Morgunblaðið - 10.06.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.06.1955, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 10. júní 1955 i0t§iui#l&lri§i Ötaf.: H.Í. Árvakur, Reykjavfk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgCarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason fxá Vi#Sf. Lesbók: Árni Óla, tómi 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði Innarilanda. í lausasölu 1 krónu eintakið. Enn slær í baksegl hjá Framsókn Vil gjarnan fá tæki- færi til að kynnast íslenzkri tónlist Sfuft sasnfal við ameríska orge!sni!)in^[nn E. Power Biggs. TIMAMENN eiga undarlega erfitt með að vera sjálfum sér samkvæmir. — Það sést mjög greinilega ef rifjuð eru upp nokkur atriði úr málflutningi þeirra fyrr og síðar. Á styrjaldarárunum, þegar afurðaverð og kaupgjald hækk- aði, hélt Tíminn því fram, að bændur ættu að þakka Fram- sóknarflokknum hækkandi verð landbúnaðarafurða, en Alþýðu- flokknum hækkun kaupgjalds- ins. Sjálfstæðisflokkurinn bæri hins vegar ábyrgð á dýrtíðinni og verðbólgunni, sem leiddi af kapphlaupinu milli kaupgjalds og verðlags. Framsóknarmenn vissu að bændur vildu fá hækkað af- urðaverð og verkamenn hærra kaup. Þess vegna var um að gera að eigna Fram- sóknarflokknum og Alþýðu- flokknum heiðurinn af þessu tvennu. — Sjálfstæðismenn máttu svo gjarnan eiga heið- urinn af verðbólgunni og dýrtíðinni, sem öllum var auðvitað illa við! Þetta var hvorki stórmannleg né viturleg baráttuaðferð, enda græddi Framsóknarflokkurinn lítið á henni. Almenningur í landinu sá að heilbrigðri dóm- greind hans var misboðið með svo yfirborðslegum málflutningi. Undanfarið hefur svo Tíminn þakkað ráðherrum Framsóknar- flokksins það einum, að lána- starfsemi hefur verið aukin í þágu íbúðarhúsabygginga í landinu, og ýmsir fleiri ráðstaf- anir gerðar til þess að útrýma heilsuspillandi húsnæði og bæta úr tilfinnanlegum skorti á hús- næði víðs vegar um land. Enn- fremur hefur blaðið lýst því há- tíðlega yfir, að rafvæðing lands- ins, sem ríkisstjórnin vinnur að, sé eingöngu verk Framsóknar- flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hafi alltaf barizt gegn henni. En nú bregður svo við, að í forystugrein Tímans í fyrradag er ráðist harkalega á Sjálfstæðis- flokkinn fyrir að fjárfesting sé orðin alltof mikil í landinu. — ,,Eitt fyrsta verkið", segir Tím- inn, „eftir að Ólafur Thors varð forsætisráðherra að nýju, var að rífa niður að mestu fjárfesting- arkerfið, sem hafði gilt í tíð stjórnar Steingríms Steinþórs- sonar. Þá var losað um þá skriðu, sem veldur mestu um þá taum- lausu fjárfestingu, er ógnar nú öllu efnahagslífinu". i Svo mörg voru þau orð. Engum dylst, hvað nú er að gerast í dálkum Tímans: Framsóknarmönnum eru þakk aðar hinar vinsælu fram- kvæmdir, íbúðabyggingar og rafvaeðing. Sjálfstæðisflokk- urinn er svo talinn bera á- byrgð á of mikilli fjárfest- ingu, sem hafi í för með sér verðbólgu og jafnvægileysi í ef nahagslif inu! Engum viti bornum manni getur dulizt, hversu gersamlega er slegið í baksegl í þessum mál- ílutningi Tímans. Hvaða gagn væri að því að veita auknu fjár- magni til stuðnings húsnæðisum- bótum, ef svo