Morgunblaðið - 11.06.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.06.1955, Blaðsíða 9
Laugardagur 11. fúni 1955 ] f MORGVNBLAÐiB Laugardagur 11. júní 1955 Viðhorf Breta AÐUR en „topparnir" hittast í Sviss í júlí, eiga utanríkis- ráðherrar vesturveldanna fyrir höndum að ná samkomulagi sín á milli um afstöðuna til samein- ingar Þýzkalands og hlutleysis Þýzkalands. í raun og veru er það eitt höfuðskilyrðið fyrir ár- angri af fundi „toppanna“, að vesturveldin verði áður búin að koma sér saman um sameigin- lega afstöðu í Þýzkalandsmálun- um. Eðli málsins samkvæmt líta vesturveldin nokkuð misjafn- lega á Þýzkalandsmálin. Banda- ríkjamenn hneigjast helzt að því, að trúa Adenauer kanslara, er hann heldur því fram, að hann muni geta sameinað þýzku þjóð- ina um þá stefnu sína, að hafna sameiningu Þýzkalands, ef Rúss- ar krefjast hlutleysis landsins að andvirði. Frökkum er þetta mál á hinn bóginn viðkvæmt, þeir óttast endurvígbúnað Þýzka- lands og að Þjóðverjar kunni síðar að gera kröfu til banda- manna sinna um það, að þau styðji með hervaldi kröfu þeirra um endurheimt þýzkra landa í austri. Margir Frakkar myndu felja þá lausn Evrópumála góða, sem fæli í sér lítt vopnum búið hlutlaust Þýzkaland, sem hefði ábyrgð ríkja í austri og vestri á því, að hlutleysi þess yrði virt. Þessi skoðun mun einnig eiga nokkurn hljómgrunn í Belgíu, Ítalíu og Danmörku. ★ UM afstöðu Breta, sem er ein- hversstaðar mitt á milli stefnu Adenauers og Bandaríkj- anna annarsvegar og Frakka hins vegar, segir William Clark í grein í Observer, sem hann kall- ar: Frá sjónarmiði brezka stjórn arráðsins: Fyrsta lotan í samtölum fjór- veldanna, mun hefjast í New York og Washington þ. 16. júní og standa í viku. Henni mun Ijúka í San Francisco. í þessum samtölum munu Mr. Macmillan, Mr. Dulles og M. Pinay taka ákvarðanir um uppá- 6tungur, sem þeir ætla að gera 6ameiginlega við Molotoff. En áður verður Macmillan að rá samkomulagi meðal samstarfs manna sinna og samráðherra um nokkur undirstöðuatriði í utan- jríkisstefnu Breta. Fyrst kemur þar til greina framtíð Þýzkalands. Macmillan verður að gera sér Ijóst, hversu langt Bretar vilja ganga £ sam- komulagsátt til þess að hægt sé að sameina Þýzkaland. Ef lítlu er fórnað, er hætt við að almenn jngur í Þýzkalandj bregðist illa við, en ef langt er seilst, er hætt við að dr. Adenauer og fylgis- mönnum hans verði misboðið. Eins og horfir virðast Bretar helzt hallast að því, að setja fram á nýjan leik hina heilbrigðu kröfu um sameiningu Þýzka- lands með þeim hætti, að frjálsar alþýzkar kosningar verði látnar íara fram og að alþýzk stjórn verði síðan sjálf látin gera út um .það, hvort hún vilji styðja hlutleysisstefnuna eða gera bandalög við önnur ríki. Annað stórvandamálið er af- Staðan til leppríkja Rússa. í því máli sækja Bandaríkjamenn á og vilja að vesturveldin lýsi því yfir, að þau ætlist til þess að frjálsar kosningar verði látnar fara fram í þessum ríkjum, í samræmi við gefin loforð í Yalta samningunum. Ekki standa mikl- ar vonir til þess að Rússar fall- ist á þetta, en utcunríkisráðuneyt- ið í Bandaríkjunum telur mjög gagnlegt, ef hægt verður að koma Rússum í varnaraðstöðu og auk þess hafi það sitt gildi að Hlutleysi eða? Hlutleysisbeltið er svartlitað á þessari mynd. í raun og veru eru aðeins fjögur lönd, er talizt geta hlutlaus í dag, Svíþjóð, Finnland, Austurríki og Sviss. Xil þess að skapa lilutlaust belti í Evrópu, sem nær alla leið norðan frá Eystrasalti suður til Adriahafs, vilja Rússar einnig