Morgunblaðið - 14.06.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.06.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐ19 Þriðjudagur 14. júní 1955 HJÓNABANDSÁST EFTIR ALBERTO MORAVÍA Fuamh'aldssagan 5 FJÓRÐI KAFLI Ég ræddi aldrei um hin bók- menntalegu áhugamál min við konu mína, vegna þess, að ég bjóst ekki við að hún mundi slcilja þau og líka af því að ég skammaðist mín fyrir að þurfa að játa, að þau væru ekki aðeins áhugamál mín, heldur einnig og ekki síður árangurslausar til- raunir. Á þessu ári dvöldum við sum- arlangt niður á ströndinni og þeg ar komið var nær miðjum sept- ember tókum við að ræða um haust og vetraráætlanir okkar. Ég veit ekki eiginlega hvað olli því, að ég leiddi talið að hinum ófrjóu bókmenntastörfum mín- ptn, en Leda virtist fá lifandi áhuga á þeim strax- „En Silvio, þú hefur aldrei sagt mér frá þessu!“ hrópaði hún. Ég svaraði sem svo, að ég hefði aldrei minnst á þetta við nokkurn mann vegna þess, að mér hefði aldrei tekizt að skrifa neitt, sem væri umtalsvert. En hún sárbað mig, mað sínum venjulega ástúðlega ákafa, að sýna sér eitthvað af því, sem ég hefði skrifað. Mér varð þegar ljóst, að þessi forvitni henn ar skjallaði mig ákaflega mikið, og að álit hennar var mér jafn- vel enn meira virði en álit ein- hverra bókmenntasérfræðinga. Mér var fulJkomlega kunnugt um það, að hún var ómenntuð, smekkur hennar óáreiðanlegur, hól hennar eða last einskis virði, en samt fann ég, að nú var það tundir henni komið, hvort ég héldi áfram að skrifa eður ei’. Þegar hún hélt áfram að nauða á mér, maldaði ég stundarkorn í móinn og samþykkti loks. eftir að hafa endurtekið fullyrðing- una um það, að allt sem ég hefði skrifað væri einskis virði, að lesa fyrir hana eina stutta sögu, sem ég hefði skrifað nokkrum árum áður. Meðan ég var að Jesa, þá virt- ist mér sagan ekki vera eins lé- leg og mig hafði minnt að hún væri, og svo hélt ég lestrinum áfram með styrkari og skýrari rómi en fyrst og gaut öðru hvoru augunum til hennar, þar sem hún sat hreyfingarlaus og hlustaði nákvæmlega, án þess að svipur hennar gæfi nokkuð sérstakt til kynna. Þegar sögunni var lokið, kastaði ég blöðunum frá mér og hrópaði: „Eins og þú heyrðir sjálf, þá var þetta ekki umtals- vert!“ Og ég beið eftir dómi henn ar, með öndina í hálsinum. Hún þagði nokkra stund, eins og hún væri að taka saman ræðu stúf og því næst lýsti hún því yfir, ákveðin á svip, að ég gerði mikla vitleysu með því að van- rækja svo hæfileika mína. Hún sagðist vera hrifin af sögunni, þótt hún hefði að vísu marga galla og hún lagði fram marg- vísleg rök máli sínu til stuðnings. Ég verð að játa, að orð henn- ar juku kjark og sjálfsálit. Raun verulega var það ekki hæfileik- inn, sem mig hafði skort, til þessa, heldur hvatning og hug- hreysting slíkrar, sem hún var nú að hlaða á mig. Það er ávallt hæpið að trúa bókstafiega dómum fjölskyldu sinnar og fólks, sem væntum- þykja gerir hlutdrægt og vægt. Móðir, systir eða eiginkona eru ávallt reiðubúnar að sjá í okkur þá snilligáfu, sem