Morgunblaðið - 15.06.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.06.1955, Blaðsíða 1
16 síður tfjpnMaMtSí 18. árgangu 132. tbl. — Miðvikudagur 15. júní 1955 lf rentsmiffj* M«rgunblaðsina Vestur-Þjóöverjar harðir í horn oð taka Ræba Jbe/V Wð austur-þýzku stjórnina um framtio Þýzkalands? Bonn, 14. júní. — Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB. HINN nýi utanríkisráðherra Vestur-Þýzkalands, dr. von Brentano, hélt fyrsta blaðamannafund sinn í dag, eftir að hann tók við embætti utanríkisráðherra af Adenauer kanslara. Brentano sagði m. a., að Vestur-Þjóðverjar viðurkenni aldrei Austur-Þýzkaland sem sérstakt fullvalda riki. Ekki komi til mála, að þeir semji um það í Moskvu í staðinn fyrir viðurkenningu Sovétstjórnarinnar á vestur-þýzku stjórn- erra ikUDE bréf sitt Ráðherrann sagði enn fremur, að Vestur-Þjóðverjar mundu e. t. v. fallast á óformlegar viðræður við austur-þýzku stjórnina um Þýzkalandsmálin. AUSTUR-LANDAMÆRIN Þá sagði Brentano og, að Vest- ur-Þjóðverjar ætluðu ekki að gera framtíðarlandamæri Þýzka- lands í austri að sérstöku ágrein- ingsatriði í Moskvu. Það mál verði að athuga, þegar umræð- ur hefjast um sameiningu alls landsins. SENDINEFND TIL GENFAR Að lokum sagði ráðherrann, að Þjóðverjar hygðust senda sér- staka sendinefnd á væntanlegan fjórveldafund í Genf. Togarinn var tekinn að veið ' Verkfalli brezkra járn- brantaistarfsmanna lokið Höggvið á Gordonshnútinn eftir míkiö öngþveífi Lundúnum, 14. júní. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB. IDAG var járnbrautaverkfallinu í Bretlandi aflýst eftir 2ja klst. viðræður deiluaðila við verkamálaráðherra landsins. — Eftir fundinn gaf ráðherrann Neðri málstofunni skýrslu um þessi ú,rslit og sagði, að hann hefði aldrei „verið ánægðari allt sitt líf", eins og hann komst að orði. — Vinna verður því tekin upp aftur við járnbrautirnar á miðnætti, en um 70 þús. járnbrautarstarfsmenn hafa tekið þátt í verkfallinu, sem staðið hefur yfir í rúman háifan mánuð. Lítið um Reykingar í Kreml ** FARGI LÉTT AF ÞJÓÐINNI Mikið öngþveiti hefur siglt í kjölfar verkfallsins og fór það dagversnandi, er á leið. Margar verksmiðjur voru að verða hrá- efnalausar og útlitið mjög slæmt í landinu. Hefur því miklu fargi verið létt af brezku þjóðinni. Sfúlkan fékk 16 miHjcnir dala Bjargaði bandarískum flugmanni á stríðsárunum • FAENZA, 14. júní. —ítölsk stúlka, sem vann sér það til frægðar á stríðsárunum að bjarga bandariskum flugmanni undan sporhundum gestapós, fékk vitneskju um það í dag, — að hann hefði arfleitt hana að 16 milljónum dollara eða yíir 250 millj. íslenzkra króna. FÓR MEÐ HANN HEIM ? Flugmaðurinn, John "Warmer, lézt í Kaliforníu snemma á þessu ári. — 1944 tók hann þátt í flug- árás á borgina Faenza, sem er skammt frá Ravenna, en flugvél hans var skotin niður af Þjóð- Verjum. Warmer stökk þá út í fallhlíf og kom heill á húfi til jarðar. Angela Portaluri, sem þá var aðeins 8 ára gömul, fór með hann heim til sín, þar sem hann faldi sig í marga mánuði. — Angela, sem nú er 19 ára gömul, býr enn í Faenza. 