Morgunblaðið - 19.06.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.06.1955, Blaðsíða 9
Sunnudagur 19. júní 1955 AIORGUNBLAÐIÐ 9 Reykf avi kurhréf: Laugardagur 18. júní Lélegar sprettuhorfur — iiyKisiKsferðKr hænda — Borgarbúmn og tengslin við náttúruna — 200 stúderstar hiautskráðir úr fjórum menntaskólum — tilutverk hinna hagnýtu vísinda — i’riðji klofningur Framsoknarflokksms — Óttinn vió I" Lélegar sprettuhorfur 'AF ÞEIM fregnum, sem borizt hafa úr hinum ýmsu landshlut- Jim virðast sprettuhorfur yfir- leitt vera frekar lélegar. Mun kuldakastið í byrjun maí eink- Um valda þar um. Sumstaðar hefur tún kalið nokkuð eins og t. d. á Hólsfjöllum og sumstað- ar á Suðurlandi. Á stöku stað er þó sláttur nú þegar þyrjaður. Að Vogum í Mý- Vatnssveit var t. d. byrjaður sláttur nú í vikunni og að Litla- Hóli í Eyjafirði byrjaði sláttur- inn um svipað leyti. Var þar vel Sprottið. Er það einkum þakk- að því, að bóndinn þar gat borið ftilbúna áburðinn á tún sitt fyrir hretið. En fjöldi bænda varð fyr- ír miklu óhagræði af því, hve seint þeir fengu áburðinn. Olli hið langvinna verkfall hér í Reykjavík þeim töfum. Þurrviðrið undanfarið á mikinn þátt í hinum lélegu sprettuhorfum víða um land. En með nokkrum góðum skúrum og votviðri um skeið myndi fljótlega úr rætast í þessum efnum. Ennþá er ó- þarfi að örvænta um sæmi- lega sprettu á þessu sumri. ! Bændaför Vestfirðinga TILTÖLULEGA skammt er liðið síðan bændur landsins tóku að fara kynnisfarir milli lands- hluta. En slíkar farir hafa orðið mjög vinsælar og átt ríkan þátt í að skapa aukin kynni milli fólks í hinum ýmsu landshlutum. Sannleikurinn er líka sá, að fáar stéttir eru jafn bundnar við störf sín og einmitt hændastéttin. Sveitafólkinu er því vissulega mikil þörf á þeirri tilbreytingu, sem slíkar kynnisfarir veita, ekki sízt húsfreyjunum, sem fólksfæð- in í sveitunum bitnar ennþá harð ar á en karlmönnunum. Undanfarið hefur um 70 manna hópur vestfirzkra bænda verið á ferð um Vestur- og Suð- Urland. Hefur þeim hvarvetna verið ágætlega tekið, bæði af samtökum bændanna í hinum ýmsu héruðum og hér í Reykja- vík. Því miður eiga alltof fáir bændur hér á landi heimangengt frá búum sínum. Fólksfæðin í sveitunum hefur ,gert fjölmörg- um bændum ómögulegt að kom- ast frá heimilum sínum, þó ekki sé nema í stutta kynnisför í ná- læg héröð. Þess eru hundruð dæma, að á stórbúum á frægum höfuðbólum í þéttbýlustu sveit- um landsins séu aðeins þrjár, fjórar eða fimm manneskjur á vetrum og jafnvel meginhluta árs. Borgarbúinn og tengsl- in við náttúruna ÞAÐ ER að vísu merkileg fram- för að hægt skuli að reka stór- bú með svo litlum mannafla. Það er afleiðing tækninnar og vélabúskaparins. En fólksfæðin og þá ekki hvað sízt straumur æskunnar úr sveitunum hefur lamað trú fjölda fólks á fram- tíð landbúnaðarins og sveitanna. Fólkið, sem unir heima á býl- unum fyllist einangrunarkennd, jafnvel minnimáttarkennd, þegar félagslíf sveitarinnar legst í dróma vegna fólksfæðar. Þetta þarf vissulega að breyt- ast. Hraði og eirðarleysi vélaald- arinnar má ekki til lengdar hafa í för með sér blóðtökur, sem ógna framtíð íslenzkra sveita. Aukin ræktun, fjölþættari bú skapur og betri aðbúð fólksins í sveitunum hlýtur að skapa aukið jafnvægi milli hinna ýmsu atvinnugreina. voxt SjálfstæðBsflcðdksms Ungu stúdentarnir halda þjóðhatíð í rigningu — en sólskinsskapi. Islendingar verða einnig að og stúlkum, sem gengu um göt- gera sér Ijóst, að sú þjóð, sem lætur sér til lengdar sjást yfir þá sérstæðu töfra, sem sveita- lífið býr yfir hefur