Morgunblaðið - 10.06.1955, Síða 14

Morgunblaðið - 10.06.1955, Síða 14
14 MORGUNBLAB19 Föstudagur 10. júní 1955 | Framhaldssagan 2 nokkurri ræðu. Munnur hennar virtist boða og auglýsa, með munaðarlegum vörum sínum, duttlungasama og skilningsríka góðvild. Og allt andlitið fagnaði tilliti mínu eins og leyndardóms- fullur, en sannfærandi spegill, í ; verðugum ramma úr hinu bjarta, liðaða hári. Líkami hennar virtist taka á sig hina dásamlegustu mynd sína, þar sem hún lá, saklaus og - magnvana, án máttar og án bligð- unar, eins og fyrirheitið land, sem sýndi sig sjálft, allt opið og gullið, með akra sína og ár, hæð- ir sínar og dali til yzta sjóndeild- arhrings. Þegar hinn óviðfeldni svipur og útlit breiddust yfir andlit hennar, þá gerðist það við hinar óvæntustu og ómerkilegustu að- stæður og mun nægja að nefna aðeins fáar þeirra, til nánari skýringar. Konan mín hefur ávallt verið mjög fíkin í að iesa leynilög- reglusögur. Ég veitti því fljót- lega athygli, að jafnan, þegar nálgaðist þann hluta sögunnar, 'sem mest var æsandi og hroll- vekjandi, afmyndaðist andlit hennar í óhugnanlegum grett- um, sem ekki hurfu svo af and- litinu, fyrr en lokið var lestri þess kafla sögunnar, sem valdið hafði þeim í fyrstu. Sömuleiðis hafði kona mín afar gaman að fjárhættuspili. Ég ferðaðist með henni til Camp- icne, Monte Carlo og San Remo og ávallt, þegar hún hafði veðj- að og hjólið var tekið að snúast og kúlan hoppaði frá tölu til tölu, færðust þessar andstyggi- legu beglur og glennur um allt andlit hennar. > Loks gat það nægt, til að vekja áðurnefndar andlitsgrettur, ef hún hugðist þræða tvinna í gegnum nálarauga, sjá barn ílaupa framarlega á lækjar- Lakka, eða fann kaldan vatns- |iropa renna eftir baki sér. 1 Allt um það, langar mig til að fjölyrða öllu meira um tvö til- felli, en í bæði þau skifti virtist mér hinar undarlegu ummynd- ánir hennar eiga sér óvenju djúpar rætur og flóknar orsakir. Dag nokkurn vorum við stödd úti í garðinum okkar og ég var að glíma við að reyta þétt ill- *resi, sem breytt hafði úr sér, auðu svæði fyrir framan húsið. >etta var hreint ekki svo auð- ^elt verk, vegna bess, að hinar grænu, röku jurtir voru sleipar greip minni og höfðu mjög ijúpar rætur. Á meðan ég fékkst við starf þetta, varð mér litið á konu mína og varð sem þrumu lostinn af undrun, er ég sá, að bæði andlit áennar og líkami allur voru al- gerlega afmynduð í hinum venju- fiegu, ljótu grettum og fettum. *Á sömu stundu losnaði jurtin úr jjörðu, sem ég hafði reynt að slíta með rótum, og ég féll aftur .á bak í malbarinn garðreitinn. 'í f annað skipti höfðum við boð- •ið nokkrum kunningjum til mið- degisverðar á heimili okkar í ‘ Róm. . Konan mín, sem þegar var veizluklædd, ákvað að líta inn í "eldhúsið, áður en gestirnir kæmu, til þess að vita hvort allt væri í lagi þar. Ég fylgdist með henni og rákumst við þá á matreiðslu- manninn, sem stóð algerlega ráð- þrota með humar einn, óvenju- lega stóran, með hræðilegar griptengur cg hálflifandi. Þorði kokkurinn ekki með neinu móti grípa ófreskjuna óg stinga íenni 5 pottinn. , Án þess að hika nokkuð, gekk