Morgunblaðið - 15.06.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.06.1955, Blaðsíða 2
MORGUTSBLÁÐIÐ Miðvikudagur 15. júní 1953 J 2 Menn úr Bosfon-sinfóníu- hUjómsvQÍtinni íeika hér I|OSTON sinfóníuhljómsveitin ^ er talin einhver bezta hljóm- sveit í Bandaríkjunum. Um lang- ah aldur var hinn nafnfrægi Serge Koussevitzky stjórnandi hljómsveitarinnar og undir handleiðslu hans vann hún sér ivægS, sem hún nýtur nú. Flokkur tónlistarmanna úr hessari hljómsveit er nú kom- ir\n hingað. Eru þetta sjö menn: Ernil Kornsand, George Humphr- *ty og Roger Brink, fiðluleikarar, Alfred Zighera, cellóleikari, Louis Speyer, sem leikur á enskt horn, Roger Voisin, trompetleikari og Rosario Mazzeo, sem leikur á klarinet. Meðlimir flokksins hafa hver um sig ýmislegt sér til ágætis. T. d. var Kornsand lengi fyrsti fiðiuléikari ríkisóperunnar í Eerlín. — Roger Brink, sem er ■ungur maður, hefur þegar unnið sér mikla frægð sem einleikari. Mazzeo hefur verið 22 ár í hljóm- sveitinni. Hann er einn þekktasti kennari Bandaríkjanna í klarinet leik. Þá hefur hann einnig fund- ið upp nýja gerð af klarinet, sem nú er byrjað að tramleiða í Frakklandi. Auk þessa er hann þekktur fuglafræðingur og Heimsskautarannsóknarstofnun Norður-Ameríku fól honum að skipuleggja vísindaleiðangur til Bylot-eyja, norður af Baffin- eyjum. Trompetleikarinn Voisin var aðeins 17 ára gamall, þegar stoðarcellóeinleikari hljómsveit- sveitinni. Hann er frægur fyrir framúrskarandi tækni i leik sín- um. Fiðluleikarinn Humphrey hefur verið með hljómsveitinni í 21 ár. Hann hefur stundað nám við New England tónlistarskól- ann og við Curtis Tónlistarstofn- unina. Zighera hefur verið að- stoðarcel láeinleikari hlj ómsveit- arinnar síðan 1925. Hann er meðlimur Boston Strengjakvint- ettsins og stofnandi Fornhljóð- íæraklúbbsins í Boston. Speyer stofnaði tónlistarfélagsskap þann, sem nefnisl „Berkshire Wood- wind Enst.mble“ og hefur oft komið fram sem hljómsveitar- stjórí. Hann útskrifaðist frá Tónlistarskólanum í París með fyrstu verðlaun og franska stjórn in hefur tvívegis veitt honum viðurkenningu fyrir staVf hans í þágu tónlistar- og menningar- mála. Hann hefur verið í hljóm- sveitinni síðan 1918. Flokkurinn heldur tónleika í Vestmannaeyjum (með E. Power Biggs, orgelleikara), í dag. Þar- næst verða tónleikar í Dómkirkj- unni í Reykjavík 16. júní. í Hafn- arfirði leikur flokkurinn 20. júní og í Reykjavík 21. júní (með íslenzku S in fóníuhlj ómsveitinni). Almcnnar trvgjr- ingar greiddu 7.3 millj. í bætur fyrir tjön AÐALFUNDUR Almennra Trygginga h.f. var haldinn í gær í skrifstofu félagsins, Austur- stræti 10. skipa nú: Carl Olsen konsúll, Olsen, ræðismaður, setti fundinn, o ger hér úrdráttur úr skýrslu þeirri, er hann gaf fundinum: Iðgjöld féíagsins í öllum deild- um námu samtals 12 milljónum, en voru árið áður 13,5 milljónir. Mismunur þessi til lækkunar stafar af því, að félagið missti brunatryggingarnar á húseignum í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur frá 1. apríl 1954, en iðgjöld fyrir þær tryggingar voru rúmlega 3.6 milljón krónur, svo talsverð iðgjaldaaukning hefur í rauninni orðið á s.l. ári. i Tjón voru samtals 7,3 