Morgunblaðið - 10.06.1955, Page 2

Morgunblaðið - 10.06.1955, Page 2
2 MORGU N BLAÐIÐ Föstudagur 10. júní 1955 j Hafin gerð tvofalds glers hér á landi Verzlunin Brynja hefur haliö gerð tvöfald* glers, sem hefur sérstaka gerS af slrimlum milii fúða í stað málmiisfa GLERSLÍPUN og speglagerð verzl. Brynju hefur aflað sér um- boðs á aðferð við framleiðslu á tvöföldu gleri frá þýzkri verk- smiðju, sem hefur sérstaka tegund af strimlum á-milli rúðanna í staðinn fyrir málmlista, sem mest hafa tíðkazt til þessa. Björn ■Guðmundsson framkvæmdastj. verzl. Brynju skýrði blaðamönnum írá þessari nýjung í gær. Tryggi Gunnarsson sextugur In^var Kiaran Það eru ekki mörg ár síðan Tiokkur skriður komst á það hér á landi að nota tvöfalt gler í hús. Nokkuð reyndu menn þó áður fyrr að hafa tvær rúður í glugg- -um, með trélistum á milli, aðal- lega í sveitum og kauptúnum. Var þá loftrúmið milli glerjanria «kki þurrkað. Á þessar rúður vildi alltaf setjast meiri og minni móða og oft svo að illt var að sjá út um gluggana, ennfremur kom vatn í gluggakisturnar. Á síðari árum hefur verið flutt hér inn til landsins nokkuð mikið magn af tvöföldu gleri, frá Belgíu, Eng- landi og Pandaríkjunum. I»I UUKA» RUM MILLI GLERJA Það gler sem hér um ræðir hefur verið með þurrkuðu rúmi á milli glerjanna, og þeim venju- lega fest saman (soðin saman) með málm'listum. Hefur þetta reynzt vel, og eftirspurn farið vaxandi, þegar menn hafa farið að kynnast kostum þess. En þeir helztu eru þessir: Mikill hita- sparnaður. Frost og móða mynd- ast ekki á rúðurnar. Vatn safn- ast ekki í gluggakisturnar. Ein- angrar vel hljóð. Tónlisfarskéfanuni sagl upp í 25. sinn TÓNLISTARSKÓLANUM var eagt upp 3. júní s. 1. í Trípoli- leikhúsinu. Flutti skólastjórinn, dr. Páll ísólfsson, þar ræðu og xninntist 25 ára starfs skólans, þakkaði kennurum ágætt sam- starf á liðnum árum. Kvað hann að skólinn hefði í höfuðatriðum náð tilgangi sínum hin fyrstu 25 árin. Markmið hans hefði frá <5ndverðu verið, auk þess að efla tónmennt í landinu almennt, að mennta kennaraefni í tónlist handa þjóðinni og unga menn er gætu orðið kjarninn í vænt- anlegri sinfóníuhljómsveit. Nú lægi fyrir að endurskipuleggja skólann og breyta að nokkru íyrirkomulagi hans eftir þeim kröfum, sem í dag eru gerðar til elíkra skóla. 130 nemendur sóttu skólann í vetur, þar af 88 píanónemendur, 24 er stunduðu nám í strengja- hljóðfæri, fiðlu, cello og kontra- hassa. Þá stunduðu nokkrir nem- endur nám í blásturshljóðfæri og orgel. 17 kennarar störfuðu við skól- ann auk skólastjórans, Páls ís- ólfssonar, sem verið hefir for- stöðumaður hans frá því hann hóf starfsemi sina fyrir aldar- íjórðungi. 7 nemendur luku burtfarar- prófi, tveir í píanóleik, tveir í íiðluleik, einn í orgelleik qg tveir í tónskáldskap. Nemendurnir sem luku burt- lararprófi voru: Einar Gretar Sveinbjörnsson (.fiðluleikur). Herdís Laxdal (fiðluleikur). Ketill Ingólfsson (píanóleikur). Kristinn Gestsson (píanóleik- ur). Máni Sigurjónsson (orgelleik- tir). Jón Ásgeirsson (tónskáld- fikapur). Sigursveinn O. Kristinsson jítónskáldskapur). C (Frá Tónlistafélaginu). Hefur ein af þeim verksmiðj- um, sem selt hafa tvöfalt gler hingað til landsins sannað með rannsóknum að tvöfaldar rúður úr 4 m/m þykku gleri með 6—8 m/m loftrúmi jafngildir ca. 9” 228 m/m þykkum múrsteinsvegg í einangrun. FULLKOMIN TÆKI Nú hefur glerslípun og spegla- gerð