Morgunblaðið - 05.06.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.06.1955, Blaðsíða 7
Sunnudagur 5. júní 1955 MORGU N BLAÐIB 1' Aftræður í dag Jón Arnoson prentnri TÍMINN líður fljótt. Mér finnst örstutt síðsn Jón Árnason var 70 ára. Þá ritaði ég um hann dálitla grein í Morgunblaðið. Jón Árnason er einn af mætustu mönnum þessa bæjarfélags og ber margt til þess. Segja má um hann, að troðnar götur og alfara vegir séu honum ekki að skapi. Og hann oindUr ekki bagga sína sömu hnúcum og aðrir samferða- menn. Þers vegna finnst mörg- um hann sérkennilegur og sér- vitur. En svo er þó ekki. Áhuga- mál hans eru önnur en flestra annara manna á meðal vor. í því er misskilningurinn fólginn. Frá barnæsku hefir Jón tekið virkan þátt í margskonar félagsstarf- semi og æfinlega verið þar í fremstu röð félagssystkina sinna, vegna starfshæfni og skipulags- hæfileika. Hann var einn af stofn endum Hins ísienzka prentarafé- lags og he’ðursfélagi þess. — í Góðtemplarareglunni hefir hann starfað í nær 70 ár. Bindindis- málið hef’r verið honum alla tið hjartfólgið áhuagmál. Hann starfaði lengi í Guðspekifélaginu og er mjög vel að sér í þeim dá- samlegu og undraverðu fræðum, er þau flytja mannkyninu um lífið og tilgang þess. Jón Árnason er enginn meðal- maður að hverju sem hann gegn- ur. Hann er heill og traustur í öllum þeim málum, sem hann á annað borð ljær fylgi sitt. Áhuga samur og ötull, þegar hann álítur uir cg Ámason áffræðan JÓN ÁRNASON prentari á átt- ræðisafmaeli í dag. 1 tilefni þess hafa nokkrir vinir hans ritað um störf hans og hugðarefni og gefið út sérstakt afmælisrit, þar sem einnig er að finna úrval úr grein- um Jóns Árnasonar. Meðal þeirra, sem um Jón skrifa eru Indriði Indriðason, sem ritar greinina ,,í heimsókn hjá stjörnu- lesara", Björn Magnússon, er skrifar um Jón og reglustarfsem- ina, Jakob Kristinsson sem skrif- ar um Jón og guðspekina og Stein grímur Guðmundsson um Jón Árnason prentara. í síðari hluta bókarinnar er, eins og fyrr segir, úrval úr gi'ein- um Jóns Árnasonar. Eru þær með fyrirsögnunum: Gamansemi dul- fræða, Táknafræði kirkjunnar, Rök stjörnuspekinnar, Bindindi, Framþróun, Sjálfstæði og þjón- usta. Indriði Indriðason bjó bókina til prentunar og er bun prentuð í rentverki Odds Björnssonar h.f. á Akureyri. Hafa prentarar leyst verk sitt prýðilega af hendi og er frágangur bókarinnar með ágæt- um. ★ Jón Árnason er mætur borgari Reykiavíkur, hefur um áratugi verið ótrauður forystumaður Gcð- temnlara og sinnt ýmsum trúnað- arstörfum í öðrum merkum félög- um. Hann befur verið sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar. starfið eða hugsjónina þess virði, að barizt sé fyrir henni. Þess háttar menn þykja oft harðir og óvægnir í orðasennum og hefir Jón ekki +arið varhluta af því. En þeir, sem þekkja manninn bezt vita, og hafa margsinnis reynt, að innra með honum býr hlýtt hjarta og hreinn hugur, sem aðeins vill leggja þeim málum lið, er hata mannbætandi áhrif á þjóðarheildina. Haar og göf- ugar hugsjónir og velferðarmál