væri bannað að byggja íbúðarhús? Er hægt að útrýma heilsuspillandi húsnæði með slíkum ráðstöfunum, eða bæta úr tilfinnanlegum húsnæð- isskorti? Það dettur víst fáum í hug, að slíkt hefði verið mögu- legt. Það er svo annað mál, að Tíminn er ekki að segja Sjálf- stæðismönnum neinar fréttir með því, að þjóðin verði að vara sig á því að fara of geyst í fjár- festingu. Á það hefur verið bent af leiðtogum Sjálfstæðis- flokksins, sérstaklega eftir að kauphækkanirnar urðu í vor, að svo kynni að fara að draga yrði úr fjárfestingunni, ef ekki ætti að skapast ofþenzla í efnahags- kerfinu. Þriðja dæmið um andstæðu- kennda málafylgju Timans er svo það, að Tíminn hælir Fram- sóknarflokknum mikið fyrir það, að Hamiltonfélagið og erlendir verkamenn þess hafi verið látnir fara úr landi eftir að Framsókn- armenn tóku við yfirstjórn varn- armálanna. Jafnhliða lætur Tím- inn að því liggja að Sjálfstæðis- menn eigi heiðurinn af því, að meira íslenzkt vinnuafl þurfi þess vegna til landvarnarfram- kvæmdanna!! Þannig slær stöðugt í bak- segl i röksemdafærslu Tím- ans. Má mikið vera ef þetta órökvísa milliflokksblað og verðugi arftaki Sölva heitins Helgasonar, kollsiglir sig ekki einn góðan veðurdag, ef svo fer fram um siglingu þess, sem gert hefur um skeið. Sfefnír á erindi í KVÖLD kl. 9 mun ameríski orgel-snillingurinn, E. Power Biggs halda hina fyrstu tónleika sína hér að þessu sinni í Dóm- kirkjunni. — Þetta er í annað skipti, sem þessi ágæti heims- kunni listamaður heimsækir ís- land. Kom hann hingað 8.1. vor um sama leyti og nú, á vegum Tónlistafélags Reykjavíkur og hélt hér tvenna orgel-tónieika við mikla hrifningu. í þetta sinn er hann hér fyrir tilstilli ame- rísku upplýsingaþjónustunnar hér á landi og mun dveljast hér á landi til hins 17. þ.m. — og halda hér alls fimm kirkjutón- leika, þrenna í Reykjavík, eina á Akureyri og eina í Vestmanna eyjum. MEÐ FLOKKI ÚR BOSTON- SINFÓNÍUHLJÓMSVEITINNI Síðustu tónleikar hans verða hér í Dómkirkjunni hinn 16. júní og leikur hann þar með 7 tón- listarmönnum úr Boston Sin- fóníuhljómsveitinni, sem vænt- anlegir eru hingað til lands næstu daga. E. Power Biggs hef- ir leikið margoft með þessum sömu tónlistarmönnum í heima- landi sínu, bæði í útvarp og á tónleikum og lét hann, í samtali við Mbl. í gær, ánægju sína í ljós yfir því, að fá tækifæri til að láta til sín heyra með þeim hér á íslandi. — Þessi 7 manna hóp- ur úr Boston Sinfóníuhljómsveit inni samanstendur af strengja- kvartett og auk þess einu horni, ensku horni, oboe og klarinet. VAXANDI ÁHUGI FYRIR KIRKJUTÓNLIST — Áhugi fyrir samleik orgels og sinfóníu-hljóðfæra hefir færzt í vöxt í Ameríku á síðari árum, — sagði E. Power Biggs — en uppruna þesskonar tónlistar má elua kandi óhf nf-ar: ss fil allra FYRIR tæpum fimm árum hóf Samband ungra Sjálfstæðis- manna útgáfu tímaritsins Stefnis. Hefur það komið út síðan og náð mikilli útbreiðslu og vinsældum. Núverandi ritstjórar Stefnis eru þrír ungir menntamenn, þeir Gunnar G. Schram, Matthías Johannessen og Þorsteinn O. Thorarensen. Spá þau tvö hefti, sem komið hafa út undir ritstjórn þeirra góðu um framtíð tímarits- ins. Stefnir hefur ekki