Morgunblaðið - 07.06.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.06.1955, Blaðsíða 1
fci iitantu 125. tbl. — Þriðjudagur 7. júní 1955 PrentsmlS|* Korgunblaðslna iVIannfjöliIinn við Dvalarlieimili aldraðra sjómaana þar sem hátiðahöldin fóru rfam. Vegleg háfíöahöld á sólgyllt- um Sjómannadegi norska stórþinginu - Minnst hálfrar aldar afmælis norska rikisins og veðurguðirnir lögðu sitt til að svo mætti verða. í flestum kaupstöðum og kaup- túnum út um land var Sjómanna- dagsins minnzt á svipaðan hátt og verður miklu nánar skýrt frá þeim hér í blaðinu síðar. Hámarkshreði Fitnm cldraðir sjcgarpar heiðraðir /'|LL SKIP í höfninni voru fánum skreytt á sunnudaginn " * er Sjómannadagurinn rann upp bjartur og fagur og víðast í Reykjavík blöktu fánar við hún. Kl. 13,30 e. h. komu sjómenn saman til hópgöngu og hófst hún frá Borg- artúni 7. VÍKINGASK.IP I Hátíðahöldin fóru vel fram og Var þar komin eftirlíking af voru sjómannastéttinni til sóma skrautbúnu, fornu víkingaskipi og stóðu vígalegir kappar, klædd- ir litklæðum með alvæpni, í stafni og skut. Skrúðgangan hélt inn að hinni glæsilegu byggingu Dvalarheimilis aldraðra sjó- manna í Laugarási, sem nú er senn fullbúin til notkunar. Gekk Lúðrasveit Reykjavíkur í farar- broddi. Þar fóru aðalhátíðarhöld- in fram. DRUKKNAÐRA SJÓMANNA MINNZT Biskupinn yfir íslandi, herra Ásmundur Guðmundsson, minnt- ist í upphafi drukknaðra sjó- manna og var samtímis lagður blómsveigur á leiði drukknaðra sjómanna í Fossvogskirkjugarði. Söng Guðmundur Jónsson sálm- inn Alfaðir ræður og var það áhrifarík stundöllum er á hlýddu. Þá flutti Ingólfur Jónsson ráð- herra ræðu fj'rir hönd ríkisstjórn arinnar, Ásberg Sigurðsson fram- kvstj. frá ísafirði talaði af hálfu útgerðarmanna og Þórhallur Hálfdánarson skipstj. úr Hafn- arfirði, talaði af hálfu sjómanna. SJÓGARPAR HEIÐRAÐUR Að ræðunum loknum voru af- hent verðlaun fyrir unnin afrek í íþróttakeppni Sjómannadagsins: Síðan voru fimm öldruðum sæ- görpum veitt heiðursmerki sjó- manna. Þeir voru Einar Ólafs- sonfrá Hafnarfirði, Ellert Schram í Reykjavík, Gísli Asgeirsson, Álftamýri, Guðjón Jónsson, Reykjavík og Sigurður Jónsson í Görðum. Tveir þeirra eru yfir nírætt, en einn þeirra, Guðjón Jónsson, er 74 ára að aldri og er hann elzti starfandi sjómaður landsins. Hyllti mannfjöldinn hina öldruðu sægarpa með lófa- taki er þeir voru heiðraðir. Henry Hálfdánarson form. fulltrúaráðs Sjómannadagsins, afhenti verðlaunin. DANSLEIKAR Um kvöldið var dansað í sölum Dvalarheimilisins og dansleikir voru haldnir í flestum samkomu- húsum bæjarins. Á götum bæjarins var selt Sjó- mannadagsblaðið og merki dags- ins. Stokkhólmur: — SVÍAR hafa nú samþykkt regl- ur um hámarkshraða í akstri í þéttbýli. Hámarkshraðinn er 50 km. á klst. Fyrir strætisvagna og vöru- bíla hefir einnig verið settur al- mennur hámarkshraði, 60 km. á klst. Síðustu 50 metrana áður en |en ekki lausan við að vera við- komið er á krossgötur, má hrað- kvæman. Maður, sem hefir um inn ekki vera nema 40 km. á klst. ævina drepið miskunnarlaust sam 1 Krutshev „fáfróður oflátungur44 NEW YORK 6. júní. — Nikita Krutschev var stimamjúkur við alla á ferð sinni um Jugóslafíu í vikunni, sem leið, en hann gleyindi að líta á verkamennina, að tala við nokkurn þeirra, eða að spyrja þá nokkurrar spurn- ingar, að því er Edward Crank- shaw skýrir frá í grein í Observ- er, sem i ann hefur sent frá Belgrad. Crankshaw segir, að afskipta- leysi hinnar rússnesku sendi- nefndar gagnvart verkamönnum „hafi alger'ega eyðilegt áhrifin af förinni, að bví er Júgóslafa varð- ar. Flestir þeirra höfðu ekki gert sér grein fvrir því, að hið allra síðasta, sem sovétforingja getur í hug komið, sé að veita athygli mönnunum við bekkina'. Crankshaw hefur ekki háar hugmyndir um