Morgunblaðið - 09.06.1955, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.06.1955, Blaðsíða 11
I Fimmtudagur 9. júní 1955 MORGUNBLAÐIÐ 27 úskaparævintýri Frh. af bls. 26 til að sýna, hversu fráleitlegar Btefnur hafa verið teknar og eru bollalagðar : búskaparíramleiðslu okkar og verzlun rneð búvörur. Enn hagkvæmari útreikning gæti ég súnt með vöruskipti á 6mjöri og kartöflum. >að mætti Btórlækka verð þessara afurða og lækka vísú.öluna, ef bændur ein- 6korðuðu framleiðslu sína við eauðfjárrækt og hrossaeldi, drægju að sama skapi úr jarð- eplarækt cg smjörframleiðslu, en létu viðskiptin umsetja hina auð- veldari f'-amleiðslu og skapa landsmönnum ódýrari erlendar neyzluvörur frá þjóðum, sem hafa beztu aðstöðu til framleiðslu þeirra. Þetta kunna að vera öfgar að einhverju leyti, en bend ir þó í ákveðna átt og ætti að gefa fulla óstæðu til að endur- 6koða framleiðslustefnur okkar í búskapnurn Sérstaklega er þetta eðkallandi nú, er stórútflutning- ur á búsafurðum stendur fyrir dyrum. Það þarf að taka vitur- lega og djiirfmannlega á málun- um, ef aukin tækni og aukin framleiðsla á ekki að leiða yfir okkur vandræði og vesaldóm. HROSSARÆKT TIL LYFJAFRAMLEIÐSLU Ég nefnui áður tvenn trúar- brögð, sem eru ávallt hættuleg hverri þjób, annarsvegar oftrú, en hinsvegar vantrú, sem báðar byggjast á vanþekkingu. Ég tel holdanautreldi og innflutning holdakynja byggjast á hinni fyrr nefndu, en hinsvegar tel ég, að landsmenn elmennt vanmeti getu og mögule ka hrossaræktarinnar. Hrossin en; sú eina búgrein okk- ar, sem óhappamenn og ævin- týramenn búskaparins hafa ekki ennþá get.ið spillt með innflutn- ingi og kynblöndun, enda eru þau svo samgróin íslenzkum Btaðháttum og náttúru landins, að þau gætu sem bezt lifað hér og komizt af án hjúkrunar mann- anna. Eru þau nú víðurkennd að vera harðgerðustu og hraustustu hross jardarinnar. Ég hef þegar sannað, ao af búsafurðum er hrossakjötið næst því að stand- ast samkeppni á erlendum mark- aði, og þyrfti það minni „báta- gjaldeyri" en freðfiskur og tog- arafiskur. Ég tel - étt í grein þessari að $egja bænd.im frá öðrum mögu- leikuim, sem hrossaræktin býr yfir, þótt það sé ekki sérlega skemmtilegt til frásagnar, eins Og nú er í pottinn búíð. Ýmiskonar fjörefni og vakar '(vítamín og hormónar) eru nú orðin mikilvægar verzlunarvörur á heimsrr.arkaðinum. Úr blóði fylfullra hryssna er unnið eitt af þessum efnum. Notkun þessa lyfs fer í vöxt og er það bæði notað Við manmiækningar og í bú- skapnum. Verð þessa lyfs er mjög hátt, og þar sem hryssu- blóð er nær eina aðgengilega hráefnið til vinnslu þess, þá get- um við átt þarna mikilvæga möguleika, því að hrossarækt dregst ört saman í flestum lönd- Um Evrópu, og folaldaviðkoman minnkar stórlega. Folaldaviðkom an er í mörgum löndum nú 20 —30% af því, sem var fyrir stríð,' og virðist þessi rýmun ekki enn hafa stanzað Efnið er unnið úr blóðvatni hryssnanna, og er blóð- vatnið einnig notað og selt sem lyf. Framieiðsla blóðvatnsins er mjög einfoid og auðveld. Hreins un efnisins er vandasamari, bg þarf til þess sérfræðinga. Virðist mega leysa þann vanda. Nota má ýmsar leiðr til að framleiða blóðvatnið. T. d. má afblæða hryssurnar 3—4 sinnum yfir sumarið o§ ná þannig úr þeim 10—15 lítrum af blóði. Einnig má ala hryssur til tveggja eða þriggja vctra aldurs, láta bær fyljast og slátra þeim síðao 60— 70 dögum efíir að þær fyljuðust. Þá yrði blóðið úi- þeim sennilega meira virði en kjötið. Um