gera Þýzkaland og Júgóslafíu hlutlaus. Bæði Júgó- slafar og Þjóðverjar hafa Iýst yfir því, að þeir vilji vcra sjálf- stæðir og óháðir og engar kvaðir hafa frá öðrum þjóðum um hlutleysi. En fari svo, að um hlutleysi semjist á fundi toppanna , í júlí, þá vilja vesturveldin breikka hið hlutlausa belti og taka inn í það rússnesku leppríkin, Pólland, Rúmeniu, Búlgaríu, Xékkó- slóvakíu, Ungverjaland og Albaníu. Myndin sýnir hlutleysisbeltið eins og það myndi verða ef öll þessi ríki væru innan þess. Vöruflutningar með flugvélum hafa stóraukizt á undanförnum ár- um og verið til mikils hagræðis, ekki síður en fólksflutningarnir. Hér á myndinni sést ein af flugvélum Flugfélags íslands, Gunn- faxi, á Hornafirði. í r Fliifffélag; íslands bætir ; ! O Ö ... 1 ciðsíöðn sma til vöni- flutninga að mikliiM mun Opnar nýja sfgreiSslu að Hverfisgðfu 56 FLUGFÉLAG ÍSLANDS hefir nú tekið á leigu rúmgott húsnæði að Hverfisgötu 56, þar sem framvegis verða afgreiddar svo til allar vörusendingar með flugvélum Jélagsins hér innanlands. Þá er og ráðgert, að vörusendingar milli landa og pappírar í sam- bandi við þær verði afgreiddir þar í framtíðinni. Mun sú af- i greiðsla hefjast innan skamms. — Njáll Simonarson og Hilmar Sigurðsson, fulltrúar hjá F. í., skýrðu blaðamönnum frá þessu í gær. SXÓRAUKNIR < I VÖRUFLUXNINGAR | Vöruflutningar með flugvélum eru nú stöðugt að aukast. Hér innan lands annast Flugfélag ís- lands svo til alla flutninga fyrir heil byggðarlög, eins og t. d. Ör- æfin. Eru afurðir Öræfabænda fluttar flugleiðis til Reykjavík- ur, en til þeirra aftur matvæli, fóðurbætir, byggingarvörur, land búnaðarvélar o. fl. Þá hafa flug- vélar og verið notaðar til flutn- inga á líflömbum. Happdrællí Háskóia íslands - hærri gera lýðum ljóst, að amerískir hermenn séu ekki einu hermenn irnir, sem hafa stöðvar erlendis. Brezka utanríkisráðuneytið verður að taka vandasama póli- tíska ákvörðun um leið og það hugleiðir þessa tiltölulega ein- beittu afstöðu gagnvart Rússum, en hún er: Er hægt að vænta þess að almenningsálitið í Bretlandi styðji pólitískan leik, sem kann að hafa í för með sér að Rússar eigi aðeins tveggja kosta völ og getur leitt til þess að viðsjár í alþjóðamálum aukist? Fram til þessa hafa háttsettir embættismenn talið víst, að rík- isstjórnin myndi ekki þora að ; tefla á þessa hættu. En nú hef- ir stjórnin öruggan meirihluta hins nýkjörna þings að baki sér ] og er því hugsanlegt að hún leggi á það áherzlu að ná samkomulagi til frambúðar við Rússa og muni því reyna að fá sovétstjórnina til þess að rifa seglin. Líklegt er að þessari stefnu vaxi fylgi við þau tíðindi, sem borizt hafa undanfarið frá Rúss- landi og eru á þá lund að sovét- stjórnin leggi á það höfuðkapp að fá dregið úr viðsjám í Evrópu og sé reiðubúin til þess að borga það nokkru verði. Astæðan til þessarar nýju stefnu er talin vera sú, að hin nýja stjórn telji atvinnulífið í Rússlandi standa hættulega völt- um fótum. Öll líkindi eru þessvegna til þess að stjórn Bretlands, með nýfengið umboð frá kjósendum muni reyna að láta Rússa borga dýru verði hverja tillitssemi, sem þeim er sýnd. vinnmgamir Snæða saman. NEW YORK — Dr. Adenauer mun snæða hádegisverð með ut: anríkisráðherrum Vesturveld- anna er hann kemur hingað í heimsókn 17. júní. Upp komost svik um siðir... 