Morgunblaðið - 19.06.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.06.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 19. júní 1955 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjörnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Deiíu íslasids og Svíþjóðar vísal til Forðumst heipt og hatur VÉR eigum að temja oss að deila siðsamlega og forðast heipt og hatur“. — Þannig komst Ólafur Thors forsætisráðherra m. a. að orði í ágætri ræðu, sem hann flutti á þjóðhátíðardaginn. Þessi ummæli eiga vissulega erindi til íslendinga. Umræður okkar um menn og málefni mót- ast alltof oft af persónulegri áreitni og jafnvel hneigð til þess að rýja náungann ærunni. Hinar verstu getsakir í garð pólitískra andstæðinga eru svo að segja dag legt brauð og Ijótustu hrakyrði tungunnar eru iðulega notuð um frammámenn stjórnmálabarátt- unnar. ★ Því er oftlega haldið fram, að slíkar baráttuaðferðir séu fyrst og fremst blöðunum og þeim, sem þau rita að kenna. Því miður verða blaðamennirnir ekki hreins aðir af allri sök í þessu efni. Það hendir of oft, að .málafylgja þeirra er sora blandin. En megin ábyrgðina bera stjórnmálamenn- irnir sjálfir, sem bak við blöðin standa. Það er að verulegau leyti þeir, sem gefa tóninn í hinni póli- tisku baróttu. Það er vissulega rétt, að ekk ert er eðlilegra en að menn greini á og deili í lýðræðis- þjóðfélagi. Slíkt er aðeins rök rétt afleiðing skoðanafrelsis og ritfrelsis. En deilur frjálsra manna meðal menningarþjóða verða að bera svip háttvísi og drengskapar. Þær hljóta fyrst og fremst að snúast um sjálf málefnin og kjarna þeirra. Um leið og umræður um opinber mál taka að bera svip haturs og illvilja og heigðar til þess að mannskemma einstaka menn eru þær komnar út fyrir almennt velsæmi. Á þeim er heldur ekki neitt að græða. Þær varpa ekki ljósi yfir mál- in, þær vinna engum málstað gagn. Enda þótt íslenzk blöð og stjórnmálamenn standi ekki allir á sama stigi í þessum efnum er þó óhætt að segja að allir megi þar bæta ráð sitt. Við viljum láta telja okkur til menningarþjóða. En siðleysi í stjórnmálabaráttu og opinberum málflutningi setur ómenningarstimpil á hverja þjóð. Persónulegar svívirðingar í rtað raka eru aðeins vottur þroska- skorts og afhjúpa lélegan mál- stað. En í slíkum málflutningi felst í raun og veru einnig fyr irlitning á (Þ'-ngreind og skyn semi almenmngs. Honum er ætlað að gím við gífuryrðum og hatursá’-cðri, meta slíkt meira en bógværar umræður siðaðra manna. Sem betur fer hefur málafylgja í íslenzkri stjórnmálabaráttu, í blöðum og á málþingum breytzt verulega til batnaðar á síðari ár- um. En við þurfum enn umbóta í þessum efnum. Stóryrðin og persónuníðið er ennþá of tiltækt mörgum þeim, sem móta svip bar áttunnar. Vissulega er það fámennið, hin nánu kynni allra af öllum, sem leitt hafa asna persónupólitíkur- innar í herbúðir íslenzkra stjórn- mála. En aukinn þjóðmálaþroski almennings og þeirra, sem til forystu veljast á hverjum tíma, hlýtur að lækna barnasjúkdóma jslenzks lýðræðis. Með hverju ár- inu, sem líður mun þjóðmálabar- áttan þessvegna fá á sig siðlegri og málefnalegri blæ. Mönnum mun verða það