Morgunblaðið - 10.06.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.06.1955, Blaðsíða 1
16 síður wwmMfáib &¦ árgangv 128. tbl. — Föstudagur 10. júní 1955 PrentsmlíJ* Morgunblaðsins nniis nótt sem dag al lausn verkfallsins HVILDARLITIÐ heíir verið að því unnið undanfarna þrjá daga að ná samkomulagi í yfirstandandi deilu háseta og kyndar.'. á kaupskipaflotanum. Fundur sáttasemjara með deiluaðilum, sem hófst kl. 9 á miðvikudagskvöld, stóð enn yfir á miðnætti í nótt Seint ; gærkvöldi, er Mbl. hafði frpgnir af sáttafundin- um, hafði nokkuð þokazt í samkomulagsátt á þessum langa fundi. Fullvíst var þó talið, að þessum fundi yrði haldið áfram fram á morgun, en brugjið gat til beggja vona um lausn deilunnar. — Á fund inum í gær fengu samninga- nefndarmenn aðeins stutt mat- arhlé, Voru þeir bersýnilega orðnir þreyttir af hinum miklu vökum undanfarnar nætur og daga. Olíuskip brennur í Ermarsundi MARGATE, 9. júní: — 20 sænsk- ir og þýzkir sjómenn hafa senni- I lega týnt lífi er eldur kviknaði í sænska olíuskipinu „Johannis- ! hus" í Ermasundi snemma í morgun. Eldurinn kviknaði eft- i ir árekstur við skip frá Panama. Johannishus er 10.788 smál. og á skipinu var 42 manna áhöfn. Björgunarskipum, sem skund- uðu á vettvang, tókst að bjarga 23 af áhöfninni, þ. á m. einni j konu, en einn skipsmanna hefir ' síðar látist. Meðal þeirra sem farist hafa ' er skipstjórinn, stýrimaðurinn ! og þriðji stýrimaður. Þeir munu hafa farizt í eldinum, sem breidd ist óðfluga uni olíuskipið. Verið er að draga skipsflakið til brezkrar hafnar. Ráðherrar 60 Þjóolanda á leið til D. S. A. Fyrsti Salsímasireng- ur uiíi Allanlshaf NEW YORK 9. júní: — Lagning fyrsta talsímastrengsins um At- lantshafið þvert verður Jjaf.jri 22. júní n. k., frá Nýfun^fferhdi til Oban á vesturstfcmicí Skot- lands. • Um streng þenna fara öll sam töl austur um haf. Annan streng fyrir sámtöl vestur um haf verður bvrjað að leggja næsta sumar. Um báða strengina geta farið 36 samtöl samtímis. Fram til þessa hefur talþjónustan milli Bretlands og Bandaríkjanna far- ið um 14 radió talstöðvar í New York og tvær í Montreal. • Ritsímastrengir hafa verið í notkun um Atlantshafið frá því árið 1866, en flutningur manns- raddarinnat um símastxeng er meiri erfiðleikum bundinn, heldur en þegar um merkjamál er að ræða. Bell símafélagið í aBndaríkj- unum hefi'. látið gera hijóðauka, sem gerir kleift í fyrsta skipti í sögunni að senda mannsröddina í streng undir Atlantshafinu. Allir með Attlee LONDON 9. júní. — Clement Attlee, formaður brezka verka mannaf'okksins, var endur- kjörinn formaður þingflokks verkamannaflokksins með 277 samhljóða atkvæðum í dag. Þingmenn flokksins eru 277. Þetta gerðist með þeim hætti, að Attlee lýsti yfir því, að hann væri fús til þess að gegna f<>rmannsstörfum áfram ef flokkurinn óskaði þess. — Enginn hreyfði mótmælum. Gert er ráð fyrir að Attlee gegni formannsstörfum út þetta kjörtímabil, eða þar til hann er orðinn 76 ára gamall. ADENAUER í AUSTURVEG - SEINNA BONN, 9. júní: — Það er nú ljóst að Adenauer kanslari ætlar að taka heimboðinu til Moskvu, en dragast mun för hans i austur veg fram yfir