Morgunblaðið - 09.06.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.06.1955, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIB Fimmtudagur 9. júní 1955 E. P&wer Biggs leskur s Reykjavík og á Akurey Soxlondsúmlið er enn ósigrnð Unnu íslandsmeist. frá Akranesi í gœr með 3:1 HRAÐUR leikur, með Ieiftursnög-gum vel upp byggðum upp- hlaupum á báða bóga, hörkugóðum markskotum og dúndur- ekotum í stangir og þverslár, einkenndu leikinn í gærkvöldi milli Saxlandsúrvalsins og íslandsmeistaranna frá Akranesi. Þýzka liðið Vknn leikinn með 3 gegn 1. ★ SPEGILMYND LEIKSINS | lega í gegn um þýzku vörnina. Þjóðverjarnir tóku knöttinn í, En það tókst ekki og á 10. mín. sínar hendur í leikbyrjun og þeg-I tókst Þjóðverjum að skora sitt ar mátti sjá að þeir náðu beturjþriðja mark — enn fyrir klaufa- saman en Akurnesingarnir. En J skap vinstri helmings varnarinn- Akranes átti fyrsta markskot, ar. Fengu Þjóðverjar að leika E. POWER BIGGS, bandaríski orgelleikaiúin, heldur tvenna ! tónleika hér í næstnnni. — Þeir fyrri í dórnkirkjúnni 10. júní, kl. 9 e. h. Þeir síðari í Landa- kotskirkju, 13. júní, kl. 9 e. h. Leikur hann verk eftir Vivaldi, Purcell, E&ch, Céear Franck og leiksins. Var þar Ríkharður að verki á 3. mínútu og varði hinn afburðagóði markvörður Þjóð- verjanna naumlega í horn. Segja má, að þessar fyrstu mín- útur leiksins geti túlkað hvernig leikurinn var í heild. Þjóðverj- arnir léku betur og náðu betur saman úti á vellinum, en Akur- nesingar gerðu fleiri upphlaup ■og sneggri en það var eins og þeir fyndu ekki samleiksneist- ann. -k *★ 3 MÖRK Á 6 MÍN. Á 10. mín. komust Þjóðverj- arnir í sitt fyrsta opna tækifæri við markið. Myndaðist þar þvaga og var varið naumlega í horn. Kom þarna í ljós fyrsta yfirsjón Akranesvarnarinnar og skipu- lagsleysi þar, en slíkt varð æ tíð- ara er á fyrri hálfleik leið. Akurnesingar urðu þó fyrri til að skora. Kom mark þeirra á 29. mín. hálfleiksins. Bak- vörður þýzkur kiksaði, knött- urinn barst til Jóns Leósson- ar, sem skaut hnitmiðað fram hjá úthlaupandi markverðin- um. Mínútu síðar átti Þórður Þórðar hörkufast skot í stöng. Það munaði því aðeins hárs- breidd að Akurnesingar leiddu leikinn með 2 mörkum — og slíkt hefði ef til vill nægt til sigurs. En öðruvísi fór. Tveim mínút- um síðar leika Þjóðverjarnir upp vinstri kantinn og vel gefið fyrir markið, — misskilningur verður hjá Akranesvörninni og knöttur- inn liggur í netinu 1:1. Aðeins þremur mínútum síðar eru Þjóðverjar aftur í sókn — nú upp hægri kant. Það er vel miðjað. Hægri inn- herji fær knöttinn í 25—30 m færi og skorar með hnitmið- uðu skoti efst í markhornið. Þannig urðu 3 mörk á 6 mín. — og vafalaust má telja að þess- ar mínútur hafi hvað mestu um úrslit leiksins ráðið. kr ‘if GÓÐ TÆKIFÆRI Bæði liðin fengu eftir þetta opin tækifæri. Ríkharður komst einn inn fyrir, en skaut rétt utan við stöng. Einn af bakvörðum Þjóðverja bjargaði á línunni — imeð skalla og verður slíkt að telj- asLheppni ein, þegar skotið er af stuttu færi. Skotið var í þver- slá " Akranesmarksins. Og