Morgunblaðið - 10.06.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.06.1955, Blaðsíða 9
Föstudagur 10. júní 1955 MGRGUN S h.*# i «r Hverjir eru á toppinum TALAÐ er um fund toppanna eða tindanna, eða fund á topp inum í alþjóðamálum í sumar — en hverjir eru topparnir eða á tindunum. „Eisenhower og Eden eru tindarnir hvor í sínu landi, á því er ekki vafi. Edgar Raure er á tindinum í sínu landi, Frakk landi, a. m. k. nú um sinn. En hver er á tindi í Rússlandi, hverj- ir eru topparnir þar? Ef dæma skal eftir blöðunum i Rússlandi og eftir reynslv. þeirri er austurrísku samningamennirn ir fengu í Moskvu fvrir nokkru BÍðan, þá er enginn einn maður sem kallast hefir getað ,.tindur- inn“ í Rússlandi, frá þvi Stalín Jeið. Skynsamleg rök væri þó hægt að færa fyrir því að sovét- ríkjunum sé nú stjómað af mið- stjórn kommúnistaflokksins, en í henni eru 125 menn, eða a. m. k. af æðsta ráði þessarar miðstjórn ar, en í því sitja níu menn. Fréttaritari „New York Times“ Harry Schwarz, segist hafa rætt við diplomata er gefa nánar gæt- ur að því, sem er að gerast í sovétríkjunum, í sex höfuðborg- um Evrópu, og segir að sú skoð- un sé almennt rikjandi, að Rúss- landi sé nú stjórnað af nefnd manna. Og nöfnin, sem jafnan virðist leita upp á yfirborðið séu sex: Krutschev, Bulganin, Zhukov, Molotov, Mikoyan og Kaganowitsch. Hver þessara manna fjallar um sérstök mál, þar sem valdi hans er nú ótak- markað. En mikilvægustu ákvarð anirnar jafnt i innanríkismálum sem utanríkismálum, virðast teknar eftir að þeir hafa allir rætt þær sameiginlega. Nikita S. Krutschev, 61 árs gamall, er almennt talinn fremst ur sexmenninganna að völdum. Þegar flugvél rúsnesku sendi- nefndarinnar lenti í Belgrad fyrir nokkrum dögum, gekk Krutschev fyrstur til þess að heilsa Tító, Bulganin annar. Völd sín dregur Krutschev af því fyrst og fremst, að hann er for- seti kommúnistaflokksins í Rúss- landi, en meðlimir flokksins sitja í öllum mikilvægustu embættt- um landsins. Amerískur blaða- maður spurði Krutschev nýlega, er þeir hittust í samkvæmi, að því, hvort hann væri hinn raun- verulegi drottnari yfir Rússlandi <og Krutschev kom sér hjá því að svara beint með því að segja: „Eígum við ekki að fá okkur í glösin aftur.“ En engum blöðum er um það að fletta, að völd hans eru mikil. Auk flokksstarfsins fjallar Krutschev einkum um landbún- aðarmál. Síðustu mánuðina hef- ir hann ferðast um nær öll sovét- ríkin og hvatt til aukinnar korn- Tæktar til þess að sigrast á mat- vælaskortinum í landinu. En ljóst er að Krutschev fjallar um ýmis önnur mál en landbúnaðarmál, það var hann, sem fyrstur skýrði frá því, að sovétríkin hefðu upp- götvað vetnissprengjuna og það var einnig hann sem fyrstur .gerði boð um það, að Malenkov kynni ekki að stjórna. Nikolai Bulganin. 60 ára að aldri, er forsætisráðherra og þar af leiðandi æðstur að metorðum í stjórn sovétríkjanna. „Bulgan- án er merkilegur maður, bráð- gáfaður, vel menntaður og furð- anlega háttprúður", sagði einn af Austurríkismönnunum, sem ný- lega stóð í samningum við hann í Moskvu. „En ekki vildi ég lenda í illdeilum við hann. Ég mun aldrei gleyma því er hann sagði: „Við erum ekki að gera þenna samning vegna þess að við höfum neina samúð með Austurríkis- mönnum“.