mannanna hafa því verið hans aðal starf frá því hann komst til vits og ára. Og í þeim efnum hefur hann unnið miklu merki- legra starf, en menn almennt hafa hugmvnd um. Og fyrir þau störf hans vil ég færa honum sér- stakar þakkir. Þar liefur verið sáð fræi, sem á eftir að bera mikla ávesti er tímar líða. Jón Árnason er mikill fræðimaður á því sviði, er hann hefir haslað sér völl. Hann hefir knúið dyra í heimi aodans og fyrir honum hefir verið upp lokið. Jón mun ekki iðrast þess, að hafa lagt stund á morgþætt undrafræði •— fræði, sem hafa opnað honum sýn inn í hulda heima hins mikla lífs, sem vér mennirnir erum lítill hluti af — en vitum þó svo lítið um. Að endingu þakka ég Jóni Árnasyni langa og trygga vináttu og óska honum allra heilla átt- ræðum. Sigurður Ólafsson. og ÍSAFIRÐI, 4. júní: — Mikil at- vinna hefur verið hér undanfarið og fó'ksekla svo, að til vandræða horfir. Togarafiskur hefur borizt á land sem hér segir: Isborg landaði fyrir helgi 233 tonnum af ísfiski og Egill Skalla grímsson 35 tonnum, en eftir helg ina landaði Sléttbakur 330 tonn- um af ísfiski og ísborg 100 tonn- um af saltfiski og 140 tonnum af ísfiski. Nokkuð af ísfiskinum fór til frystingar í frystihúsunum hér á Isafirði og í nágrenninu, en mik ið fór einnig til herzlu. Farmur- inn úr Sléttbaki fór að mestu leyti í herzlu og er það síðasti fiskur- inn, sem hertur verður hér á þessu vori. — Línubátar eru hættir veiðum fvr ir nokkru, en trillubátar bafa afl- að dável. — Mikil vinna hefur ver ið við mat orc nökkun á fiskafurð um, bæði saltfiski og skreið, sem útskipað verður í næstu viku. J. ISAFIRÐI, 4. iúní: — Um s:ð- ustu mánaðamót voru undirritað- ir kaup- og kiarasamninmir fvrir Vestfirði og tóku þeir gildi 1. júní Eru þeir í meginatriðum sam- hljóða þeim samningum, sem verkalýðsfélögin í Reykiavík og Hafnarfirði gerðu v’ð atvinnurek endur j anríl s. 1. — I gær var svo undirritaður samningur milli Al- þýðusambands Vestfjarða og Sam einaðra verktaka um þau atriði, sem snerta s“-»,f:tokIe<ra vjn+>u við varnarframkvæmdir í Aðaivík. Uppsögn Kennaraskólans 'A LAOÍWELL LTD í gl&sum og flöskum: Malt edik Glive «:-Fa FRENCH CAPERS Rose syrop Mayormaise Salad Cream Clief tórnatsósa R’-anston sósa (fiskisósa) Chef sósa W orchestersósa Sveppasósa Sandwich spread í pJkkum: • Tea ..VEDDA“ Matarlm Jelív Cristals, jarðarberja, hindberja, appelsinubúðingar. / í 'Jó osum: Lyftiduft K.-ydd, allskonar Custard Powder Allar þessar heimsþekktu vörur höfum við fyrirliggjandi. I eEIðiITSSOW & CO. O.f. Hafnarhvoll — Sími 1228 e KENNARA SKÓLANUM var slit- ið föstudaeinn 27. mai. Skóla- stjóri flutti skólaslitaræðu, gerði grein fyrir störfum og urslitum prófa, ávarpaði síðan nemendur og árnaði heilla, þeim sem al- faranir fara úr ekolanum að þessu sinni. Nemendi r voru í vetur 124 í öllum deildum skólans. Til prófs komu 120 og luku 110 fullnægj- andi prófi, þar af 56 kennaraprófi. En af þeim lauk 21 nemandi prófi úr handavinnudeild skólans, en þar útskrifast nemendur annað hvort ár. Úr 4. bekk útskrifaðist 21, og einn átti ólokið prófi í nokkr- um greinum. Hæstu einkunn 8,46, hlaut Anton Sigurðsson. Úr stúdentadeild útskrifuðust 11, einn íékk að fresta prófi í einni grein Hæstu emkun hlaut Birgir Albertsson. Úr handavinnudeild útskrif- uðust 12 =-túlkur og 9 piltar. .