Krutschev. Hann telur hann vera „oflátung“, frá- munalegar. fáfróðan sjálfbyrging, Einnig hafa verið settar nýjar og strangari reglur um útbúnað bíla og reiðhjóla, m. a. er þess nú krafist að reiðhjól hafi bæði |karl“. kattarauga og bakljós. I kvæmt sk’ijun frá yfirboðara sín- um og seni nú reynir að virðast, góðhjartaður, áhugasamur sykur á bls 19 Úrslitaátök um Httlee off Ðevan LONDON 6. júní. Þegar brezka þingið kemur saman í fyrsta skipti eft’r þingkosningarnar, á morgun, mun athygli manna beinast mjög að því, hvað gerist um stjórn verkamannaflokksins á þingi. Þingflokkúrinn mun kjósa svo kallað „skugga ráðuneyti", en í þv! eru menn, sem myndu taka við ráðherraembættum, ef verka- mannaflokirurinn kæmist í meiri hluta. Einn þeirra manna, sem voru í gamla ..skugga“ ráðuneytinu, Hugh Dalton, hefur skritað Att- lee bréf, og beiðst undan því, að verða kosinn í „ráðuneyti1 ‘aftur, fyrir aldurs sakir. Hann hefur hvatt aðra forustumenn flokks- ins, sem komnir eru á gamals aldur, til þess að fara sínu dæmi. Meðal þessara gömlu manna er v’araformaður flokksins, Herbert Morrison 167 ára gamall), Em- anuel Shinwell (70), Chuter Ede (72), William Whiteley (72) og Philip Noel Baker (68), Dalton vill hinsvegar, að Attlee verði áfram leiðtogi flokksins, þótt hann sé orðinn 72 ára. Dalton segir, að pað sé á einskis manns færi nema Attlees að koma á einingu í dokknum. Margir telja, að hér muni Aneuri Bevan loks bjóðast tæki- færi, sem nann hefur beðið eftir, til þess að komast í forustulið flokksins aftur. Aðrir telja, að hægri sinnar muni með aðstoð þeirra, sem hægfara e:u, en þó andvígir Attlee, nota tækifærið til þess j að losna v;ð Attlee og Bevan, samtímis. Mikkelsen forsætisiáuherra tekur á móti Hákuui VII. viu komuna til Noregs í nóvember árið 1905. — Konungur heldur á Ólafi krónprins. T D A G kl. 10.35 eftir norskum tíma eru rétt fimmtíu ár liðin frá því að norska Stórþingið samþykkti hátíðlega að slíta sambandi við Svía. Norðmenn og Svíar höfðu þá verið í ríkjasambandi um níutíu ára skeið. Á sömu stundu, eins og fyrir fimmtíu árum, kl. 10.35 í dag, kem- ur norska Stórþingið saman, til þess að halda hátíðlegt hálfrar aldar afmæli norska ríkisins. Viðstaddur athöfnina í Stórþinginu verður Hákon konungur, sem verið hefir konungur Norðmanna frá því að sambandsslitin fóru fram. Sambandsslitin voru samþykkt við þjóðaratkvæðagreiðslu vorið 1905. Síðan voru þau samþykkt í Stórþinginu, þ. 7. júní 1905. í ágúst sama ár var samþykkt við þjóðaratkvæðagreiðslu að Noreg- ur skyldi vera konungdæmi á- fram. Fyrst var Karli Svíaprins boðin konungstign í Noregi. Hann neitaði og var þá Karli Danaprins boðin tignin og sett- ist hann að ríkjum í Noregi í nóvember árið 1905 og tók sér nafnið Hákon VII. Hákon konungur á nú lang- an og glæsilegan hálfrar aldar feril að baki. Tveir menn, sem voru þing- menn í Stórþinginu árið 1905 er sambandsslitin voru samþvkkt, verða viðstaddir afmælishátíðina í dag. Annar þeirra, Sigval Bergesen, er nú 92. ára að aldri, kunnur skipasmíðaiðjuhöldur frá Stavai*ger. Einmitt um þessar mundir hefir hlaupið af stokk- unum í Bergesen skipasmíða- stöðinni stærsta skipið, sem smíð- að hefir verið í Noregi, „Berge- hús“, 33 þús. smál. Hinn maður- inn er Meyer Foshaug, sem var orðinn þingmaður árið 1903 og hefir verið þingmaður síðan, eða þar til fyrir nokkrum árum. Við athöfnina í Stórþinginu í dag verða viðstödd, auk konungs, Ólafur krónprins, Astrid prins- essa og Haraldur prins. Fyrst verður leikinn þjóðsöng- ur Norðmanna, „Ja, við elsker.“ Oscar Torp, forseti Stórþingsins og fyrrum forsætisráðherra, mun flytja hátíðarræðuna, en að henni lokinni verður sungið „Gud signe vort dyre fædreland". Framh. á bls. 12 í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.