“ Nafn Bulganins komst ekki í verulegt hámæli íyrr en eftir „lausnarbeiðni". Malenkovs Hann var á toppinum þegar „austræna Atlantshafsbandalag- ið“ var stofnað 1 Varsjá nýlega og síðar, er heim var komið úr þeirri ferð, heimtaði hartn í ræðu á þingi embættismanna stóriðj- l unnar að framleiðslan í landinu ■ yrði verulega aukin. Bulganin fæst mikið við utan- ríkismál, sem marka má af hin- um tíðu samtölum hans við er- lenda sendimenn í Moskvu. Sendi herra frá vesturveldunum dvaldi nýlega hálfa aðra klukkustund á fundi hans og sagði á eftir að sig hefði undrað, hve opinskár Bulg- anin hefði verið í ræðum sínum um mál þau, sem efst eru á baugi í viðskiptum þjóða í milli. „Þetta var samtal af sömu gerð og við eigum að venjast á vestursvæð- inu“, sagði sendiherrann í skýrslunni til stjórnar sinnar. George Zhukov er 59 ára gam- all. Mestur vafi leikur á um völd og áhrif þessa landvarna- ráðherra, sem ekki á einu sinni sæti í æðstu stjórn miðstjórnar kommúnistaflokksins, en hún i hefir fram til þessa mestu ráðið í sovétríkjunum. En á það er að líta að blöðin í Rússlandi hlusta nákvæmlega eftir hverju orði, sem frá Zhukov kemur og ekki síður hafa vakið athygli bréfa- skriftir hans og Eisenhowers for- seta. Þegar rætt er um rússneskan Napoleon Bonaparte, þá kemur mönnum helzt Zhukov í hug, því að metorð sín á hann að þakka nafnfrægð þeirri og vinsældum sem hann hlaut í síðasta stríði. Vyacheslav M. Molotoff, 65 ára að aldri, „bezti skrifstofumaður- inn í Rússlandi", eins og Lenin kallaði hann, fjallar einkum um utanríkismál. Diplomatar hafa skýrt hann viðurnefninu „gamli járnrassinn", og á það að lýsa þrautseigju hans og þolinmæði í öllum alþjóðasamningum. Stjarna hans í utanríkismálum hefir nokkuð bliknað við bað, að hann var skilinn eftir heima er sendinefndin fór til Belgrad í fvrri viku. Einn samningamanna Austurríkismanna sagði þó ný- lega: „Þið skuluð ekki halda að Molotoff fialli aðeins um utan- ríkismál. Við fengum ekki betur séð í Moskvu, en að áhrifa hans gæt.i miög mikið i innanríkis- málum“. Þess ber og að minnast, að Molotoff var forsætisráðherra sovétríkianna meira en áratu*? fyrir s’ðustu styriöld. T.itvinoff var bá utanríkismálaráðherra. en Stalín lét sér á þeim árum næeja að vera forseti kommúnista- flokksins. Anastas I. Mikoyan er sextug- ur að aldri og Armeni að upp- runa, einn hinna fáu ráðamanna í sovétríkjunum sem ekki er Rússi, Armenar þvkja slyngir kaunmenn og Mikovan sver sig í ættina. Mikovan fjallar um við- skiptamál Rússa og er það ekk- ert lítilræði, ef á allt er litið. Mikoyan var hreinskilinn við austurrísku samningamennina oe einn þeirra hefir eftir honum að hann hafi sagt: „Við höfum ekki efni á að halda úti öllum þessum herjum okkar né heldur á því að framleiða handa þeim nýjustu gerðir af vopnum". Mikoyan var meðmæltur neyzluvörufram- leiðslunni, eins og Malenkov, en samt sem áður hefir vegur hans og virðing vaxið frekar en hitt, frá því að Bulganin tók við völd- um. Lazar M. Kaganowitsch er 62 ára að aldri. Til eru sendiherar sem segja meir en í hálfkæringi Framh. á hla 