Morgunblaðið - 09.06.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.06.1955, Blaðsíða 16
32 MORGUNBLABIB Fimmtudagur 9. júní 1955 1 Merkur leikhúsfrömuiur á skemmliferð hér á landi rÉg hélfr að íslenzk leiklisf væri þung og myrk' HER á landi dvelst nú danski leikarinn og leikhússfrömuð- urinn Kaj Holm. Er hann hér á skemmtiferðalagi, en verður á vegum Félags íslenzkra leikara, á meðan hann hefir hér viðdvöl. •— Holm hefir verið formaður danska leikarasambandsins und- anfarin 8 ár, en lét af þeim störf- um fyrir um það bil viku. Einnig hefir hann verið formaður nor- xæna leikararáðsins frá 1950, er það var stofnað. Hefir hann unn- ið geysimerkilegt starf í þágu danskra leikara og raunar nor- xænna leikara yfirleitt, enda hef ir hann helgað sig hagsmuna- málum þeirra að öllu leyti og •ekki getað sinnt leikstörfu>n að nokkru ráði. — Nú ætla ég aftur á móti að taka aftur til við leik- listina, sagði Holm, er fréttamað- up frá Mbl. átti stutt samtal við þá Val Gíslason í gær. ★ 700 LEIKARAR Holm gat þess, að nú væri um 700 leikarar í danska leikarasam- bandinu, en það eru flestallir leikarar landsins. Áður en Holm tók við forystu leikarasambands- ins voru þeir skiptir í tvær fylk- ingar, en sameinuðust undir for- ystu hans. Eru samtök þeirra nú mjög sterk. Gat Holm þess sem dæmi um samhug danskra leik- ara, að sjónvarpsstöðin hefði ekki viljað ganga að kröfum þeirra um ýmis atriði s. s. list- xæn vinnubrögð o. þ. 1. og hefði þeir þá hætt þar allri leikstarf- semi, unz gengið var að kröfum þeirra — „og fólkið heimtaði þá fram á sviðið aftur“. Á MERKILEG STARFSEMI Holm minntist á afarmerkilega starfsemi, sem haldið hefir verið uppi í Danmörku frá 1925. Er það „Det danske skoleceene“, sem hann hefir unnið mikið að, en skóla- og leikhúsmaðurinn Tomas Hojle stofnaði og mótaði. Hún er í því fólgin, að gefa skólabörn- um kost á að sjá 1. flokks leikrit við vægu gjaldi. f Kaupmanna- höfn einni fóru 35 þúsund skóla- börn á slíkar sýningar s.i. vetur og voru sýnd leikritin Þrettánda- kvöld eftir Shakespeare, Æði- kollurinn eftir Holberg og Æfin- týri á gönguför eftir Hostrup. — Sýningar þcssar njóta mikilla vÍBsælda og fer þeim ört fjölg- andi. j ÞÁGU ÆSICUNNAR Þá hefir Holm éinnig lagt mik- inn skerf til þeirrar starfsemi, sem kalla mætti „uppfræðslu verkalýðsæskunnar" og er hún í því fólgin að veita fé til bóka- safna, til styrktar stúdentastarf- semi o. þ. 1. Er fjárins aflað á þann hátt, að allur ágóði af 1600 sæta kvikmyndahúsi er látinn renna til þessarar starfsemi, sem rekin er af hinu opinbera. ★ ★ að öðru, Holm. Hvað um verð- launin sem frú Anna Borg hefir hlotið fyrir leikstarfsemi sína? Eru þau veitt af leikarasamband- jnu? — Nei, þau eru nokkurs konar heiðursverðlaun ríkisins og geta fallið öllum þeim í skaut, sem lagt hafa góðan skerf til danskr- ar menningar. Er þetta því sér- stakur heiður fyrir frú Önnu Borg og viðurkenning á hinu mikla menningarstarfi, sem leik- menntin ynnir af höndum. ★ SAMI ANDINN — Hafið þér séð nokkrar leik- sýnlngar síðan þér komuð hing- nð? — Já, t. d. Fædd í gær. — Ég hélt, að íslenzk leiklist væri þung og myrk, ef svo mætti segja, en það er nú eitthvað annað. Ég er alveg undrandi yfir, hversu létt og leikandi hún er í þessum ágæta gamanleik og er eins og orðin sindri í allar áttir, létt og hljómfögur. — Þá er ég einnig mjög hrifinn af leikhúsinu sjálfu sem er stórkostlegt í alla staði. Kaj Holm. — Að lokum, sagði Kaj Holm, vildi ég aðeins segja þetta: leik- listin finnst mér vera eitt af því fáa, sem telja má alþjóðlegt; leikhúsin eru hin sömu alls stað- ar, þótt þau hafi vitanlega sín þjóðareinkenni. í þeim öllum drottnar sami andinn. AðaHundur sk&g- rækiarfélagsins „Mörk KIRKJUBÆJARKLAUSTRI. 23. maí: — Sunnud. 