Morgunblaðið - 09.06.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.06.1955, Blaðsíða 6
22 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 9. júní 1955 Sigmenn i Drongey sýna karlmennsku og snorræoi ★ cfíiY Tryggva HaraSdsson, Akureyri FRÁ alda öðli, hefur bjargsig til eggjatöku verið snar þátt- ur í atvinnulífi nokkurra sveita- félaga hér á landi. En nú fækkar þeim óðum, sem stunda þá at- vinnugrein og fullt útlit fyrir að hún falli niður á næstu árum. Ástæðurnar fyrir því að svo horfir, eru margar og skiljanleg- ar. Atvinna hefur mjög aukizt um allt land og kaupgjald orðið það hátt að bjargsig borgar sig ekki lengur. I>á er heldur ekki um að ræða beina þörf fyrir eggin sem fæðu, svo sem áður „Kerling“, um 60 metra klettadrangur við Drangey. hár í þar hengiflug á báðar hendur. Ekki gat ég annað en dáðst að fræknleik þeirra. En sú spurn- ing vakti þó í hug mínum, hvort þá ekki skorti það, sem hvers- daglega er kallað gætni. Að þessu sinni voru þeir á leið út í fyrrnefnda staði til eggjatöku. Sigamaður var hinn ungi full- hugi, Sigurfinnur Jónsson frá Steini, sonur aldursforsetans. Fyrir tveimur árum vann hann það afrek að klífa Kerlingu, 60 metra háan klettadrang rétt hjá Drangey. Rak hann nagla í bjarg- ið og kastaði kaðli fyrir kletta- nibbur þar sem því varð við kom- ið og komst þannig alla leið upp. Ekki er vitað nema um einn mann, sem hefur leikið þennan fífldjarfa leik áður. Nokkrar af piltunum, sem nú eru í Drangey, | fylgdu honum eftir. Þess má geta að til einskis var að vinna þótt nokkurt varp væri neðan til í Kerlingu. Auk þess hefur Sigur- finnur klifið Drangey sjálfa, þar sem hún er einna hæst, milli Hæringshlaups og Hólamanna- brika. En það segist hann varla leika öðru sinni. Ég gat þess áðan að þeir félag- ar hefðu verið á leið í Háabrik og Lundhöfða til siga. Farið var niður á nokkrum stöðum og tók sigið um 3 x/i klukkutíma. Eftir- tekjan var 200 egg. Geysilegt erfiði er að flytja öll sigaáhöld á milli hinna ýmsu staða á eynni. Þarf oft að draga þau yfir djúp og breið skörð á kaðli. Þegar trássan er flutt til uppi á eynni, er hún borin af 3 mönnum. Þeg- ar siginu lauk, settu eyjarskeggj- ar pott á hlóðir og báru gestum egg, svo sem hver gat frekast í sig látið, og á éftir fylgdi kjarn- gott kaffi. Vatn er sótt í Grettis-brunn, öriitla seyru undir allháu bergi austanvert á eynni. Þarf til þess 2 menn, því skjólan er dregin Sigurfinnur sigur í svokalíuðan Lundhöfða. upp á kaðli. Áreiðanlega er þetta erfiðasta vatnsból á íslandi og hættulegast þangað að sækja, enda hafa þar orðið slys. Eftir að hafa snætt og drukkið kaffi, er gengið um eyna undir stjórn aldursforseta, sem þekkir öll ör- nefni þarna og leysir auðveldlega úr óllum spurningum um sögu ey.iarinnar að fornu og nýju. Ör- nefnin eru mörg og geyma hvert sína sögu. Og sagan í heild er litrík og hrikaleg, eigi ósvipað um hverfinu sjálfu. Hér hefur vökul sál nóg að starfa. Þessi staður verður tæpast nokkru sinni snortinn sýndarmennsku og skemmdarmenningu. í Drangey er dagurinn fljótur að líða. Fyrr en varir er sól geng- in í norðvestur og vermir Heiðna berg og Lambhöfða. Ferðalangar hyggja á heimferð um það ieyti, sem hafgoluna lægir og fjöllin standa á höfði í spegilsléttum Skagafirði . Eyjarskeggjar eru kvaddir hlýju handtaki og hlýj- um huga. Hugsandi maður biður þeim allrar blessunar í þeirra þjóðlega og hættulega starfi. fyrr. Því þá mun oft hafa verið þröngt í