mark- vörðurinn þýzki varði naumlega, en um leið glæsilega 30—35 m leiftursnöggt skot frá Halldóri Sigurbjörnssyni. Þannig voru hin spenntu augna blik leiksins mörg —■ og miklu Íleí-i en hér er talið. í síðari hálfléik virtist sem Akurnesingar vildu dempa hrað- ánn og reyna að leika örugg- óáreittir þar upp — miðjað var vel og innherjinn hægri skaut viðstöðulaust í mark föstu skoti. -k ★ NA SAMAN En úr því tók Akranesliðið leikinn ákveðnari tökum. Þeir náðu yfirhönd í leik og tæki- færin voru ótalmörg til að jafna — og jafnvel sigra. En ýmist mistókst skotmönnum eða markvörðurinn þýzki bjargaði. 21 mín.: Halldór á fast lágt skot að marki — varið. 23. mín: Halldór á aftur leiftursnöggt skot — rétt yfir. 26. mín: Þórður Þórðar á fast skot — yfir. 28. mín: Þjóðverjar hrinda þungri sóknarlotu Akraness með því að verja í horn. 35. mín: Þórður Jónsson á fast skot og hnitmiðað — en markvörðurinn þýzki varði glæsilega. Þannig kom allt fyrir ekki — og síðustu mínúturnar gaf Akra- nesliðið sig aftur. Komust Þjóð- verjar þá einu sinni í verulega gott tækifæri, en skotið (fast og snöggt) lengi í þverslánni. ★ ★ LIÐIN Þjóðverjar eru sagðir hafa nú skipað fram sínu sterkasta liði. Framlínan var nú bezti hluti liðs- ins. Miðjutríóið og vinstri útherj- inn alltaf ákaflega hættulegir. Hraði þeirra gífurlega mikill — einkum útherjans og þegar hon- um tókst að gefa fyrir, þá náði hættan hámarki. Markvörðurinn var nú í essinu sínu. Varði oft snilldarlega og var alltaf á rétt- um stað. Framverðirnir áttu góðan leik — einkum vinstri, sem gætti Ríkharðar af festu og snerpu. — Bakverðirnir tóku hlutverk sitt alvarlega — voru harðir mjög í horn að „aka og gáfu sig aldrei fyrr en í fu'la hnefana — og rúm- lega það. Akranesliðið náði nú ekki sam- an eins og liðið hefir svo oft gert — nema að undanskildum miklum hluta seinni hálfleiks ■— en þá brást að reka rétta enda- hnúta á upphlaupin, sem oft voru mjög lagleg. Framverðirn- ir voru ekki sá tengiliður milli varnar og sóknar sem þeir hafa oft verið — einkum voru þeir oft seinir til að aðstoða vörn- ina, enda þurfti meir en meðal- hraða til, þegar vinstri vængur þýzku ftamlínunnar bra sér á sprett í áttina að marki. Slíkan' hraða þoldi Akranesvörnin ekki, jafnvel ekki Kristinn, sem er einn okkar fótfráasti bakvörður — og tækifæri, sem Þjóðverj- arnir fengu voru oft upp úr svona hröðum upphlaupum, og fékk vörnin frá Akranesi ekki valdið — og stundurh langt frá því. Framherjarnir voru að venju hin sterka hlið liðsins, allir bú- andi yfir mikilli knattleikni — og bar þó Halldór af hvað það snerti í gamkvöldi. Nú lék Jón Leósson aítur með liðinu — eftir dvöl í Þýzkalandi. Hann hefur mikið lær.