það er þó erfitt að segja, ems og mál- in standa. Hitt veit ég, að úr hverri hryssu, sem slátrað verður á réttum +íma eftir fyljun, ætti að geta fengist vakamagn, sem næmi að minnsta kosti 600 þúsund ein- ingum. Ef menn fara í lyfjabúð til að kaupa efni þetta, þá þurfa þeir að greiða 18-—20 þúsund krónur fynr það vakamagn, sem unnið er úr einni hryssu. Mér finnst, að bað hljóti að vera illa haldið á malum, ef hráefnið gefur minna en 10% af söluverðinu. Mál þe.r.a var í rannsókn hjá Tilraunaráði búfjárræktar fyrir þremur árum síðan. Rannsóknin fór út um þúfur með leiðinlegum hætti, sem ég ekki skýri nánar í þessari grein, og síðan gert að grínmáli með blaðaskrifum. Ég sé ekki, að Tilraunaráð búfjár- ræktar eða landbúnaðarráðuneyt- ið geti lengur þagað um málið af hégómlegum ástæðum. Mér finnst það varða bændur lands- ins of mikið til þess. Ég hef ný- lega sagt mig úr Tilraunaráði búfjárræktar, m. a. sökum fram- komu landbúnaðarráðuneytisins í þessu mili. Hins vegar hyggst ég reyna að þoka málinu áfram með því að skýra það fyrir bænd- um og landsmönnum og vita, hvort ekki má vekja áhuga fyrir því, svo að bændur taki það upp sem athyglisvert framleiðslumál. Sennilega væri Framleiðsluráð landbúnaðarins og Sa nband ísl. samvinnuféiaga þar réttu aðilarn- ir. Þegar útflutr.ingsverðmæti hrossakjötsins leggst við vaka- verðmæti rlóðsins, þá finnst mér ég eygja þarna athyglisverða út- flutningsframleiðslu, sem gæti orðið fyllilega samkeppnisfær við aðra ótflutningsframleiðslu landsmanna. VIÐSKIPTAMÁL BÚSKAPARINS MIKILL VANDI Sala hrossa til útlanda getur einnig átt framtið, engu lakari en kjötvörurnar. En eins og nú standa sakir, þá tel ég, að sú sala þyríti álíka meðgjöf og dilkakjötsutflutningurinn. Hér hef ég bent á möguleik- ana, sem 'andbúnaðurinn hefur til útflutnings, og hvaða bús- afurðir koma helzt til greina. Hins vegti veit ég vel, að það er alls exkert áhlaupaverk að komast inn á heimsmarkaðinn með nýjar og óþekktar vörur frá landi, sem ekkert álit hefur á þessu sviði, og hefur alveg horf- ið af heimsmarkaðinum á 15 ára tímabili. Eítt veigamesta atriðið til að vinna nýja markaði er kynningarstarfsemin. Það þarf í fyrstu að fórna miklu til hennar, koma fyrstn vörunum nógu ódýr- um til kaupendanna og tryggja vörugæðin, mikil og jöfn. Einnig þarf að beita snjallri og sterkri viðskiptatækni, byggja upp kunn ingsskap og vináttu við ráða- mikla vilskiptaaðila og beita með klókirtdum opinberum sendi- mönnum ríkisins. Hjartsláttur viðskiptab'fsins er ótrúlega mann legur og persónulegur, og lífæðir hinna mikiu viðskipta slá með ekki ólíkum hætti og siagæðar elskenda, sem haldast í hendur undir laufbaki skrautgarða. Þeir, sem á næstu árum fara með stjórr. á framleiðslumálum og viðskipfamálum búskaparins, eiga mikinn vanda fyrir höndum, sem skemmtilegt getur orðið að glíma við og ieysa, en því aðeins mun það takast giftusamlega, þeim til sóma og landinu til gagns, að viðbrögðin verði fljót og rétt og tekið verði á málun- um með léttum skilningi og þekkingu Gunnar Bjarnason. Einar Lúðvíksson Kveðja Sporisjóðurinn í KeHnvík F. 9. janúar 1934 D. 27. marz 1955 KVEÐJA til látins eiginmanns Svífa fyrir sjónum sorg þrungin ský og vonarhimin vefja myrkri. Falla höfug tár um fölar kinnar syrgi ég ástkæran ekta maka. Lífið var fagurt, og fjör i æðum ung er við tengdumst ástarböndum. Sýndist okkur þá sól í heiði, 6n lítið við þekktum lífsins gátur. Lítið er bil, milli