Morgunblaðið - 02.06.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.06.1955, Blaðsíða 1
16 síður *»• árcanrw 121. tbl. — Fimmtudagur 2. júní 1955. SPrentsmJSf* Morgnnblaðslns Fimm manna húsnœðis- málastjórn skipuð Verkefni hennar er oð beita sér íyrir umhótum i byggingarmálum og stjórna lánveitingum til ibúcabygginga RÍKISSTJÓRNIN lilkynnti í gær að hún hefði samkvæmt hinum •nýju lögum um húsnæðismálastjórn, veðlán til ibúðabygginga og útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis, skipað fimm aðalmenn í húsnæðismálastjórn og fimm til vara. Gildir útnefning þessi til 6 ára. Þessir menn hafa verið skipaðir í hina nýju húsnæðismálastjórn: Gunnar Viðar, bankastióri, eftir tilnefningu Landsbanka íslands, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, lögfræðingur, Ragnar Lárusson, framfærslufulltrúi, Hannes Pálsson, fulltrúi og Jóhannes Elíasson, lögfræðingur. Varamenn eru dr. Jóhannes Nordal, tilnefndur af Landsbanka Isiands, Ásgeir Pétursson, lögfræðingur, Magnús Jóns- son, alþingismaður, Hannes Jónsson, fulltrúi og Kristján H. Bene- diktsson, kennari. Anna Borg heiðr- uð af Dönum VERKEFNT HUSNÆÐIS- MÁLASTJÓRNAR Samkvæmt hinni nýju lögg.iöf skal verkefni húsnæðismála- stjórnar vera það að beita sér fyrir umbótum í byggingarmál- um og að hafa yfirumsjón láns- fjáröflunar og lánveitinga til í búðabygginga í landinu. í fyrsta lasi skal hún koma á fót og hafa yfirstjórn á leiðbein- ingarstarfsemi fyrir húsbyggj- endur í því skyni, að lækka bygg- ingarkostnað og koma hverskon- ar umbótum í húsagerð og vinnutækni við húsbyggingar. í öðru lagi skal húsnæðismála- stjórn láta fara fram rannsókn og samanburð á byggingarkostn- aði húsa víðsvegar á landinu, í því skyni að finna, hverjir byggja hús með minnstum kostn- aði og hvað veldur þeim mun, sem er á byggingarkostnaðinum. f þriðja lagi skal hún gangast fyrir tæknirannsóknum og kynn- ingum nýjunga í byggingariðnaði með sýningum, námskeiðum og útgáfu rita. í fjórða lagi skal húsnæðis- málastjórn beita sér fyrir út- vegun hagkvæmra íbúðateikn- inga. í fimmta l?.gi er þftð hlutverk hennar að beita sér fyrir endur- skoðun byggingarsamþykkta, þar sem þess gerist þörf. SAMVINNA VIÐ SÉRFRÆÐINGA Við lausn þessara mála skal húsnæðismálastjórn leita eftir samkomulagi við þá aðila, sem hafa sérþekkingu á þessum mál- um, svo sem Atvinnudeild Há- skólans, húsameistara ríkisins, teiknistofu landbúnaðarins, bygg- ingarvöruverzlanir og framleið- endur byggingarefnis og íbúðar- hluta. Er framangreindum aðilum skylt að veita húsnæðismála- stjórn hverjar þær upplýsingar, sem hún telur sér nauðsynlegar Scell>a f ær lási WASHINGTON, 1. júní — Al- þjóðábankinn hefir tilkynnt, að hann hafi veitt 17 milljón dala lán til uppbyggingar á Suður- ítaliu. Er þetta mesta Ián, sem bankinn hefir veitt á einu bretti. Verður láninu iri. a. varið til þess að 'eisa 15 verksmiðjur bæði á Sikiley og meginlandinu. — Áður hefir barikinn veitt tvö 10 milljón dala lán til nýsköp- unar á Suöur-ítahu. —NTB. til að sinna verkefnum sínum. Eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu má gera ráð fyrir að framkvæmd hins nýja veðlánakerfis geti hafizt áður en langt um líður, væntanlega ekki seinna en um mitt sumar. Hefur húsnæðis- málastjórn þegar tekið til starfa. Forsetahjónin í Álasundi OSLÓ, 1. júní. ÞÚSUNBIR manna voru viðstaddar, þegar Ásgeir Ás- geirsson og frú hans komu til Álasunds í dag ásamt föruneyti sínu. Veður var ið dásamlegasta, sólskin og blíða. Forystumenn bæjarins tóku á móti forsetahjón- unum og hljómsveit lék norska og íslenzka þjóðsönginn. í kvöld snæða þau í boði bæjarstjórnar- innar. — NTB. Bjarlsýis freisis- helja ALGEIRSBORG, 1. júní. — Leiðtogi þjóðernissinna í Túnis, Habíb Bourgíba, kom í dag til Túnis eftir þriggja og hálfs árs útlegð í Frakklandi. Var tekið á móti honum með miklum fögn- uði, og voru mörg hundruð þús- und manns á móttökuhátíðinni. Inn hvíti frelsisfáni Túnisbúa blakti við hún um allt landið og fögnuðu menn frelsishetju sinni af alhug. 