18. júlí MOSKVU, 14. júní — Rússar hafa fallizt á, að fjórveldafund- urinn verði haldinn í Genf inn 18. júlí n. k. — Segja þeir, að nauðsyn beri til, að hann verði lengur en þá 4 daga, sem ráð- gert var í upphafi. Vesturveldin hafa ekkert á móti því, ef sýnt jþykir, að það beri einhvern ár- angur. —Reuter-NTB KLUKKAN 2 s. 1. mánudagsnótt kom til Keflavikurflugvallar Super-Constelation flugvél frá þýzka flugfélaginu Lufthansa. Meðal farþega var dr. Adenauer, sem var á leið til Bandaríkjanna til að sitja fund æðstu manna fjórveldanna. Flugvélin hafði hér aðeins hálftíma dvöl og svaf Adenauer í henni á meðan. —Bogi. Brefadrolfning ti! Oslóar LONDON, 13. júní — Meir en 4000 bátar munu fylgja í kjöl- far drottningarskipsins er það siglir með Elísabetu drottningu og hertogann af Edinborg upp Oslófjörð, er þau koma í opin- bera heimsókn til Noregs 24. júní næstkomandi. Gert er ráð fyrir að 200 þús. manns verði á hafnarbakkanum, Ráðhústorginu og við göturnar sem ekið verður um í Osló til þess að fagna Bretadrottningu. HR. GLAUCE Ferreira de Souza afhenti í gær að viðstöddum ut- anríkisráðherra, forseta íslands trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Brazilíu á íslandi, með aðsetri í Ósló, við virðulega athöfn á Bessastöðum. Að athöfninni lokinni sat sendiherrann hádegisverðarboð i forsetahjónanna ásamt öðrum | gestum. — (Fréttatilkynning frá skrifstofu forseta íslands). Á SAMA MÁLI! BERLÍN — Otto Grotewohl, austur-þýzki forsætisráðherrann, fullvissað' landsmenn sína um það í fyrradag, að það hefði allt- af verið skoðun sín, að vinátta Vestur-Þýzkalands og Sovétríkj- anna yrði öllu Þýzkalandi til góðs. Grotewohl kvaðst fyrst hafa ymprað á því við Ráðstjórnina á s. 1. ári, að Adenauer yrði boðið til Moskvu til skrafs og ráða- gerða. — Grotewohl kvaðst því styðja gerðir Sovétherranna! Koma Þjóðverjar knéskoti á Bretann? LUNDÚNUM, 14. júní — Skipa- smíðastöð ein í Bremen í Þýzka- landi hefir tekið að sér smíði 3ja skipa fyrir brezkt skipafélag. ¦— Hér er um að ræða fiutninga- skip, og eiga þau að vera yfir 8000 tonn hvert uni sig. Skipasmíðastöðin sendi tilboð í smíði skipanna, og var það 15% lægra en tiltaoð frá 6 brezkum skipasmiðastóðvum og einni hollenzkri. Auk þess geta Þjóð- verjarnir afhent skipin 8 mánuð- um fyrr en Bretar og Hollend- ingar. —Reuter. Adenauer ræðir urn Moskvuför sína NEW YORK, 14. júní — Adenau- er er nú í heimsókn hér í borg, og í dag snæddi hann miðdegis- verð með Eisenhower forseta. — í dag ræddi hann og við Dulles um hina nýju afstöðu Sovét- stjórnarinnar til Vestur-Þýzka- lands, en ekki hefir verið gef- in út nein tilkynning um fund þeirra. ir N. k. föstudag hefjast við- ræður Adenauers við utanríkis- ráðherra Vesturveldanna í New York, og verður væntanleg Moskvuför hans einkum á dag- skrá. —Reuter. -•- T Seint í gærkvöldi bárust fréttir um það, að þeir Eisen- hower, DuIIes og Adenauer hefðu gefið út sameiginlega yfirlýsingu um viðræður þeirra í New York. Segir þar, að þeir hafi einkum rætt um möguleika á samkomu- lagi milli Austurs og Vesturs. — Einnig ræða þeir um sambúð Vestur-Þýzkalands og Banda- rikjanna og voru sammála um, að þessar vinaþjóðir eigi að hafa með sér náið samstarf í fram- tiðinni, eins og hingað til. — Þá er og lögð áherzla á, að Vestur- veldin hafi með sér náið sam- starf um öryggismál. T í yfirlýsingunni segir enn fremur, að hlutleysi Þýzkalands sé óhugsandi, — og ber fréttarit- urum saman