verzl. Brynju aíla sér um- boðs á aðferð við framleiðslu á tvöföldu gleri, frá þýzkri verk- smiðju, sem hefur sérstaka teg- und af strimlum á milli rúðanna í staðinn fyrir málmlista. Þessa aðferð hefur verksmiðjan notað mikið síðustu áratugina, í Þýzka- landi og mörgum öðrum lönd- um, og reynzt sérstaklega vel. Að sjálfsögðu hefur verzlunin Brynja fengið nauðsynleg tæki til að þurrka rúðurnar, og önnur áhöld sem til verksins þarf. Hafa framangreindir kostir tvöfalds glers sízt verið minni með þess- ari aðferð en þeirri sem áður get- ur, að dómi Þjóðverja. Gerð hins tvöfalda glers er unnin undir stjórn A. Henckels, en hann hefur kynnt sér sérstak lega gerð þess í Þýzkalandi. : SEXTUGUR er í dag Tryggvi Gunnarsson. Hann var einn af glæsilegustu íþróttamönnum landsins, er hann var ungur maður og mun fjölhæfni og af- reka hans verða minnzt. Tryggvi er sonur Gunnar Gunnarssonar, trésmíðameistara frá Borgar- túni í Þykkvabæ og konu hans, Salvarar Guðmundsdóttur. Tryggvi var afbragðsgóður íþróttamaður á sínum yngri ár- um og í Árbók íþróttamanna er hans minnzt, sem sannkaliaðs afreksmanns. Árið 1919 varð hann glímukappi íslands og vann einnig þann titil árið eftir. Það ár vann hann einnig skjald- arglímu Ármanns. Tryggva var afarmenni að burðum og hið mesta glæsimenni. Skautamaður var hann afbragðsgóður og hinn mesti afreksmaður einnig í frjálsum íþróttum. Upp úr 1920 átti hann um eitt skeið skráð a. m. k. 10 íslands- met. frwióimemr YFIRLIT yfir fyrstu laxveiði- vikuná er auðvitað ekki fjöl- skrúðugt, því enn eru það aðeins „snemmbærurnar" sem það get- ur fjallað um. Þessir fyrstu veiðidagar hafa verið óvenju mildir og góðir, fuglalíf friðsælt og jörð gróið svo ört að undrun sætir. Á slíkum vordögum er það hverjum manni lífsins elexír að komast á árbakkann um stund og ég er farinn að sjá það betur og betur, að það er prýðileg regla, sem skapazt hefur undanfarið, að tveir séu um stöngina. Menn njóta veiðiferðarinnar betur á þann hátt og fá betra tækifæri til að fylgjast með öllu er gerist í kringum þá. Elliðaárnar fóru mjög vel af stað og veiði verið góð alla vik- una, nema laugardag, þá fékkst enginn lax. í vikulokin höfðu veiðst 24 laxar og var um helm- ingur þeirra 8—13 pd., sem telj- ast verður ágætt. Lax gengur enn mjög dræmt í kistuna, svo ekki er um veru- lega göngu að ræða, enda varla þess að vænta fyrr en í Jóns- messustrauminn. Laxá í Kjós fór enn betur af stað en Elliðaárnar, en dofnaði nokkuð í vikulokin. Veiði þar mun þó vera svipuð eða 24—25 laxar. Stærð fiska er mér ekki kunnugt um. Laxá í Leirársveit reyndist frekar dauf fyrstu dagana, sem vænta mátti. 3 eða 4 laxar veidd- ust þó þar. Norðurá var í vikulokin með um 20 laxa. Netaveiðin mun nú eitthvað vera að glæðast í Hvítá. Talin reitingsveiði síðustu dagana við Hvítárbrú. Dalaárnar hafa ekki verið prófaðar ennþá, svo mér sé kunnugt. Að minnsta kosti eru Akurnesingar ekki farnir að prófa veiðisvæði sín vestra. Borgnesingar hafa lítilsháttar skotist í Miðfjarðará, en varla orðið varir, aðeins 2 laxa. Mið- fjarðará er vatnslítil um þessar mundir. í Laxá í Þingeyjarsýslu munu hafa veiðst til þessa 14 laxar, og þar af 3 átjánpundarar. Tíð hefur verið mjög góð Norðan- lands undanfarið og vatn mátu- legt í ánni. Frá 1. til 15. júní verða aðeins leyfðar 2 til 5 stengur í Laxá. Það er ekki úr vegi að minna veiðimenn á það nú, að taka vel eftir