beðið tjón á sálu sinni. Á íslandi eins og í öllum öðrum menningarlönd- um hljóta sveitirnar að vera menningarleg kjölfesta, sem borgir og þorp sækja til and- lega uppörfun og líkamlegt heilbrigði íbúa sinna. Hversu vélrænt sem starf og líf kaupstaðabúans verður kemst hann aldrei hjá að leita ásjár hinnar gróandi náttúru, inn til dala eða út til nesja. Réttara væri þó að orða þetta þannig, að þess vélrænni, sem starf borg- arbúans verður, þeim mun meiri þörf sé honum á sambandi við hið lífræna umhverfi sitt, gróið land eða ósnortna fegurð ó- byggða og öræfa. 200 stúdentar brautskráðir A ÞESSU vori hafa réttir 200 stúdentar verið brautskráðir úr hinum fjórum menntaskólum landsins. Flestir þeirra koma frá Menntaskólanum í Reykjavík eða samtals 113. Frá Menntaskólan- um á Akureyri eru 44 stúdentar brautskráðir, frá Menntaskólan- um á Laugarvatni 25 og frá Verzlunarskólanum 18. Það var glatt og bjart yfir hinum ungu stúdentum, piltum ur höfuðborgarinnar á þjóðhátíð- ardaginn með sínar hvítu stúd- entshúfur. Þetta unga fólk hafði náð merkum áfanga í lífi sínu og það horfði bjartsýnt og von- glatt móti framtíðinni. Og hver er sá, að hann ekki minnist með fögnuði og þakklæti síns eigins prófdags, þegar hann sér þessa vonglöðu æsku yfirgefa skóla sína og ganga móti alvöru lífs- ins. Um það heyrast stöðugt radd ir, að alltof margt ungt fólk hér á landi ljúki stúdentsprófi. ís- lenzkt athafnalíf megi ekki við því að svo margt fólk „gangi menntaveginn“. Þetta er á misskilningi byggt. Það er gott og gagnlegt að marg- ir afli sér hinnar góðu menntun- ar, sem stúdentsprófið veitir. En það þýðir ekki það að allir stúd- entar eigi að verða embættis- menn, hverfa frá atvinnulífi þjóð og dugandi bændur. En þeirra gætir lítt í fprystuliði hans og tengsl flokksins við bændastétt- ina eru miklu veikari en áður. Af 16 þingmönnum flokksins eru nú aðeins þrír bændur. Margt bendir til þess aS þriðji klofningur flokksins sé nú yfirvofandi. Enn sem fyrr er það vinstri armur flokks- ins, sem honum veldur. Her- mann Jónasson hefur um nokkurt skeið brosað mjög til vinstri. Hann hefur tekið að sér forystu hinna „bæjar- radikölu" í flokknum. En þeir telja það sáluhjálparatriði fyrir hann að ná samstaríi við hina sósíalísku flokka hvað sem það kostar. Hefur Hermann Jónassón lýst því greinilega í útvarpsræðum og áramótahugleiðingum, að milli Framsóknarflokksins, Alþýðu- flokksins, Þjóðvarnarflokks- ins og „hálfs Sósíaiistaflokks- ins“ eigi að geta tekizt hin bróðurlegasta samvinna. í hinum armi flokksins erji þessar bollaleggingar engan veg- inn vinsælar, svo ekki sé djúpt tekið í árinni. Er vitað að meiri- hluti þingflokksins telur þær hreint óráð. Kom það mjög greinilega fram í eldhúsumræð- unum á Alþingi í vetur. Þing- menn flokksins hafa fundið, hagnýtu vísindi sífellt niikil-! hversu kalt andar úr sveitun- vægara hlutverki. Með aðstoð um gegn hinum sósíalisku flokk- vísindaiegs starfs lærðra um og samvinnu við þá. manna er hægt að létta störf bóndans, sjómannsins og iðn- aðarmannsins að miklum mun. í raun og veru má segja, að þróun og framfarir í heim- inum í dag byggist fyrst og fremst á afrekum vísindanna. Stúdentafjöldinn er þess- vegna ekki kvíðaefni. Hitt er kjarni málsins að unga fólkið með hvítu kollana velji sér hagnýt viðfangsefni og noti þekkingu sína sem skynsam- legast til þess að byggja upp framtíð sína og þjóðar sinnar. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Nýr klofningfur í Fram- sóknarflokknum Framsóknarflokkurinn hefur eins og kunnugt er klofnað tvisvar. Hann klofnaði í fyrsta arinnar. Fjöldi stúdenta hlýtur | skipti nokkrum árum eftir stofn- þvert á móti að gerast bændur,' un sína. Sneru þá margir bænd- iðnaðarmenn, verzlunarmenn, ur og ýmsir aðrir stofnendur sjómenn o. s. frv. Góð menntun er nauðsynleg og gagnleg til þess að geta innt af hendi hvaða starf sem er í þjóðfélaginu. Við meg- um þessvegna aldrei hugsa þann- ig, að ef ungir menn hafa fengið stúdentsmenntun þá sé þeim ekki samboðið að taka upp störf við aðal bjargræðisvegi þjóðar sinnar. Enn má á það benda, að í nútíma þjóðfélagi gegna hin hans við honum bakinu. Var Óttinn við uppgang Sjálfstæðisflokksins ÞRÁTT fyrir það má gera ráð fyrir, að hinir „bæjarradíkölu“ í Framsóknarflokknum muni hafa þar vaxandi áhrif á stefnuna. — Óttinn við uppgang og vöxt Sjálfstæiðsflokksins hefur ært aðalmálgagn Framsóknar ger- samlega. Tíminn tekur ekki á heilum sér, og sinnir nú yfir- leitt engu öðru en svívirðingum um Sjálfstæðismenn. Komast hinir sanngjarnari menn Fram- sóknarflokksins þar yfirleitt ekki upp með moðreyk. Vöxtur Sjálf- stæðisflokksins verður ekki stöðvaður með sanngirni í mál- flutningi okkar, segja þeir „bæj- arradikölu" og ritstjórn Tímans. Við verðum að hamra á því ár- ið út og árið inn að Sjálfstæð- isflokkurinn sé bófaflokkur, eins og „Suður-Ameríkuíhaldið“. Það þá þegar komið í Ijós, að ráð- ' sé Því óskaplegt neyðarbrauð að andi öfl flokksins beindu hon-1 vinna með honum. um inn á brautir sósíalismans. I Eftir þessu striki siglir Tíminn En íslenzkir bændur töldu að u,m Þessar mundir. En skynsömu flokkur þeirra ætti ekki að á- fólki í sumum hinna vinstri netjast dauðum og úreltum flokkanna ofbýður yfirdreps- kennisertningum sósíalista. | skapurinn og stefnuleysið í hin- Á árunum 1931—1934 klofnaði um sífelldu yfirlýsingum hans Framsóknarflokkurinn öðru um Þessi efni- Á sama tíma sem sinni. Einn af aðal leiðtogum miðstjórn Framsóknarflokksins ráll Rist, fóstursonur Vilhjálms Jónssonar bónda á Litla-Iióli Eyjafirði snýr fyrsta heyinu, sem slegið er á þessu sumri. (Ljósm. Vignir Guðmundsson). hans og stofnandi, Tryggvi heit- inn Þórhallsson, sagði sig þá úr flokknum og stofnaði nýjan flokk. Nokkrir þingmenn hans fylgdu fordæmi hans. Fáum árum síðar fór annar þróttmesti og mikilhæfasti leið- togi flokksins úr honum. Það var Jónas Jónsson frá Hriflu, sem lagt hafði ríkastan skerf af mörkum til hugsjónalegrar upp- byggingar hans. Orsök hins S'ðari klofnings Framsóknarflokksins var hin sama og hins fyrra: — Of rík hneigð ráðandi afla innan hans til samvinnu við sósíal- ista. Fátækari af hæfileikamönnum SÍÐAN Framsókarflokkurinn tvíklofnaði þannig, er hann óneit anlega miklu fátækari af hæfi- leikamönnum. Innan hans er að vísu ennþá að finna marga mæta eignar sér alla stefnu og öll nýti- leg verk núverandi ríkisstjórnar, býður formaður hans stjórnar- andstöðunni upp á samstarf um nýja stefnu. Þegar á allt er litið er það því síður en svo ólíklegt, aó' Farmsóknarflokkurinn eigi eftir að klofna fljótlega í þriðja sinn. Innan vébanda hans er fólk með hinar ólík- ustu skoðanir, sumt langt til hægri við Sjálfstæðisflokkinn, annað vinstra megin við „hálf an Sósíalistafiokkinn“. Þenn- an sundurleita hóp kallar Tím inn „milliflokkinn ‘ í íslenzk- um stjórnmáium. Er það áiit margra að það sé aðeins rétt- nefni að því leyti, sem segja megi að hann sé á milli vita! Dýr fjórveldafundur EISENHOWER hefir sagt, að Fjórveldafundurinn muni kosta Bandaríkjamenn 1 millj. dala.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.