Morgunblaðið - 14.06.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.06.1955, Blaðsíða 16
VeðurúliiJídag: Norðaustan stinningskaldi. Rigning öðru hvoru. Krúsjeff og félagar hjá Tító. — Sjá grein á blaðsíðu 9. 131. tbl. — Þriðjudagur 14. júní 1955 íjölmenn héraðsmót Sjálfstæðis- manna í Bolungarvík og Isafirði ÍSAFIRÐI, 13. júní — Héraðsmót Sjálfstæðismanna á ísafirði var haldið s.l. laugardag. Högni Þórðarson, formaður Sjálfstæðisfélags Isfirðinga, setti mótið og stjórnaði því. Hæður fluttu Kjartan Jó- hannsson, alþm., Ingólfur Jónsson viðskiptamálaráðherra og Matt- hías Bjarnason, bæjarfulltrúi. I BOLUNGARVIK Á sunnúdaginn var haldið hér- aðsmót í Bolungarvík. Jónatan Einarsson, formaður Sjálfstæðis- félagsins Þjóðólfs, setti mótið, en Halldóra Helgadóttir, formaður Sjálfstæðiskvennafélagsins Þuríð ar Sundafyllis, stjórnaði því. Þar fluttu ræður Sigurður Bjarnason, alþingismaður og Ingólfur Jóns- feon ráðherra, en auk þess fluttu ávörp Áki Eggertsson, fyrir hönd Sjálfstæðisfélagsins í Súðavík og Þórður Sigurðsson, bóndi fyrir hönd Sjálfstæðisfélagsins í Hnífs- dal. FJÖLMENNT HÉRAÐSMÓT Héraðsmót þessi voru mjög fjölmenn, og munu um 800 manns hafa tekið þátt í þeim báðum. Ræðumönnum var tekið með af- brigðum vel, og voru mótin í alla staði hin ánægjulegustu. — Leik- ararnir Haraldur Á. Sigurðsson og Brynjólfur Jóhannesson skemmtu á báðum mótunum og að lokum var stiginn dans. LœknaþingiB sett í gœr Dr. Busch flutti Jbar fyrirlestur LÆKNAÞING íslands var sett í gær í 1. kennslustofu Há- skólans. Þar voru lögð fram skýrsla stjórnarinnar og reikn- ingar félagsins, og urðu síðan umræður um hvorttveggja. — Þingið etendur yfir frá 13.—15. þessa mánaðar og verða þar flutt erindi um læknisfræðileg efni auk venjulegra þingstarfa. FYRIRLESTUR DR. BUSCHS f viðtali, sem Mbl. átti í gær við Valtý Albertsson lækni, for- mann Læknafélags íslands, sagði hahn, að danski læknirinn, dr. E. Busch, myndi flytja erindi á j vegum félagsins, en hann er hér í boði Læknafélagsins og Háskóla Islands. — Dr. Busch flutti fyrir- lestur á þingi Læknafélagsins í gær, og er sagt lítillega frá efni hans í viðtali við hann á öðrum stað í blaðinu. — Dr. Busch flyt- ur annan fyrirlestur á vegum Háskólans, um heilaaðgerðir við geðsjúkdómum. TVEIR FYRIRLESTRAR í DAG í dag verða tveir fyrirlestrar fluttir á læknaþinginu: Dr. med. Óskar Þ. Þórðarson ræðir um sérstaka hjartasjúkdóma og dr. med. Halldór Hansen um krabba- mein í maga og árangur af skurð- aðgerðum við því. íslendingar enn neðstir á Norðurlandamóti í bridge Einkaskeyti til Mbl. BÁSTAD, 13. júní — Önnur um- ferð á Norðurlandamótinu í bridge fór þannig, að Svíþjóð A vann Danmörku A, Noregur A vann Svíþjóð B, Finnland B vann ísland B, Noregur B vann Danmörku B Qg Finnland A vann ísland A. Þriðja umferð: Svíþjóð A vann ísland A, Svíþjóð B vann Noreg B, Finnland B og Danmörk A gerðu jafntefli, Finnland A vann Noreg A, Danmörk B vann Ísland B. Fjórða umferð: Svíþjóð A vann Noreg A, fsland B vann Svíþjóð B, Danmörk B vann Einnland B, Noregur B gerði jafntefli við Finnland A og Dan- mörk A vann fsland A. Fimmta umferð: ísland A vaftn Finnland B, Finnland A vann ísland B, Noregur B vann fívíþjóð A, Svíþjóð B gerði jafn- tefli við Danmörku B og Nor- egur A vann Danmörku A. Stigin eftir fimmtu umferð eru þannig: Finnland 12, Svíþjóð 11, Noregur 11, Danmörk 10 og ís- land 6. f kvennakeppninni fór önnur umferð þannig, að Danmörk vana ísland og Svíþjóð vann Noreg. f þriðju umferð