ljóst, að hver sá, sem beitir siðlausum og ódrengi- legum baráttuaðférðum hlýtur að tapa á því. Kjósendur telja sér misboðið með slíkum málflutn- ingi og þá mun hann leggjast af. Við skulum vona, að þetta sé ekki af of mikilli bjartsýni mælt. Þessi litla þjóð þarf fyrst og fremst á mönnum að halda sem hvert mál vilja leysa á grundvelli góðvildar og skilnings á þeim sjónarmiðum, sem uppi eru meðal hennar. Mestu máli skiptir ekki að mikla fyrir sér ágreininginn milli stétta eða stjórnmála- flokka. Hitt er miklu þýðingar meira, að menn leggi kapp á að jafna ágreiningsefnin og komast að viturlegri niður- stöðu, sem tryggi alþjóðar- hagsmuni. Frá utanríkisráðuneytinu: EINS OG kunnugt er var sendi- herra íslands í Stokkhólmi í lok maí s.l. falið að leggja til við sænsk stjórnvöld, að því verði visað til gerðardóms eða ráðs alþ j óðaf lugmálastof nunarinnar, hvort leyfisbréf’-samgöngumála- ráðuneytisins sænska fyrir flug- ferðum íslenzku flugfélaganna geti takmarkað milliríkjasamning íslands og Svíþjóðar um loft- ferðir. Sænska ríkisstjórnin svaraði þessari tillögu í gærdag á þá leið, að hún samþykki gerðardóm, en bendi jafnframt á, að samnings- möguleikar séu ekki úttæmdir, þar eð málið verði rætt á fyrir- huguðum fundi fulltrúa íslands og Svíþjóðar í Stokkhólmi í lok þessa mánaðar. Kveðst sænska ríkisstjórnin fasthalda uppsögn- inni hvernig sem gerðardómur falli í málinu. óffir se KAUPMANNAHOFN í júní. BORGARSTJÓRNIN í Árósum hefur keypt eitt af listaverkum Ólafar Pálsdóttur myndhöggvara. Verður það steypt í bronce og á að standa í minningarlundi borgarinnar. í garði þessum eru engir legsteinar eða minnismerki, og á styttan að vera sameigin- legt tákn hinna nafnlausu grafa, þar sem aðstandendur geta lagt blóm og kransa, við fótstall hennar. —----------------------$ jj£r hefur þessi uhga listakona enn orðið landi sínu til mikils sóma erlendis. Fis funditin! LONDON 18. júní: — Búist er ' við því meðal stjórnmálamanna hér, að sovétstjórnin muni á Genf arfundinum bera fram tillögu um að haldinn verði síðar í sumar fundur hinna „fimm stóru“, þ. e. a. s. Breta, Bandaríkjamanna, Frakka, Rússa og Kínverja. VJU andi. óhridar: Góðor friðorhorfur Á MORGUN hefst í San Franc- iscco á vesturströnd Bandaríkj- anna 10 ára afmælisfundur Sam- einuðu þjóðanna. Stofnfundur Sameinuðu þjóð- anna var haldinn í San Francisco 26. júní árið 1945. Afmælisfund- urinn, sem hefst á morgun mun standa til 26. júní. Á þessum fundi munu mæta fulltrúar þeirra 60 þjóða, sem sæti eiga hjá Sameinuðu þjóðunum. Fundurinn í San Francisco vekur sérstaka athygli vegna þess að á honum verða saman komnir forystumenn utanríkis- mála allra stórveldanna. Gert er ráð fyrir því að utanríkismála- ráðherrar Vesturveldanna muni leggja fyrir Molotov, utanríkis- málaráðherra Rússa tillögur, sem ræddar verða af æðstu mönnum fjórveldanna á fundinum í Genf í júlí. Macmillan, utanríkisráðherra Breta hefir í sambandi við fund- inn í San Francisco látið svo um mælt, að vonin um frið í heim- inum hafi aldrei verið eins góð og nú. Eisenhower forseti Bandaríkj- anna mun ávarpa fulltrúana á fundi Sameinuðu þjóðanna á