Morgunblaðið - 09.06.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.06.1955, Blaðsíða 14
30 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 9. júní 1955 Bréf: AEmar og kennararnir Barna- og unglingaskóla Patreksfjarðar slitið BARNA- og unglingaskóla Pat- og er það jafnframt hæsta eink- Hr. ritstjóri! FYRST er frá því að segja, að maðUr nefnir sig Almar og skrif- ar í Morgunblaðið. Oft hefur mér líkað fremur vel við skrif hans og það svo, að mig hefur stund- um langað til að vita, hver sá vaiJri. Nu leið og beið fram til 16. þ.m. Þá skrifaði Almar um út- varpsefni síðustu /iku og lét þá þeirrar skoðunar sinnar getið, aúðvitað að gefnu tiíefni, að kennarar hér í oæ leggðu sig ekki nægilega fram um það að brýna fyrir börnurn almenna kurteisi. Mörg voru þau orð og líklega að einhverju ieyti sönn. Kennarar eiTÍ áreiðanlega undir sömu sök seldir í þessu efni og allir aðrir, enda óljóst mjög, hvenær menn hafa lagt sig nægiiega fram í þessu eíni. Ég skal íaka það fram, að úr þessu langar mig ekki til að vita, hver Almar er. Almar er þeirrar skoðunar, að lítil háttvísi íslenzkra barna sé fyrst og fremst sök skólanna. Sömu skoðunar gætir víða, ef til vill gætir hennar í hverjum stað. ' Samt er þetta mjög fljótfærnisleg skoðun. Almar stingur upp á því, að til þess að lagfæra þetta í einni svipan þurfi ekki annað en hafa eina stund í háttvísi mánaðar- lega í skólum. Mér er ekki Ijóst, á hvern hátt hann hyggst haga kennslunni, en vafningalaust sagt hef ég litla trú á þessari aðferð. 'Ég er viss um, að hjá flestum yrði hún aðeins siðapredikun, þú skalt og þú skalt ekki. Með því fyjrir- komulagi, sem nú er, fær hver einasti kennari og það í hverri námsgrein óteljandi tækifæri til leiðbeiningar um háttvísi og þrúðmennsku. Sannleikurinn er líka sá, að langflestir kennarar og langflestir foreldrar einnig reyna eftir megni að glæða skilning barna og unglinga fyrir ágæti prúðrar framkomu. Annað mál er það, að enginn getur farið fram úr sjálfum sér. Enginn getur kennt öðrum meira en hann kann sjalfur. EKki er,það vænlegt fyr- ir nokkurn að predika um siða- lögmál, sem hann að vísu þekkir en hefur ekki æfingu í að fara eftir og þverbrýtur oft sjálfur. Kurteisi og háttprýði eru teygj- anleg orð og í nánu sambandi við það, að sinn er siðurinn í landi hverju. Það gæti jafnvel sums staðar þótt skortur á háttvísi að drótta því að heilli sétt manna óg án nokkurrar rannsóknar, að hún gegndi illa sjálfsögðustu skyldu sinni. Ég er ekki hissa á því, þó að þuþr, sem erlendis fara, t. d. um ^þrðurlönd, þykist sjá, að börn þaj- séu siðfágaðri en hér. Ég býst við, að þetta sé rétt, en þó aðeins rgtt að vissu marki. Á hinu er ég hissa, að þeir ferðalangar skuli eþki eiga snefil af dómgreind, þegar þeir fara að segja frá. HÓmgreindarlaust fólk ætti helzt ajdrei að sigla og alls ekki að segja frá neinu, sem það telur sig.sjá. ! Þjóðir þær, sem byggja hin Norðurlöndin, hafa að mjög mj,klu leyti aðra umgengnisháttu ep við íslendingar. Um margt það sem þar þykir sjálfsögð kurteisi láta menn sér fátt um finnast hér. U,m margt af þessum siðum má deiia, en til þess er ekki staður hér, fremur en deila um hitt, hvort kurteisissiðir Eskimóa séu kurteisi. Um hitt er ekki að deila, að .