Morgunblaðið - 09.06.1955, Page 1

Morgunblaðið - 09.06.1955, Page 1
32 síður (2 blðð) i#• Argauirwr 127. tbl — Fimmtudagur 9. júní 1955 Prentsmi¥j» Morgunblaðsina Vestrænir stjórnm álamenn fagna orðsendingu Rússa Framkvæmdir heijast í þessum mónuði við virkpnirnar d Vestijörðum og Austurlandi Unnið að lagningu rafmagnslína [ í ölhsm landshlufum l Samtal við Eirík Briem rafmagnsveitustjóra ríkisins um raforkuframkvæmdir í sumar. Ij'YRIRHUGAÐ er að hefja í þessum mánuði framkvæmd * ir við virkjun Mjólkár í Arnarfirði og Grímsá á Austur- landi. Ennfremur verður í sumar unnið að undirbúningi að virkjun Fossár í Bolungarvík, m. a. lagður vegur að virkj- unarstaðnum. Eiríkur Briem rafmagnsveitustjóri ríkisins skýrði Mbl. frá þessu er það leitaði í gær frétta hjá honum af væntanlegum raforkuframkvæmdum í landinu í sumar. Á Vestfjörðum og Austfjörðum verður einnig, held- ur Eiríkur Briem áfram, unnið að ýmsum undirbún- ingi varðandi háspennulínur, aðalspennistöðvar og innanbæjarkerfi, og e. t. v. lítilsháttacr við lagningu lína. ef kostur er. T. d. frá Fossavatni í Skutulsfirði til Súðavíkur og frá Eskifirði til Reyðarfjarðar. Eins og kunnugt er hefur verið gert ráð fyrir að byggingu hinna nýju orkuvera á Vestfjörðum og Austfjörðum verði fulllokið árið 1957. VEGALAGNIR OG BRÚARGERÐIR 1 í Arnarfirði er ráðgert að vinna að vegalagningu að virkjunarstaðnum og byggja þarf þar einnig þrjár brýr. Er brúin á Hofsá þeirra lengst. Ef aðstæður leyfa verður einnig byggð brú á Gilsá á Héraði vegna Grímsárvirkjunarinnar. * Olafur Thors forsætisráðh. kominn heim OLAFUR THORS forsætisráð- herra og kona hans komu flug- leiðis heim frá útiöndum um miðnætti fyrrinótt. Hefur for- sætisráðherra dvalizt erlendis um hálfsmánaðarskeið undan- farið. NYJAR R IFORKULINUR UM SVEITIRNAR Hvaða 'ramkvæmdum öðrum er fyrirhugað að vinna að á þessu ári? Áformað er að byrja á lagn- ingu eftirfaldra rafmagnslína: Línu frá Sogi að Laugarvatni og Skáholti, sem jafnframt nær til um 35 bæja á leiðinni. Línu til um 17 bæja í Svarf- aðardal. Línu frá Svalbarðseyri til Grenivíku’1, sem nær til um 40 bæja á leiðinni. LOKIÐ Á FYRRIHLUTA ÞESSA ÁRS Það sem af er árinu 1955, hef- ur að mestu verið lokið við að leggja línu tii 12 bæja í Hvol- hreppi, línu til 37 bæja í Holt- um og víðar í Rangárvallasýslu, iínu til 25 bæja í Leirársveit og 13 bæja Stafholtstungum. Enn fremur hefur að mestu verið lokið að leggja linu frá Keflavík t*i Hafna, segir Eiríkur Briem að lokum. Nehru í Moskvu MOSKVU, 8. júní: — Nehrú* for sætisráðherra Indlands, átti í dag viðræður við leiðtoga Ráð- stjórnarríkjanna, þá Bulganin forsætisráðherra og Molotov, ut- anríkisráðherra. — Nehrú kom hingað í gær, og var honum fagn- að af innileik. — Reuter. Forsefa Islands fagnað í Haugasundi Haugasundi, 8. júní: — Forseti íslands, Ásgeir Ásgeirsson, kom til Haugasunds í dag ásamt for- setafrúnni. Var þeim ákaft fagn- að og blöktu fánar hvarvetna við hún til að bjóða þau velkom- in. — NTB. Línu frá Rjúkandavirkjun við Og Skálholti, sem jafnframt nær til um 20 bæja á leiðinni. Línu frá Laxárvatnsvirkjun við' Blönduós til Hvammstanga, sem nær til uin 30 bæja á leiðinni. Línu frá Gönguskarðsárvirkj- un til Skagastrandar eða Biöndu- ÓSS. i Línu frí Skeiðfossvirkjun til Haganesvíkur, sem nær til um 55 bæja á leiðinni. ‘ Eisenhower kveður Mm hafa breyft um sfefuu WASHINGTON, 8. júní. — Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. EISENHOWER átti í dag fund með blaðamönnum. Ræddi hann þar heimsmálin og einkum in nýju viðhorf, sem skapazt hefði við breytta stefnu Rússa. Kvað hann ýmislegt benda til þess, að um stefnubreytingu sé að ræða, s. s. heimsókn Nehrús til Moskvu og orðsendinguna til Vestur-Þjóðverja. í ÞRÆLABÚÐUM Forsetinn sagði, að e. t. v. mætti finna nýja leið til að jafna ágreininginn milli Austurs og Vesturs, en bætti því við, að Bandaríkjastjórn yrði aldrei á- nægð með ástandið, meðan fjöldi manna gæti ekki um frjálst