Morgunblaðið - 16.06.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.06.1955, Blaðsíða 7
Ásta Þorsteins- dóttir á Þjótanda - áítræð F. 21. maí 1897 f D. 12. júní 1955 HÚN lézt í sjúkrahúsi s.l. sunnu- dag, eftir stutta en þunga legu. Ásta Þorsteinsdóttir ól allan sinn aldur hér í Reykjavík. Sökum starfs síns og stöðu var hún Reykvíkingum kunn. Um þrettán ára skeið, nánar tiltekið frá 1918 til 1931, gegndi hún trúnaðar- störfum hjá Heildverzl. O. John- son & Kaaber. Árið 1931 stofnsetti hún ásamt ungfrú Kristjönu Blöndal eigið fyrirtæki, verzlunina Chic, og veitti henni forstöðu æ síðan. Sex árum síðar, eða 1937 hóf hún ásamt ungfrú Ingibjörgu Bjarnadóttur og ungfrú Krist- jönu Blöndal iðnrekstur, Nær- fatagerðina h.f. Bæði þessi fyrirtæki eru starf- rækt hér sem kunnugt er. Ásta Þorsteinsdóttir var um margt óvenjuleg kona. Það ligg- Ur í augum uppi að nokkra ár- vekni þurfi til þess að stýra fyr- irtækjum heilu og höldnu gegn- um brotsjói viðskiptalífsins, en á þessu tímabili hafa þeir verið margir og viðsjálir. Ásta Þor- steinsdóttir var góðum hæfileik- um gædd. Auk sérþekkingar í viðskiptamálum hafði hún vak- andi áhuga á almennum málum. Hún las t. d. mikið bókmenntir, innlendar og útlendar. Hæfileik- ar hennar og yfirgripsmikil þekkig var með ágætum og skip- uðu henni í fremstu röð verzl- unarstéttarinnar Sérstaka stund lagði hún á franska tungu og öðlaðist verulegt vald á því máli. Hér verður ekki gerð tilraun til þess að lýsa þessari merku konu til neinnar hlítar. Þess ger- ist ekki heldur þörf. Með lífi sinu og starfi hefur hún kynnt sig sjálft, og aðeins á einn veg, að góðu, og þá er vel. Ásta Þorsteinsdóttir fór að sjálfsögðu utan öðru hvoru vegna fyrirtækjanna. Var henni nokk- urt metnaðarmál að færa í betra horf ýmislegt samkvæmt erlend- um fyrirmyndum, og varð nokk- uð ágengt. Líktist hún í því efni þeim mönnum og konum er fyr og síðar vildu hefja þjóð sína til meiri vegs og virðingar. Um- gengni hjá okkur er í ýmsu ábóta vant, jafnt í sölubúðum sem ann- ars staðar. Þetta var henni ljóst. Háttvísi hennar og öll framkoma var þar líka til fyrirmyndar, og mun seint fyrnast. Ástu Þorsteinsdóttur auðnaðist að lifa og starfa sjálfstæð og frjáls, veitandi fremur en þiggj- andi. Mörgum verður þessi leið torsótt þrátt fyrir ýtrustu við- leitni. Hér er þá líka vandratað- ur sá gullni meðalvegur. Ver- aldarvafstur, strit fyrir daglegu lífi tekur manninn tíðum allan, svo andleg iðkun mætir afgangi. Hér orkar sjálfsagt margt tví- mælis. — Sumum er vegurinn „þröngur", öðrum „breiður“, ýmist of eða Van. Aldrei sakar að líta til lofts- ins eftir veðurútliti, því ferðinni skal haldið áfram og eilífðin er æfinlega fyrir stafni. — Eitt er víst: Hver sá er með nærveru sinni eykur á sanna gleði og góð- vild, stuðlar um leið að aukinni fegurð og fyllra lífi. Um þetta Framh. af bls. 7 ÞEIR, sem farið hafa þjóðveg- inn austur fyrir Þjórsá, hafa allir séð bæ, sem stendur vest- an megin árinnar, á jafnsléttu, rétt við brúarsporðinn. Hann stendur lágt og iætur lítið yfir sér, þó húsakynni séu mikil. En þegar nær dregur brúnni er því líkast, sem þar bíði vegfarandans vinur, sem tilbúinn sé að gera honum gott. Þetta Vinalega útlit bæjarins mun hafa laðað fram hlýja hugsun vegfarenda, oftar en margan grunar. Bær þessi heitir Þjótandi, og dregur nafn af ánni. Hann á sér sögu sem önnur býli, en saga allra býla er sagan um fólkið sem þar býr. Hér verður drepið á sögu þessa býlis, síðastliðin 58 ár, sem