Morgunblaðið - 05.06.1955, Síða 1

Morgunblaðið - 05.06.1955, Síða 1
16 síður og Lesbók Kirkjustaðurinn Marteinstunga í Hcitum í Kangárvailasýslu. Umhverí'ið á myndinni geíur mjög góða hugmyndum landslagið í þessari sunnlenzku sveit, sem nú hefur nýlega fengið raforku frá Sogsfossum. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Stœrsta réttin rafvæ úsfreyjunnar í sveit- bygg&a landsins Þrír méaaðir síðca MsilGmenn ienp raimogn I Samtal við jbd um kosti þess og hin nýju viðhorf i sveifinni ÞEGAR íréttamaður Mbl. brá sér fyrir nokkrum dögum austur í Holtahrepp í Rangárvallasýslu, og átti tal við nokkra bændur þar, þótti honum það ekki leyna sér, að eitthvað alvel nýtt hafði borið þar við í sveitinni, sem setti svip bjartsýni og framtíðarvhna á héraðið og fólkið. Mátti svo heita að flest viðhorf manna hefðu breytzt. Þarna hafði vissulega átt sér stað mikil breyting. Á einu misseri hafði mikill hluti Holtahrepps færst úr myrkri aldanna yfir í ljós nútímans. í einu vetfangi hafði verið tekið stökkið frá olíulömp- unum yfir í rafmagnsljósið. Sú stutta frásögn sem hér fylgir á eftir lýsir að vísu aðeins viðhorfunum í einni sveit. En þetta sama er að gerast víðar út um land allt. Sú ríkisstjórn, sem nú situr hér undir forsæti Ólafs Thors hefur ákveðið að rafvæðing landsins, skuli sitja fyrir öllum öðrum framkvæmdum. Hún lætur ekki sitja við orðin tóm, enda er rafvæðingin stórkostlegt kjarabótamál þjóðarinnar í heild. LAGNING LINUNNAR HÓFST S.L. HAUST Ég ræddi fyrst nokkuð við Engilbert Kristjánsson bónda í Pulu um starfið við lagningu lín- unnar, en hann var annar tveggja Holtamanna, sem fengu atvinnu við lagningu hásþennu- línunnar. Heyrði ég á öðrum Holtamönnum, að þeir undruðust það nokkuð að fleiri úr þeirra hópi skyidu ekki vera teknir í vinnu við lagningu línunnar í sitt eigið hérað. Hefði verið ó- þarfi að flytja verkamenn til þess langar leiðir að. — Jæja, þegar ég hitti Engil- bert, var hann að leggja síðustu hönd að verki, festa niður jarð- sambandslínur og flvtja burtu uppgröft frá stauraholunum. — Það var á sumardaginn fyrsta í fvrra, sem fyrstu merki hins fyrirhugaða verks sáust. Þá var byrjað að stika út fyrir staur um. Um sumarið voru staurar fluttir uppeftir og í september var bvriað að grafa þá niður og leggja linuna. RAFMAGN Á 20 BÆI — Hvaða leið er línan lögð og á hvaða bæi? — Hún liggur út af aðalhá- spennulínunni við Suðurlands- veg hjá vegamótum. Síðan fá rafmagn frá henni þessir bæir: Þjóðólfshagi, sem er tvíbýli, Sumarliðabær í Ásahreppi, sem er tvíbýli, Fosshólar, Lýtings- staðir, Raftholt, Hvammur, Hefs- holt, Gata, Félagsheimilið Lauga landi, Marteinstunga, bærinn og kirkjan. Er þó ekki komið í kirkjuna, Hallstún, Bjálmholt, Kaldakinn, Pula, Mykjunes, Skammbeinsstaðir, sem er þrí- býli, Hjallanes í Landsveit. SJéinaimicSaprra er í dag SJÓMANNADAGURINN er í dag. Kl. 8 í morgun voru fánar dregnir að hún á skipum, en kl. 1 e. h. safnast sjómenn sam- an við Borgartún 7 og ganga fylktu liði að Dvalarheimili aldraðra sjómanna, þar sem biskup íslands minnist drukknaðra sjómanna. Þar flytja og ávörp Ingólfur Jónsson, ráðherra, Ásberg Sigurðsson, framkv.stj. og Þórhallur Hálfdánarson, skipstjóri. Eins og sjá má eru þetta um 20 býli, og hefur rafmagnsins vissulega verið beðið með eftir- væntingu á þeim öllum. U.M 12 KM. LÍNA Nú eru að vísu margir bæir hér um slóðir, sem enn eiga eft- ir að fá rafmagn. Það stafaði af af því að lengra var milli bæia en svo að þeir gætu komizt að í fyrstu umteið. En cins og þessi lína var lögð, var hun fremur hagstæð, meðalheimtaugar jafn- vel styttri en víðast annarsstað- ar. — Hvað eru margir staurar í þessari línu? — Þeir eru um 130. Lengst er Framh. á bls 2 í dag fer og fram afhending ' heiðursmerkja til fimm gamalla1 sjógarpa og eru þrír þeirra komnir yfir nírætt: Gísli Ás- geirsson á Álftamýri í Arnar- firði, Ellert Schram í Reykjavík og Sigurður Jónsson í Görðun- um í Skerjafirði. Hinir tveir eru Einar Ólafsson í Hafnarfirði, sem er á níræðisaldri og Guðjón Jónsson, 74 ára, sem er elzti sjó- maður skráður á skip. Hann er nú á vélbátnum Hermóði frá Reykjavík, og hefir verið sjó- maður á fullum hlut síðan hann var II ára. VARNARMALANEFND utanrík is ráðuneytisins flytur skrifstof- ur sínar að Laugaveg 13, 3. hæð. Vegna flutningsins verða skrif stofurnar lokaðar n.k. mánudag og þriðjudag, þann 6. og 7. þ.m. Á hlaðinu á Skammbeinsstöðum setur rafvæðingin merki sitt á umhverfið með geysistórum há- spennustaurum. 17 staurar frá rafmagni og síma eru þar í túninu. 17 ára piltur fær afreksverðlaun siómamtadaaslns ÞETTA síðasta ár, frá sjómanna- degi til sjómannadags, hefir ver- ið mikið björgunarár. Hvergi hef ir þó jafn miklu verið til fórnað og við björgun áhafnar togarans Egils rauða. Hátt upp í 100 manns tóku þátt í björgunarstarfinu á einn eða annan hátt og hægt er að full- yrða að fjöldi þeirra lagði sig í beina lífshættu. Ekki er hægt að verðlauna ^’a þessa menn, en ákveðið he'ir verið að einn þeirra, yngsíi þátttakandinn, hljóti afreksverðlaun sjómanna- dagsins. Er það Gísli Jónsson á ísafirði, 17 ára piltur, sem var leiðsögumaður biörgunarsveitax innar á strandstaðinn. Fór bann t. d. þrisvar vHr erfiðan og hættulegan fjallgarð í aftaka- veðri. og sýndi mikla hugprýði, sem ,’iörgunarmenn gerðu raun- ar allir. Komingleg flugferð LUNDÚNUM, 4. júní: — í dag fljúga prinsinn og prinsessan af Englandi í fyrsta sinn á ævinni. Konvingsfjölskyldan er strönduð, Sökum járnbrautarverkfallsins, í Balmoralhöllinni í Skotlandi og hefur nú verið ákveðið að láta Karl, sem er sex ára og Önnu sem er fjögurra ára, fljúga til Lund- úna. Drottning fer einnig í dag til Lundúna en í annarri flugvél, þar sem brezka konungsfjölskyld an ferðast aldrei með einni og sömu vélinni í einu. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.