4 3 Á R A gamall „týndur“ Kaup- mannahafnarbúi hefur nú játað gamla sök fyrir rétti. Hans hefur verið leitað í níu ár af lögreglumönnum en hann hefur all- an þennan tíma ver ið grunaður um fjárdrátt — og hef- ur nú jáíað sök sína. Maðurinn komst fyrir 9 árum í sam- band við tvo menn, sem ætluðu að leggja út í húsbygg ingu. Kvaðst hann vera arkitekt (en hann er garðyrkju- maður að atvinnu) og bauðst til að taka að sér bygg- ingu húsanna og tók þá við tæpum 4 þúsund krónum (dönskum) af mönn unum. Síðan hvarf hann og hefur ekk- ert til hans spurzt. Hann skrifaði bróður sínum nokkrum dögum síðar og sagðist ætla að stytta sér aldur. — Fannst mappa er hann átti á Stóra Beltis-ferj- unni. Gat verið að maðurinn hefði fallið fyrir borð — en því vildi lög- reglan ekki trúa og hélt leitinni áfram — og nú 9 árum síðar fann hún manninn í Kaup- mannahöfn og hann hefur játað sekt sína. MAXVÆLI OG IÐNAÐARVÖRUR Auk þess sem fyrr greinir hafa fjölmargir matvælarfamleiðend- ur, iðnfyrirtæki og kaupsýslu- menn nú í seinni tíð sent mikið af allskonar varningi með flug- vélum hér innanlands. Segja má, að svo til allt íslenzkt grænmeti sé nú flutt með flugvélum milli Reykjavíkur og hinna ýmsu staða, sem flogið er til út um land. Þá er mikið flutt af mjólk- urafurðum allskonar, einkum frá Norðurlandi, segja þeir félag ar. — SMÁPAKKASENDINGAR Smápakkasendingar hafa farið mjög í vöxt undanfarið, enda þótt skilyrði til afgreiðslu þeirra í Reykjavík hafi ekki verið sem ákjósanlegust. Pökkum, sem senda átti út á land, var lengi vel veitt mótttaka í afgreiðslu Flugfélags íslands í Lækjargötu 4, en sökum sívaxandi flutninga og ónógs húsrýmis reyndist ó- kleift að halda áfram móttöku þeirra þar. Varð því að vísa fólki út á flugvöll með allar vöru- sendingar, en það mæltist mis- jafnlega fyrir sem von var. BÆXX ÞJÓNUSXA Aðstaða öll til móttöku og af- hendingar vörusendinga verður stórum betri eftir að hið nýja húsnæði hefur verið tekið í notk- un. Hefur Flugfélag íslands með opnun þessarar vöruafgreiðslu viljað koma til móts við óskir fjölmargra viðskiptavina sinna og bæta með því þjónustuna eft- ir því, sem föng eru á, segja þeir Njáll og Hilmar. Þá gerir félagið sér vonir um, að vöruflutningar með flugvél- um aukist í náinni framtíð, og eru ráðagerðir á prjónunum um að mæta þeirri aukningu með því að taka upp sérstakar flug- ferðir, þar sem eingöngu verða fluttar vörur. 50 þús. kr. 22204 10 þús. kr. 19271 5 þús kr. 28292 2 þús. kr. 6433 10284 11640 11943 26303 27528 32977 1. þús. kr. 3139 4241 5798 7527 9428 9476 10059 10115 13520 14144 15335 18196 21718 22224 24562 24584 24804 26673 27104 32325 32526 32915 33497 33709 34081 Aukavinningar 2 þús kr. 22203 22205 500 kr. 142 234 324 369 453 648 688 696 698 721 828 925 959 1083 1326 1399 1576 1773 1807 2184 2336 2520 2607 2685 2964 3056 3259 3439 3564 3691 4055 4277 4419 4732 4871 5164 5260 5621 5679 5697 5803 6282 6419 6460 6679 6686 7102 7160 7163 7483 7623 7853 8168 8288 8823 9145 9190 9276 9408 9441 9486 9619 9640 9723 9796 9846 10085 10398 10454 10516 10820 10983 11093 11172 11634 11846 11960 12071 12075 12330 12523 12762 12819 13327 13462 13466 13477 13646 13652 13831 14085 14249 14266 15235 15357 15583 15841 16150 16204 16313 16434 16526 ■16793 16831 16873 17423 17715 17957 18198 18290 18667 18754 18758 18792 18886 19744 19795 19978 20038 20150 20223 20405 20538 21255 21848 22154 22326 22337 22725 22904 23188 23473 23638 23753 23862 24016 24023 24065 24363 24507 24640 24757 24773 34864 25083 25122 25130 25148 25204 25429 25493 25666 25718 25851 25890 26579 26840 27057 27374 27422 27605 27717 27735 27846 28081 28729 28878 28951 29159

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.