vann Svíþjóð ísland og Danmörk vann Noreg. í fjórðu umferð vann Noregur ísland og Danmörk vann Svíþjóð. — Staðan er þannig: Danmörk 8 stig, Svíþjóð 4, Noregur 3 og ísland 1. — Ólaíur. Vesffirðingar íagna Vesifjarðabændum á Þingvöllum STJÓRN V estf irðingafélagsins hér í Reykjavík hefur ákveðið að efna til hópferðar Vestfirðinga austur á Þingvöll á miðvikudag- inn og fagna þar sveitungum, þátttakendum í bændaför Vest- fjarðabænda hér um suðurland- ið. Verður lagt af stað héðan úr bænum kl. 5,30 um kvöldið frá Bifreiðastöð íslands. Væntir stjórnin þess, að Vestfirðingar hér í Reykjavík fjölmenni í þessa skemmtiför Þar gefst mönnum gott tækifæri, nærri því einstakt, að hitta svo marga Vestfjarða- bændur. Miðar í skemmtiferð þessa eru seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Happdræffi SjáHslæðisflokkilns Verkiöllum luuk um helginu Á LAUGARDAGSKVÖLD um kl. 10 tókust samningar í kaup og kjaradeilu háseta og kyndara á kaupskipaflota landsmanna og er því lokið verkfalli því sem hófst aðfaranótt 7. júní. Það var fyrir milligöngu Torfa Hjartarsonar sáttasemjara ríkis- ins sem samningar náðust. Stóð lokafundurinn yfir frá því klukk- an 9 á miðvikudagskvöld og var ekki staðið upp frá samninga- borðinu nema í matarhléum, fyrr en klukkan 10 á laugardags- kvöldið. Er þetta lengsti sátta- fundur sem um getur. Samkvæmt hinum nýja samn- ingi verður grunnkaup timbur- manna og bátsmanna kr. 2148 á mánuði. Kaup fullgildra háseta kr. 1950 og viðvaninga 1359. — Yfirkyndarar fá 2229 krónur á mánuði og hreingerningarmenn i kr. 2115 og smyrjarar kr. 2229. Þá fengu hásetar og kyndarar aukið orlof, en yfirvinnutrygg- ing féll niður úr samningunum. Þá var um helgina samið við rafvirkja. Fengu þeir sama kaup og járnsmiðir og fleiri iðnaðar- menn, en að auki 10% hækkun á óþrifalegustu rafvirkjastörfin svo og aukið orlof. Verkfalli raf- virkja er þar með einnig lokið. Er nú ekkert stéttarfélag í land- inu í verkfalli eins og stendur. Fimm hagfræðingar ræða um norræna mynf FIMM norrænir hagfræðingar munu flytja ávörp á norrænni hátíð, sem haldin verður í há- tíðasal háskólans í kvöld, og munu þeir ræða um norræna mynt. Auk þéirra mun sænski þjóðlagasöngvarinn Gunnar Turesson syngja einsöng og Karlakórinn Fóstbræður syngur. Öllum er heimill aðgangur að hátíðinni meðan húsrúm leyfir. Hagfræðingar þeir, sem tala, eru þessir: Frá Danmörku Thor- kil Kristensen, fyrrum fjármála- ráðherra, frá Finnlandi Bruno Suviranta, prófessor, frá Svíþjóð, Erik Lundberg, prófessor, frá Noregi Knut Getz Wold, skrif- stofustjóri viðskiptamálaráðu- heytisins og frá íslandi Gylfi Þ. Gíslason, prófessor. Hátíð þessi er haldin að til- hlutan SÍS og NAF — norræna samvinnusambandsins, en það heldur aðalfund sinn í Reykjavík nú í vikunni. Fyrjfi fólksilufningi- bllllnn í Árneshreppi GJÖGRI, 13. júní — Ragnar Jakobsson í Reykjafirði keypti sér nýlega fimm manna fólks- flutningabifreið, og er það fyrsti fólktflutningabíllinn, sem kemur í Árneshrepp. Eru það mikil þægindi fyrir fólk hér að geta skroppið í bíi á milli bæja. —R. T. Nú er síðasta tækifærið að freista gæfunnar í bifreiðarhappdrætti Sjálfstæðisflokksins, því að dregið verður í happdrættinu á morgun. SJÁLFSTÆÐISFÓLK. Nú vantar aðeins herzlumuninn að allif happdrættismirðarnir seljist. Sameinumst um að tryggja það, að allir miðamir seljist. Hver miði kostar aðeins 100 krónur, en vinn< ingurinn er yfir 90 þúsund króna virði. i SJÁLFSTÆÐISFÓLK og aðrir velunnarar Sjálfstæðisflokksins, sem ekki hafið enn keypt miða. Kaupið happdrættismiða nú i dag, Með því leggið þér mikilvægan skerf til eflingar starfsemi flokks- ins, en getið um leið hreppt verðmikinn vinning, ef heppnin er með. s- ilftarungar í fyrstasinn á íleyk ju víknrljörn NÚ getið þið á Morgunblaðinu flutt bæjarbúum skemmti- lega fregn á morgun, sagði Kjartan Ólafsson brunavörður í símtali við Mbl. í gærdag. 