15. maí var aðal- fundur skógræktarfél. „Mörk“, haldinn í Efri-Ey í meðallandi. — Félagið nær yfir alla hreppana, „milli sanda“ og hefur nú komið upp skóggirðingum í þeim öll- um nema einum. Á s.l. ári var girt alltstórt svæði á Leiðvelli í Meðallandi, sem nú hefur verið í eyði vegna sandágangs í hálfan annan áratug. Á fundinum gaf form. fél. Sig- geir Björnsson í Holti, Síðu, skýrslu um hag félagsins og starf þess á liðnu ári. Höfðu 11 þús. plöntur verið gróðursettar í girð- ingum félagsins og ráðgert er að þær verði eins margar á þessu ári ef þær verða fáanlegar. — Stjórn félagsins var endurkjör- in en hana skipa, auk formanns þeir: Gísli Vigfússon, Skálmarbæ, Markús Runólfsson Bakkakoti, Sumarliði Björnsson Hlíð, Úlfur- Ragnarsson hér.l. Kirkjubæjar- klaustri. Að fundinum loknum var hald in fjölmenn skemmtun og renn- ur ágóði af henni í elagssjóð. Þykkbæingar stækka ekki garðlöndin ÞYKKVABÆ, 30. maí. MIKIÐ til er nú Joídð sáningu á kartöflum hér í Þ’ykkvabæ, og varð aukning á garð'lönríum eng- in að þessu sinni, ©$» ær þar fyrst og fremst um að kenrra, þeim ugg, er ríkir meðal garðyrkju- bænda, vegna þess öryggísleysis, sem á sölumálum þessara vara er, og þeirri neíkvæðu afstöðu er síðasta alþingi tók ti? fram- komins frumvarps, er míðaði að bætu skipulagi á því sviði. Veðr- átta hefir verið mjög tafsöm og óhagstæð nú um vorannirnar, kuldar og sífelldir austan og suð- austan stormar, og því samfara misstur og moldrok. Margan daginn hefir verið erfitt, og stundum ómögulegt, að standa að útiverkum. Hefir oft á kvöldin' mátt sjá bændur og búandlið koma heim úr görðunum líkari j þeldökkum blökkumönnum en! íslendingum, svo sandbarðir j hafa þeir verið. En þó hefir geisl- 1 að frá þeim þeirri lífsgleði og krafti, er ætíð fylgir þeim mönn- um, er vaxnir eru upp úr hinni íslenzku mold, og aldir eru upp í trú á lífið og tilgang þess, vit- andi, að aldrei er ástæða til upp- gjafa-hugsana, þó örlítið blási á móti, öðru hvoru. I GÓÐUR FJÁRSTOFN Sauðburður hefir gengið vel á þessu vori, lömbin hraust og fer vel fram. Telja bændur fjárstofn þann, er þeir fengu við fjár- skiptin, hraustari og harðgerð- ari, en hinn, er þeir höfðu áður. Fallþungi dilka var á s. 1. hausti meiri en nokkru sinni áður, og vanhöld í sauðfénu vart telj- andi. FUGLAFRIÐUNIN Mikil ánægja er hér ríkjandi með tilkomu hinna nýju fugla- friðunarákvæða, og stórkostleg sú breyting er orðið hefir á fugl- unum sjálfum. Áður voru þeir svo styggir og hræddir, af stöð- ugri áreitni, að þeir flugu upp, er þeir heyrðu í bifreið eða sáu til gangandi manns í mikilli fjarlægð. Nú vappa þeir ánægju- legir um móana og hreifa sig ekki til flugs, fyrr en þá að kom- ið er alveg að þeim. — Hefir það löngum verið ofvaxið skiln- ingi okkar sveitafólksins, á mann legu eðli, að sjá, er við heim- sækjum okkar fögru og skemmti- legu höfuðborg, þá sömu menn, sem hafa, eins og óeyrandi landa- fjandar, kappkostað við að út- rýma einni hinni mestu prýði ís- lenzkra sveita, fuglunum, sitja á tjarnarbakkanum í Reykjavík og miðla íbúum Tjamarinnar af nægtaborði sínu, og hjálpa þar með til, að viðhalda einum af fegurstu stöðum bæjarins. Vita mega þó þessir menn, að okkur, er úti á landsbyggðinni búum, höfum alveg eins mikla ánægju af okkur sumargestum, og höf- uðstaðarbúarnir af sfnum, og ósk- um ekki eftir, að á móti þeim sé tekið með púðesmreyk og drep- andi höglum. — MS. M Mð cg íórnlKsl stori Mroun- prýð'sii^enn í HofnnrOrði LAND6RÆÐSLU 6JÓÐUR MUNIO PAKKANA MED GRÆNU MERKJUNUM HAFNARFIRÐI — Á sjómanna- deginum var mörgum hugsað til þeirra, sem átt hafa drýgstan þátt í slysavarnamálum hér í bæ, en það eru konur slysa- varnadeildarinnar Hraunprýði. Hafa þær á siðustu árum unnið af miklum dugnaði að slysa- varnamálum og hafa verið með þeim