höf- uð strokið eða væri hnepptur í þrældóm. HLUTLAUST BELTI Eisenhower sagði, að augljóst væri, að Rússar reyndu nú að koma á hlutlausu belti milli Aust- ur- og Vesturveldanna. Kvað hann það máski ekki út í hött að reyna þá leið, en bætti því við, að þá yrði leppríki Rússa í Austur-Evrópu vitanlega að Framh. á bls. 2 Adenauer hlýtur að laka öllum blíðulál- um Rússa með nokk- urri lorfryggni, - segir fyrirlesfari BBC ^ FYRIRLESARI brezka út- varpsins, James Thomson, gerði orðsendingu Sovétstjórnarinnar til Vestur-Þjóðverja að umtals- efni í gær. Minnti hann á, að dr. Adenauer hafi hingað til verið í litlum metum hjá Sovétstjórn- inni og kommúnistum yfirleitt og svo langt hafi gengið, að for- sætisráðh., A-Þjóðverja, Grote- wohl, hafí jefnvel ekki skirrzt við að kalla hann bandaríska kanzlarann í Vestur Þýzkalandi“. Orðsending Rússa sé þeim mun merkilegri ef þessar staðreyndir séu hafðar í huga, og ekki hvað sízt það atriði hennar, sem vakið hefir mesta athygli, — boðið til Adenauers. ^ Fyrirlesarinn benti á, að orð sendingin sé, ef svo mætti að orði kveða, lokasporið í bonorðför Rússa til þjóðverskra undanfarn- ar vikur. Gæti þetta ástaræfin- týri haft þann eina tilgang, að rugla þýzku þjóðina og koma Adenauer á kaldan klaka. ^ Þá benti Thomson á, að stefna Rússa hefði breytzt að undanförnu — a. m. k. væri ekki hægt annað að sjá — og hefði það komið í ljós, þegar Sovétleiðtog- arnir fóru til Belgrad og frið- arsamningar voru gerðir við Austurríkismenn. Nú síðast kæmi þessi stefnubreyting í ljós af orðsendingunni til Þjóðverja og heimsókn Nehrús til Moskvu, þar sem honum hefði verið fagn- að, eins og kínverkum komm- únistaleiðtoga eða handhafa frið- arverðlauna Stalíns. T — „Sovétleiðtogarnir gera allt, sem " þeirra valdi stendur1, hélt fyririesarinn áfram, „til að sannfæra heiminn um friðarást þeirra“. Af þeim sökum sé hin nýja afstaða til dr. Adenauers e. t. v. skiljenlegri en ella. Fyrir einu ári var stjórnmála- | samband Rússa og Þjóðverja einnig á dngskrá. Adenauer var þá að vísu fylgjandi því, að stjórnmálasamband yrði tekið upp milli landanna, — en þó ekki fyrr en Parísarsamningarnir hefði verið fullgiltir. T —„EKKI er gott að gera sér grein fyrir“, sagði Thomson enn tremur, „hver er orsök þess, að Sovétleiðtogarnir hafa tekið upp núverandi stefnu sína, — en 1 Framh. á bls. 8 Sennileg! þykirr að Adenauer þlggl boð Bulganins Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB. LUNDÚNUM, 8. júní. ■þÝZKA stjórnin hefir tekið * vel í orðsendingu Rússa þess efnis, að upp verði tek- ið aftur stjórnmálasamband milli Sovétríkjanna og Vest- ur-Þýzkalands. Er orðsend- ingin nú í athugun hjá stjórn Adenauers og hefir talsmað- ur hennar lýst yfir því, að stjórnin vonist til, að athug- unin leiði til viðræðna Aden- auers kanslara og Sovétleið- toganna. — Yfirlýsing þessa efnis var gefin út í dag, eftir fund vestur-þýzku stjórnar- innar, þar sem orðsendingin var til mnræðu. Eru frétta- ritarar í Bonn á einu máli um, að Adenauer muni þiggja boð Sovétstjórnarinnar og fara til Moskvu. Áður mun hann þó hitta utanríkisráðherra Vest- urveldanna að máli í New York, þar sem í ráði er, að þeir haldi þar með sér fund í næstu viku. Segja fréttarit- arar, að boð Rússa verði þar á dagskrá. JAFNAÐARMENN VILJA, AÐ ADENAUER FARI TIL MOSKVU Jaf naðarmannaf lokkur Vest- ur-Þýzkalands hefir gefið út yf- irlýsingu um orðsendingu Sovét- ríkjanna, þar sem segir, að það sé skoðun flokksins, að Aden- auer eigi að þekkjast boð Sovét- ríkjanna og halda til Moskvu tiL viðræðna við Bulganinstjórnina. Vill flokkurinn, að þar verði einkum rætt um sameiningu Þýzkalands. MERKASTA FRÉTT EFTIR- STRÍÐSÁRANNA Vestur-þýzk blöð eru á einu máli um það í morgun, að frétt- in um Sovétorðsendinguna sé hin merkasta frá stríðslokum. — Fréttaritarar brezka útvarpsins í Þýzkalandi síma, að ritstjórna- greinum vestur-þýzkra blaða Framh. á bls. 9

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.