um, að Adenauer hafi þarna undirstrikað stefnu stjórnarinnar, svo að ekki sé um að villast. NÝJU JÓRVÍK, 14. júní — Kristna Menon er nú kominn hingað frá Peking, þar sem hann ræddi við Chou-en-læ um For- mósu. — í dag ræddi hann við Eisenhower, forseta um Formósu. MOSKVU, 14. júní — Leiðtogar Sovétríkjanna reykja ekki. Þó er ein undantekning: Bulganin forsætisráðherra — og hann reykir aðeins í veizlum og sam- kvæmum. — Kaganovits, vara- forsætisráðherra og Voroshilov j forseti sögðu mönnum frá þessu ¦ í boði í indverska sendiráðinu nú j fyrir skemmstu. Voroshilov er mikill andstæð- ingur tóbaksins: „Hvernig getur sterkur og heilbrigður maður látið tóbakið ná algerðum tökum á sér", sagði hann. Kaganovits bætti því þó við, að engin lóg giltu um það, hvort ráðamenn Rússlands mættu reykja eða ekki. Það væri þeirra einkamál. — í þessu sambandi minnast menn þess, að Stalín gamli var mikill reykingamaður. * HÆRRI LAUN Lengi vel stóð í miklu þjarki milli deiluaðila, og greindi menn mjög á um, hvernig leysa ætti verkfallið. Hafa verið litlar horf- ur á, að úr rættist, fyrr en þá nú í dag, og mun verkamálaráð- herrann hafa átt sinn þátt í að höggva á þenna Gordíonshnút. Gengið var að mestu að kröf- um eimreiðarstjóra og kindara um hærri laun fyrir þá, sem gegna sérstaklega ábyrgðarmikl- um störfum við járnbrautirnar. Salkbóluefni við krabbameini? NEW YORK — Sex banda- riskir visindamenn hafa nú verið ráðnir til að sjá um og hafa eftirlit með framleiðsl- unni á Salk-bóluefninu þar í landi. — Dr. Leonard Scheele, sem umsjón hefir með allri lyfjafrmleiðslu Bandaríkjanna hefir sagt, að fullvíst megi telja, að bóluefnið megi einnig nota við lungnabólgu, inflú- ensu, mislingum — og jafnvel krabbameini. Líkaminn kældur niður í 25 gráður • DANSKA blaðið Dagens Ny- heder skýrir frá því nýlega (12. þ.m.), að ungur danskur læknir hafi komið með nýjar aðferðir í heilaskurðlækningum, sem vak- ið hafa mikla athygli sérfræðinga og vonir um góðan árangur. # Margir helztu heilasérfræð- ingar Norðurlanda voru nýlega á læknafundi í Lundi. — Þar skýrði Nils Lundberg yfirlæknir í Lundi frá 18 miklum heila- skurðum, sem hann hefir gert með því að kæla líkamshita sjúklinganna niður i 25 gráður á Celsíus. — Kom aðstoðarlæknir hans, Kaj Nilsen, fram með þessa aðferð fyrir 3 árum Ekki er þó unnt að segja neitt um framtíð þessarar aðferðar — eða Hypo- termi, eins og hún er kölluð á læknamáli — en margt bendir til, að hún muni reynazt heilla- drjúg í framtíðinni. I Lézt af mýbiti KAUPMANNAHOFN — Sá ein- stæði atburður gerðist nýlega í Danmörku, að maður nokkur lézt af mýflugnabiti. Hann hafði ver- ið skorinn upp og legið um tíma á sjúkrahúsi í Esbjerg. — Hann var að skríða saman og fékk sér gönguferð í sjúkrahússgarðin- um, þegar hann var allt í einu stunginn af mýflugu rétt ofan við annað augað. Maðurinn sagði engum frá bitinu, fyrr en daginn eftir, en það var þá orðið um seinan. Læknar fengu við ekkert ráðið og lézt maðurinn s. 1. sunnudag. Er óvenjulegt, að menn deyi af mýflugnabiti; kemur það varla fyrir nema menn séu veikburða og illa fyrir kallaðir. Auglýsingar •em birtaet eiga i sunnuáagsbíaðinu þurf a a8 haf a boriit fyrir kl. 6 á fimmtudag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.