2 EÐA 4 Álftahjónin í Þorfinnshólma í Syðri Tjörninni hafa eignast fjóra unga, að því er fullyrt er. — Kjartan kvaðst hafa séð tvo, en menn, sem voru á ferli við Syðri Tjörnina í gærmorgun kváðust hafa séð fjóra unga á vakki í hólmanum. Það mun nærri því einsdæmi að álft eigi fjóra unga, sé það rétt tala. í FYRRA í fyrra urðu álaftahjónin fyrir svo miklu ónæði, að eggin urðu ónýt. í vor var snemma afgirt svæði í námunda við Þorfinns- hólma og urðu hjónin fyrir minna ónæði. SÝNH) ÞEIM NÆRGÆTNI Nú skulu allir bæjarbúar hvatt ir til þess að sýna þessum heið- urs álftahjónum og ungum þeirra nærgætni, og þá mun vel fara. Þessir álftarungar mun vera þeir fyrstu sem í heiminn koma í bæjarlandi Reykjavíkur. Sjóvótryggingafélag íslands greiddi 17 millj. kr. fyrir tjtín og líftryggingnr ó s.l. óri S J Ó VÁTR Y GGIN G ARFÉL AG íslands hélt aðalfund sinn s.l. mánudag 13. júní. Formaður félagsstjórnar, Hall- dór Kr. Þorsteinsson, minntist í upphafi þeirra Benedikts Sveins- sonar fyrrv. alþingisforseta og Þorgeirs Pálssonar framkvæmda- stjóra. Iðgjöld allra deilda námu árið 1954 um 24.114.000 krónum, en samanlögð tjón og útborganir á líftryggingum námu hins vegar rúmlega 17 milljónum. Varasjóður, viðlagasjóður og ið gjalda- og tjónavarasjóðir hækk- uðu um 1.364.000 krónur og eru nú samtals 20.133.000 krónur. Hreinn tekjuafgángur ham s.l. ár. kr. 228.879.00. Eins og áður rekur félagið fjórar aðal tryggingadeildir, en tekur auk þess að sér allar teg- undir trygginga, auk endurtrygg- I inga. I í reikningunum er einnig birt- ur reikningur Eftirlaunasjóðs starfsmanna, sem var við árslok rúmlega 1.300.000 krónur. Núverandi stjórn skipa þeir: Halldór Kr. Þorsteinsson, skip- stjóri, sem er formaður félags- stjórnar, Lárus Fjeldsted, hrl., Hallgrímur A. Tulinius, stór- kaupmaður, Sveinn Benediktsson framkvæmdastjóri og Geir Hall- grímsson, hdl. Endurskoðendur félagsins eru nú þeir Einar E. Kvaran aðal- bókari og Teitur Finnbogason, f ramk væmdastj óri. Brynjólfur Stefánsson, trygg- ingafræðingur, hefur verið fram- kvæmdastjóri frá 1933. Dauðaleit ú ungum pilti I GÆRKVÖLDI hófst héðan frá bænum dauðaleit að ungum pilti, Birgi Jóhannssyni, Öldugötu 18, hér i Reykjavík. Fór hann a® heiman frá sér seint á laugarc’ags- kvöld. Síðan hefur ekkert til piltsins spurzt, en lýst var oftii! honum i útvarpinu í gær. HJálparsveit skáta og fleirl hófu leit í gærkvöldi og leiiuða á Rjúpnaliæð, Vatnsenda og þac í grennd. Þessa sama pilts, var einnig leitað mjög fyrir nokkru, er hann hvarf að heiman frá sér. Fannst hann þá eftir rúmlega sólarhi ingn leit í nágrenni bæjarins. Þessi ungi piltur er þungZynd* ur mjög, og fer einförum. ------------------ J Reykjarheiðl fær bifreilftHn HÚSAVÍK, 13. júní. — Reykjar- heiði er nú orðin íær bifreiðum og er það óvenju snemma árs„ miðað við undaníarin vor. Er þar með greið leið fyrir bifreið- ar til Raufarhafnar og Þórshafn- ar, gegnum Húsavík. —FréttaritarL REYKJAVÍK ABCDEFGH Ilfll• Ihmk 9 'W'/ m a I ■ á i-M SAÍ ABCDEFGH STOKKHÓLMUR 10. leikur Stokkhólms: h2—h3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.