ólíkir siðir skapa ólíkan brag. Þess vegna þarf að gæta mikill- ar varúðar í hugsun og orði sé gerður samanburður á kurteisi tveggja þjóða. Ekki er endilega sjálfsagt að þykja skítur og skömm koma til alls heima. Hin- ar Norðurlandaþjóðirnar eiga að tfdki sér rótgróna borgarmenn- irigu, sem þróast hefur um lang- ah tíma til þess, sem hún er í dág. Við íslendingar erum naum- ast komnir fyrstu sporin á þeirri leið. Er sanngjarnt að bera þetta saman eins og líku sé saman að jafna? Börn læra málið af því að það er fyrir þeim haft og spegla í sér þá menningu, sem þau alast upp við. Það er sjálfsagt vandalítið að benda á ýmislegt sem betur mætti fara i fari íslenzkra og þá einkum reykvízkra barna. en hér mun aðallega að þeim stefnt. Það er vandalítið, en það er ekki heiðarlegt að gera það án vfir- vegunar. Þrátt fvrir annrnarka sJna eru hörnin í Reykjavík ein- hverjar yndislegustu manneskj- ur, sem hægt er að kynnast. Þau eru frjálsleg og óþvinguð, hrein- lynd og éinstaklega drenglunduð. Þess munu fá dæmi, að þau bregðist sé á þau treyst til góðs. Annað mál er það að beim er ekki mjög gjarnt til hlutleysi í neinu og hógvært lítillæti er ekki þeirra sterka hlið. Þetta eru dekurbörn þeirrar kvnslóðar sem fyrst kynslóða á íslandi fékk nóg að borða, lifði við frelsi orða og athafna og veitti börnum sínum allt, sem þau báðu um. Börnin bera svip af því. Ég vildi ekki ráðleggja neinum kennara að kenna þeim siðfræði í formi predikana, nema svo ótrúlega stæði á að hann hefði fengið launahækkun nýlega og þættist ekki svo lítill karl heldur. Auðvitað er það ekki þakkandi út af fyrir sig, þó að ég hafi miklu meira vit á því, sem hér er um að ræða, heldur en Almar í Morgunblaðinu. Mér er ekki kunnugt um, að hann hafi kynnt sér þessi mál utan það, sem fram kemur í þessari einu grein hans. Hann hefði átt að koma til mín og leita ráða hjá mér. Ég hef síð- astliðin tuttugu og tvö ár varla um annað hugsað meira en ís- lenzk börn bæði raunveruleg og ímynduð. Ég hef auðvitað ekki komizt að neinni ákveðinni nið- urstöðu fremur en aðrir þeir, sem hugsa. Þeir einir, sem hugsa ekki, virðast eiga auðvelt með að kom- ast að niðurstöðu, samanber Alm- ar. Mér hefur samt orðið ljóst, að börn hér í bæ eru hvorki verri né betri en gera má ráð fyrir að þau séu heldur nákvæmlega eins. Sé þeim áfátt í kurteisi, þýðir það ekki það, að heimili og skólar hafi vanrækt að brýna fyrir þeim góða siðu heldur hitt: þau hafa gleymt leiðbeiningun- um vegna alls hins marga, sem glepur og dregur hugann meira i að sér en yfirlætislaus heilræði. Hættir og siðir manna pg barna þeirra gera aldrei byltingu, en þurfa aldir til að þróast. Hvort sú þróun stefnir í æskilega átt hér á landi er saga út af fyrir sig. Hygg ég þó að svo muni vfir- leitt vera, en út í það er ekki hægt að fara að sinni. Til að fyrirbyggja misskiln- ing skal það tekið fram, að hér er hvergi stefnt að erindi því, sem gaf Almari tilefni til sinnar umsagnar. Ég heyrði það erindi ekki og hef ekki heyrt neitt um það talað. Umbótalöngun er góðra gjalda verð, en þó aðeins, að henni sé samfara góðvild og mildi í dómum ásamt dálítilli greind. Vegna skrifa Almars fram til 16. þ.m. þykir mér ósennilegt annað en hann eigi yfir þessum hæfi- leikum að ráða