kona mín að borðinu, tók hum- arinn og stakk hor.um niður í sjóðandi vatnið. j En þessi hugdirfska hennar skýrir ekki nema að nokkru leyti hinn óhugnanlega og ann- : arlega svip, sem færðist yfir | andlitið og hinar augsýnilegu j hreyfingar og skjálfta mjaðm- I anna undir þunnu silki veizlu- kjólsins. I Þessi svipbreyting andlits og líkama gerði aldrei vart við sig á athafnastundum ástalífs okk- 1 ar. Hún var ávallt samfara al- gjörðri þögn, kvíðvænlegri þögn, sem frekar líktist niðurbældu ópi, en kyrrlátri vöntun orða. Loks virtust gretturnar og samdráttur líkamans stafa af ótta eða kvíða fyrir einhverjum óvæntum, skyndilegum og óvið- feldnum atburði. Og eftir því sem ég gat komizt næst, þá var þessi ótti gæddur einhvers konar kynferðislegu aðdráttarafli. Annar kafli. Þar sem ég hefi nú, til þessa, rætt nær einvörðungu um konu mína, þá mun nú kominn tími til að minnast á sjálfan sig. Ég er hár og grannur, með skapfestulegt andlit og hvassan svip. Kannske mundi þó hægt að finna, ef nákvæmlega væri leitað, sérstök veikleikaein- kenni í lögun hökunnar og munn svipnum. En staðrevndin er sú, að ég hefi einbeittnislegt og festulegt andlit, sem engan veigin lýsir minni sönnu skap- höfn, enda þótt það kunni að skýra sumar mótsagnir hennar. Kannske er skortur á djúp- hyggni augljósasta skapgerðar- einkenni mitt. Ég er heill og ó- skiptur í hverju því, sem ég segi eða geri, en hefi ekkert það í varasjóði, sem veitt gæti mér lið, ef ég neyddist til að hörfa eða hopa. Að þessu leyti er ég sem framvarðarlið, sem hvorki hefir meiginher né afturliði á að skipa. Af þessum skapgerðareinkenn- um stafar tilhneiging mín til ofsa og ákafa: Ég verð æstur út af hverju smáræði og fánýtum hé- góma. Þessi ofsi minn virðist þó frekar í ætt við viðbrögð stjórn- lauss hests, sem æðir á háan garð, eftir að hafa kastað hnap- anum til jarðar og skilið hann eftir í aurnum, að baki sér. Það sem ég raunverulega á við er það, að þessi skapofsi minn sé þeirrar tegundar, sem ávallt skortir stuðning hins nána og áhrifaríka styrks, sem allur ákafi verður að styðjast við, til þess að verða ekki einvörðungu heimskuleg löngun og fánýtur orðavaðall. Og raunverulega er ég gefinn fyrir orðavaðal og þá fyrst og fremst tilfinningalegs eðlis. Mig langar t.d. til þess, að vera ást- fanginn og ég hefi oft talið sjálf- um mér trú um, að ég væri það raunverulega, enda þótt ég hafi I ekkert gert annað, en að tala um það — að vísu með djúpri til- finningasemi, en engu að síður með fánýtu skrafi einu saman. Að dómi allra þeirra, sem1 þekktu mig aðeins lauslega, áð- ur en fundum okkar Ledu bar saman, var ég listavinur, en það er maður, sem er nægilega fjáð- ur, til þess að geta lifað rólegu og hægu lífi og sem ver þessum aðgerðalausu æfistundum sínum í það að skilja og njóta listar- innar í hinum margvíslegu mynd um og formum. | En þegar ég var einn og öllum fjarri, þá var ég allt annað, en listavinur. Þá var ég maður, sem kvaldist af kvíða og ótta og rambaði sífellt á barmi algerðrar örvæntingar. Til er saga eftir Poe, þar sem lýst er nákvæmlega sálarástandi mínu, eins