Morgunblaðið - 16.06.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.06.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 16. júní 1955 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjárnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Adenauer leggur áherzlu á að hraða endurhervæðingu landsins Ýmis vandamá! hafa komið upp vegna sfofnunar hins nýja þýzka hers Vínarávarpið EKKI eru liðnar nema nokkrar vikur síðan Kristinn E. Andrés- son og fylgissveinar hans komu flengríðandi austan frá ' járn- tjaldi og höfðu mikil skilaboð meðferðis. Þar hafði nefnd rúss- neskra áróðursfræðinga, sem skipulagt hefir og myndar kjarn- ann í „Heimsfriðarráðinu“ svo- kallaða, fengið þeim þær sltip- anir að flytja út til íslands, að hafizt skyldi handa af kappi miklu og safnað undirskriftum og mótmælum gegn kjarnorku- styrjöld. ★ ★ ★ Nú mun hverjum sæmilega viti bornum íslendingi í brjóst borin rík andúð á vopnaviðskipt- um og styrjöldum, og því frekar gjöreyðingu kjarnorkustyrjaldar. Ætti því að vera algjör óþarfi að óska eftir viljayfirlýsingu almennings um svo augljósan hlut, og væri þá reyndar jafnnær fyrir kommúnista að hefja aðra undirskriftasmölun gegn berkla- veiki, fjárhagskreppu eða mæði- veikinni, svo nokkur kunn díæmi séu tekin um fyrirbrigði, sem bezt væru óþekkt í þjóðfélagi voru. Þar við bætist, að séu ein- hverjar þær valdaklíkur eða rík- isstjórnir að brugga veröldinni launráð og róa að því að kjarn- orkustyrjöld brjótist út, er það auðvitað vita gagnslaust og breytir engu þar um þótt nokk- ur þúsund sálir úti á íslandi lýsi andúð sinni á slíkum styrjöldum, cg rökstyðji ekki þá andúð sína með sterkari vopnum en undir- skriftinni einni saman. ★ ★ ★ Nei, það liggur í augum uppi, að tilgangur kommún- ista með söfnun undirskrifta undir Vínarávarpið svonefnda er ekki sá að íslendingar geti þannig komið í veg fyrir að kjarnorkunni verði beitt í striði og jafnframt aflað sér friðar um aldur og ævi. Svo grunnhyggnir eru komm- únistar ekki, þótt gróflega oft vilji augljós sannindi þvælast fyrir þeim. Það hefir aldrei hvarflað að þeim Kristni Andrés- syni eða Brynjólfi Bjarnasyni að vætanlegir árásaraðilar í næstu styrjöld láti friðarundirskriftir íslendinga eða annarra þjóða ver- aidar bögglast fyrir brjóstinu á sér þegar á hólminn er komið. Slíkt háttalag myndi sannarlega gera mannkynssöguna ómerka. ★ ★ ★ En hver er þá tilgangur komm- únista með friðarhjali sínu og undirskriftasmöluninni undir Vín arávarpið? í fyrstu setningu Vínarávarps- ins er sagt „að vissar ríkisstjórn- ir“ séu að undirbúa kjarnorku- styrjöld. Varla munu kommún- istar þarna eiga við rekkjunauta sína í Moskvu og liggur því beint við að taka þetta sem styrjaldar- ásökun á hendur Vesturveldun- um. Og þar með er tilgangurinn kominn í Ijós. Með þessari einu setningu fletta kommúnistar ofan af hver hin raunsanna ætlun þeirra er með undirskrifta- smöluninni. Hún er ekkert ’ annað en Iævíst áróðursbragð, til þess eins ætlað að sverta hinar vestrænu lýðræðisþjóð- ir, bera þær upplognum ásök- unum um að þær séu að hrinda nýrri kjarnorkustyrj- öld af stokkunum og vilji gjöreyðingu manns og menn- ingar í atomeldi! Og þessu enn til rökstuðnings er ekki úr vegi að líta á hvernig þúsundára ríki kommúnista sjálfra hefir framkvæmt friðar- sókn sína og hvort þar skyldi ríkja meiri andstyggð á tundri og púðurreyk en með oss vest- rænum þjóðum. í engu