afkastamestu í þeim hér- lendis. Þær hafaávallt mætt skiln ingi í þeim efnum af Hafnfirðing- um, sem óspart hafa látið fé af hendi rakna þegar þess hefir ver- ið óskað. Á síðasta lokadag kom t. d. inn yfir 37 þúsund krónur fyrir kaffi- og merkjasölu, og er það hærri upphæð en nokkru sinni fyrr. Var myndin hér að ofan tekin þann dag að loknum starfsdegi í ljósmyndastofu G- Ásgeirssonar, Lækjargötu 12, en þær unnu þá geysimikil störf í þágu deildar sinnar, lögðu t. d. farm kaffibrauð endurgjalds- laust. Ýmislegt annað hafa Hraun prýðiskonur gert á liðnum vetri í fjáröflunarskyni til þess að efla slysavarnamálin í landinu — t. d. var haldin kvöldvaka í marz s. 1., sem var ákaflega vel sótt og hlaut mikið hrós. Einnig voru haldnir dansleikir. Á myndinni eru flest- ar þær konur, sem fremst standa í deildinni. Formaður hennar er Rannveig Vigfúsdóttir. G. E. Svifflugnámskeil Svif- fluffélapns al hefjast 1 FRÉTTAMENN áttu í gær viðtal við framkvæmdastjóra Svif- flugfélagsins, Helga Filipusson og varaformann félagsins, Árna Valdimarsson, en Svifflugfélagið er nú í þann veginn að hefja hin árlegu námskeið sín, svo sem verið hefur tvö undan- farin ár. Svifflugnámskeiðin verða hald- in á Sandskeiði, svo sem verið hefur á tímabilinu frá 12. júní til 3. september og verða þau öll fyrir byrjendur og einnig þá, sem lengra eru komnir í svif- fluginu. Tekur hvert námskeið 13 daga. Verða námskeiðin sem hér segir: 12.—23. júní, 26. júní til 9. júlí, 10. júlí til 23. júlí, 14. júlí til 6. ágúst, 7. ágúst til 20. ágúst og 21. ágúst til 3. sept. Fyrir C-prófsmenn og lengra komna verður á fyrsta námskeið- inu lögð aðaláherzla á hæðar- flug (bylgjuflug). Á hinum nám- skeiðunum verða C-prófsmenn aðallega æfðir í að fljúga í hita- uppstreymi. Þá fer einnig fram kennsla í flugtogi og kennsla til réttinda að fljúga með farþega í tveggja sæta svifflugu. Þá hefur svifflugskólinn á Sandskeiði ákveðið að halda tvo flugmódel-daga í sumar, þann 19. júní og 14. ágúst. Þá verða sýnd flugmódel af ýmsum gerð- um, svo sem svifflugmódel, fri fljúgandi vélknúin módel, svo sem línustýrð vélflugmódel og fjarstýrð módel með radíó sem stjórnað er frá jörðu. MIKTL ÞÁTTAKA Á SANDSKEIÐI Þátttaka hefur allt frá byrjun verið mjög mikil að svifflug- skólanum og hafa tekið þátt 1 fluginu bæði karlar og konur. —« Þeir sem að þessu sinni vilja taka þátt í námsskeiðunum geta snúið sér til Tómstundabúðar- innar að Laugavegi 3 og verða þar veittar allar nauðsynlega® upplýsingar. H?nn skvldi ekki — þótt skylli í tönnwrrf ZUKOV marskáikcrr var við- staddur hát'ðahöTdjrr, er Austur- Þjóðverjar fögmafftT f«ngnu frelsi undan áþján nsrzÉB&f.. — Mikill mannfjöldi hafðf saffrazt saman, og Zukov sners stér að manni nokkrum og sp«rði á nokkurn veginn skiljanlegri pýzku: „Kæri vinur, verður yðcrr ekki stöðugt hugsað til frelsunarfnnar?" Þetta virtist koma flatt urrp á aðspurð- an, og hann stamaði: , Jú, herra marskálkur". — Zufcov brosti ánægjulega. Maðurinn stóð for- viða nokkra stund, en hvíslaði síðan að vini sínum: „Skyldi hann ekki hafa orðið reiður .... við erum hreint ekki vanir að láta vonir okkar í ljós.....“ 8 Hressingarheimilið að Hlíðardalsskóla, Ölfusi, mun taka til stavfa um Jónsmessu. Starfræksla þess mun verða með svipuðu fyrir-< komulagi og síðastliðin ár. Heimilið hefur nú eignazt nýtt Finr.en ljóslækningatæki, finnsk baðstofa mun verða starfrækt og auk þess eiga gestir kost á furunálaböðum, saltböðumog nuddi. Lækn- ingastarfsemi heimilisins mun njóta eftirlits læknanna Kristjána Hannessonar og Gríms Magnússonar. Frú Dagbjört Jónsdóttip Langelyth nuddkona mun annast nuddið og böðin. — Áherzla mun i verða lögð á að fæðið sé heilnæmt og mestmcgnis grænmeti. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.