og læt ég því út- rætt um þetta í bili. Reykjavík, 21. marz 1955. Stefán Jónsson. Svar Aimars Kæfi herra Stefán Jónsson. ÉG vil taka það fram strax, að það er ekki vegna skætings þess, er þér setjið í mig í grein yðar, að ég hripa þessar línur, því að ég hef ekki lagt það í vana minn að taka til andsvara, þó að komið hafi fyrir, að viðkvæmir menn eða hörundsárir hafi einhverju að mér hreytt í reiði sinni. — Til- J gangur minn með svari þessu, er hinsvegar sá, að láta í ljós ánægju mína yfir því, að þér hafið tekið til umræðu í grein yðar mikilvægt vandamál, sem varðar hina ungu kynslóð þessa lands og bá sérstaklega þessa bæjarfélags, enda þótt mér finn- ist þér slá hugleiðingum yðar fullmikið á dreif og ég sé yður ekki sammála um þann hlut, er ■ kennarar og skólar eiga að þessu má!i og ég jafnframt harmi það, * að í grein yðar virðist meir gæta geðshræringar en rólegrar yfir- vegunar. Þau fáu orð, sem ég í þætti mínum 16. þ. m. lét falla um af- skipti skóianna af hegðun barna innan skóla og utan, og sem svo mjög virðast hafa raskað jafn- vægi yðar. voru ekki sögð til þess að deila á skólana eða kennara- stéttina, heldur eingöngu í þeim tilgangi að benda á þau augljósu sannindi, að þessu veigamikla atriði í uppfræðslu barna þyrfti að gefa meiri gaum í skólunum en hingað til virðist hafa verið gert. Ég skal fúslega játa það, að ég er ekki sérfróður um uppeld- ismáj og get að sjálfsögðu ekki rætt um afrek skólanna á því sviði af slikri þekkingu sem þér. Hinsvegar er mér, af nokkurri reynzlu, kunnugt um það, að skólarnir geta haft mjög mikil áhrif á nemendur sína um kurt- eislega framkomu, ef þeir leggja sig fram um það, enda gætir tölu- verðs munar í því efni, eftir því hver skóli á hlut að máli. Ég minnist þess t. d. að hér á ár- um fyrr, þóttu börn, er gengu í Landakotsskólann, bera af öðr- um skólabörnum um prúðmann- lega framkomu, enda gengu kennarar þess skóla jafnan ríkt eftir því, að börnin hegðuðu sér vel í hvívetna og höfðu á því vakandi auga eftir því, sem við varð komið og aðstæður leyfðu. Við frú Bjarnveig Bjarnadóttir erum ekki ein um það álit, að mikið vanti á að börn og ung- lingar hér í bæ sýni þá háttvisi í framkomu, sem æskilegt væri, þó að auðvitað sé um heiðar- legar undantekningar að ræða í því efni, enda blasir sú leiða stað- reynd við mönnum daglega hvar sem er á almanna færi. — En um það hversu bezt yrði hagað fræðslu í skólunum um þessi mál, skal ég ekkert fullryað. En að- alatriðið er að fræðslan sé í hönd um hæfra manna, er ganga að starfinu með nærfærni og skiln- ingi og af vakandi áhuga, en eru ekki haldnir þeirri fáránlegu hugmynd, að hæverskleg fram- koma barna sé ótvíræður vottur um táplevsi þeirra eða kúgun. Með kærri kveðju. Almar. ! . WEGOLIW ÞVOTTAEFNIÐ reksfjarðar var slitið laugardag- inn 30. apríl s. 1. í samkomuhús- inu Skjaldborg. Rakti skólastjór- inn helztu viðburði og nýjungar í skólastarfinu á liðnu skólaári. Skólinn gekkst óvenja oft fyr- ir skemmtisamkomum til fjáröfl- unar fyrir ferðasjóð nemenda, eða alls fjórum sinnum. Má þar fyrst nefna, er efnt var til for- eldrakvölds seinasta daginn fyr- ir jólaleyfi og var ýmislegt til skemmtunar. Laugardaginn 26. febrúar var svo almennur grímu- dansleikur i samkomuhúsinu