‘ og er framlínunni mikóll styrkur — og er þá mikið sagt. Þórðarnir skipuðu vel stöð- ur sínar, en fengu ekki betur gert. Ríkarður var valdaður vel og haldið niðri hreinlega á köfl- um. Braust þó út prísundinni af og til ásamt hinum og þá var hætta mikil á ferðum. Og þessi framlína, svo skipuð sem hún var í gær, er hverju liði hættuleg, þó hún skoraði ekki nema eitt mark í þessum leik. A. St. Síðasfa fækifæri al fá 5000 kr. aukaverðlaun Síðasti getraunaseðillinn virðisf auðveldur Biggs fleiri. Sé,'stök dagskrá verður hvort kvöid'ð. Þá leikur Biggs í Akureyrar- kirkju á sunnudaginn. E. Power Biggs er talinn meðal fremstu orgelleikara, sem nú eru uppi, og hann hefur á síðustu ár- Olíiiskip laskast á ytri Iiöínimii DANSKA olíuskipið Petty Mærsk, sem er nýtt stórt og glæsi legt olíuskip, laskaðist er það var hér i Reykjavík í síðustu viku. Þetta gerðist á ytri höfninni hér í Reykjavík, er verið var að leggja skipinu við legufærin fyr- ir BP stö vina á Laugarnestöng- um. Tók skipið niðri lítið eitt fyrir austan bauju þá, sem er við Eng- eyjarrifið, Þegar þetta gerðist var lágsjávað, en skipið risti um 8 metra. Fer nú fram athugun á því, hvort það var eitthvert járnarusl, sem skipið tók niðri á eða sjávarbotninn. Lítilsháttar missti skipið af olíu, en skemmd- irnar á þyí urðu við kjölinn, en þar rifnaði og skemmdist botninn á 10—13 metra löngum kafla. — Skipið er nu farið héðan og mun hafa siglt til Hollands. Var Betty Mærsk í annarri siglingu sinni, er óhappið varð. um mjög stuðlað að auknunaj áhuga almenning á orgelleik. Biggs fæddist í Englandi og stundaði þar nám við hinn Kon-< unglega tónlistarskóla í London. Síðar gerðist hann amerískur rik-. isborgari og á nú heima í Boston. Hefur hann árum saman leikið á orgel í útvarp á hverjum sunnu. dagsmorgnx (CBS útvarpsstöðv* unum) frá hinu fræga Busch« Reisinger rafni við Harvard. Ekki alls fyrir löngu lék hanfl á þessari framhaldsdagskrá öl| orgelverk Bachs. Auk þessa hef- ur hann haldið orgeltónleika 1 helztu borgum Bandaríkjanna, ýmist einn eða með sinfónuíu- hljómsveit. Og hann hefur halid3 tónleika í mörgum frægustU kirkjum Evrópu, svo sem West- minster Abbey, ÞrándheimS kirkju, St. Lorenzkirkju i N úrn- berg o. s. frv. Það er ekki hvað sízt talið hon- um að þakka, að á síðustu árurö hafa ýmis amerísk tónskáld snúi3 sér að þv', að semja orgeltón- verk. Má þar nefna menn eingj og Sowerby, Hanson, Piston o. fl. Herja verður á veiðibjölluiia 1 NÚ verður lögreglan að bregðg skjótt við og koma öndunum á Reykjavíkurtjörn til hjálpar. AI| mikið hcfar verið um veiðibjöllU að staðaídri á Tjörninni nú í vor« Undanfarna daga hafa endurnaí verið að koma ofan úr AldamótU görðum og víðar að með litlu ungana sma. Veiðibjallan hefufi þegar drcpið nokkra unga, seiU ■'mgfárendur hafa orðið vottar að, Hafa margir þeirra tilkynnf slakkviliðinu um varginn, eU brunaverðimir geta enga aðstoð veitt. Þennan varg er aðeins hægf að fæla í burtu með skothríð, undir eftirliti lögreglunnar. —- Þeirri hugmynd er hér með kom- ið á framfæri við lögreglu og bæjaryfirvold, að þeir fái skytt- ur úr Skotfélagi Reykjavíkur, þær bcztu, til þcss að herja j veiðibjölluna. Borgarbúar vilja að allt sé gert til að auka fugla- lífið á Tjörninni. Því verður það dómur þeirra í þessu máli, að veiðibjölluna verður án tafar að skjóta.