aðeins það takmark, að vera boðberi hinnar víðsýnu og frjálslyndu stefnu Sjálfstæðisflokksins. Hann lætur menningarmál í þjóðfélagi sínu og mjög til sín taka. Hlutverk hans er að styðja og örva unga hæfileikamenn til þess að leggja út á ritvöllinn, sýna hvað í þeim býr og gefa þjóðinni kost á að kynnast hugsjónum og viðhorf- um hinnar. uppvaxandi kynslóð- ar á hinum ýmsu sviðum menn- ingar- og athafnalífs. Tímarit, sem vill rækja slíkt verkefni hefur miklu hlutverki að gegna. íslendingum er það mikils virði, að hæfileikar hvers einstaklings njóti sín sem bezt. Örfámenn þjóð má ekki við því að glata kröftum neins sonar síns eða dóttur vegna misskiln- ings eða vanrækslu gagnvart hæfileikum þeirra. Stefnir vill í senn vera máls svari frjálslyndra stjórnmála- skoðana lýðræðissinnaðra manna, og boðberi nýrra menningarstrauma. Hann vill veita fræðslu og skemmtun. Af þeirri ástæðu á hann er- indi til allra lýðræðissinnaðra íslendinga, hvar í flokki sem þeir standa. Um hirðingu Tjarnarinnar HEFUR skrifað mér um málefni, sem oft hefur ver- ið fjallað um áður og rcvjög er hugleikið öllum Reykvíkingum — það er Tjörnin. S. S. farast svo orð: „Ég hef undanfarna góðviðris- og sólskinsdaga stundum gengið niður að Tjörn mér til skemmt- unar og hressingar. Á þessu ráfi mínu hef ég komizt að raun um, að hirðingu hennar er sorglega ábótavant, svo að ekki má við svo búið standa. Ef litið er suð- \ ur fyrir Búnaðarfélagshúsið og Ivestur fyrir Iðnó getur að líta I sorprastir. Þar morar allt af heyrusli, spýtnabraki, pappír, I kössum, blikkdósum og öðru ' drasli, sem ekki er unnt upp að telja. Sömu sögu er að segja, ef komið er suður fyrir syðri tjörn- ina — og víðar. Þola enga bið ÞETTA þarf að laga og koma í veg fyrir, að sagan endur- taki sig. Hreinsa má mesta ó- þverrann með litlum tilkostnaði og svo mætti setja upp skilti á nokkrum stöðum meðfram Tjörninni til að minna fólk á að kasta ekki rusli út í hana — og hafa þar rúslakörfur. Þessar lag- færingar þola enga bið, þetta i verður að framkvæma strax — og þar með er ekki nóg að gert. . Við verðum að gera meira til að ' prýða Tjörnina, svo að hún verði það sem hún verðskuldar • og á að vera: höfuðprýði borgar- innar. Það þarf að laga tjarnar- bakkana, grafa upp og hreinsa burtu sefið í syðri Tjörninni og kringum Þorfinnshólmann, svo að drepið sé á það allra nauð- synlegasta. I Ég vona, að þér birtið þessar línur og læt þar með útrætt um þetta mál að sinni. Yðar einlægur, ' S. S." Þankar alþýðumanns ALÞÝÐUMAÐUR skrifar á þessa leið: „Fregnirnar um orðsendingu Rússa til V.-Þjóðverja, þar sem óskað er eftir stjórnmálasam- bandi og samvinnu við hina sið- arnefndu, hefur víst vakið meiri athygli í heiminum heldur en flest annað, sem gerzt hefur í alþjóðamálum um langan tíma. Menn fagna þessu tiltæki Rúss- anna og stinga saman nefjum um, hvort þetta muni nú ekki boða gott um sambúð þeirra stóru í heiminum, sem við, hinir smáu og minnimáttar eigum ó- neitanlega líf okkar og velferð undir á þessari óútreiknanlegu atómsins öld. — En svo eru aðr- ir, sem eru fullir tortryggni og slá því föstu, að þetta sé víst áreiðanlega ekki annað en enn eitt