Morgunblaðið - 01.06.1955, Page 1

Morgunblaðið - 01.06.1955, Page 1
16 síður Solk-bólu- setning hefst nftur í U.S.A. WASHINGTON, 31. maí — Nýjar og strangari reglur en áður um prófun á Salk bóluefninu hafa nú verið samþykktar af fjórum helstu verksmiðjunum, sem bólu- efnið framleiða og mun bólusetn ingin senn geta hafizt að nýju af fullum krafti. Eisenhoivcr forseti sagði á blaðamannafundi í gær, að hann vænti þess að bólusetningunni myndi verða að fullu lokið innan tveggja mánaða, eða fyrir þann tíma er mænuveikistímabilið hefst. ★ Tilganprinn angliós EISENHOWER svaraði spurn- ingu á blaðamannafundi í Washington í gær á þá leið, að vissulega nefðu Kinverjar látið í veðri vaka að megintilgangur þeirra með því að láta lausa fjóra ameríska flugmenn, sem verið höfðu í haldi í tvö ár fyrir að hafa rofið lofthelgi Mansjúríu (með því að fljúga yfir Mansjúríu) væri að draga úr viðsjám í heiminum. Nú væri ástæða tii þess að bíða og sjá hvað kæmi næst. Flugmennirnir ellefu hafa ekki verið látnir lausir ennþá. — ★ ■— Bandaífk|s,njósnir' NEYÐARÁSTAND í BRETLANDI i immmmM FREGNIR frá Prag í gærkvöldi hermdu að 13 amerískir „njósn- arar“ hefðii verið handteknir og að mál þeirra myndi verða dæmt innan skamms. í fregninni var sagt að allir njósnararnir hefðu játað og að þeir hefðu læðst inn í Tékkósiovakíu frá V.-Þýzkalandi. Þcir voru sagðir hafa tekið sér tékknesk nöfn. Auk Bandaríkjamannanna var talað um aðra menn sem njósn- að hefðu fyrir Bandaríkin og einnig hefðu játað. Danir verða með KAUPMANNAHÖFN, 31. maí — Atomnefndin í Banmörku hefir lagt til að danska ríkið verji 800—1000 milljónum króna til þess að reisa atomorkuver í land- inu og 10 milljónir kióna árlega til reksturs á þessu orkuveri. AHir Jeiðtogar stjórnmála- flokkana hafa fallist á tillöguna. Þretfán til borðs hjá Tito Vodka og júgóslafneskt plómuvín á borðum LONDON: — Þrettán æðstu menn sovétríkjanna og Júgóslafa — Sjö Júgóslafar og sex Rússar — sátu á laugardag og sunnudag, andspænis hvorir öðrum — fyrir miðju Tito og gegnt honum Kru- schev og reyndu að ná samkomu- lagi um hlutleysi Júgóslafíu í anda hinnar nýju, rússnesku stefnu. Á milli fundahaldanna átu þeir kaviar og drukku vodka og slivovic (júgóslafnesk plómu- brennivín). Fundarhöldunum var haldið á- fram á sumarheimili Titos við Adriahaf, á annan í hvítasunnu. Síðan fóru rússnesku samninga- mennirnir ferðalög um Júgóslafíu, j en Tito og Gromikov, varautanrík ísráðherra Rússa héldu til Belg- rad. Þar tekur Tito á móti Rúss- unum á föstudaginn og þá verður ! gefin út opinber tilkynning um árangurinn af hinum löngu og ströngu fundum. Borba, aðalmálgagn Titos, seg- ir að tilkynningin muni fjalla um sambúð Rússa og Júgóslafa, í „stór um dráttum". Forustúmenn júgóslava eru gramir • yfir því að rúss- nesku leiðtogararnir hafa við öll hugsanleg tækifæri reynt að koma á framfæri í blöðum og útvarpi ummælum, sem ætluð voru til þess að sveig.ja almenningsálitið í landinu sér i vil. Miklar lausafregnir eru á lofti í sambandi við samtölin, sem fóru fram á eynni Brioni í Adrifahafi, á annan í hvítasunnu. Sagt er, að þeir Tito og Kruschev hafi talast við af kappi, og hreinskilni, er hlé varð á hinum eiginlegu samn- ingum. Einnig er sagt, að Tito hafi tekið svari vesturveldanna og sérstaklega Bandaríkjanna og mót mælt því að þau stefndu