morgun. Forsetinn hefir bent á hversu einstakt þetta tækifæri í San Francisco sé, til þess að kynnast viðhorfum í alþjóðamál- um og til þess að ráða deilum milli þjóða til lykta. Ákveðið hefir verið að kalla saman fund í ráði Atlantshafs- bandalagsins áður en fjórvelda- fundurinn verður haldinn í Genf. Á fundi Atlantshafsbanda- lagsins munu ráðherrar stórveld- anna gera grein fyrir þeim mál- um, sem tekin verða til umræðu á fjórveldafundinum. Á þann hátt er undirstrikað mikilvægi Atlantshafsbandalagsins í skipu- lagningu friðarins í heiminum. Fulltrúi vor íslendinga á af- mælisfundi Sameinuðu þjóðanna á morgun verður Thor Thors sendiherra. Hafði engan tíma. KÆRI Velvakandi! Ég ætlaði að panta sex að- göngumiða að óperunni „La Boheme“, sem sýnd er um þess- ar mundir í Þjóðleikhúsinu við mikla aðsókn og hrifningu. Það var orðið lítið um sæmileg sæti að þeirri sýningu, sem ég vildi komast á, svo að ég þurfti að hugsa mig dálítið um, hvað ég ætti að velja. Það er varla hægt að lá fólki, þótt það vilji geta notið sæmilega sýningar, sem kostar 70 krónur inn á. — En blessuð stúlkan, sem afgreiddi mig í símann gat víst hreint ekki skilið það. Hún virtist alls ekki hafa neinn tíma til að sinna þessu „kvabbi“ mínu, eða svo heyrðist mér eftir óþolinmæði hennar og fullkomnu áhugaleysi til að leið- beina mér í miðavalinu að dæma. — Og svo gaf hún mig alveg upp á bátinn, hvarf úr símanum fyrr en mig varði, og ég heyrði, að hún sagði við einhvern: „Æ, góði talaðu við hana!“ og litlu síðar kom karlmaður í símann, sem endanlega tók við pöntun minni.“ Anzi hart. EG verð að segja, að ég var ó- ánægð með þessi viðskipti. Mér finnst það anzi hart, ef af- greiðslufólk við stofnanir eins og sjálft Þjóðleikhúsið, gegnir starfi sínu þannig, að viðskiptavinum virðist það helzt af einskærri náð, að það gefi sér tíma til að sinna jafn almennri og sjálfsagðri þjón ustu og þeirri að taka við miða- pöntunum. Ég fullyrði, að við- skipti mín og stúlkunnar í síman- um höfðu ekki staðið yfir nema í 1—2 mínútur, þegar þolinmæði hennar var þrotin og ég veit ekki til annars en að ég hafi sýnt henni þá kurteisi, sem ég kann og sjálf- sögð er í almennum viðskiptum fólks í millum. É Leitt til þess að vita. G vil taka það fram að þessar línur eru ekki skrifaðar til að varpa nokkurri rýrð á Þjóðleik- húsið sem slíkt. Það er stofnun, sem mér er hlýtt til og ég vil veg þess sem mestan í hvívetna. Það er ein glæsilegasta menn- ingarstofnun okkar, sam- eign íslenzku þjóðarinnar, sem hún er stolt af. — En við hljótum jafnframt að gera til þess okkar kröfur, þar á meðal þá, að það vandi, sem mest má verða til vals á starfsfólki sínu og í samræmi við það mikilvæga menningarhlutverk, sem því er ætlað að gegna. — Það er ekki þar fyrir, að við kippum okkur svo mjög upp við kæruleysi og ó- kurteisi afgreiðslufólks á opin- berum stöðum — það er of al- gengt fyrirbæri til þess — og Þjóðleikhúsið okkar væri þar frá- leitt neitt einsdæmi. En ég segi aftur: við gerum hærri kröfur til þess í þessu tilliti heldur en til venjulegrar opinberrar skrifstofu og það er leitt til þess að vita, ef fólk, það, sem valizt