fjórveldafund. Svarið við heimboðinu verður hinsvegar sent fyrir fjórvelda- fundinn. Frá því er skýrt hér, að Aden- auer hafi beðið um skýringu á vissum atriðum heimboðsins og fara öll samtól um það efni fram í rússneska sendiráðinu í París. Heinrich von Brentano, hinn nýi utanríkisráðherra vestur Þjóðverja, ræddi í dag í útvarps erindi sovétheimboðið. Hann sagði að heimboðið væri glögg sönnun þess, að stefnan, sem tek- in hefði verið, þar sem lógð hefði verið áherzla á „frið með styrk- leika", hefði verið rétt, þar sem hún myndi nú leiða til samninga við sovétríkin. Ráðherrann varaði sovétríkin við því að reyna að fá Vestur- Þýzkaland til þess að viðurkenna leppstjórnina á þýzka austur- svæðinu og hann endurtók þá yfirlýsingu Adenauers, að ekki kæmi til mála að Þýzkaland yrði gert hlutlaust. Klakksvíkíngar verjas! allra frélfa YFIRHEYRSLURNAR í Færeyj- um út af Klakksvíkurmálinu munu taka langan tíma, að því er „Dagens Nyheder" skýrir frá. „Gjærulf, dómari frá Viborg vinnur röggsamlega að þessu máli," segir blaðið. Richard Jacobsen, formaður, sem stjórnaði samningunum við Kampmann hinn danska, var yfir heyrður heila dagstund og Fisch- er-Heinesen, hafnartjóri, var yf- irheyrður í tvo daga samfleytt. Færeysk blöð segja að upplýs- ingarnar, sem fengizt hafa við yfirheyrslurnar standi í öfugu hlutfalli við þann tíma sem þær hafa tekið. Titó marskálkur (til hægri) tekur á móti Nikita Krutschev á flug- vellinum í Belgrad. N Vestrið og austrið mætast í veizlum MOSKVA 9. júni. — Nikita ekki upp frá þessu geta bundizt Krutshev, formaður kommúnista neinum tengslum við Atlantshafs flokksins .^g Georgi Malenkov ríkin. raforkumálaráðherra, komu ak- andi i sama bílnum með frúm sínum til garðboðs í brezka sendi ráðinu hér í Moskvu siðdegis í dag. BoðJð var haldið í tilefni af afmælisdegi Elísabetar Breta- drottningar, hinum opinbera af- mælisdegi hennar, hinn raun- verulegi er i apríl. AHir helztu ráðherrar sovét- rikjanna tóku þátt í garðboðinu, þ.á.m. Bulganin forsætisraðherra, sem drakk minni drottningar og annað fyrir gengi fjórveldafund- arins í júlí. Nehru, ) orsætisráðherra Ind- verja, sem dvelur um þessar mundir í opinberri heimsókn i sovétríkjuiium, kom nokkru seinna til boðsins. Þeir fóru saman úr veizlunni Nehru og Bulganin og héldu til Kreml hallar, en þar var sezt að 1 annarri velzlu, sem haldin var í tilefni af heimsókn híns ind- | verska f orsætisráðherra. — Þar voru viðstnddir allir ráðherrar sovétríkjanna og frúr þeirra og j allir erlendir sendimenn í borg- inni. GRIKKIR OG TYRKIR NEW YORK. — Krutschev og félagar hans eru nú komnir heim til Moskvu úr för sinni um Balkanskaga. Halda sovézk blöð mjóg á lofti hróðri hinna rúss- nesku forystumanna og telja það einn höfuð árangur samninganna I í Belgrad, að Júgóslavar muni Pravda talar um að nú muni geta hafizt vinsamleg samvinna „að júgóslafnesk-rússnesku for- dæmi" milli Júgóslafa og ann- arra þjóða í Austur-Evrópu og mun þar fyrst og fremst átt við Júgóslafa og Búlgara. Jafnframt er látið í það skína, að tilgangurinn með för sovét- leiðtoganna til Sofía, höfuðborg- ar Búlgaríu, hafi verið sá að und- irbúa jarðveginn