milljón krónur á árinu á móti 8,2 millj. fyrir árið 1953. I Núverandi stjórn félagsins skipa nú: Carl Olsen konsúll,1 Gunnar Einarsson prentsm.stj., Jónas Hvannberg kaupm., Krist- ján Siggeirsson, kaupm. og Sig- fús Bjarnason stórkaupmaður. í varastjórn eru: Ólafur Þor- steinsson læknir og Sigurður B. Sigurðsson kcnsúll. SigríSssr Björg Sveins lir, NÍUTÍU ÁRA er í dag ekkjan Sigríður Björg Sveinsdóttir frá Skarði í Skagafirði. Hún er Hún- vetningur að ætt, fædd 15. júní , 1865 í Finnstungu í Blöndudal, foreldrar hennar voru Ingibjörg Hannesdóttir og Sveinn Sigvalda- ' son, hjá þeim ólst hún upp að mestu leyti. Þeir munu lengi minsiasl dvafarinmr s sumarbú Sjö drengir heim effir sex vikna dvöl í Danmörku IGÆRKVÖLDI komu hingað til Reykjavíkur flugleiðis frá Kaupmannahöfn sjö drengir 8—13 ára, sem dvalizt hafa í Bumarbúðum fyrir lamaða drengi í Gudbergslejren í bænum Nystede á Sjálandi. Þangað bauð þeim eigandi búðanna, Stig Guldberg, en Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra greiddi fyrir þá farareyrinn út og heim aftur. Létu drengirnir hið bezta yfir dvölinni i Guldbergsbúðum. — Voru þeir hinir hressustu í bragði. Þeir hafa verið í búð- unum um sex vikna skeið. Vorið var kalt í Danmörku, en undan- farnar vikur hefur verið veður- blíðá þar. SKEMMTILEG FÖR Jónína Guðmundsdóttir nudd- Itona í Hafnarfirði, var með drengjunum í þessari för þeirra. 1 stuttu samtali við Mbl. í gær- Lvöldi sagði hún að ferðin hefði í alla staði verið hin ánægjuleg- asta fyrir drengina, og sjálf kvaðzt hún hafa haft mikið gagn af því að kynnast rekstri þessa Etóra heimilis. Þar voru 68 bðrn frá mörgum löndhm Evrópu, og öll voru þau fiirðu fljót að gera sig skiljan- lejg á dönsku. Dagurinn hjá börn- unum leið fljótt,- því daglega voru fernar gönguferðir. Eldri drengir smíðuðu en yngri mót- uðu í leir. Og í frístundum voru strákarnir í knattspyrnu. Þegar veður leyfði fóru allir í sjóbað. Starfsemi búðanna byggist á því, að börnin eru látin bjarga sér sjálf sem allra mest. Jónína gat þess t. d., að knattspyrnulið drengjanna í búðunum hefði skorað á lið fullfrískra drengja þar í Nysted, og fóru Guld- bergsbúða-drengirnir með sigur ' í þeirri keppni. | Jónína gat þess að lokum að drengirnir myndu vafalaust lengi minnast hinna ánægjulegu daga í Nysted og vera þakklátir gest- gjafa sínum, Stig Guldberg, fyr- ir það að bjóða þeim til dvalar í þessum fyrirmyndar búðum. ! Drengirnir eru þessir: Davíð Garðarsson, Kópavogi, Vikar Pétursson, Kópavogi, Einar Matthíasson, Reykjavík, Reynir Guðmundsson, Rvík, Björn Sigur jónsson, Reykjalundi, Haukur A. Gunnarsson, Þingeyri og Ágúst' Halldórsson, Flóa í Árnessýslu. • Sigríður giftist Lárusi Stefáns- syni, þau hjónin fluttust að Skarði í Gönguskörðum i Skaga- 1 firði og bjuggu þau allan sinn búskap þar, um 40 ár. Þeim hjón- um varð 12 barna auðið. Af þess- um stóra hóp eru tvö dáin. Mann sinn missti Sigriður 28. apríl 1929. j Eftir það bjó hún með börnum sínum í Skarði allt til ársins 1945, en þá fluttist Sigríður suður til Keflavíkur og hefur dvalizt hjá dóttir sinni Klöru, og manni henn ar Guðmundi Halldórssyni. j Ég hef verið svo lánsamur að fá að vera samvistum