miklu fleiri hafa séð en til þekkja. ' Árið 1897 fluttust að Þjótanda ung hjón og hófu þar búskap. Bóndinn hét Einar Brynjólfsson frá Sóleyjarbakka í Ytri-Hrepp og kona hans Guðný Hróbjarts- dóttir frá Grafarbakka í sömu sveit. Þá stóð bærinn góðan spöl lengra upp með ánni. Húsakynni voru þar forn og aflóga og réð- ust hin ungu hjón í að reisa nýtt timburhús. Þegar það var nýlega fullgert, brann það. Var það ærið tilfinnanlegt í þann tíð, þegar engar voru tryggingar og hjónin frumbýlingar. Kom þá glöggt í ijós kjarkur og stórhugur hinna ungu hjóna og mun þeim ekki hafa komið til hugar að gugna. Afréðu þau þá ekki aðeins að byggja að nýju, heldur einnig að flytja bæinn þangað sem nú stendur hann. Brátt kom í ljós að það fór hinum ungu hjónum vel að búa í þjóðbraut. Varð heimili þeirra hina mesta miðstöð fyrir félags- líf nærliggjandi sveita og ómiss- andi greiðastaður fyrir langferða- fólk. Þar var síðar símstöð sett og jók það ennþá ómissanleik heimilisins fyrir allt nágrennið. Bóndinn var menntaður umfram það sem þá var almennt og bætti á ýmsan hátt úr því skólaleysi, sem hindraði menntaþroska al- mennings. — Meðal annars var hanh organisti og átti ríkan þátt í að útbreiða þá mennt um sveit- ir sunnanlands. Hann útvegaði mönnum hljóðfæri og smíðaði jafnvel heil „orgel“. Hann kenndi fjölda manna að spila og var heimilið jafnan mannmargt. — Vegfarendur hvíldu þar hesta sína og fengu aðhlynningu. Var þar þá söngur og glaðværð. Þó jörðin væri lítil var hún hentug, enda farsældist búskap- ur þeirra vel. Auk hans var um skeið rekin þar verzlun og á tímabili greiðasala. í öllu þessu stóð húsfreyjan hraustlega við hlið manns sins og mun hún jafnan hafa gætt þess að þungi hennar hlutverks iþyngdi honum ekki. í umsvifum heimilisins og risnu stóð hún jafnan eins og hún væri að leik. Glöð og upplögð og afkastaði miklu verki eins og smámunir væru. Þó ljómi stæði af manni hennar munu fáir minnast hans svo að þeir geti hennar ekki. Hún skein í stöðu sinni með óvenjulegum hætti, því þar fóru saman mikil afköst og óbrigðul glaðværð. Auk þess urðu menn þess fljótt varir að þar var ekki komið að tómum kofum þó húsbóndinn væri ekki heima, því ekki skorti hana úrræði til að leysa úr vanda manna eða greiða úr um nauðsynjar þeirra. Var hún bæði sjálfstæð og fús til að greiða úr vanda annarra. Margir minnast þess, hve ó- venjuleg var veitingasalan þar. Er það einkum þrennt, sem sér- staka athygli vakti. Hið fyrsta er það, að þegar að uppgjöri kom, bar það óvenju oft við að menn þurftu ekki að borga. Var það stundum vegna frændsemi við húsfreyju, stundum vegna tengda við ætt manns hennar eða einhverra vina hennar, auk fjölda annarra ástæðna, sem ekki SHI ELL w 1 II L E R W i verða taldar. Annað var það, hve veitingar voru íburðarmiklar, líktist það fremur veizlu en veit- ingasölu. Hið þriðja var húsmóð- irin sjálf. Hún gekk gjarnan sjálf um beina og vakti það undrun manna hversu hún sameinaði við þjónustu sína röskleika og nær- gætni, höfðinglegt fas húsfreyj- unnar en aldrei persónuleysi og þreytusvip griðkonunnar. Hún gekk jafnan um beina prúðbúin og vakti það aðdáun mann að svo virtist sem sama váeri á hvaða tíma dags komið væri, hún var jafnan viðbúin. Aldrei æðraðist hún um annríki og lét lítt á þreytu bera, enda var hún fá- dæmi þrekmikil til sálar og lík- ama cg hafði yndi af að starfa. Þegar greiðasalan hætti varð ekki önnur breyting á en sú að menn þurftu ekki að ráðgast við pyngju sina, en bætt var úr