og það var á þeim árum. Það er sagan um æfintýri fiskimannsins, sem drógst, ásamt bát sínum, inn í hringiðu æðandi hvirfilvinds. í bát sínum j snýst hann í þessari hyldýpis- IJtilegumennirnir Annað áttu þeir ekki vopna. Reyndar voru þetta hinir vönduðustu hnífar ög kunnu þeir vel að beita þeim. Áður en lengra er haldið, skal það tekið fram, að sýslu- maðurinn í þorpinu átti einn son barna. Var hann á svipuð- um aldri og þeir bræður, Bjarni og Jón, en allt öðru vísi skapi farinn en þeir. Hann hafði ávallt öfundað þá bræður vegna þess að þeir voru miklu sterkari en hann og einnig myndarlegri að vallarsýn. Gáfu stúlkurnar í þorpinu bræðr- unum meira auga en sýslumannssyninum, og þótti honum það mikil lítillækkun fyrir sig. Bar hann því hatur til þeirra bræðra, en þorði hins vegar aldrðfc að érta þá til reiði, þó að honum langaði mikið til þess. Einu sinni hafði hann þó sparkað illilega í Bjarna þegar hann var að koma úr róðri þreyttur og illa fyrir kallaður. Bjarni ætlaði þá að hlaupa á hann og skella honum, en þá var móðir Bjarna þar komin og bannaði honum að snerta við sýslumannssyninum. Móðir Bjarna vissi nefnilega, að sýslumaðurinn myndi ef til vill fá Bjarna dæmdan ef hann misþyrmdi syni hans. Og varð þar við að sitja. Nú víkur sögunni að þeim bræðrum þar sem þeir ganga upp af þorpinu og stefna til fjalla. Klukkan var um fjögur, að morgni og varð því enginn í þorpinu var ferða þeírra.1 Þeir gengu nú sem leið lá upp úr þorpinu. Rétt sem snöggv- ! ast litu þeir við og litu yfir þorpið. Veðrið var dásamlegt þennan morgun og stóðu þeir því við dágóða stund og virtu fyrir sér hið friðsæla þorp. Úr einstaka reykháf var farið að rjúka, en að öðru leyti varð ekki vart við að líf hrærðist þar. Sjórinn var spegilsléttur svo langt sem augað eygði, en ekki hafði neinum bát verið ýtt úr nausti enn. i - Þér eigið oð fríkka við þvottinn í húð heilbrigðs æskufólks er efni, sem nefnt er Lecithin. Færir það hörundinu feg urð og mýkt. Þetta efni er líka í Leciton- sápunni. Hún freyðir vel, og er froðan létt og geðfeld og ilmur hennar þægilegur. — Leciton-sápan er hvort tveggja í senn sápa og smyrsl, sem hjálpar hörundinu til að halda svip æsku og fegurðar. LECITON Heildsölubirgðir: I. BRYNJÓLFSSON & KVARAN Nýkomin Nælon Crystal Sumarkjólaefni í fallegu úrvaii. A U 5 T U R ST R ÆT I 9 - S I M I 1116-1117 BLOM ABUÐIIM Laugavegi 63, selur allskonar fjölærar plöntur, sumarblómaplöntur, trjá plöntur, greni, birki o. fl. — Afskorin blóm, nellikur og rósir. Pottablóm allskonar. Blómsturpottar 3 stærðir, pottahlífar 3 stærðir á kr. 10 stk. — Gróðrarmold á pott- blóm. Blómaáburður. Arfaolía. Sömuleiðis er Plöntu- salan opin í Gróðrarstöðinni Sæbóli, Fossvogi, til kl. 10 á kvöldin. Sími 6990. Útidyralampar með húsnúmerinu yðar hvort heldui á vegg eða í loft. Afgreiddar samdægurs. Fást aðeins hjá okkur. Véla- og raftækjaverzlnnin i Bankastræti 10 — Sími 2852. Tryggvagötu 23 — Sími 81279 ■*» ■u PRENTIMEÍV1I getur komist að til náms nú þegar. — Gagnfræðamenntun áskilin. — Aldur ekki undir 16 ára. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.