13 Bourgíba sagði við komu sína til Túnis, að það væri skoðun sin, að landinu hefði miðað í átt til algers sjálfstæðis við ina nýju samninga við Frakka. Sagð- ist hann líta svo á, að Túnisbúar mættu allvel við una og sigldu þeir nú fullum seglum í átt til fulls frelsis. NTB-Reuter. í þjónustu Thaliu. KAUPMANNAHÖFN, 1. júní - Önnu Borg voru í dag veitt verð- laun leikaiasambandsins að upp- hæð 10 þús. danskar krónur. — Þetta er í f'yrsta sinn, sem verð- láun þessi eru veitt, en í ráði er að veita heiðursverðlaun þessi árlega til þeirra, sem að áliti sérstakrar nefndar hafa unnið danskri menningu ómetanlegt gagn. Nefnd þessa skipa tveir prófessorar. óperusöngvari og formaður Blaðamannafélagsins, Carsten Nielsen. Er það álit nefndarinnar, að frú Anna Borg hafi unnið danskri leikhússmenn ingu miki* gagn með leikstarfi sínu, og þ^ð ekki hvað sízt með leik sínum í Maríu Stúart nú undanfanð Þegar þau hjón, Anna Borg og Poul Reumert, koma til Kaup- mannahafnar á morgun, verður frúnni ha^dið heiðurssamsæti, þar sem verðl.*unin verða afhent. —Páll. Búizf við skjófri lausn járn- braufaverkfallsins i Brellandi Viðræður deiluaðila hófust í gær LUNDÚNUM, 1. júní. — Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. FÉLAG járnbrautastarfsmanna í Englandi gerði í dag tilraun til að ljúka verkfallinu, sem nú hefir staðið yfir í fjóra daga. Hefir verið rætt við vélamenn í dag, og eru þetta fyrstu við- ræðurnar við þá frá því að verkfallið hófst. — Fundur í Félagi járnbrautastarfsmanna, sem haldinn var í dag, kaus nefnd manna, er semja á við atvinnurekendur og var nefndin hvött til að reyna að ná skjótu samkomulagi, til þess að verkfallinu megi ljúka sem fyrst. SAMKOMULAG EKKI LANGT UNDAN? Aðalritari Félags járnbrauta- starfsmanna sagði í dag, að verkamenn væru þeirrar skoð- unar, að hægt væri að ná sam- komulagi ið fyrsta. Kvað hann það skoðun sína, að samkomu- lag. sem allir væru ánægðir með, væri ekki langt undan. 80% JARNBRAUTA- STARFSMANNA f VERKFALLI Ekki eru allir járnbrauta^ starfsmenn í Bretlandi í verk- falli þessu, heldur nær það til um 80% þeirra. Af þeim sökum eru allmargar járnbrautir í gangi, einkum í inum stærri borgum landsins, svo sem í Lund únum og umhverfi hennar. Astarævintýrinu í BeLgracL að Ljúka Yfirlýsing væntanleg í dag BELGRAD, 1. júní. — Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB. LEIÐTOGAR Ráðstjórnarríkjanna, sem nú eru á ferðalagi urh Júgóslavíu, skoðuðu í dag nokkrar verksmiðjur, sem stjórn Títós hefir látið reisa frá styrjaldarlokum. Rússar ©g Japanir MOSKVU 1. júní — Ráðgert er, að viðræður hefjist hið bráðasta milli Rússi. og Japana um stjórn- málasamband þessara landa. — Malik, senrliherra Rússa í Lundún um, verður formaður rússnesku nefndarinnar, sem semja mun við japanska. —Reuter. Vakna við vondan draum BERN, 1. jf'ttí — Svissneska lög- reglan hefir tilkynnt, að hún hafi gert leit á heimilum nokkurra þekktra ítalskra kommúnista, sem búsettir eru í Svisslandi. — Segir lögreglan, að kommúnistar séu nú að reyna að skjóta rótum í Sviss o? hafi hún komizt á sncðir um :illvrðtæka neðanjarð- arstarfsemi þeirra í landinu. Er starfsenti þessari stjórnað af itölskum iíommúnistum. Þetta hreiður fundu drengir nokkrir í Hafnarfirði ekki alls fyrir löngu. Hefur skógarþröstur byggt það á milli fjögurra fiska, sem spyrtir eru á trönu"-. í hví voru fimm egg, og hafði einn un£i komið í ljós. Ljósm. GRÓ. ^SÉRFRÆBINGAR MEÐ SVEITTAN SKALLANN Sérfræðingar þeirra héldu aft- ur á móti til höfuðborgarinnar og semja þeir nú ásamt júgó- slavneskum starfsbræðrum sín- um drög að yfirlsýingu, sem gef- in verður út á morgun um fundi forystumanna Júgóslavíu og Sovétríkjanna. — Sovézka sendi- nefndin heldur af stað heim- leiðis n. k. föstudag. Gean her Áilah CASAi.LANKA Leiðtogar lögreglu og hers Frakka í Afríku komu saman á lokuðum fundi í Casablanka i morgun til að ræða hið al- varlega ástand er skapazt hef- ur í landinu vegna óeirða hvarvetna — en þær óeirðir hafa nú kostað 23 menn lífið. Heimatilbúnar sprengjur hafa víða sprungið og orðið mönnum að bana og sært fjölda manna. Lögreglan hefur og orðið mönn- um að bana er hún hefur sundrað mannþyrpingum á götum og torgum. Samtímis streymir varalið í óslitnum straumi til Algier. Sá liðsauki og þær birgðir verða notaðar gegn uppreisnarhernum, eins og Frakkar kalla mótstöð- una, en hann gengur í Norður- Afríku undir nafninu „her Allahs".____________________ Vísindamenn sækja Bandaríkin hcim 31 kjarnorkufræðingur frá 22 löndum hctur nýlega haldið heim frá Band-níkjunum. Hafa vís- indamennirnir dvalizt þar í landi nokkra hríð og verið viðstaddir kjarnorku'ilraunir bandarískra vísindamar.na.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.