hefir til starfa, reynist ekki þeim kröfum vaxið. — Leikhúsgestur." Bíóhlé á óheppilegum stað. FYRIR nokkru barst mér eftir- farandi bréf frá D. J.: „í gær fórum við 3 saman til að sjá rússnesku myndina Aleko, sem um þessar mundir er sýnd hér í Tjarnarbíói. M. a. sem fram kemur í þessari mynd, er rúss- neskur dans. Er dans þessi i tveimur hlutum, fyrri hlutinn er dansaður af stúlkum, sá síðari af piltum. En sá óvænti og miður skemmtiJegi atburður gerðist í gærkvöldi að rétt í sama bili og síðari hluti dansins er hafinn, slitnar myndin sundur og á tjald- inu stendur: hlé í tíu mínútur. Æskilegt hefði verið, að sýn- ingarmenn hefðu valið hléið á einhverjum heppilegri stað í myndinni, svo að hún glataði ekki eins miklu við það sem raun varð á. Leiðinleg og tilgangslaus. KVIKMYND sú, sem D. J. talar um mun ekki lengur til sýn- is, en orð hans eru engu að síður í tíma töluð. Æskilegt væri að bíóhlé yfir- leitt yrðu látin hverfa úr sögunni með öllu. Flestum þykja þau leið inleg og tilgangslaus — og iðu- lega skemma þau verulega ánægj una af myndinni. Merkið, sem klæðir landið. Ólöf Pálsdóttir í vor afhenti drottning Dan- merkur Ólöfu Pálsdóttur gull- heiðursmerki listaháskólans í Kaupmannahöfn, við hátíðlega at höfn. Þessi viðurkenning var henni veitt af háskólaráðinu síð astliðinn vetur, svo sem blaðið áður hefur getið um. — Páll Jónsson. MÁNUDAGSBL. næst síðasta !epur upp rógsgrein, og kryddar hæfilega, eftir „Framsókn“ þeirra Eyjamanna;“ eins og kom- ist er að orði í blaðinu, um áfengismál í Vestmannaeyjum. Það verður að geta þess, að hér fer Mánudagsblaðið ekki rétt með heimildir Heimildin er ekki „Fransókn“ þeirra Eyja- manna, heldur „Framsókn" „Bæjarmálablað", það er einka- blað Helga Benediktssonar kaup- manns i Vestmannaeyjum, ný- dæmds óreiðumanns og okur- karls. Sannleikurinn er sá, að Fram- sóknarmenn í Eyjum hafa fyrir löngu losað sig við Helga Ben. úr flokknum og rekið hann frá starfi við „Framsóknarblaðið", sem er flokksblað þeirra. Á sama hátt hafa Vestmanna- eyingar algerlega losað sig við áhrif Helga á bæjarmálin, sem hann hafði um tíma með til- styrk kommúnista. Til þess að breiða yfir þessar ófarir sínar hóf Helgi útgáfu einkablaðs, sem hann skírði „Framsókn bæjarmáiablað", og hugðist þannig geta siglt undir fölsku flaggi — skrifað hól um sjálfan sig og róg um náungan á kostnað ,.Framsóknarblaðsins“. Svo lík eru nöfnin, að jafnvel kunnugir áttu, í fyrstu erfitt með að átta sig á því, um hvort blaðið var að ræða, hverju sinni. Um svo ódrengilega heimildafölsun hefir sjálfsagt enginn blaðamað- ur á íslandi gert sig sekan fyrr en þetta. Framsóknarmenn í Eyjum hafa sem sagt losað sig við rielga, en Tímamönnum í Reykjavík virð- ist ganga erfiðlegcr að losa sig. Hvað sem veldur. Helgi vill ólm- ur fá að dvelja sem lengst undir verndarvæng Tímans, með brask sitt og borgar sjálfsagt vel fyrir. Ef Mánudagsblaðið hefði verið svo. hreinskilið, að geta þess, að heimildin væri „Framsókn“ Helga Ben . þá hefði greinarkorn þetta orðið óþarft. En Mánudags- blaðið vissi að þá hefði „æsi- Framh. á bla. IX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.