lífs og dauða og löngum fallvalt lífsins gengi. Horfinn ert þú hjartans vinur, sit ég nú ein við sorg og raun. Blæðandi sár ég ber í hjarta, er seint mun gróa né sorgum lynna því þú ert horfinn yfir hafið breiða, til fegri landa en finnast hér. Vertu sæll, elsku vinur, biíði, far þú heill, til friðar landa. Þökk fyrir allar yndis stundir, er saman við lifðum sæl og glöð. Krýp ég hljóðlát við hvílu þína, í mjúku skauti móðurjarðar. Englar blíðir, við beð þitt vaki, sofðu vinur minn sætt, og rótt. Kveður þig líka Ijúfur sonur, eftirmvnd þín og yndi móður. í honum sé ég sólargeisla, í rökkurdjúpi rauna minna. H. J. Keflavík, 2. júní. SPARISJÓÐURINN í Keflavík er í þann veginn að flytja í nýtt húsnæði, sem byggt hefur verið á síðasta ári. í sambandi við aðalfund sparisjóðsins fyrir nokkrum dögum, var frétta- mönnum sýnt hið nýja húsnæði, sem er hið veglegasta í alla staði. Húsið er 150 fermetrar, tvær hæðir og kjallari og hefur spari- sjóðurinn til afnota alla fyrstu hæðina og í kjallara eru fjár- hirzlur sparisjóðsins og væntan- leg geymsluhólf viðskiptamanna o. fl. Á efri hæð eru íbúðir og skrifstofuherbergi. Gunnar Þ. Þorsteinsson, bvgg- ingarfræðingur frá Keflavík, teiknaði húsið. Guðmundur Skúlason, byggingarmeistari, hafði trésmíði á hendi og Guðjón Hjörleifsson, múrarameistari, annaðist alla múrvinnu. Guð- björn Guðmundsson annaðist raf- lagnir og Jón Páll Friðmundsson i alla málningarvinnu. Jón Guð- mundsson og Þórarin Ólafsson ; smíðuðu afgreiðsluborð og aðrar innréttingar, en Stálhúsgögn í Revkjavík, skrifborð og stóla. Gólf eru lögð mjúkri plast- steypu. Aliur frágangur og vinna við bygginguna er hið vandaðasta í hvívetna. Afgreiðslusalur er bjartur og rúmgóður og vel fyrir öilum þörfum séð. Það verður mikill munur f>rir sparisjóðinn að starfa í þessum nýju, glæsilegu húsakynnum til aukinna þæg- inda fyrir viðskiptamennina. — Einnig er húsið miðsvæðis í bæn- um og aukið starfslið kemur til starfa. STOFNAÐUR 7. NÓV. 1907 Sparisjóðurinn í Keflavík tók til starfa í ársbyrjun 1908 Að honum standa 20 ábvrgðarmenn, allir búsettir á Suðurnesjum. — Aðalhvatamenn að stofnun sjóðs- ins voru Þorgrímur Þórðarson, héraðslæknir og séra Kristinn Daníelsson, prestur að Útskál- um. Séra Kristinn var fyrsti stjórnarformaður, en Þorgrímur læknir var gjaldkeri frá byrjun til ársins 1933, en þá tók sonur hans Lúðvík við en hans naut aðeins rúmlega eitt ár. 1934 varð Stefán Björnsson, stjúpsonur Þorgríms, gjaldkeri og gengdi því starfi meðan heilsa entist, til 1944. Síðan hefur Guðmundur Guðmundsson veitt sparisjóðn- um forstöðu. Séra Kristinn Daníelsson var fyrsti formaður stjórnarinnar, sem fyrr greinir, en meðstjórn- endur hans voru þeir Arnbjörn Ólafsson, kaupmaður og Þor- grímur Þórðarson, læknir, sat hann í stjórn til ársins 1933. Á eftir Arinbirni og séra Kristni komu í stjórn Ágúst Jónsson, hreppstjóri og Ólafur V. Ófeigs- | son, kaupmaður. Þegar Ágúst fluttist frá Keflavík kom í hans ! stað Einar .T. Ólafsson, verzlun- 1 armaður. Árið 1923 kom Þor- steinn Þorsteinsson, kaupmaður fyllsta trausts Suðurnesjamanna. Sparisjóðurinn hefur lánað mik- ið fé til húsbygginga í Kéílavik og á þann hátt gert fjölmörgum kleift að byggja sér hús. Einnig hefur sjóðurinn lánað til opin- berra framkvæmda í heimabæ og á sinn mikla þátt í hinni öru þróun hér síðasta áratuginn. — Keflvíkingar hafa ekki sém skyldi fvlgt þeirri öruggu og sjálfsögðu leið að ávaxta sparifé sitt