búi um þetta leyti árs. Þá mun og hækkandi mat á mannslífum eiga sinn þátt í því, hve mjög hefur dregið úr þessari atvinnugrein á seinni árum, því tvímælalaust er þetta eitt hið erfiðasta og hættulegasta starf, sem til er. Eru menn vel minn- ugir hörmulegra slysfara, sem orðið hafa á þeim vettvangi og það síðast í fyrravor. Grímseyingar eru að mestu hættir að síga og ekkert hefur heyrzt um bjargsig í Hornbjargi á þessu vori. En þrátt fyrir allt og allt, eru þó enn til menn, sem láta heillast af þessu æfintýra- lega starfi, bjóða öllum hættum byrginn og líta eigi við breytturr. þjóðháttum. Um þessar mundir er einmana flokkur sigmanna í Drangey á Skagafirði. Eru það allt Reyk- strendingar, kornungir menn að einum undanskildum, sem er 63 ára. Virðist hann ekki gefa ung- lingunum eftir,'hvað fótfimi og áræði snertir. Ég gat þess við hann, þegar ég heimsótti þá fé- laga 28. maí s.l. að mér þætti hann, aldursforsetinn og öryggis- málaráðherrann, fara nokkuð djarft um hengiflug eyjarinnar. Hann svaraði eitthvað á þá leið, að í Drangey væri ekki um neitt öryggi að ræða, hversu gætilega sem farið væri. Það sem bezt dyggði væri hugrekki og æðruleysi. Þó vildi hann for- dæma óþarfa glannaskap. Rétt í því hvarf hann mér sýn fram af brún aðaleyjarinnar. Sá ég þá nagla, sem rekinn hafði verið í móbergið og lá þar kaðall fram af. Þar fara þeir félagar niður á handvað á leið sinni í Háubrik í siffaf,okkui'inn. Talið fra vinstri: Jón á Steini, Jón í Fagranesi, og Lundhöfða, sem skilin eru | Árni á Reykjum, Friðvin á Steini, Stefán í Tungu, Bragi á Daða- írá eynni af djúpu skarði, og erjstöðum, Sigmundur í Fagranesi og Sigurfinnur á Steini. Uppgönguvík á Drangey. Lambhöfði til vinstri, en fyrir miðju sést yfir í Heiðnaberg. — Ljósmyndirnar tók Tryggvi Haraldsson. HæftuEeg íiirétf, sant ekki er heiglueu heut vm - hessi mynd var tekin á fundi síúkunnar Fróns s. 1. fimmtudag. I ræðustólnum er Ludvig C. Magnússon, skrifstofusljóri, en fyrir framan hann eru, talið frá hægri: Karl Wennberg, umboðsmaður hátemplars, síórtemplar Björn Magnússon, próíessor, Karl Karls- son, æðsti templar og Jón Hafliðason, fulltrúi. Fróns í Temp!crohöilliuil STÚKAN Frón nr. 227 hélt fjöl- mennan íund í Templarahöllinni fimmtud. 26. maí, til þess að taka á móti sænskum gesti, Karli Wennberg að nafni, sem er sér- stakur umboðsmaður hátemplars, en frá komu hans hingað hefur fyrr verið sagt í Morgunblaðinu. Af þessu tilefni var samkomu- salurinn fagurlega skreyttur sænskum og íslenzkum fánum og blómum. Fyrstur tók til máls Ludvig C. Magnússon, skrifstofustjóri, sem flutti mjög snjallt ávarp á dönsku íyrir hönd stúkunnar. Síðan flutti Karl Wennberg prýðis erindi og athyglisvert um ástandið i heiminum í bandindis- málunum. Lauk hann máli sínu með því að tala um Svíþjóð sér- staklega, en þar er mjög þrótt- mikið bindindisstarf eins og vit- að er. Þá talaði stórtemplar, Björn Magnússon, próf., á sænsku og sagði frá starfi stúkna hér, en sérstaklega ræddi hann um hina þróttmiklu og árangursríku starf semi stúkunnar Fróns. Að lok- um flutti Ludvig C. Magnússon ræðumönnum nokkur þakkar- og kveðjuorð. Var öllum ræðumönn- um tekið ágæta vel af áheyrend- um. Að þessu loknu afhenti Karl Wennberg æðsta templar stúk- unnar, Karli Karlssyni, sem stjórnaði fundinum, fagurt Reglumerki, ennfremur umboðs- nanni stórtemplars í stúkunni, Ludvig C. Magnússyni, svo og tveim ungum stúlkum. sem gengu í stúkuna fyrr á