nauðsynjum manna eins og fyrr. Þó mikil væru innanhúss störf, mun hún jafnan hafa haft vak- andi auga með búrekstri utan- húss í fjarveru rnanns síns, sem hafði mörgum félagsstörfum að gegna. Og ekki þótti hún liðlétt- ingur við utanhúss störf þegar hún gat snúið sér að þeim. Það prýddi blóma þessa glæsi- lega heimilis, að þeim hjónum gáfust fjögur efnis börn, sem lifðu þar glaða æsku í skjóli ágætra foreldra. En síðan dró ský yfir þennan bjarta og glaða stað, því að. þrjú börnin misstu- heilsuna, hvert eftir annað og dóu öll um tvítugs aldur. Voru það erfið ár, en þeim erfiðleik- um var ekki varpað á aðra. Hélt heimilið jafnan áfram að vera veitandi og var það aðeins hægt af því að þeim hjónum var fastur í eðli írábær myndarskapur. — Vinna, atorka og kraftur Guð- nýjar húsfreyju á þessum árum, var meiri en frá verður skýrt, enda eru það hennar einkamál. Nokkrum árum eftir barna- missinn féll maður hennar einnig frá, og átti hún þá aðeins eftir einn son og má nærri geta hve dýrmætur hann var hinni reyndu konu. Þá lagðist henni sú gæfa til, að hann kvæntist um þær mundir ágætri kohu, sém áð fullu kunni að meta tengdamóður sína og gerðist sem dóttir hennar, en ýtti henni ekki út í horn eins og oft hefur við borið. Fékk hin rík- lundaða og ráðsvinna kona að halda þeim völdum og frjálsræði, sém hæfileikar hennar og þrek krafðist Qg virðist það hafa orðið beggja gifta. HefUr hún því fram til þessa dags verið hin víðkunna og vel séða hefðarkóna, sem jafnan er nefnd Guðný á Þjótanda. Og ber það nafn sérstakan hefðarblæ í eyrum allra sem til þekkja. Hún hefur enzt óvenju vel. Er hress í hugsun, sí glaðleg og ber engin merki sorga né elli. Hún er vel miðlungi fríð en alveg óvenju falleg. Andlit hennar og fas ljómar af manndómi, atorku og heillyndi. í síðustu fardögum hafði hún verið 58 ár á Þjótanda og i dag er hún áttræð. Hún á fjölda Framh. á bla. 12 Harðgerðustu arfategundunum er hægt að eyða með SHELL. WEEDKILLER W, sem er eitt öruggasta lyfið gegn arfa í gulrótum. Fjöldi tilrauna og reýnsla garðyrkjumanna hefur leitt í ljós, að það er bæði peninga- og tímasparnaður og auk þess meiri upp- skeruvon, ef úðað er á réttum tíma með SHELL WEEDKILLER W, eða þegar komin eru 1 eða 2 regluleg blöð á gulræturnar (aufc kímblaðanna). SHELL WEEDKILLER W gefur gulrótunum ekki bragð og er { óskaðlegt jarðveginum. \ Frekari upplýsingar um notkun sendar þeim, er þess óska. j ,f. Shcil á ísEandi Tryggvagötu 2 — Reykjavík. Pepsodent gerir raunverulega tennurnar HVÍTARI Tennur, sem burstaðar eru úr Pepsodent. eru mun hvítari! Það er vegna þess að þær eru hreinni! Þær eru hreinni vegna þess að Pepsodent er eina tannkremið, sem inniheldur Iriutn*. Pepsodent með IriUm hreinsar ekki aðeins tennurnar heiaur varnar tannskemmdum. Fyrir hvítari og heilbrigðarí tennur og hrífandi bros, þá notið Pepsodent kvölds og morgna. *Skrás. vörum. REYNIÐ ÞETTA í VIKU: í dag — skoðið vandlega tennurnar í speglinum. — Burstið þær með Pepsodent. Burstið þær kvölds og morgna í viku. Brosið síðan til spegilsins og sjáið mun- inn. Tennur yðar eru hvít- ari en nokkru sinni fyrr. X-PD 38/4-151-50 PEPSODENT LTD., I.ONDON, ENOIAND Afgreiðslustarf Stúlka vön afgreiðslustörfum óskast nú þegar í sér- verzlun. — Umsókn ásamt mynd ef til er, sendist afgr. Mbl. merkt: „Afgreiðslustörf —587“. Stúlka óskasl til afgreiðslnstarfa. Máncsbar, Haínarfirbi Símar: 9299 og S702. Fimmtudagur 16. júní 1955 MORGUISBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.