þó er ósýni- leg ' öllum öðrum, en hinsvegar fullnægir hrós þeirra okkur ekki. Ekkert slíkt sjónarmið blasti við mér í þetta skipti. Ég áleit, að konu minni hefði likað sagan vel og ekki látið ást sína á mér hafa þar nein áhrif á sig. Auk þess var , lof hennar orðvart og svo skyn- ' samlegt, að augljóst var, að það var ekki talað af vorkunsemi einni. Loks spurði ég hana, hikandi og hálf hræddur: „Jæja, held- urðu þá virkilega, að ég ætti að halda áfram við þetta? .... Hugs- aðu nú vel um það, sem þú seg- ir .... ég er nú búinn að burð- . ast við þetta í tíu ár, án nokk- ! urs árangurs .... ef þú segir mér 1 að halda áfram, þá geri ég það.. en ef þú segir mér að hætta, þá mun ég hætta og aldrei taka mér penna í hönd framar." i Hún hló og sagði- „Þú ert að , koma ansi mikilli ábyrgð á mig.“ j Ég hélt áfram: „Talaðu við mig eins og hvern annan vanda- lausan mann. Segðu bara mein- ingu þína afdráttarlaust." „En ég er þegar búin að segja þér hana. Þú átt að halda áfram.“ „Áreiðanlega?" „Já, áreiðanlega". Hún þagði um stund, en bætti svo við: „Hlustaðu nú á mig. í stað þess að halda aftur heim til Róm, skulum við dvelja hér einn eða tvo mánuði á landssetrinu í Puscany. Þú getur einbeitt þér að störfum þínum þar og ég er viss um, að þú munir skrifa eitt- hvað gott“. j „En þú — þér mun leiðast þar.“ „Hversvegna? Þú verður þar, auk þess verður það góð tilbreyt- ing fyrir mig, það er svo langt síðan ég hefi lifað kyrrlátu lífi.“ Ég verð að játa, að það var ekki fyrst og fremst rök hennar og uppörvanir, sem þarna riðu baggamuninn, heldur var það einskær hjátrú mín, sem sann- færði mig. Ég trúði því, að hún hefði í fyrsta skipti runnið upp á ævihveJi mínu einhverskonar heillastjarna og ég sagði við sjálf an mig, að nú bæri mér að hag- nýta á allan hátt þetta tækifæri, sem forlögin biðu mér. • Með konunni minni hafði ég nú fundið þá ást, sem ég hafði ár- angurslaust leitað að i svo mörg ár, og kannske mundi nú bók- menntalegur sköpunarmáttur fylgja í kjölfar þessarar ástar, sem ég loks hafði fundið. Ég gerði mér það ljóst, að nú væri ég á réttri leið og að enn væru ekki séðir til fulls allir þeir auðnu- vegir, sem opnuðust mér, er við fundumst fyrst. Ég íaðmaði konu mína að mér og fullyrti að eftir- leiðis skyldi hún verða hamingju dís mín. Hún virtist ekki skilja orð mín til fulls, og spurði á ný, hver ákvörðun mín væri. Ég svaraði henni því, að sam- kvæmt tillögu hennar mundum við halda til áðurnefnds lands- seturs, innan fárra daga. Viku síðar kvöddum við Rivera og lögðum af stað til Tuscany. FIMMTI KAFLI Sveitasetrið stóð í einskonar lægð, við ræturnar á allháu fjalli og snéri út að víðlendri, sléttri og frjósamri sléttu. Það var um- kringt litlum garði, þéttsettum lauftrjám, svo að útsýnið var ekkert, jafnvel ekki úr glugg- unum á þakhæð hússins. Á sléttunni, ekki langt frá sveitasetrinu, var allstórt þorp, en til næstu borgar var hinsveg- ar klukkustundar akstur og stóð hún uppi á einni af hæðunum, sem blöstu við bakhlið landsset- ursins. Þetta