með Sigríði bæði í Skarði og eins í Keflacík, og margt hefir hún sagt mér frá sínum yngri árum og liðnum tím- um, sem mér verður lengi minni- stætt. Sigríður er vel ern þrátt i fyrir sinn háa aldur og fylgist vel með öllu sem fram fer, og er hrókur alls fagnaðar í vinahópi. Ég óska þér til hamingju með daginn elsku amma og vona að þessi merkisdagur á tímamótum ævi þinnar verði þér gleðiríkur. Sigríður dvelzt nú á heimili Jó-1 hanns sonar síns, Mávahlíð 24, Reykjavík. j G. J. G. 1 kaupmaður ÞEGAR ágætum mönnum er fyrirvaralaust svipt í burt á bezta aldri, þá valda slíkir at- burðir meiri harmi en flestir aðr- ir. Nánustu ástvinum og öðrum kunningjum og vinum finnst sem sterkir og þýðir strengir í þeirra eigin lífi séu sundur skornir. Þannig fór fyrir mér og fjölda annarra manna nær og fjær er sú harmafregn barst út hinn 7. þ.m., að Konráð Díómedesson á Blönduósi væri látinn. En þá sem endranær, er hin helkalda hönd dauðans er að verki, þá er það svo, að ekki þýðir annað en taka því sem að höndum ber með þögn og þolinmæði, hversu örðug sem sú raun er, að mæta sorginni á þann hátt. Konráð var tæpra 45 ára er hann lézt. Fæddur 18. október 1910 á Ánastöðum á Vatnsnesi. Foreldrar hans voru hjónin Ásta Jónatansdóttir og Díómedes Davíðsson smiður frá Kötlustöð- um í Vatnsdal. Konráð ólst upp hjá foreldr- um sínum og fluttist með þeim til Hvammstanga. Hann réðist sem verzlunarmaður til Sigurðar Pálmasonar 19 ára gamall og gengdi þvi starfi um 10 ára skeið. Reyndist hann þá þegar framúr- skarandi greiðvikinn, duglegur og ábyggilegur verzlunarmaður. Varð hann brátt mjög vinsæll í Vestur-Húnavatnssýslu, því öll- um, er hlut áttu að máli, þótti mjög ánægjulegt, að njóta hans fyrirgreiðslu. Árið 1939 fluttist hann svo til Blönduóss og byrj- aði þar verzlun árið eftir. Hefir hann síðan rekið þar verzlun við vaxandi álit og traust. Aðstaðan er slik á þeim stað, að um stór- verzlun hefir ekki verið að ræða. En vegna prúðmennsku sinnar, atorku og heiðarleika, fóru við- skipti Konráðs stöðugt vaxandi, og svo mundi áfram hafa gengið, ef honum hefði enzt heilsa og aldur. Árið 1944 kvæntist hann Sig- ríði Þorsteinsdóttur kaupmanns Bjarnasonar, ágætri konu. Þau eiga eina dóttur barna, nú 10 ára gamla, Margréti að nafni. Þó verzlunin væri atvinnustarf Konráðs, þá gekk jafnan svo, að hann var hlaðinn margvíslegum öðrum störfum allan þann tíma, sem hann var á Blönduósi og nokkuð áður. Var þó maðurinn fráhverfur því, að leita eftir op- inberum störfum, en traust hans og vinsældir ollu því, að vinir hans og fleiri leituðu jafnan hans aðstoðar, þegar eitthvað þurfti að vinna, er miklu þótti varða. Hann var mikill áhugamaður um íþrótt ir og varð brautryðjandi um stofnun íþróttafélaga bæði á Hvammstanga og Blönduósi. Voru það einkum knattleikarnir, er áhugi hans beittist að á íþrótta sviðinu. Þegar hafizt var handa um flugsamgöngur við Blönduós og Húnavatnssýslu, þá var strax leitað til hins áhugasama manns Konráðs Díómedessonar til að taka að sér afgreiðsluna. Hefir hann verið afgreiðslumaður Flug félags íslands alla stund síðan og unnið það starf sem önnur með frábærum áhuga og ósér- plægni. Hefir þetta verk