undir bætt sam- komulag milli Rússa og Búlgara annars vegar og Grikkja og Tyrkja hins vegar, en bæði Tyrk- ir og Grikkir eru í Atlantshafs bandalaginu. ÁKAFUR VEIZLUFAGNAÐUR Hinum miklu samningagerðum, sem stóðu yfir í hartnær viku í Belgrad, lauk með mikilli veizlu í sendisveitarbústað Rússa þar í borg. Meirihluta kvölds sátu Krutschev og félagar hans í einka borðsal sendiherrans, en aðrir gestir, þ. á. m. erl. sendimenn, horfðu á rússneska balletsýningu í öðrum veizlusal. Krutschev var mjög léttur í skapi er veizlunni í borðsalnum lauk um kl. 2 að nóttu og þeir félagar komu í hinn meiri veizlu- sala til annarra gesta. Tító benti Krutschev á hóp blaðamanna, sem þar var fyrir og rússneski leiðtoginn sagði við þá að þeir væru „hættulegir" en bauðst í sama orðinu til þess að hleypa Framh. á bls. 12 Meðal þeirra Molotoff og Adenauer LONDON, 9. júní. INÆSTU viku munu utan- ríkismálaráðherrar nær 60 þjóða byrja að koma til Bandaríkjanna til þess að sitja hátíðafund Sameinuðu þjóð- anna í San Francisco, sem haldinn verður dagana 20.—" 26. júní. Strax þann 16. júní munu þeir hittast, utanríkisráðherrar vest- urveldanna, í Washington, til þess að ræða sameiginlega af- stöðu á fundi „toppanna" í júlí. Dr. Konrad Adenauer verður staddur vestan haf s í nokkra daga í næstu viku og er erindi hans að taka á móti doktorsnafnbót frá Harvard-háskóla. En hann mun fá tækifæri til þess að ræða við hina æðstu menn vestan hafs. Molotov, utanríkisráðherra Rússa, kom öllum á óvart til Parísar í morgun, en hann er á leiðinni til Cherbourg. Þar stígur hann um borð á brezka stórskip- inu „Queen Elizabeth", sem fer þaðan á morgun áleiðis vestur um haf. Molotov snæddi hádegisverð með Edgar Faure, forsætisráð- herra Frakka og Pinay utanrík- isráðherra. Ráðherrarnir skýrðu frá því síðar í dag, að Molotov hefði boðið þeim í heimsókn i austurveg til Moskvu. Ákvörð- un myndi verða tekin um það síðar hvenær sú för yrði farin. Faure sagði í dag, að Molotov hefði skýrt frá því, að Rússar hefði ekkert á móti því að fund- ur „toppanna" verði haldinn 1 Genf þ. 18. júlí n. k. En engin ákvörðun yrði tekin um það mál fyrr en ráðherrar fjórveldanna hittust í San Francisco. Ritstjóri Pravda í slað Mololoffs! LONDON í júní. — Þegar utan- ríkisráðherrar fjórveldanna voru staddir í Vínarborg um miðjafl maí og voru að semja um Aust- urríkismálin, sneri Molotoff sér eitt sinn að félögum sínum, þeim Macmillan, Pinay (utanríkisráðh. Frakka) og Dulles og sagði: „Herrar mínir, finnst ykkur ekki tími til þess kominn, að vér drög- um okkur í hlé og víkjum sæti fyrir yngri mönnum, en vér er- um". I Síðan hefur sá kvittur gosið upp hvað eftir annað, að Molo- toff væri um það bil að draga sig í hlé. I Nú síðast skýrði „News Chron- icle" J!rá því, þ. 2. júní síðastl., að D. T. Shepilov, aðalritstjóri „Pravda" væri um það bil að taka við embætti utanríkismála- ráðherra af Molotoff. Þess má geta að Pinay, utan- ríkismálaráðherra Frakka svar- aði Molotoff á Vínarfundinum og var ekki á sama máli og rúss- neski ráðherrann um það, að i yngri menn ættu að taka við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.