Morgunblaðið - 08.06.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.06.1955, Blaðsíða 16
Veðurúfiif í dag: S og SA gola, skýjað. 126. tbl. — Miðvikudagur 8. júní 1955 Iþróffir Sjá bls. 9 Stefnir kominn út fjöl- breyttur og fróðlegur Allmargar smásögur hafa borizl í smásagnakeppni rilsins. — Verðlaunin ferö til Lundúna eða Parísar ID A G kemur í bókaverzlanir nýtt hefti af tímaritinu STEFNI og er það mjög fjölbreytt að efni, enda heilli lesmálsörk stærra en venjulega. — í heftinu eru bæði þýddar og frumsamdar grein- ar, sögur, ljóð o. fl. Er þar t .d. að finna þrjú ný ljóð eftir sr. Sigurð Einarsson í Holti, sem hyggst gefa út nýja Ijóðabók á hausti komanda, og nýtt kvæði eftir ið unga og efnilega ljóðskáld, Hann- es Pétursson, sem þegar hefir getið sér góðan orðstír fyrir ljóð eín og einnig hyggst gefa út ljóðabók í haust. — Af erlendu efni má t. d. benda á bráðsnjallan einþáttung eftir bandaríska leik- ritaskáldið Tenessee Williams í ágætri þýðingu Ingólfs Pálma- Bonar. a storverk- skemmdarfýsn fattið skollið á FJÖLBREYTT EFNI Af öðru efni Stefnis að þessu sinni má benda á greinina Mannerfðir eftir Sturlu Friðriks- son erfðafræðing, Þanka um myndlist eftir ungan og efnileg- an listmálara, Þorstein Þor- eteinsson, grein um írska leik- ritaskáldið John M. Synge eftir Sigurlaugu Bjarnadóttur, Vorið er dáið eftir Dag Sigurðarson og Skóhljóð eftir Steingrím Gaut, en tveir inir síðast nefndu eru báðir innan við tvítugt. — Þá skrifar Þorsteinn Ó. Thoraren- sen grein um Hervæðingu Þjóð- verja og af þýddu efni má geta greinar eftir brezka heimspek- inginn Bertrand Russel, Alræði og spilling, kínversku smásög- unnar Á fornum vígvelli og ind- versku smásögunnar Fárviðri, sem hlotið hefir verðlaun í al- þjóðlegri smásagnakeppni; sagan er eftir Palagummi Padmaraju, en Baldur Pálmason hefir þýtt hana. SMEKKLEGUR FRÁGANGUR Auk þeirra ljóða, sem að fram- an greinir, eru í heftinu tvö Ijóð eftir Ragnar Ágústsson frá Svalbarði, sem aðeins er 18 ára gamall, tvö ljóð eftir Helga Kristinsson og þrjú eftir Matt- hías Johannessen. — Þá má loks geta dálkanna Undir smásjánni, þar sem er grein um íslenzka bókasýningu í Kiel, og Bréf frá lesendum, þar sem m. a. er að finna pistil um bók Indriða Þor- j eteinssonar rithöfundur, Sjötíu og níu af stöðinni, eftir Stein- i grím Sigurðsson. Eins og af þessu yfirliti má sjá, er í Stefni fjölbreytt og gott | efni, og er því haganlega komið fyrir í ritinu, sem er ið smekk- legasta að öllum frágangi. Það er prentað í Borgarprenti h. f. SMASAGNAKEPPNI STEFNIS Eins og getið var um í síðasta Stefni, hefir ritið efnt til smá- sagnakeppni, sem vakið hefir mikla athygli, enda eru verð- launin in glæsilegustu: Ferð til Parísar eða Lundúna og til baka aftur auk dagpeninga í 10 daga. Er hér einstakt tækifæri fyrir efnilegan rithöfund til að „kom- ast út fyrir pollinn." Nú þegar hafa allmargar sögur borizt, en frestur til að skila sögum rennur stjórar Stefnis eru Gunnar G. Schram, Matthías Johannessen og Þorsteinn Ó. Thorarensen. Að lokum má geta þess, að ritið verður borið til áskrifenda ekki út fyrr en 15. júlí. — Rit- ið bráðasta. AMIÐNÆTTI í nótt skall á þriðja stórverkfallið hér á landi á þessu ári, er hásetar og kyndarar í kaupskipaflotanum lögðu niður vinnu. — Um miðnætti stóð enn yfir samningafundur milll deiluaðila hjá sáttasemjara. Var búizt við að hann myndi standa lengi nætur. Ekkcrt vildu samningsaðilar láta eftir sér hafa um samkomulagshorf ur. 