að stríði. Sagt er ennfremur að rússnesku herramennirnir hafi haft orð á því að þeir væru ekki samþykkir öllum svæsnustu ráðstöfununum, sem gerðar voru á Stalinstímabil- inu og að nauðsyn beri til þess að verndun einstaklingsfrelsisins í sovétríkjunum verði efld. Fregnir þessar eru hafðar eftir manni, nákomnum júgóslafnesku samninganefndinni. Eisenhower já — Trutnan nei TILKYNNT var í Washington, í gærkveldi að Eisenhower for- seti myndi sækja 10 ára afmælishá tíð Sam. þjóðanna í San Fran- cisco dagana 20.—26. júní n.k. Haft var eftir forsetannm að hægt myndi verða á þessari afmælishá- tíð að kynna sér stefnur og andr- úmsloft í alþjóðamálum. Þingið munu sitja m. a. utan- ríkismálaráðherrar f jórveldanna, Dulles, Molotof, Me. MiIIan og Pinay. ★ WASHINGTON 29. maí: Harry S. Truman hefur neitað að þekkj ast boð um að vera viðstaddur 10 ára afmælishátíð Sameinuðu þjóð- Þjóðverjar vilja ekkert hlutleysi -<s> BONN, 31. maí. ADENAUER kanslari hefir nú j 1 mótað utanríkisstefnu sína í sam- bandi við fundinn á toppinum, sem halda á í sumar. Adenauer hefir lagt á það áherzlu við Bandaríkjastjórn, að 1) Sameining Þýzkalands verði eitt af aðalmálum fjór- veldafundarins, 2) að ekkert verði samþykkt, sem bindi hendur sameinaðs Þýzkalands um utanríkismál og hermál, 3) að vísað verði algerlega á bug kröfunni um hlutleysi Þýzka- lands, sem tómri vitleysu, og 4) — Adenauer hefir þegar lagt fyrir þingið frumvarp til laga um stofnun 150 þús. manna sjálf- boðaliðshers í Þýzkalandi og væntir þess að búið verði að samþykkja þetta frumvarp áður en fundurinn á toppinum verð- ur haldinn. Von Brentano mun einhvern BRENTANO næstu daga taka við utanríkismálaráðherra landi. embætti í Þýzka- Nelnd nndirbýi iöggjöi um ntvinnnleysisiryggingar ÍKISSTJÓRNIN, Vinnuveitendasambandið og Alþýðusambandið hafa nú skipað nefnd, er undirbúa skal atvinnuleysistrygg- ingar eins og um var samið við lausn verkfallsins. Greiðslur í sjóðinn hefjast frá og með deginum í dag. Blaðinu barst í gær eftir tilkynning frá ríkisstjórninni. anna, sem haldin Verður dagana 20.—26. júní n.k. Talið er að Ti'u- man kunni að breyta um skoðun, ef Sameinuðu þjóðirnar bjóða hon um að ávarpa afmælisþingið. Truman flutti setningarræðuna á stofnfundi Sameinuðu þjóðanna fyrir tíu árum. Ástæðan til þess að honum hefur ekki vei-ið boðið að flytja ávarp á hátíðinni, sem í hönd fer, er talin vera sú, að líklegt er talið að Eisenhower þekktist boð um að ávarpa þingið. Ýmsum forustumönnum í Banda ríkjunum hefur verið boðið að vera „viðstödd" afmælishátíðina, svo sem frú Roosevelt, Cordell Hull o. fl. í sambandi við lausn nýlok- innar vinnudeilu hefur ríkis- stjórnin heitið því, að sett verði lög um atvinnuleysistryggingar á þinginu, sem kemur saman n. k. haust. Til þess að undirbúa löggjöf þessa hefur ríkisstjórnin skipað 5 manna nefnd. í nefndinni eiga þessir menn sæti: Gunnar Möller, hrl., Haraldur Guðmundsson, for- stjóri, Hjálmar Vilhjálmsson, skrif- stofustjóri, — tilnefndir af rík- isstjórninni, og Björgvin Sigurðsson, fram- kvæmdarstjóri, tilnefndur af Vinnuveitendasambandi íslands, og Eðvarð Sigurðsson, varaforseti Alþýðusambands íslands. Formaður nefndarinnar er Hjálmar Vilhjálmsson, skrifstofu- stjóri. Athygli skal vakin á því, að framlög til atvinnuleysistrygg- ingasjóðs skulu vera sem svarar 