12 Tekst úrvalsli5i IC.it.it. að sigra Þjóðverfana! Sííaifi leikur þeirra hér í kvök , URVALSLIÐ knattspyrnufélaganna í Reykjavík keppir í kvöld við þýzka úrvalsliðið frá Neðra-Saxlandi, og er það síðasti leikur Þjóðverjanna hér á landi að þessu sinni. Þeir eru enn ósigr- aðir, og verður fróðlegt að vita, hvort Reykjavikurúrvalinu tekst að breyta því. Knattspyrnuráð Reykjavíkur hefir valið liðið og verður það þannig skipað: Markv.: Helgi Daníelsson, Val H. bakv.: Hreiðar Ársælsson, KR V. bakv.: Árni Njálsson, KR H. fr.v.: Halldór Halldórsson, Val Miðfr.v.: Einar Halldórsson, Val V. framv.: Hörður Felixson, KR H. úth.: Óskar Sigurbergss. Fram H. innh.: Hörður Felixson, Val Miðfr.h.: Þorbjörn Friðrikss. KR V. innh.: Gunnar Guðmannss. KR V. úth.: Ólafur Hannesáon, KR Varamenn: Ólafur Eiríksson, Víking, Haukur Bjarnason, Fram, Reynis Karlsson, Fram og Magn- ús Eiríksson, Val. 32 kœattspyinnmenn KB í Donmerknrierð á morgun ALAUGARDAGINN fara héðan 29 knattspyrnudrengir úr KR ásamt 3 fararstjórum. Ferðinni er heitið til Danmerkur, en á milli KR og dansks félags — Bagsværd I. F. — hefir tekizt góð samvinna. M. a. kemur hingað í júní flokkur danskra drengja frá félaginu og leikur hér. -á UTANFÖRIN imóti í Bagsværd 18.—19. júní KR-ingarnir, sem utan fara eru og 19. um kvöldið sjá þeir lands- 4 fl. félagsins frá í fyrra (Ís-Jleik milli Finnlands og Dan- landsmeistarar í sínum flokki merkur í Kaupmannahöfn. 20., þá) og 2. flokkur félagsins frá í 21. og 22. júní leika þeir á ýms- fyrra. Keppa báðir flokkarnir á um stöðum og ferðast flokkarnir | þá að líkindum ekki saman. Til Málmeyjar fara þeir 24. júní og halda heim á leið 25. júní. -*• HEIM SÓKNIN Frá Bagsværd IF kemur svo hingað flokkur 24 knattspyrnu- drengja í 3. fl. og 6 fararstjórar. Leika þeir við Reykjavíkurfélög- in og einnig í Keflavík og á Akra- nesi. Heimsafrekaskrá á mílisnisi 3.58,0 Landy, Astralíu 1954 3.58,8 Bannister, Englandi 1954 3.59,0 Tabori, Ungverjal. 1955 3.59.8 Chatawav, England 1955 3.59.8 Hewson, England 1955 4 00.6 Santee, USA 3 954 4.01,4 Hagg, Svíþjóð 1945 4.01,6 Andersson. Sv:þjóð 1944 4.02,8 Reiff, Belgíu 1952 4 03.6 Ericsson. Sv{bjóð 1952 4 03,8 Persson, Svíbióð 1945 4.04,0 Johansson, Finnland 1953 4 04,2 Wooderson Engl. 1945 1.04,2 Áberg, Svíb.jóð 1952 1.04.4 Karlsson, Sv-'bjóð 1953 4.04.4 Hallberg, Nvja Siál. 1954 4 04.6 Gustofssen. <>'”'bjóð 1943 4.04.8 St.rand, Svíþjóð 1945 4.04.8 Niolston Danmörk 1952 4.04.8 Wodd. Encrland 1954 4.05.0 Milligan. Eopland 1954 Ljósmyndarar tóku sér yfirleitt stöðu við mark Þjóðverjanna á miðvikudagskvöldið og náðu m. a. þessum þremur myndum. Efst sést markið er Akranes skoraði. Jón Leósson hefur komizt fram hjá úthlaupandi markverðinum og fékk skorað. Þegar hinar myndirnar voru teknar bjuggust ljós- myndararnir og við marki — en þeim varð ekki að ósk sinni. í miðið er mynd er sýnir bakverðina bjarga á línu — en markvörðurinn þýzki er fjarri. Á hinni neðstu varði hann hinsvegar glæsilega, hörkufast skot frá Þórði Jónssyni útherja. Efri myndirnar tók ljósm. Mbl. Ól. K. M., en hina neðstu Bjarnl. Bjarnleifsson. .... ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.