'k * * ‘ ! Þrír Fossanna létu úr höfn í gærkvöldi, og er nú enginn þeirra hér í Rcykjavík. Ekkert strandferðaskipanna var heldur í höfn, en tvö af vöruflutningaskipum Sambands ísl. samvinnufélaga, Dísarfell og Jökulfcll, sem nýlega eru komin að utan, eru í Reykjavík. Þetta er í þriðja sinn, sem verkfall stöðvar kaupskip landsmanna á þessu ári. Er það von almennings, að deilan megi leysast hið fyrsta, svo ekki þurfi að hljótast af stórtjón fyrir þjóðarbúið. Lögreglumenn leita að manni austur á Mosfells- heiði í HÁDEGISÚTVARPI í gær, var lýst eftir Packard-bílnum R-249. Nokkru síðar komu upplýsingar um að hann væri á Akranesi og var eigandinn þar með hann, en það er þýzkur maður. Var farið að óttast um manninn, sem horf- ið hafði skyndilega að heiman frá sér hér í bænum, Túngötu .. og ekkert látið til sín heyra. í gærkvöldi barst lögreglunni svo tilkynning um að bíllinn hefði fundizt á hvolfi austur á Mosfellsheiði, skammt frá mót- um gamla og nýja Þingvallaveg- arins. Hafði bíllinn nokkru áður farið fram úr bíl og var þá ekið með ofsahraða. Þjóðverjinn var hvergi sjáanlegur, þegar að hin- um hvolfda bíl var komið. í gærkvöldi fóru lögreglu- menn austur á heiðina til að leita mannsins. ^p... Vinsælt leikrit endurtekið í kvöld LEIKFLOKKUR Gunnars R. Hansen, sýndi fyrir nokkrum dögum hér í Austurbæjarbíói við góða aðsókn. leikritið Lykill að leyndarmáli. Var lokasýning í fyrri viku og var þá hvert sæti skipað og fjöldi frá að hverfa. — Hefur leikflokkurinn því ákveð- ið að hafa enn sýningu á leiknum og verður hún í kvöld klukkan 9 í Austurbæjarbiói. — Heíur leiknum verið mjög vel tekið af áhorfendum, enda er liann mjög spennandi frá upp- hafi til enda. HIN einstæða skcmmdarnáttúra sumra manna lýsir sér í mörgu. — T. d. var það í fyrrinótt, að cinhvei óþokki fór inn í garð- inn við húsið Hrefnngötu 2, og gerði það til svölunar skemmd- arfýsn og iIIkvRtni sinni, að brjóta storan síubb ofan af árs- sporta á síóru og fallegu greni- tré þar. Er íréð þó það hátt, að hann hcfur orðið að stíga í mold- ina við rætur þess og teygja sig upp tii að ná til toppsins. Sprotatoppmum henti hann síð- an upp á svaiír hússins. Fólk getur gert sér í hugarlund hvernig hásráðendum varð við morguninn eftir, er þeir upp- götvuðu þetta andstyggilega at- hæfi hins ókunna næturflakk- ara. Þetta var 19 ára gamalt tré, sem hafði að þessu sinni ó- venju háan árssprota, eða rúm- lega hálfan meter. Er vonandi ef einhverjir hafa orðið atburðar þessa varir að láta rannsóknar- lögregluna vita, ef það gæti orðið til þess að íakast mætti að hand-1 sama þann, er spellvirki þetta vann. Veitti heldur ekki af því, að þeir, sem uppvisir yrðu að því að valda skemmdun á gróðri hér eða annars staðar, væru sekt- aðir allháum fésektum. Á myndinni hér að ofan sést Hákon Bjarnason skógræktar- stjóri halda á brotna toppinum við árssprotastúfinn. ■ ■ Fyrir þrem árum gaf Morgunblaðið lítinn bikar til bridgekeppn! milli lögreglunnar og brunavarða í Slökkviliði Reykjavíkur. Þegar keppninni lauk í vor, hafði bridgesveit lögreglunnar unnið bikar- inn tvö ár í röð og þar með til eignar. — í sveitinni voru þessir lögreglumenn, talið frá vinstri, í aftari röð: Trausti Eyjólfsson, Guðmundur