— Hæstu einkunn 9,02, hlaut Krist- ín J. Eyfells, og fékk hún að verð launum minnispening frú Elínar Briem. Allmargt eldri nemenda var viðstatt skólaslitin. Tuttugu og fimm ára ncmendur færðu skól- anum að g’öf orðabck Fritzners og skólastióra vandaðan pappirs- hníf úr silfri Orð fyrir þeim nem endum htuði Sigurður Runólfs- son, kennari. Nemendur, sem luku kennara- prófi 1934 og 1944, afhentu nú gjöf þá, sem þeir hétu skólanum síðast liðið ár. en það var brjóst- mynd af skólastjóra, mótuð af Gesti Þor-’rímssyni, hið vandað- asta verk. Vilbergur Júlíusson kennari fh.-tti ávarp og afhenti mvndina. En skólastjóri þakkaði að lokum gjafirnar og þann sóma, sem honum og skólanum var sýndur. Þessir luku kennaraprófi: Úr fjórða bekk: 1. Anton Sigurðsson, Ólafsfirði, 2. Ásgeir Sigurgeirsson, Rvík. 3. Bjarni Jónsson, Rvík. 4. Björn G. Eiríksson, Rvík. 5. Guðbergur Bergsson, Grinda- vík. 6. Guðm. Ólafsson, Flateyri. 7. Hauku’. Helgason, Hafnarf. 8. Helgi Jónasson, Jörfa, Hnappad. 9. Hjörtur Jónsson, Akranesi. 10. Ingibjó’-g Ingólfsd. Rvík. 11. Karen Vilhjálmsd., Rvík, 12. Margret Hannesd., Arnkötlu- stöðum Holtum. 13. Mattnildur Guðmundsdóttir, Rvik. 14. Óli Þ. Guðbjartsson, Bíldu- dal. 15. Sigrún Halldórsd., Rvík. 16. Sigurður Gíslason, Pvík. 17. Sigurður Jóelsson, Arnísar- stöðum S -Þ. 18. Svavar Markússon, Rvík, 19. Valey Jónasdóttir, Siglufirði, 20. Þorste.nn Kristinsson. Gerð- um, Garði. 21. Þorvaidur Óskarsson, Rvík. Ólokið prófi átti Halldóra Þór- hallsdóttir Vogum í Mývatns- sveit Stúdentadeiíd: 1. Aðalb'örg Björnsdóttir, Rv. 2. Áslaug Eiríksd., Glitstöðum, Norðurardal 3. Birgir úlbertsson, Hesteyri. 4. Dagrfíður Finnsd., Grafarnesi, 5. Guðrúi> Freysteinsd., Rvík. 6. Ingólfur Guðmundsson, Laug- arvatn:. 7. Kristín Trj’ggvadóttir Dalvík. 8. Reymr Karlsson, Rvík. 9. Sigríðiu Erlingsd., Rvík. 10. Valge>"ður Steingrimsd., Rv. 11. Þorsteinn Pétursson, Miðfoss- um í Ar dakíl. Frestað prófi í einin grein fékk Páll Pálscsn. Reykjavik. Söngkenraraprófi luku Guð- laugur Jörrndsson. Hellu í Stein- grimsfirði Magnús Jónsson, Kollafjarðnrnesi. Handavinn-ideild: 1. Björg Ólafsdótíir. Akureyri. 2. Brynja Guðmundsd., Rvík. 3. Dagnv Þorsteinsd Vestm.e. 4. Gíslrún Sigurbjör.isd.. Rvlk 5. HjördG. Kristjánsd., Bjarnar- stöðum, S -Þ 6. Ingibj-' rg Hannesdóttir, Rv. 7. Kristín J. Evfells, Rvík 8. Margré’, Sigþórsdóttir, Rv. 9. Sigríður Jónsd., Bolungarvík. 10. Sigrún Höskuldsd., Bólstað, S.-Þ. 11.. Sigurbjörg Valmndusd., Vik í Mýrdal. Framh 6 bls i ? ® .#• niipiir Nankinsúlpnr fóðraðar með loðkraga á 4—12 ára, seljast fyrir hálfvirði MARKAÐURINN '’emplarasundi 3 Ath. Aðskornar kápar eru ‘mjc'g í tízku í ár. MARKAÐURINN Laugavegi IÖ0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.