Morgunblaðið - 01.06.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.06.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLÁÐIB Miðvikudagur 1. júní 1955 -3B DULARFULLA HÚSIÐ EFTIR J. 8. PRIESTLEY Fiamhaldssagan 48 Ungfrú Femm stóð þarna og hélt hurðinni með annarri hend- inni og ljósinu með hinni. „Komið þið hingað“, hreytti hún út úr sér við Margareti og Gladys. „Komið hingað með wiér“. Margaret, sem titraði og skalf á beinum, horfði á hana með skelfingu og gat ekki komið upp nokkru orði. „Nei, nei!“ hrópaði Gladvs og leit ýmist á hana eða Penderel. Ungfrú Femm gekk aftur á bak. „Blessaðar verið þið þá hérna, •— bjánar!“ öskraði hún. Hún skellti hurðinni á eftir sér og þær heyrðu, að hún læsti henni. Margaret hljóp fram og hróp- aði. „Hún hefur læst henni. Og Philip er þarna, Philip!“ Hendur hennar fálmuðu nú við dyrnar. „Það er ekki til neins. Komið f burtu“. Penderel var við hlið- ina á henni, en hann horfði á Gladys. „En Philip er þarna með ófreskjunm“. hrópaði hún aftur. f>ví næst sneri hún sér að honum og sagði með kaldhæðni: „Og hvað ætlar þú að gera?“ „Ég ætla að bíða hérna eftir liinum manninum", sagði hann mjög rólega. Gladys þrýsti sér að honum. „Nei, nei, þú mátt það ekki, komdu í burtu.“ 1 i „Hlustið. nú megum við engan tíma missa“, og þegar hann sagði þetta, færði hann þær þvert yfir herbergið. „Ég verð að bíða hérna þanaað til þeir hafa komið Morg- an fyrir. Hann getur komið niður á hverri stundu. Og þá verðið þið að vera farnar.“ „Ég ætla að vera“, hrópaði Gladys með grátstafinn í hverk- unum. „Þú getur það ekki, vina mín“, sagði hann. „Og við verðum að ílýta okkur. „Hvert eigum við að fara?“ spurði Margaret og leit aumingja lega á hana. „Hingað inn.“ Hann benti á hurðina, sem hann hafði opnað áðan, þegar hann hafði skipt um föt. Hann mundi eftir, að Ivkill hafði staðið í skránni að innan- verðu. Nú hljóp hann fram og tók bann út og ýtti þeim inn í her- bergið, Margareti fvrst. Andar- tak hélt hann utan um Gladys. „Fvrirgefið, að ekkert ljós er handa ykkur. Jú, hérna er ljós.“ Hann flýtti sér burtu og kom aftur með kertið, sem Philip hafði haft og rétti Gladvs það. „Ykkur verður borgið þarna inni.“ Hann horfði á andlit Gladys, eins og hann væri að revna að muna það alltaf. „Þið verðið öruggar hérna. Bless!“ Áður en þær gátu gert nokkuð eða sagt nokkuð frekar, hafði liann lokað hurðinni og læst þær inni, en skílið lykilinn í skránni. Ef hann hefði skilið við þær þannig, að þær hefðu getað kom - izt út, gat ailt komið fyrír. Hann gekk mjög hægt og hljóðleea inn í mitt herbergið. og horfði upp stigann og hlustaði. ÞRETTÁNDI KAFEI Það var eins og tíminn hefði stöðvast fyrir Penderel, þar sem liann stóð í anddyrinu. Nokkrum augnablikum áður, þegar hann hafði verið að koma konunum inn í herbergið, hafði honum /undizt, að hann mætti engan tíma missa, en núna þegar hann hlustaði alein milli þessara lætsu h.urða, fannst honum hann hafa nægan tíma. Ekkert hljóð heyrð- ist að ofan. Hann gekk að dyrun- um, þar sem Morgan, Waverton og Sir William höfðu horfið inn um og reyndi að opna hana. Auð- vitað var hún læst; hann vissi vel, að hún var læst. Það þýddi það, i að Waverton og Sir William urðu ' fyrst að gera út af við Morgan, en síðan urðu þeir að fá lykil- inn hjá ungfrú Femm, áður en þeir gátu komizt til hans. Og • Morgan gæti auðveldlega þvælzt fyrir þeim góða stund enn. Hann hlustaði við dyrnar. Óljós, fjar- læg hljóð heyrðust og þau gáfu til kynna, að Morgan hafði enn ekki verið yfirunninn, en átökm virtust vera í endanum á gang- inum eða í eldhúsinu. Það heyrð ist brak í stiganum og hann flýtti sér inn í mitt anddyrið og hjart- að barðist í brjósti hans. En eng- inn var. þar. I Ef stundin hefði verið komin og átökin hefðu verið byrjuð, fannst