjölbreytt úrval. Oezt ú auqlfsa í Morgunblaðinu! dón Sigmunðsson Skurtqnpaverzlun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.