oft verið all umfangsmikið og tímafrekt, einkum að vetrinum, þegar eitt- hvað er að. En áreiðanlega hefir Konráð notið á þessu sviði hins fyllsta trausts bæði hjá Flugfé- laginu og héraðsbúum. Á stjórnmálasviðinu hefir Konráð lengi verið áhugasamur hugsjónamaður, og hann hefir verið ótrauður að vinna fyrir sín hugsjónamál þar sem annars- staðar. Því hefir honum verið falið það vandasama starf um margra ára skeið, að vera skrif- stofustjóri Sjálfstæðisflokksins í Austur-HúnavatnssýslH við aHar kosningar og um leið hefir það jafnan komið í hans hlut, að ann- ast með öðrum áhugamönnum undirbúning héraðsmóta og ann- arrar starfsemi. Hefir í þessum efnum margt komið til greina, sem kostað hef- ir mikinn tíma og mikla fórnfýsi. En Konráð var sá maður, sem aldrei brást annarra trausti. Þvert á móti vann hann venju-* lega miklu meira, en beðið vaí um og jafnvel vonast eftir. Hann var sá maður, sem fyrirleit skrum og yfirlæti. í öllu sínU starfi sýndi hann það, að það skiptir oftar litlu mál að tala um verkin. Hitt varðar mestu, aS vinna þau og hann vann öll þau verk, sem hann tók að sér afS vinna, með frábærri elju, áhuga og dugnaði. I Hann var reglusamur maður a alla grein og gætti þess vandlega, að allt sem hann hafði með að eera væri í lagi. Þannig var um í’eikningshald allt og aðrar skila greinir frá hans hendi. Konráð Díómedesson var mik* ið prúðmenni í allri framkomu, alúðlegur og glaður í bragði, gest risinn og svo greiðvikinn um alla fyrirgreiðslu að af bar. Hann var gæíumaður á margai grein og sinnar gæfu smiður* Vann sig upp úr algeru eigna« leysi, ekki til þess að verða rík- ur maður, því það var hann ekki, heldur til sjálfstæðis, álits og framkvæmda. Hann naut þeirrar, hamingju að eignast ágæta konu, mikilhæfa og skörulega, sem ver« ið hefir honum samhent, og ást- rík, staðið með prýði fyrir hang gestrisna heimili og veitt honum alla þá ástúð er hún hefir mátt 1 margvíslegum störfum og tekið með kjarki oe stillingu á beirri raun, sem veikindi hans upp jf síðkastið hafa haft í för með sér. Framkvæmdir Konráðs erU orðnar miklar og unnar á tiltölu- lega skömmum tíma. ’’ Vandað tvílyft íbúðarhús með öllum nútíma þægindum og stórt verzlunarhús auk annarra smærrl framkvæmda. ff Hefir til þessara verka þurfí mikla vinnu og mikið fé. En þa3 mikið afrek, enda hefir eigand- inn sjálfur lagt fram ótrúlega mikla eigin vinnu t.il að koma þvi af og fegra þessi verk á allanj hátt. ^ Nú begar þessi ágæti maðua er kvaddur hinnztu kveðju á miðf um aldri, þá vil ég þakka hohunaj látnum fyrir mina hönd, fjöl« skyldu minnar og vina fyrir Iang« varandi trausta og einlæga vin«' áttu, fyrir fórnfýsi hans, hug«' sjónatryggð og ósérhlífni yið margvisleg nytjastörf og fyrií margar og ánægjulegar samvertí stundir. (, Konu hans, dóttur og öðru nán« asta tenpdafólki og frændumí votta ég djúpa og einlæga samúð og hluttekningu í ti'efni af því að missa hann svo fljótt. Óska ég þeim allrar gæfu og þeirrat! huggunar að geta glatt sig vi3 minningarnar um Viann. Þær ertt bjartar og fagrar og yfir þeira hvíla engir skuggar. ... ... ! Sá raunaléttir ^ Jón'Paímaso:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.