Sigurgeirsson, Bjarki Elíasson, Hjörtur Elíasson, Ósk- ar Friðbjörnsson, Tryggvi Friðlaugsson. — Fremri röð: Sigurður Jónsson, Bjarni Jónsson, Pálmi Jónsson, Örn Guðmundsson. — Tvo vantar á myndina, þá Björn E. Kristjánsson og Ásmund Matt- híasson. Bændaför af Vestfjörð- unum til Suðurlandsins Þúfum, 7. júní: — AMORGUN leggja af stað héð- an frá Djúp- pændur og hús- freyjur og ar- að sveitafólk, sem þátt tekur bændaför Vestfirð- inga, ser. er að hefjast. Leggur hópn-’.an af stað frá Bjarkar- lu idi, en þangað hefur öllum verið stefnt. Líklegt er að 90— 100 manns taki þátt í förinni, en hún hefst á fimmtudaginn er hópurinn leggur af stað frá Bjarkarlundi og verður formað- ur Búnaðarsambands Vestfjarða, Ingi Kristjánsson, bóndi að Kirkjubóli, aðalfararstjóri. ★ ★ Fyrsti áfanginn á leiðinni verður um Dali og Borgarfjörð og gist að Hvanneyri og á næstu bæjum. Síðan verður ferðinni haldið áfram og munu Vestfirð- ingarnir leggja leið sína um Suð urlandið og Vestur-Skaftafells- sýslu. Bændaför þessari fylgja beztu óskir um góða ferð og ánægju- I lega. — P. P. Ungur leigubíbtjóri fékk bappdrætfis- bílinn ÞAÐ var ungur leigubílstjóri, Lúðvík palberg Þorsteinsson, í Langagerði 10, í Smáíbúðahverf- inu, sem varð svo heppinn að hljóta bílinn í happdrætti Krabbamei.isfélagsins. Lúðvík Dalberg er á Bifreiða- stöð Hreyf.Is og hefur verið þar í með 13 ár:> gamlan bíl. Hefur hann haft fullan hug á að end- jurnýja bíl sinn. Lúðvík Dalberg' * tók við bíliium í gær. I Saxlcndingamir cg Akranes í KVÖLD mæta Þjóðverjarnir frá Neðra-Saxlandi hinu sterka liði Akurnesinga. Þeim var það ljóst og hafa endurskipulagt lið- ið, eins og þeir telja það sterkast og bezt skipað, en frá markmanni eru leikmennirnir Bolchert í marki, þá Thielemann, Schulz, Henne Hoffmann, Grundmann, Fesser, Ziebs, Gorges, Wertmöll- er og Kellermann. Þjóðverjarnir voru á Akranesi á sunnudaginn og hlutu þá hinar beztu móttökur íþróttamanna og íþróttaunnenda. — Hér í Reykja vík hafa knattspyrnumennirnir verið gestir bæjarstjómarinnar er bauð þeim í ferðalag til Þing- valla og allt austur að Geysi og Gullfossi. 24 hvalir á land UM mánaðamótin hófst hvalveiðí vertíðin hér við land og fóru hvalveiðibátarnir fjórir, frá stöð inni í Hvalfirði, á veiðar 29. f.m. í gærdag höfðu bátarnir alls veitt 24 hvali, og er það talið mjög sæmilegt. Á miðum bátanna, en þau eru djúpt undan landi, hafa verið dimmviðri og þokur ura nætur að undanförnu. 7 dagar BíShappdrœtfi Sjálfstœðisflokksins Verðlaun iil barna SVO sem venja hefur verið und- anfarin ár, hafa verðlaun verið veitt úr verðlaunasjóði Hallgríms Jónssonar fyrrum skólastjóra, fyrir béztu prófritgerðir fulln- aðarprófsbarna. Að þessu sinni hafa þessi börn hlotið verðlaun: Eygló Haralds- dóttir, Nóatúni 19, Laugarnes- skóla, Ólafur Davíðsson, Marar- götu 5, Melaskóla, Stefán Helgi Aðalsteinsson, Langholtsvegi 103 Langholtsskóla. NÚ eru aðeins 7 dagar þar til dregið verður í bílhappdrættl Sjálfstæðisflokksins. Vinningur er ný amerísk Ford-bifreið. MeS því að kaupa miða í happdrætt- inu, fáið þér tækifæri til þess a8 eignast glæsilega bifrcið, um leið og þér eflið starfsemi Sjálf- stæðisflokksins. Miðarnir era seldir í skrifstofu flokksins dag- lega frá kl. 10—12 og 1—7 e.h^ sími 7100. Kaupið miða strax | dag. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.