Morgunblaðið - 08.06.1955, Síða 1

Morgunblaðið - 08.06.1955, Síða 1
16 síður sa firrsnrw 126. tbl. — Miðvikudagur 8. júní 1955 JPrentsmPjM Morgunblaðsina Sovétríkin biðia um vináttu IMýi utanríkisráðherra Vestur-Þýzkalands er fimmtugur piparsveinn IFYRRAD. var stofnað embætti utanríkisráðherra Vestur- Þýzkalands. Frá styrjaldarlokum hefir landið ekki átt sér neinn sérstakan i’áðherra, sem eingöngu færi með utanríkismál. Dr. Kon- rad Adenauer hefir sjálfur haft þau á hendi, auk forsætisráð- herrastarfans. Nú þegar Vestur- Þýzkaland hefir öðlast fullt sjálfstæði á ný eru viðhorfin breytt. Landið þarf enn á ný að taka upp margháttuð samskipti á alþjóða^’ettvangi, það er þeg- ar gengið í Atlantshafsbandalag- ið og því fylgja margvíslegar skyldur og störf, og Vestur- Þýzkaland hefir komið upp sendi ráðum í íiestum löndum heims. —@> Sá maður, sem ábyrgðin hefir fallið á er hinn nýi utanríkis- ráðherra, dr. Heinrich von Brentano. Hann hefir lengi beð- ið eftir þessu embætti og litið það vonaraugum um langan ald- ur. Eftir kosningarnar í Þýzka- Vestur-Þjóðverja Ðr, Adenauer hoðið til Moskvu Þjóðverjar fúsir til samsioris Dr. Heinrich von Brentano landi 1953 gaf hann meira að segja út yfirlýsingu þess efnis, Framh. á bls í Fyrsta Eiandtakan í morð- máii danska læknisins RANNSÓKN í máli danska læknisins Gunnars Kelstrup, sem skaut þrjá menn nýverið til bana og svipti síðan sjálfan sig lífi, stendur nú sem hæst. Dönsku blöðin birta fréttir af gangi málsins með risafyrirsögnum á forsíðum sínum. Á sunnudaginn skýrir Dagens Nyheder frá því, að fyrstu fangelsanirnar í sam- handi við rannsókn málsins hafi farið fram. Á laugardaginn var Arvid nokkur Christensen handtekinn, en hann er 40 ára gamall, fulltrúi að atvinnu. Hefir hann áður hlotið refsidóm, og ekki er nema tæpt ár síðan honum var sleppt úr haldi til reynslu úr geðsjúkdómastofnun borgarinnar. í ljós hefir komið, að Christensen hafði náin kynni af Kelstrup og Kelstrup hafði samþykkt víxla að upphæð 35.000 danskar krón- ur Christensen til handa. Virtust þeir hafa unnið saman að ein- hverju leyti við að koma upp þurrbaðstofu eftir franskri fyrir- mynd í Kaupmannahöfn. Málið komst þó aldrei af byrjunarstiginu. -Jr Lögreglan hefir og sannreynt, að Christensen heimsótti Kel- strup lækni 15 sinnum. í bréfinu, sem læknirinn skildreftir, áður en hann svipti sjálfan sig lifi, ásakaði hann nokkra menn um fjár- kúgun, en Christensen er ekki þar talinn upp meðal þeirra. Enn hefir ekki verið gefin út stefna og kæra á hendur Christ- ensen fyrir að hafa átt þátt í morðum Kelstrups, en yfirheyrslur standa enn yfir. Þriár forsœtisráðherra Heimsóknir í Evrópii Dr. Adenauer LUNDÚNUM, 7. júní. Frá Reuter-NTB. ÞRJÁR þjóðhöfðingjaheimsókn- ir standa nú yfir eða fyrir dyrum í Evrópu. Sir Anthony Eden, brezki forsætisráðherrann, bauð í dag dr. Konrad Adenauer I heimsókn til Bretlands. Mun dr. Adenauer fljúga til Bretlands og hitta Sir Anthony að máli á sveitasetri brezka forsætisráð- herrans, Chequers, n. k. sunnu- dag. Dr. Adenauer verður þá á heimleið úr stuttri heimsókn til Bandaríkjanna. Mun hann aka rakleitt frá Lundúnaflugvelli til fundar við Sir Anthony, og halda síðan til Bonn síðar sama dag. Þeir munu reyfa Evrópumálin og sérmál Atlantshafsbandalagsins. Nerú IDAG kom forsætisráðherra Indlands, Nerú, til Moskvu. Hann er í tveggja vikna opin- berri heimsókn til Ráðstjórnar- Framh. á bls. 2 Dr. Konrad Adenauer Vináttubeiðni Rússa er stórsigur fyrir hann og utanríkisstefnu lians á undanförnum árum. Nikoiai Bulganin Hann biður um frið og samvinnu við erkif janda sinn dr. Adenauer. Rauðir í Rúmeníu BÚKAREST, 4. júní: — Rússn- eska sendinefndin með Búlganin og Krúsjeff, kom hingað í dag frá Sofíu. Hingað mun líka koma í dag Rakosi, ritari kommúnista- flokks