landi veraldar nema Rússlandi, er þjóðhátíð landsins haldin með drunum orrustuflugvéla, er sverta himininn, nið þúsunda þungavopna og vígvéla, er renna um strætin og þrammi þéttra hermannafylkinga með alvæpni. Þannig er friðarins og framtíð- arinnar minnzt í þeirri sveit. Rússneski herinn er hinn öfl- ugasti -í veröldinni, um 200 her- fylki, og ekkert land eyðir jafn miklu fjármagni árlega til vopna búnaðar og herframkvæmda sem sjálft föðurland „friðarins" í austurvegi. Rússar munu nú komnir þjóða lengst í því að fram leiða „vítissprengj urnar“ eins og Þjóðviljinn nefnir kjarnorku- sprengjuna, eiga og meiri birgðir af slíkum friðarvopnum, en allar aðrar þjóðir. Þetta er engin „Reuters-lýgi“ heldur síendurtek in fregn Tass fréttastofunnar rússnesku og Þjóðviljans. ★ ★ ★ Ef það væri sönn og einlæg ósk íslenzkra kommúnista að viðhalda friðinum í heimin- um og koma í veg fyrir víg- búnað og stríð væri þeim sanni nær að beina geiri sín- um í austurátt og fara auð- mjúklegast fram á það við fé- laga sína þar, að dregið yrði úr vígvélaframleiðslunni og hætt að framleiða kjarnorku- sprengjur í Rússlandi. ★ ★ ★ Slík ósk allra íslenzkra komm- únista til félaga Búlganins væri mun áhrifaríkari en hundrað Vínarávörp, að því er ætla má, enda stendur það kommúnistum mun nær að stilla til friðar á sínu eigin heimili en leita langt yfir skammt. Meðan Rússar höfðu ekki enn framleitt kjarnorkusprengjuna, en Bandaríkjamenn áttu hana, börðust kommúnistar um heim allan um á hæl og hnakka og heimtuðu algjört bann við kjarnorkusprengjum. Þá töluðu þeir um að heimsmenningin væri í hættu og allt mannkyn gæti tortímst innan stundar. En strax og þeir höfðu sjálfir hafið fram- leiðslu sprengjunnar, tóku leið- togar heimsfriðarráðsins að lýsa því yfir, að heimsmenningin væri alls ekki í hættu stödd, og hlakkaði í þeim yfir hinu nýja leikfangi, sem kommúnistum hafði áskotnazt. Því er ljóst, að Vínarávarp- ið er enn ein auðvirðileg og lævís áróðursbrella kommún- ista, þar sem þeir hyggjast nota sér einlæga og sanna friðarást íslenzks almennings stefnu sinni til framdráttar. Á meðan efla þeir stærsta her veraldar, byggja nýjar og nýjar kjarnorkusprengjustöðvar og drápstæki. Því lætur enginn blekkjast af friðartalinu, dúfu áróðrinum eða öðrum slíkum skálkaskjólum, hvort sem kennd eru við Vín eða aðra menningarbæi. AÐENAUER, kanslari Þýzka- lands hefur ákveðið að þraða endurhervæðingu Þýzkalands. — Margir héldu, að kanslarinn mundi fara sér hægt í þessum málum, og ekki yrði hafizt handa um stofnun nýs þýzks hers fyrr en síðar á þessu ári, en nú er komið annað hljóð í strokkinn, því að sennilega lætur kanslar- inn samþykkja öll endurhervæð- ingarfrumvörp fyrir fjórvelda- fundinn. En samt sem áður líður áreiðanlega alllangur tími, áður en herdeildunum tólf verður kom ið á fót í Vestur-Þýzkalandi. Bendir afstaða þingsins nýlega til þess, en það neitaði að sam- þykkja herlagafrumvarp Aden- auers óbreytt. ★ FYRSTU þýzku hermennirnir verða hersöfðingjar. Eftir að lög- in verða komin til framkvæmda, hefst námskeið í Souhofen fyrir væntanlega hershöfðingja þýzka hersins. Það er gömul höll, sem nasistaforingjarnir höfðu bækistöðvar í á sínum tíma. — Eftir stríð hafa Bandaríkjamenn notað hana fyrir bækistöðvar. •— Þeir, sem standa fyrir námskeið- inu þarna, eru vitanlega Þjóð- verjar sjálfir, en lærimeistar- arnir verða foringjar í liði At- lantshafsríkjanna. — Eftir 