lævíslegt bragðið þeirra fyr- ir austan, sem ekki sé vert að gera sér miklar vonir um. Hveir veit? JÁ, hver er kominn til með að segja það? En hví annars að gera alltaf ráð fyrir því versta? Hví megum við ekki vera bjart- sýn öðru hvoru og sjá hina skárri hlið á hlutunum — og mönnunum, hvaða þjóð eða landi, sem þeir tilheyra? Hví skyldu ekki stjórnmálamenn og stjórnmálaleiðtogar geta tekið sinnaskiptum og séð að sér, rétt eins og aðrir menn? — Ég er enginn spekingur, sem þekkingu hefur og reynslu á þessu sviði, því síður neinn spámaður, sem segja vilji fyrir um aðdrif heims ins og mannkynsins um ókomn- ar aldir. Þess vegna þori ég heldur ekki að fordæma þá, sem staðhæfa, að jarðarbúar muni aldrei standa sameinaðir í bar- áttunni við lífið og tilveruna fyrr en á þá verður herjað frá öðrum himinhnöttum — Marz eða einhverjum öðrum! — Því segi ég það, að sennilega er það bezt að láta hverjum degi nægja sína þjáningu, en vona það bezta. Alþýðumaður." SZ>^S ® G^_3 Merkið, sem klæðir landið. E. Power Biggs. hinsvegar rekja allt aftur til Handels. — En hvað um kirkjutónlist almennt í Bandaríkjunum? — Þar má einnig segja, að áhuginn sé vaxandi og yfirleitt, að mikil gróska og vöxtur sé i amerískum listum og menning- arlífi. — Og kynni yðar af íslenzkri tónlist? — Því miður hefi ég ekki kynnzt henni eins mikið og ég hefði óskað, en vildi gjarna auka þar mikið við þekkingu mína. Ég hefi leikið nokkur verk eftir þá Pál ísólfsson og Kallgrím Helgason og vona, að það verði upphaf að nánari kynnum mín- um af íslenzkri tónlist. — Ég er ákaflega ánægður yfir því að vera staddur hér á íslandi og við hjónin (kona hans er með í ferð- inni) hyggjum gott til þess að fá að sjá meira af landinu, er við förum til Akureyrar og Vest- mannaeyja. BOSTON — LEIFUR HEPPNI — ÍSLAND E. Power Biggs mun leika hér inn á segulband og hafa með sér vestur um haf. — Ég gerði þetta í fyrra, er ég var hér — sagði hann — og hinir íslenzku orgel- tónar vöktu mikla athygli og áhuga meðal þeirra, sem á hlýddu vestra. Við Bostonbúar erum að sumu leyti í nánara sambandi við ís- land en aðrir Bandaríkjamenn af sögulegum ástæðum. Það var einmitt á þessum slóðum sem ís- lendingurinn Leifur heppni nam land á amerískri grund fyrir meira en 950 árum. Við höfum þar stóra myndastvttu af hon- um, standandi í skipsstafni sín- um og á leiðinni á Boston-flug- völlinn í upphafi þessarar ferð- ar okkar til íslands fórum við fram hjá staðnum þar sem sum- ir staðhæfa, að Leifur hafi fyrst reist sér hús í hinu nýja landi. ÞAKKA KOMUNA Islenzkir tónlistarunnendur eru þessum mikla orgel-sniliingi vafalaust mjög þakklátir fyrir að hann skuli gera sér hingað sérstaka ferð aftur og gefa þeim kost á að kynnast betur hinni ágætu list hans. Á þessum fimm tónleikum, sem hann heldur hér, mun efnis- skráin verða allbreytileg, en aðal lega mun hann leika verk eftir Bach, Handel, Vivaldi, Purcel, William Selby, og nokkra amerísk nútíma tónskáld, svo svo sem Piston, Sowerby og Anthony Donato. sib. •???????????• ? ? ? R ? ? Dezt AÐ AUGLÝSA í ? ? ? : M< ORGUNBLAÐINU ? ? ? •???????????•

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.