hér heima fyrir og á þann. hátt að stuðla að aukinni láriá- getu sparisjóðsins til frairi- kvæmda í þágu Keflavikinga sjálfra. Sparisjóðurinn hefur aldreí orðið fyrir teljandi töpurri og má þakka það gætinni fjármála- stjórn sjóðsins. Sparisjóðurinn byrjaði smátt. Fyrsta árið vari veltan 28.600.00 krónur og inn- stæðufé við fyrstu árslok 8.600.00 krónur, en innstæðufé jókst smám saman og var við árslok 1939 orðið 480.000.00 og velta það ár 1.299.000.00 og varasjóður þá orðinn 115.600.00 krónur. Við árs lok 1954 var innstæðufé 20 miilj. og veltan 197 milljónir. Sparisjóðurinn fer nú fyrst að aukast verulega að afli og getu, eftir því sem hann tekur að sér meiri og fjölþættari starfsemi. Það er metnaðarmál Keflvík- inga að sparisjóðurinn verði framvegis sem hingað til traust og örugg stofnun, sem veiti bæj-> arbúum vaxandi bankaþjónustu, en því fylgir auðvitað að Kefl- víkingar beini viðskiptum sínum þangað og vaxti þar sparifé sitt. — Helgi S. i í stjórnina og var formaður hennar til dauðadags, 1939, eftir það gegndi Guðmundur Guð- mundsson stjórnarformensku um nokkur ár. — Núverandi stjórn skipa beir Þorgrímur St. Evjólfs- son, formaður; Guðmundur Guð- j mundsson, sparisjóðsstjóri; og j Þorvaldur Þorvaldsson, fyrrver- 1 andi fiskimatsmaður, og er hann jafnframt sá eini af 20 ábyrgðar- mönnum sjóðsins, sem enn er í tölu ábvrgðarmanna, í 48 ár, — hinir frumherjarnir hafa ýmist flutzt á brott héðan eða horfið af sjónarsviðinu. ' Ýmsir endurskoðeodur hafa verið við sjóðinn, en lengst munu hafa gegnt því starfi Ólafur J. A. Ólafsson, kaunmaður og Friðrik Þorsteinsson, forstjóri. } ’ AT DRET TAPAÐ SVO TET ..T ANDI SÉ j Sparisjóðurinn i Keflavík hef- ur ávallt verið rekinn með gætni • og hagsýni, enda nýtur hann Gagnfræðaskóia Akrancss sagí upp GAGNFRÆÐASKÓLANUM á Akranesi var slitið 31. maí. — Voru þá brautskráðir 18 gagn- fræðingar. Sjö nemendur luku landsprófi miðskóla. Skólastjórinn, Ragnar Jóhann- esson, flutti skólaslitaræðu. — Ræddi hann um hávaða og ó- kyrrð, sem mjög einkenndi dag- legt líf í nútíma þjóðfélagi, á- hrif þeirra á sálarlíf unglinga og aðferðir til að draga úr þessurii vágestum í skólum. Þá gaf hann allýtarléga skýrslu um starf skólans s.l. vet- ur. 140 nemendur sóttu skólann. Heilsufar var með lélegra móti, enda varð að loka skólanum ’tm vikutíma vegna inflúenzu. — Fé- lagslíf var með nokkrum blóma og nemendur ötulir við ýmis fé- j lagsstörf. í Nokkuð var flutt af fyrirlestr- um. Minntist skólastjóri sér- staklega á heimsóknir tveggja listamanna. Jón Norðfjörð, leik- ari frá Akureyri, las mikinn hluta „Gullna hliðsins" eftir Davíð Stefánsson fyrir nemend- ur, og Kristmann Guðmundssön, rithöfundur, flutti erindi um Einar Benediktsson. Gagnfræðaprófi luku 18 nem- endur. Hæsta einkunn hlaut Emilía H. Jónsdóttir, ágætisc einkunn 9.02. — 1. einkunn hlutu 7 nemendur, 2. einkuria 8_ nemendur og 3. einkunn 3. — Úthlutað var verðlaunum. — 7 piltar úr 3. bekk luku lands- prófi miðskóla. í lok skólaslitaræðunnar ávarpaði skólastjóri hina nýju gagnfræðinga. — Hann lagði áherzlu á, að ísienzkir borgarar yrðu að virða út í æsar megin- reglur lýðræðis og þjónustu- lundar, forðast að aðhvllast hnefaréttinn, en keppa að hóf- semi í skoðunum og hátterni. Þekl-ingin væri undirstaða dvggðarinnar. Gagnfræðinearnir fóru dag- inn eftir í náms- og skemmti- ferð um Norðurland. BEZT AÐ AVGLÝSA í MORGVmLAÐlM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.