1% af almennu dagvinnukaupi Dagsbrúnarmanns fyrir unninn tíma, miðað við 48 stunda vinnu- viku, frá atvinnurekendum, 2% úr ríkissjóði og 1% frá sveitar- félögum. Framlög þessi verði innheimt af vinnulaunum fyrir vinnu, sem unnin verður eftir 1. júní n. k., eftir því sem nánar verður fyrir mælt í lögum. O <■'r * A’ darnið við prentára SAMNINGAUMLEITANIR hafa að undantörnu staðið yiir milli Hins íslenzka prentarafélags og Félags íslenzkra prentsmiðjueig- enda og Ríkisprentsmiðjunnar Gutanberg Samningar tókust í gærkvöldi, með nokkrum breyt- ingum frá síðasta samningi, auk þeirra kauphækkana sem prent- arar fengu með samningi þeim, sem gerðui var við hin ýmsu iðnfélög ; apríllok s. 1. i . Auglýsingar Frá og með deginum í dag er verð á auglýsingum í Morgunblaðinu kr. 14,00 fvrir eind. sentim. Vegna ógreinings milli verkalýðsfélaga LONDON, 31. maí. VERKFALL, sem háð er vegna ágreinings innan verkalýðshreyfingarinnar sjálfrar, hefir leitt til þess, að lýst hefir verið yfir neyð- arástandi í Stóra-Bretlandi. Með því að lýsa yfir neyðar- ástandi, fær brezka stjórnin, skv. sérstökum lögum, heim- ild til þess að gefa út reglu- gerðir til þess að vemda brýn- ustu hagsmuni þjóðarinnar. Engar sérstakar ráðstafanir höfðu verið gerðar af hálfu ríkisstjórnarinnar í kvöld og það er ekki talið líklegt að hún geri ráðstafanir til þess að láta herinn starfrækja járnbrautirnar til mannflutn- inga. Neyðarástandið mun fyrst og fremst hafa í för með sér ráð- stafanir til þess að tryggja dreif- ingu á matvælum og eldsneyti um landið og til þess að gera iðnaðinum kleift að starfa á- fram. Blöðin gagnrýna mjög þetta verkfall, sem sprottíð hefir af því, að félag eimlestarstjóra hefir ekki viljað sætta sig við að bilið milli launa eimreiðarstjóra og launa járnbrautarstarfsmanna hefir verið minnkað. Fyrir stríð voru laun eimlest- arstjóra réttum 100 hundraðs- hlutum' hærri heldur en laun annara járnbrautarstarfsmanna. Nú, eða frá því um síðastliðinn áramót, hefir þetta bil verið minnkað niður í 44%. Félag eim- lestarstjóra, en í því eru um 80 þús. menn, hefir ekki viljað sætta sig við þetta og hefir heimtað leiðréttingu á þann bátt, að laun þeirra verði hækkuð, án þess að sömu kjarabætur falli öðrum járnbrautarstarfsmönnum í hlut. Þeir vilja vera áfram „aristo- kratar“ járnbrautanna. Félag járnbrautarstarfsmanna, en í því eru um 300 þús. manns, hefir ekki viljað sætta sig við þetta — og af þessu stafar verk- fallið. Flutningasambandið, sem hefir starfrækslu járnabrautanna og ríkisstjórnin, hafa ekkert get- að gert í þessu máli, — hækkuð laun til annars aðilans myndu aðeins hafa í för með sér verk- fall hins aðilans. Verkfallið, sem nú hefir staðið í þrjá daga, hefir á ný sýnt, hversu mjög Bretar eru háðir járnbrautarsamgöngum. Standi verkfallið í viku, er búizt við að stálframleiðslan minnki um hálfa milljóna smálesta. Og þeg- ar er farið að draga úr kola- framleiðslunni, vegna þess að kolin safnast í hrauka við nám- urnar. Tveir höfuðatvinnuvegir Breta eru þannig lamaðir. Þessvegna mátti ekki láta dragast að lýsa neyðarástandinu. í mannflutningum skapast jafnan alveg óvenjulegt ástand í Bretlandi er járnbrautirnar stöðv ast. Tugþúsundir Lundúnabúa nota daglega járnbrautirnar til þess að komast frá heimilum Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.