hvort þeir fá merkta fiska. Sér í lagi vill mönnum skjótast yfir fiska, sem eru uggaklipptir, en talsvert var gert að því á tímabili að uggaklippa sílin, vegna skorts á merkjum. Veiðimálastjóri mun hafa í hyggju að verðlauna þá að ein- hverju leyti, sem skila til hans merkjum eða tilkynna um merkta fiska. Hann álýtur að þá heimtist betur. Hvað sem um það má segja, hygg ég aðalorsökina hvað illa heimtist þá, að menn skoða laxa sína mjög lauslega þegar þeir loks hafa komið þeim á land. Merkingar fiska verður alltaf mikilvægur liður í þekk- ingu vorri á ferðum þeirra og lífsháttum. Veiðimaðurinn er nýlegá kom- inn út. Margt er læsilegt í rit- inu að venju fyrir veiðimenn og sagðar nokkrar stórlaxasögur. Það á aldrei betur við en í veiði- byrjun, að segja sögurnar af þeim stóru. Þarna eru: Minning- ar frá Elliðaánum. Jónsmessu- nótt við Vesturós. Þegar við Sæmundur fengúm þann stóra. Sagt frá veiðisvæðinu við Hraun í Ölfusi og ýmislegt fleira. W VIÐ vorum 29 sem útskrifuð- umst úr stýrimannaskólanum vorið 1916. í þeim hóp var 21 árs piltur, sem bar af öðrum sakir gjörfu- leiks. Hann var hár vexti, herða- breiður og þrekinn, rammur að afli, en þó liðlegur og eldsnar. Þessi piltur var Ingvar Tómas- son í Skothúsinu, er s;ðar tók sér ættarnafnið Kjaran. Hann hafði þá getið sér frægðar, sem einn bezti glímumaður landsins. Ingvar var fæddur 1. marz 1895. Foreldrar hans voru Tómas Eyvindsson og kona hans Sigríð- ur Pálsdóttir, fluttust þau til Reykjavíkur þegar Ingvar var 2 ára og ólst hann upp í Reykja- vík. Þegar ég kynntist Ingvari, bjó hann í Skothúsinu við Suður- götu, ásamt mannvænlegum systkinahóp, hjá móður sinni, sem þá var orðin ekkja. Er Skot- húsfjölskyldan landsþekkt fólk fyrir dugnað og gjörfuleik. Minn ist ég þess hve hlýlega móðir Ingvars tók á móti okkur strák- unum, þegar við vorum að heim- sækja hann og Eyþór bróðir hans, og eigum við þaðan margar góð- ar endurminningar. I Ingvar var námsmaður í bezta lagi, sérstaklega virtist reikning- ur liggja opinn fyrir honum. Hann var fljótur að átta sig á dæmunum og leysa þau, og var með beztu reikningsmönnum í skólanum, ef ekki sá bezti. Lítt var hann skólagenginn, sem aðr- ir námsfélagar hans. Aðeins tveir úr hópnum höfðu fengið aðra menntun en barnaskólalærdóm. Hafði annar lokið gagnfræða-, en hinn verzlunarskólaprófi. i Þegar prófinu lauk fór Ingvar aftur, sem háseti á togara. í marz- mánuði 1918 réðumst við sem hásetar á flutningaskipið Wille- moes, nú Selfoss, sem þá var eign ríkissjóðs, en gert út af Eimskipa félagi íslands. Hafði það legið innifrosið á Siglufirði, en var nú komið til Reykjavíkur á leið til Noregs og Danmerkur. Á því ! skipi vorum við saman í tæpt ár, og fórum víða m. a. til Cuba. Fór Ingvar nú enn á togara, en veikt- ist árið 1919, og varð að dveljast um tíma á heilsuhæli í Dan- mörku, og mátti ekki vinna, þar til hann réðist síðla sumars 1921, sem 3. stýrimaður á Goðafoss, sem þá var nýtt skip. Á því skipi vorum við saman í nokkur ár, og áttum við margar og skemmti legar endurminningar frá þeim árum. ! Síðar var Ingvar stýrimaður á ýmsum skipum ríkissjóðs og | Eimskipafélagsins þar til árið 1 1930, að hann gerðist skipstjóri á Súðinni, sem þá var keypt til strandferða hér við land. Á Súð- inni var hann skipstjóri til árs- ins 1947, að hann varð skipstjóri á Esju. Þar var hann til árs- ins 1952, að hann varð að láta af