með þátttöku elztu bekkjar barnaskól- ans og alls unglingaskólans. Að- sókn var ágæt og mikil fjöl- breytni í búningum. Verðlaun fengu ,,Bakkabræður“, en þá léku þrjár stúlkur unglingaskólans. Tvö önnur verðlaun voru veitt og fengu þau einnig nemendur skólans. Á annan í páskum gekkst skólinn fyrir almennum dansleik og laugardaginn 16. apríl var svo hin árlega skóla- skemmtun með tveggja stunda skemmtiskrá. Voru tvær sýning- ar á laugardaginn og dansleikur um kvöldið og síðan endurtekið á sunnudaginn, alltaf fyrir fullu húsi. Skemmtiatriði voru 13 og voru helzt þessi: Leikritið „Láki I ljótri klípu“, skrautsýningin Burnirótin, negrahljómsveit lék á ýmis hljóðfæri, sum heimatilbú- in, fjórar stúlkur sungu með gít- arundirleik og allar unglinga- skólastúlkur sungu saman. — Yngstu nemendurnir fluttu vísur og kvæði, sýndu dansa og söng- leiki. Þá voru og nokkrir stuttir gamanþættir. Var gerður góður rómur að skemmtun þessari. Tekjur af allri þessari skemmti- starfsemi voru um tíu þúsund krónur. Ákveðið er, að þeir nem- endur, er luku unglingaprófi, fari í ferðalag seinna í vor, en enn er ekki afráðið, hvert farið verð- 1 ur. Á síðastliðnu vori var farið alla leið austur í Vík í Mýrdal. i Þótti það einstæður atburður, að sjá börn frá Patreksfirði á ferða- lagi þar um slóðir. Á næstliðnu skólaári var byrj- að lítillega með smíðakennslu pilta, aðallega útsögun. Fyrir þetta skólaár var innréttuð sér- stök kennslustofa fyrir smíðar og smíðatæki keypt fyrir um 7 þús. kr. Smíðakennslu nutu drengir allt frá 9 ára. Voru smíðisgrip- ir piltanna til sýnis á teikni- og handavinnusýningu nemenda, sem opnuð var að loknum skóla- slitum og stóð yfir fram á sunnu- dagskvöld. Voru þarna margir haglega gerðir munir. Mikill fjöldi teikninga og „málverka" voru á sýningu þessari. Var at- hyglisvert, hversu stórar sumar myndirnar voru, flestar málaðar á kraftpappír með þekjulitum, og hve djörf sum börnin eru í litameðferð sinni. Handavinna stúlkna var og mjög smekkleg að venju. Þarna gat að líta lag- lega gerðar vinnubækur með inn- límdum myndum og teikningum, upphleypt landakort, leirmuni, brennda og málaða, skriftarsýn- ishorn og fleira. Barnaprófi luku að þessu sinni 18 börn. Hæstu einkunn hlaut Sigríður Friðriksdóttir, 8,88. — Hæstu einkunn yfir barnaskól- ann hlaut Guðrún Gísladóttir, 9,02, en hún er 11 ára. Hæstu einkunn á unglingaprófi hlaut Dagmar Huld Árnadóttir, 9.42, unn yfir allan skólann. Næst- hæstu einkunn á unglingaprófi hlaut Stella Gísladóttir, 8.05. Hæstu einkunn í 1. bekk ungl- ingaskólans hlaut Helga Guð- jónsdóttir, 9.17. Guðbjartur Gunnarsson, sena verið hefur skólastjóri hér und- anfarin tvö ár, kvaddi nú skól- ann í siðasta sinn. Færði hann nemendum og samkennurum þakkir og árnaðaróskir, svo og byggðarlaginu í heild. Karl. i S1LIC0TE Household Glaze Húsgagnagljáinn með töfraefninu „SILICOIVE“ Heildsölubirgðir: Ólafur Císlason & Co. h.f. Sími 81370. — Fæst í næstu verzlun — H. Benediktsson & Co. h.f. Hafnarhvoll. Sími 1228. Eyjólfur K. Sigurjónsson Ragnar A. Magnússon ! löggiltir endnrskoðendur. 1 Klapparstíg 16. — Sími 7903. MYMX U/D STB/öáSM SWGG tíeiidsQÍubirgdic; EGGERJ KRISTJANSSQJSI & CO. H.F.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.