honum að sér mundi hafa liðið betur. En nú var ekkert að gera nema bíða og hlusta á brakið í gömlu timbrinu og horfa á hvikulu skuggana og hlusta; og nú varð hann skyndilega hrædd- ur,. og honum varð illt. Hann langaði til að flýja út í mvrkrið og flýta sér í eitthvert öryggi. Ean hann gat ekki gert það. því að ef hann færi núna, mundi öllu vera tapað. Hann langaði til að gera eitthvað og hérna var ein- mitt eitthvað að gera. Hann sagði ákveðinn við sjálfan sig, að hann mundi ekki þurfa að bíða lengi. Það var einkennilegt, en það var eins og eitthvað inni í honum fyndizt bara gaman að þessu og glotti af kaldhæðni af öllu, hversu bölvuðu ástandi, sem hann lenti í. Hann hafði tek- ið eftir þessu í Frakklandi, að eins og núna, þótt hann væri hræddur, var alltaf eitthvað hið innra með honum, sesn ekki var , það. Gömul andlit koram í huga hans, brostu og hurfii síðan; fé- J lagar sem hann faélt, að hann hefði gleymt fyrir löngu; sér- stök herganga. Hann var að hugsa um að kalla til Gladys. Hon um mundi ef til víll líða betur á eftir. Hún mundi skilja. En, nei, það hafði ekkert að segja. Hann leit í áttina tíl illa upp- lýsta stigans, og beið eftir því, að vitfirringurinn kæmi út úr myrkrinu, og þá varð eins og hugur hans skírðist allur. Ekkert fótatak heyrðist, hann mundi vera uppi í efri stiganum. Þegar vitfirringurinn væri kominn nið- ur, mundi hann auðveldlega geta sloppið frá honum, og þá yrði fjandinn laus, nema auðvitað, að mennirnir tveir kæmu áður. Þar sem engin leið var önnur niður, var augsýnilega bezt fyrir hann að vera uppi, og jafnvel þótt önn- ur leið væri niður, mundi hann ekki vera verr settur, því það tók ekki langan tíma til að kom- ast aftur til baka. Og því fyrr, sem hann færi upp, því betra. Hann gekk áfram, stanzaði síðan og leit hikandi í kringum sig. Hann lagði höndina á ennið, I sem var kalt og þvalt. Var ekki eitthvað sem hann gæti haft með sér? Jú, þarna var skörungur, hann var betra en ekkert. Hann greip hann hikandi og var á leið- inni til stigans, þegar honum datt ljósið í hug. Hann gat ekki tekið það með sér, það mundi véra of hættulegt, en ef hann setti lamp- ann einhvers staðar nær útidyr- unum, myndi hann gefa meiri birtu þangað, sem hann ætlaði að taka sér stöðu — uppi á gangin- um. Hann læddist upp, hægt, skjálf- andi og skugginn breiddi úr sér fyrir framan hann. Alls staðar heyrðust smábrestir, ekkert þrep Hattasýning Sumartízkan verður sýnd í Þjóðleikhúskiallaranum laugardaginn 4. júní kl. 4 e. h. Viðskiptavinir hafið samband við okkur sem fyrst. Hattaverzlun ísafoldar h.f. Austurstræti 14. Bára Sigurjóns. SKRIFSTOFUSTULKA Vana skrifstofustúlku vantar oss nú þegar. Landssamband islenzkra útvegsmanna Eignarland við Selás, Vi ha. að stærð til sölu. Ágæt byggingarlóð. Upplýsingar gefur Steinn Jónsson hdl, Kirkjulivoli, sími 4951 á milli 11—12 og 5—6. ÞAÐ ER EKKI O. J. & K. KAFFI BRAGÐAST BETUR V erzlunarmannaf élag Reykjavíkur Fundur Stúlkur UM AÐ VILLAST I verður haldinn í kvöld kl. 20,30 í fundarsal félagsins að Vonarstræti 4. Fundarefni: Samningarnir. Félagar sýni skírteini við innganginn. Stjórnin. Hér með tilkynnist viðskiptavinum vorum að við höfum selt Sunnubúðinni s.f. verzlun okkar að Sörlaskjóli 42. Væntum við því, að hún verð’ viðskipta yðar aðnjótandi 1 framtíðinni. Stjörnubúðin s.f. Unglingavinnon í Krísuvík Drengir í Hafnarfirði á aldrinum 10 og 11 ára, sem óska eftir að komast í unglingavinnuna í Krísuvík í sum- ar, láti skrásetja sig á vinnumiðlunarskrifstofunni í ráð- húsinu í dag og á morgun, 1. og 2. júní til 10—12 árdegis. Vinnumiðlunarskrifstofan, Hafnarfirði. Nokkrar röskar stúlkur óskast í prjónaverksmiðju Ó. F. Ó. nú þegar. — Uppl. í síma 7142.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.