2 mánuði verða 30 þýzkir hershöfð ingjar búnir til starfa í þágu þýzka hersins. Þegar þjálfun þeirra er lokið, kemur röðin að undirmönnunum í hernum og eftir þann tíma má ætla, að her- æfingar hefjist í landinu og nýi þýzki herinn verði þjálfaður í meðferð nýtízku vopna, sem fengin hafa verið frá Bandaríkj- unum. SJÁLFBOÐALIÐAR Fyrstu óbreyttu hermennirnir, sem ganga í þýzka herinn, verða sjálfboðaliðar, sem hafa lofað að vera nokkur ár í hernum. Verða þeir kvaddir til herþjónustu eftir 10 mánuði og þjálfaðir í 8 mán- uði. Þannig er vart hægt að hugsa sér, að herinn verði kominn á fót, svo að nokkru nemi, fyrr en á árinu 1957. Hinn nýi her- málaráðherra landsins, Blank, hefir því áform í huga um að byggja upp herinn smám saman, og byrja á „toppunum". Reiknað er með því, að um 150 þúsund liðsforingjar verði í þýzka hernum og a. m. k. 350 þús. óbreyttir hermenn, a. m. k. fyrst í stað. — Hafa nú þegar VeU andi óhri^ar: AÖÐRUM stað í blaðinu í dag er birt mynd af brotnum og eyðilögðum vegvísum austur við Hvítá á mjög mikilvægum kross- götum, þar sem mikil er um- ferð á sumrin — og reyndar all- an ársins hring. — Af tilviljun átti ég leið þarna fram hjá nú í fyrradag og var þar þá staddur verkstjóri einn frá vegagerðinni, sem var að lagfæra hið af sér gengna og misþyrmda vega- merki. Skemmdarverkið hafði verið unnið sennilega á aðfara- nótt sunnudagsins, sagði hann — og sennilegast af manni óðum af víni, þar eð allt benti til, að örmum vegamerkisins hefði ver- ið rykkt burt með handafli. 1 Ókærni og stráksskapur VIÐGERÐARMAÐURINN var svekktur mjög: — Við eigum í stöðugu stríði með að halda óskemmdum hinum ýmsu um- ferðarmerkjum hér við þjóðveg- ina. Þau eru ýmist höfð að skot- marki eða rutt burtu með ein- hverju öðru móti. — Oftar en einu sinni hefir legið við að slys hlytist af því að á brott hafði verið numið hættumerki við slæma beygju. Okkur gengur líka illa að fá að gagnast með smá- merki, sem sett hafa verið sum- staðar á hinum þrengri vegum til að sýna hvar bifreiðar geti mætzt — og svona er þetta á öll- um sviðum. — Það er furðuleg ókærni og stráksskapur, sem liggur að baki slíkum tiltækjum sem þessum, og bakar fjölda manns óþægindi og vandræði — og getur reyndar orðið orsök í alvarlegum slysum". — Þetta sagði verkstjorinn — og var eng- in furða þótt hann væri gramur. Sjómannadagurinn í Keflavík. SJÓMAÐUR í Keflavík skrifar: „Velvakandi góður! Það gaf mér tilefni til að skrifa þér þessar línur, er ég sá í dálk- um þínum á dögunum, hve sjó- maður einn var óánægður með sjómannadaginn í Reykjavík — sem er afar leitt. Það var öðruvísi hér hjá okkur. Dagurinn var hinn ánægjulegasti frá upphafi til enda. Auðvitað átti hið yndislega góða veður sinn drjúga þátt í því. Hér fóru fram ýmisleg skemmtiatriði allan dag- inn, en hátíðahöldin hófust með guðsþjónustu inni við höfn. Þá sýndi þyrilvængja björgun, fjórar róðrarsveitir kepptu í kappróðri, reipdráttur sjómanna fór fram milli tveggja bryggja og var annað liðið dregið í sjóinn við geysilega kátínu áhorfenda. Síðan var keppt í stakkasundi. Á gamla íþróttavellinum voru frjálsar íþróttir, og knattspyrna á þeim nýja milli vélamanna og skipstjóra. Beztu þakkir. UM kvöldið voru dansleikir í þremur samkomuhúsum og þéttskipað í þeim öllum, enda er hér fjöldi fólks, sem aldrei fer á dansleik nema þennan eina dag á árinu. — En eitt vakti undrun mína og óánægju — ölsalan í danshúsunum, hve gífurlegt er verðið á gosdrykkjunum — 10 krónur flaskan. Kann að vera, að þetta sé löglegt verð og þá er víst ekkert við því að segja. En aðal tilgangur minn með þessum línum, er að biðja þig, Velvakandi góður að færa, bæði skemmtinefnd dagsins og öllum þeim, sem tóku þátt í skemmti- atriðunum eða stuðluðu á annan hátt að því að gera daginn svo ánægjulegan — mitt innilegasta þakklæti. Með beztu kveðju, Sjómaður í Keflavík.