var miðaldra borg, umgirt brjóstvirkjum og múrum, með höllum, kirkjum, klaustrum og söfnum. En eins og oft vill brenna við í Tuscany, þá var hún mun fátæklegri og snauðari að líta, en hið ljóta nútímaþorp, sem verzlun og viðskipti höfðu i orðið til að. grundvalla, á slétt- unni fyrir neðan. Landssetrið hafði verið reist hundrað árum áður, ef miða mátti við hæð og stærð trjánna í garðinum. Það var íburðarlaus, regluleg bygg- ing með þremur hæðum og þrem- ur gluggum á hverri hæð. Framan við húsið var autt, mal borið svæði, í skugga tveggja, j stórra kastaníuhnetutrjáa. j Frá þessu svæði lá bugðóttur akvegur út að garðshliðinu og i tJfiGegumennirnir 4. Að stundu liðinni höfðu þeir bræður bæinn að baki sér cg stefndu nú inn fjöll. Leið ekki á löngu þar til er þeir voru komnir upp að fjalli einu miklu. Voru þeir nokkra stund að ákveða sig í hvora áttina þeir skyldu halda fram með því. Loks ákváðu þeir að halda sem leið lá með fram því og héldu þeir nú áfram göngunni. t j Þegar þeir höfðu gengið upp undir klukkutíma, heyrðu þeir allt í einu mannamál ekki langt frá þeim. Þeir stukku þegar í felur bak við stóran stein. Sáu þeir þá bregða fyrir ‘ tveimur mönnum, sem gengu samsíðis. Þeir færðust stöðugt nær, og þegar þeir bræður greindu andlitin urðu þeir held- ur en ekki undrandi. | j Annar maðurinn var enginn annar en sýslumannssonurinn en hinn manninn báru þeir ekki kennsl á. Gengu þeir ekki jlengra frá steininum en það. að bræðurnir heyrðu vel til þeirra. Þeir sögðu þó ekkert, sem vakti grun þeirra um að hinn maðurinn væri útilegumaður, en það datt þeim svo j sannarlega í hug. j Þeir Bjarni og Jónt ákváðu að fylgja mönnunum eftir, ; með því að þeim þótti ferðalag sýslumannssonarins á þess- um slóðum allgrunsamlegt. j Þeir gengu nú í humátt á eftir mönnunum tveimur, sem stefndu inn með fjallinu. Þeir vöruðust þó að vera ekki það ’nálægt þeim, að þeir yrðu sín varir. Þeir hvíldu sig nokkr- 'um sinnum og tóku upp mal sinn og snæddu. | * Og það var ekki fyrr en komið var fast að kvöldi, að þeir komu inn í dal nokkurn, og þá hóuðu þeir þricvar. Þegar þér haíið noíað bláu Gillette Möðin í málmhylkjiinum, undrist þér að haf a nokkurntíma keypt þau í öðrum umbúðum Málmhylkin hafa þessa kosti: Blöðin tilbúin, engar pappírsumbúðir. Fljótar að skipta um blöð. Blöðin halda betur bitinu. Málmhylkin yðar án hækkunar. 10 Blá Gilette Blöð í málm- hylkjum Kr. 13.25. Bláu Gillette blöðin I 3 • • M acjnr ^rtptr - Borðsilfur: Fjölbreytt úrval af fögrum gerðum. Silfurplett — borðbúnaður: Norskur, Vidar. Stál — borðbúnaður: Danskur, Ambassadeur. 3ön Spunössnn Skoripripaverzlun Ekkert þvottaefni verndar ; ■ kvensokkana jafn vel og ! R E I! R E I ver þá gegn lykkjuföllum, hindrar ló- ; myndun, eyknr endingu og ; blæfcgurð þeirra. En jafn- framt verndar R E I hörundið! Notið því heldur R E I! Skrifstofustúlka getur fengið atvinnu í sumar á skrifstofu okkar. Heildverzlun Stefáns Thorarensen, h.f. Laugaveg 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.