fundinum. Allar ræðurnar, ásamt fundar- siitum var skv. ósk Wennbergs tekið á segulband, með það fyrir augum að flytja þetta efni s’,ð'rir í Svíþjóð og máske víðar á Norð- urlöndum. Að loknum fundi söng Guðrún Á. Símonar óperusöngkona, með aðstoð Fritz Weisshappels, inn- lend og eriend lög Var lista- mönnunum forkunnarvel fagn- að, og vakti söngur ungfrúarinn- ar mikla hrifningu hins erlenda gests. Var þetta skemmtiatriði og tekið á segulband. Þessu næst hófst kaffisamsæti, sem Jón Hafliðason, fulltrúi, itýrði og höfðu konurnar í stúk- unni séð um að skrevta borðin >ins og samkomusalinn, og voru •'eitingar hinar rausnarlegustu, 5V0 sem vænta mátti af Fróns- mnum. Skemmtu menn sér við ’jörugar samræður um stund. Dinnig fluííu þessir menn stuttar æður: Guðmundur Illugason, ögrecr1u,'i . Þerstoin.n J. Sieurðs- 5on. umdæmis+amniar, Wennberr "’ff Karl Karlsson, sem afhenti Karli V/ennberg fyrir hönd stúk- unnar Fróns íslenzkan borðfána * fp"urnerA-i stöng. Þakkaði Wennberg gjöfina. Að loknu kaffisamsætinu var sýnd ágæt kvikmynd af Vestur- landsför templara með e/s Esju árið 1944. Áður en hún hófst sagði Krist- inn Stefánsson, fríkirkjuprestur* frá aðdraganda ferðarinnar og tilgangi, en Þorsteinn J. Sigurðs- son skýrði hana. Þá er og þess að geta, að marg- ar ljósmyndir voru teknar þarna skv. ósk Wennbergs, sem hyggst að birta þær í blöðum og tíma- ritum i Svíþjóð og víðar. í FRÉTTATILKYNNINGU, sem birt var í sumum dagblaðanna í Reykjavík laugardaginn 28. maí s.l. er þess geíið, að ferðaskrif- stofan Orlof hafi á boðstólum ferðaslysatryggmgar. sem hægt sé að kaupa á afgreiðslum skrif- stcfunnar. Af orðalagi tilkynn- ingarinnar mætti ætla, að þessar tryggingar séu miklum mun ó- dýrari en sams konar trygging- ar hafa verið hja islenzkum vá- tryggingafélögum. Svo er ekki. Sem dæmi er nafnd 100 þús. kr. trygging til eins mánaðar, som kostar hjá Orlofi 60 kr. að ! stimpilgjaldi meðtöldu. En þetta | er írygging án dagpeninga og I ennfremur er stríðsslysahættan og aðrar skyldar áhættur undan- skildar. Stimpilgjaldið er 2 kr. 100 þús. króna trygging til eins mánaðar með 50 króna dagpen- ingum á dag kostar hjá Orlofi 125 kr. Sé striðsslvsatrvggingin I innifalin 'mun iðgjaldið vera 156.25 kr. Tilsvarandi trvgging kostar 137,00 kr. m°ð stimpil- vialdi hjá íslenzku vátrvgginga- félögunum. TrygcinP"s'’i'málarn ir eru eins í meginat.riðum, nema að því er dagpeningana snertir. Þ"r er nokkur munur. Þeir eru 500 kr. á viku og vreiðast í allt að 26 vikur hiá ’s'enzku félög- unum. en 350 kr. á viku oe greið ast í allt að 52 vikur hiá Evróp- !ska vöru- o* faransurstrvgginga félagimi. Ætla má, að dapnen- inpqyreiðsla verði að jafnaði meiri eftir íslenzku revlunni bar sem óvinmihæfni vemia slvsa stendur aðeins örsjaldan lengur en bá'-tt. ár, ef okki er um varan- lega örorku að ræða. Ferðaslysatrvppingar á dag- Íervr) geta heir fenpjð hin fg. ’en^Vnm vát.rv""incnfél0gum, '"-n rqUa leess sn-rc + q Vlega# En sb'kar trvppinear henta ekki '■’i-i'm rne-'nnm en hejm, sem •nj-on pinr.’-í'' í. bótt heir verði 'r.+ ir.+T, nei-’-!mn +''ma vecrna '-•c--* T "nec1icrc'nen-+'i +'nrðe<5jyc'. - e-n v>-n s°m e^eing valda ó- í nokkra mánuði. én d'’pnen ""ei«e birí +’n-t”m t’dfell- pnrfpr v'or>fi j y> + f jjiy, Tslfír»'7lí' vá*rArí*crjn lög eggia ekki viðnkintavini sína é eð taka svo ófullkomnar trvggingar. íslenzku vátrysrgingafélögin. k

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.