Ungverjalands og forsætis- ráðherra landsins, til skrafs og ráðagerða við Rússana. — Reuter. BONN, 7. júní. — Reuter-NTB SOVÉTSTJÓRNIN sendi í dag vestur-þýzku stjórninni í Bonn stórmerka orðsendingu. Segir í henni, að friður- inn í heiminum og öryggi Evrópu sé undir því komið, að Sovétríkin og Vestur-Þýzkaland bæti samkomulag sitt, auki samvinnu sína og gerist vinsamlegri í garð hvors annars, en verið hefir hingað til. Því vill Sovétstjórnin leyfa sér, segir í þessari athyglisverðu orðsendingu, að bjóða dr. Aden- auer eða öðrum fulltrúa sambandsstjórnarinnar í Bonn, til Moskvu til þess að ræða um að stjórnmálasamband verði að nýju tekið upp milli landanna, en það hefir legið niðri síðan 1941. Jafnframt verði rætt um sameiginleg viðskipti landanna og stóraukið samstarf á sviði menningar og iist- mála. — Þá segir og, að því aðeins muni Þýzkaland allt verða ameinað, að slík samvinna komist á og vinátta Vestur- Þýzkalands og Sovétríkjanna aukizt. Bonn viii stjórnmálasamband Orðsending þessi, sem barst seint í gærkvöldi, hefir að von- um vakið alheimsathygli. Felur hún í sér algjöra stefnubreytingu Sovétstjórnarinnar í garð Vestur-Þýzkalands, en hingað til hefir andað mjög köldu frá Sovétstjórninni í garð þess og það sætt beinurn árásum af hennar hálfu, t. d. nú fyrir skömmu er Vestur- Þýzkaland gekk í Atlantshafsbandalagið. í kvöld var það tiikynnt í Bonn, hermir þýzka fréttastofan DPA, að fulltrúar þýzku stjórnarinnar hafi skýrt frá því, að stjórnin sé fús til þess að efna til stjórnmálasambands við Sovétríkin og sénda sendiherra sinn til Moskvu. I .1 Texfi orbsendingarinnar Ciement R. Attlee Útvarpið í Moskvu birti texta' orðsendingarinnar í gærkvöldi. j segir þar, að sagan sýni hve mik- j ils sé um vert að halda friði og ' sáttum í Evrópu. Það sé aftur á móti ekki unnt nema samlyndi: og samvinna góð ríki milli Þýzka lands og Sovétríkjanna. Ef slík samvinna sé ekki fyrir hendi, muni það óhjákvæmilega leiða. til óróa í Evrópu og viðsjáa um j allan heim. Slíkt ástand sé eng- j um í vil nema árásaröflunum í heiminum, því þeirra hagur sé; einmitt að viðhalda erjum og ill indum um gjörvalla veröld. ★ Allir þeir, sem vilji sigur frið araflanna í heiminum hljóti að óska eftir bættri sambúð Þjóð- verja og Rússa. Áður fyrr hafi samvinna milli landanna tveggja fært báðum þjóðunum hagsæld og velmegun en hörmungar hafi jafnframt fylgt í kjölfar óvináttu þeirra. -Á Sovétstjórnin segist telja það skyldu sína að benda vestur- þýzku stjórninni á að viss árás- aröfl sýsli nú með áætlanir, sem gerðar séu ti! þess að egna Vest- ur-Þýzkaland gegn Sovétríkjun- um og hindri að vinátta ríki milli landanna tveggja. ★ Aðiljar þessir vilji nota Þýzka land sem vígvöll í nýrri styrjöld og leiða eyðileggingu yfir land- ið enn á ný. Ekki megi leyfa þró- un málanna að verða svo, og hjá henni sé hægt að komast með gagnkvæmu trausti og friðsam- legu samstarfi Vestur-Þýzka- lands og Sovétríkjanna. Attlee segir af sér! LUNDÚNUM, 7. júní. — Frá Reutcr-NTB SEINT í KVÖLD var það opinberlega tilkynnt, að Clement Attlee myndi segja af sér formennsku í Verkamannaflokknum í haust. Ársþing flokksins kemur saman í október og mun Attlee þá ekki beiðast endurkosningar. TIL HAUSTS Þingflokkur Verkamannaflokks- ins í neðri deildinni kemur sam- an í næstu viku og mun Attlee þá verða endurkjörinn formaður hans og sitja til haustsins. — ORÐINN OF GAMALL Mörg blöð Verkamannaflokksins hafa krafizt þess. að hann viki fyrir yngri mönnum úr flokks- formennskunni, sökum ósigursins í þingkosningunum. Attlee er 72 ára og hefir gegnt förmennsku í Verkamannaflokknum frá 1935. Afmæli Noregs. Geysimikil hátíðahöld voru um gjörvallan Noreg í dag í tilefni af 50 ára afmæli sjálfstæðis landsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.