skipstjórn, sakir vanheilsu. ( Snemma fór Ingvar að vinna fyrir sér. Hugur hans hneigðist til sjósóknar. Ellefu ára fór hann á skútu með hinum þekkta skip- stjóra og aflamanni Finni Finns- syni, Reykjavík. Má segja að Ingvar hafi stundað sjóinn frá þeim tíma, meðan heilsa entist. Á farskipum var Ingvar óslit- ið frá 1921, þar til hann lét af skipstjórn. j Ingvar var mjög þrekmikill maður. Minnist ég þess sérstak- lega í spönsku veikinni 1918, er flestir skipverjar á Willemoes höfðu tekið voikina, að Ingvar varð að stýra einn á sinni vagt, meginið af leiðinni frá New York til Reykjavíkur. Þrátt fyrir að svo væri af honum dregið vegna sótthita, að hann yrði að sitja við stýrið nokkuð af leiðinni, gafst hann ekki upp. Sem skipstjóri var Ingvar sama karlmennið. Það var mjög þreytandi og ábyrgð- armikið starf að stjórna strand- siglingum með fram ströndum landsins, og koma við á hverri SiíipSTjC Minnlnaarorð höfn, sérstaklega áður, en nýju siglingatækin komu til sögunn- ar, svo sem radar o. f 1., og víða vantaði enn vita. Var Súðin kærkominn gestur f höfnum landsins, og ekki hvað sízt á styrjaldarárunum. Fyrstu ár styrjaldarinnar vap Súðin í millilanda siglingum, flutti ísvarinn fisk til Bretlanda og varning heim. Varð hún þá einu sinni fyrir loftárás þýzkrar! flugvélar, en engann mann sak- aði. j Hinn 16. júní 1943, varð Súðin fyrir loftárás þýzkrar flugvélar, var hún þá á strandsiglingu á Skjálfanda. Tveir menn létu líf- ið af völdum árásarinnar, og fjór- ir menn særðust, þar á meðal sonur Ingvars aðeins 13 ára að aldri. Botnventill skipsins sprakk og siór komst í skipið, og eldup gaus upp á bátaþilfari. Tókst með aðstoð brezks togara að koma skipinu til Húsavíkur, og var eldurinn slökktur þar, og sjð dælt úr skipinu. Við nánari at- hugun kom í ljós að stjórnpall- ur skipsins, skipstjóra- og loft-< skeytaklefi, var sundur skotið, og miklar aðrar skemmdir á skip- inu. í þessum mannraunum stóð Ingvar sig eins og hetja, sem og alltaf þegar á reyndi, enda naut hann óskoraðs traust skipshafn- ar sinnar alla tíð, er hann vat! skipstjóri. Ingvar var giftur RannveigU Björnsdóttir, Ijósmyndara á ísa- firði, Pálssonar, hinni ágætustU konu, sem veitti manni sínum alla þá umhyggju og aðstoð, sem hún mátti í hinum langvarandi og þungbæru veikindum hans, og var það honum mikill styrkur! að njóta ástúðar sinnar ágætU konu. i Börn þeirra hjóna eru: BjörU 3. stýrimaður á Lagarfossi, Kristín og Anna, báðar giftar, og Snorri Páll, 7 ára. , Okkur vinum Ingvars verðuí hann æ minnistæður fyrir þá mannkosti og glæsileik, sem bezt hafa prýtt íslenzka farmenn að fornu og nýju. Loftur Bjarnason. f’ -------------------- 1 Brezkíi verkföllin > að fjara úl ' LONDON 9. júní: — ELÍSABET, Bretadrottning lagði áherzlu & það í hádegisræðu sinni, seini hún flutt: við setningu brezka þinsins í dag. hversu alvarlegf ástandið væri vegna verkfall- anna í landinu. Ræðu þessa hafðí Sir Anthoiiy Eden skrifað fyrifl drottningu. Þingsetningin fór fram með i venjulegri fornri viðhöfn, að öðru leyti en því, að drottningirl ók ekki í skrautkerru sinni til þinghússins, heldur í bifreið. Bú- izt er við því, að þingið sem niS var sett, muni standa yfir sleitu- laust í heilt ár. Samtök fara ná fram milli deiluaðila, bæði í járnt brautarverkfallinu og einnig - sj ómannaverkfallinu. Eru horful

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.