“ O G\_3 Merkið, sem klæðir landið. tæplega 200 þúsund manns boðið sig fram til herþjónustu. Ekki hefir reynzt unnt að skilja sauð- ina frá höfrunum, Dg má því ætla, að þarna verði misjafnt lið á ferðinni, en þó verður reynt að sjá svo um, að misindismenn verði ekki þarna á meðal eða fyrr verandi nazistar. Þá er einnig gert ráð fyrir, að ekki verði hægt að nota marga af þessum 200 þús. vegna þess eitifaldlega, að þeir munu ekki standast hina ströngu læknisskoðun. Áætlað er, að í þýzka flughern- um verði rúmlega 100 þúsund manns, en hingað til hafa aðeins um 12 þúsund manns sótt um að komast í flugsveitirnar. — I flotanum verða 20 þús. manns, en aðeins 2000 hafa gefið sig fram. Eru þeir allir fyrrverandi sjóliðsforingjar og ílestir of gamalir til að verða teknir. DEILT UM HERAMANNA LAUNIN Út af launamálunum hefir skap azt nokkurt vandamál. Blank vill greiða góð laun fyrir herþjón- ustu, en það hefur verið tekið óstinnt upp af fjármálaráðu- neytinu. eins og skiljanlegt er. En hvað svo sem ofan á verður í þessum tfnum, þá er eitt víst, að þýzku hermennirnir fá mun lægri laun en almennt gerist í landinu. Öbreyttur hermaður fær sennilega um 200 mörk á mán- uði (um kr. 800,00), offursti 300 mörk, óberst 1200 mörk og hers- höfðingjar allt upp í 2Ö00 mörk. Þetta eru þó mun meiri laun en hermennirnir þýzku fengu á styrjaldarárunum, en þess ber að gæta, að þá var dýrtíð helm- :ngi minni í landinu en nú er. MENN eru hálfringlaðir í Bonn vegna þess mikla hraða, sem kanslarinn hefur á afgreiðslu endurhervæðingarlaganna. Jafn vel flokksbræðrum hans finnst hann ganga helzt til skörulega til verks Því auðvitað er margt enn ógert, áður er unnt verður að stofna herinn og aðgát er nauð synleg í þessu máli sem öðrum. Til dæmis er yfirhershöfðinginn enn óskipaður, ekki er enn gengið frá því, hver verður æðsti maður hersins, hermálaráðherrann eða kanslarinn, hershöfðingjaráði hef ur ekki enn verið komið á fót o. s. frv. En ganga þarf frá þess- um atriðum öllum og mörgum fleiri, áður en hinum nýja her Vestur-Þýzkalands verður falið, ásamt herjum annarra þjóða í Vestri, það ábyrgðarmikla starf — að vernda friðinn og frelsi gamalla menningarþjóða. Rómarsýningin „LITLIR froskar í lítilli tjörn“. eru nú aftur farnir að kvaka í Vísi (14. þ. m.) og ófrægja nú í leiðinni íslenzku ríkisstjórnina fyrir það, hve illa hún hafi búið að íslenzku lisatmönnunum á listaþingi Norðurlandaþjóðanna í heimsborginni, og gera nú sam- anburð á skipan heiðursnefndar íslenzku þjóðarinnar og hinna Norðurlandanna. Með tilliti til þess, sem á undan er gengið, má raunar telja það mikla hæversku að fara ekki lengra út í þessar sakir. Líka mætti geta þess fróma lítillætis hjá þessum litlu skemmtilegu dýrum að neita sér um það að segja frá því, að á Rómarsýningunni seld- ist aðeins citt málverk, og var það eftir íslenzka málarann Sverri Haraldsson. Gestur á Rómarsýningumu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.