____________________ J Churchi!! fagnað 1 LUNDÚNUM, 8. júní: — Churc-" hill sat í dag fund í Neðri mál- stofunni í fyrsta sinn eftir a3 hann lét af störfum forsætisráð- herra. — Var gamla manninunS ákaft fagnað, þegar hann gekls í salinn. — NTB. SIÐASTI getraunaseðill vorsins er með leikjum, sem fram fara í næstu viku. Fljótt á litið virð- ist ekki erfitt að gizka þar á alla leiki rétt. Er þá aðeins eftir að vita hvort allt fer samkvæmt áætlun, en það er sjaldnast svo í knattspyrnunni. Á föstudag leika Þjóðverjarnir sinn síðasta leik hér og leika gegn Reykja- víkurúrvalinu. Næsta sunnudag hefst íslandsmótið eða I. deild eins og mótið heitir nú. Á seðl- inum eru fyrstu 4 leikirnir og eru þeir ekki erfiðir eftir þeim styrkleik, sem fram hefur kom- ið hjá félögunum í vor. Síðasti landsleikur Dana fyrir leikinn hér hinn 3. júlí verður gegn Finnum hinn 19. júní. Þótt Danir hafi oftast sigrað Finna, þá eiga þeir það oft til að koma á óvart með baráttuvilja sínum, og Danir eru ekki það vel Ieik- andi í ár, að þeir megi teljast öruggir með nokkurn landsleik. Um næstu helgi lýkur sænsku keppninni og hefur keppnin þeg ar misst allan spenning, Djur- garden hefur þegar unnið hana, og Kalmar og Sandviken falla niður, en eftir er að skera úr um hvaða lið fylgir þeim, því að fallliðin eru 3 í Allsvenskan. Leikir 23. seðilsins: Reykjavík — Saxland lx Fram — Valur 2 Víkingur — KR 2 Þróttur — Akranes 2 Fram — Vikingur 1 Danmörk — Finnland lx AIK — Hammarby lx Degerfors — Sandviken 1 Gais — Norrköping 2 Halmstad — Djurgárden 1x2 Kalmar — Hálsingborg 2 Malmö — Götéborg 1 2 Afmcelisrit Garðyrkjufél- ags Islands kosnið úf GARÐYRKJURITIÐ, sem Garðyrkjufélag íslands hefur gefið út nær árlega frá stofnun félagsins, kom út á 70 ára afmæll félagsins 26. maí s. 1. og var að þessu sinni sérstaklega helgað a£- mæli félagsins. Er það vandað að frágangi, um 140 bls. af lesmáli, Efni Garðyrkjuritsins er að ( vanda fjölbreytt mjög og margar ^ fræðandi og gagnlegar greinar í , því. Ritstjóri er Ingólfur Davíðs- j son grasafræðingur en í ritnefnd eru F.inar I. Siggeii'seon og Hall- dór Ó. Jónsson. O—★—o Meðal annars efnis ritsins má nefna: Garðyrkjufélagið 70 ára, fróðleg grein um starfsemi og þróun félagsins eftir Ingólf Davíðsson. Margar aðrar greinar eru eftir ritstjórann, m. a.: Forn- ar grasnytjar, Illgresis eyðingar- lyf, Nýjar salattegundir o. m. fl. Séra Sigtryggur Guðlaugsson rit- ar um merka blómaplöntu, N. J. Sennels: Rótarhálsfúi gúrkujurta, Óli Valur Hansson: Fréttir frá Hveragerði og nágrenni. Sturla Friðriksson um grænmetisrækt I Ráðstjórnarríkjunum. Grein ei! um heimsókn bandaríska blóma- ræktarsérfræðingsins dr. Kenn- eth Post, en einnig er greinar- gerð frá dr. Post um framleiðshl og rannsóknir í þágu garðyrkj- unnar á íslandi 1954. Svo sem sjá má af þessu stutta yfirliti yfir efni ritsins er mjög fjölbreytt. — Eisenliower f Framh. af bls. 1 vera innan þess bcltis_Að lok> um kvaðst forsetinn fús til a3 vera á væntanlegum fjórvelda- fundi í viku, ef útlit væri fyr- ir, að unnt væri að ná einhverj- um árangri á svo löngum fundl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.