Morgunblaðið - 19.06.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.06.1955, Blaðsíða 16
Veðurúfliiídag: Suðaustan kaldi, rigning örðu hvoru. 135. tbl. — Sunnudagur 19. júní 1955 50 kandfdatar braufskráðir frá Háskófa Jsfan; 50 STÚDENTAR hafa nú nýlega lokið embættfciprófuiB við Háskóla íslands. — Auk þeirra Iuku 8 slúdentar fyrra bluta prófi i verk- fræði. — Hinir nýju kandídatar eru: son, Jóhann Ingjaldsson, Ólafur Stefánsson, Pétur Eggerz Stefáns son, Ragnar Borg, Sigtryggur Helgason, SigurSur Þ. Jörgens- son og Sverrir Hermannsson. Operan í Þjóðieikhúsinu GUÐFRÆÐI: Hannes Guðmundsson, Ólafur Skúlason, Tómas Guðmundsson. LÆKNISFRÆÐI: Björn Júlíusson, Einar Jó- hannesson, Guðmundur Jóhann- esson, Haraidur Guðjónsson, Jón R. Árnason, Magnús Ásmunds- son, Magnús Bl. Bjarnason, Magnús Þorsteinsson, Ólafur Jónsson, Ólafur Sveinsson, Óli Kr. Guðmundsson, Sverrir Jó- hannesson og Þorgils Benedikts- son. TANNLÆKNINGAR: Magnús R. Gíslason, Rósar V. Eggertsson. LÖGFRÆÐI • Agnar Biering, Bjarni Bjarna- son, Björn Hermannsson, Gestur Eysteinsson, Eyjólfur K. Jónsson, Hermann Helgason og Jón Magnússon. VIÐSKIPTAFRÆÐI: Arnold Bjaranson, Björn Þór- hallsson, Bogi Guðmundsson, Einar Sverrisson, Fleming Holm, Gunnlaugur Björnsson, Helgi Þ. Bachmann, Hörður Haralds- ISLENZK FRÆÐI: Grímur M. Helgason, Magnús Guðmundsson og Matthías Jo- hannessen. B.A.-PRÓF: Guðmundur Jónasson, Hákon Tryggvason, Jónína Helgadóttir, Sigurjón Kristinsson, Stefán Már Ingólfsson, Valdimar Kristinsson og Þorsteinn Gunnarsson. Þá hafa þessir stúdentar lokið fy'rra hluta próf í verkfræði: j Biörn Kristinsson, Björn Ólaísson, Daníel Gestsson, Guð- mundur Óskarsson, Helgj. Hall- j grimsson, Jón Bergsson, Páll Sigurjónsson og Sigfús Örn Sig- fússon. „ i && *; Sætndir HINN 17. júní sæmdi forseti fs- lands eftirgreinda menn Fálka- orðunni, að tillögu orðunefndar: Dr. Alexander Jóhannesson, prófessor, fyrrverandi háskóla- rektor, stórkrossi fyrir störf í þágu háskólans o. fl., Ásgeir Þorsteinsson, verkfræð- ing, fyrrverandi formann Rann- sóknaráðs ríkisins, riddarakrossi fyrir störf í þágu hagnýtra rann- sókna. Gunnar Thoroddsen, borgar- stjóra, stórriddarakrossi fyrir störf í þágu Reykjavíkurbæjar. Helgu Sigurðardóttur, skóla- stjóra Húsmæðrakennaraskóla ís lands, riddarakrossi fyrir störf í þágu húsmæðrafræðslu. Jakob Mölier, fyrrverandi sendi herra, stórriddarakrossi fyrir embættisstörf. Þórarin Kr. Eldjárn, bónda og kennara að Tjörn í Svarfaðardal, riddarakrossi fyrir kennslu- og félagsmálastörf. Þórarin Þórarinsson, skólastj. að Eiðum, riddarakrossi fyrir störf að skólamálum. Sjóliða bjargað frá drukknun LAUST fyrir klukkan 2 í fyrri nótt var lögreglunni tilkvnnt að I maður hefði fallið í höfnina. Er 1 lögreglumenn komu á staðinn, en ! maðurinn hafði fallið út af Ing- I ólfsgarði, voru rnenn komnir langt með að bjarga manninum. — Hélt hann í kaðal sem þeir höfðu kastað til hans. — En mað- urinn missti af kaðlinum. Annar lögreglumannanna stakk sér eft- ir manninum, en hinn fór í sjó- inn eftir kaðli. Hjálpuðust lög-1 reglumennirnir við að koma á hann böndum. Var maðurinn orð- inn meðvitunarlaus er þeir komu með hann upp á bryggjuna og fluttur í Landsspítalann. Þar hrest ist hann furðu fijótt. Hér var um að ræða sjóliða af belgiska eftir- litsskipinu Kaverbeke, sem hér er belgiskum togurum til aðstoð- ar. Óperan La Bohéme var sýnd í Þjóðleikhúsinu í gærkveldi fýrir húsíylli og verður sýnd í kvöld í áttunda sinn. Uppselt er á þá sýn- ingu. Næsta sýning verður á miðvikudag, en sýningum fer að fækka á þessari vinsælu óperu. Myndin hér að ofan er af þeim Guðmundi Jónssyni, Þurlði Pálsdóítur, Guðrúnu Símonar og Magnúsi Jónssyni í þriðja þætti. Guilfaxa ákaft fagnað í Hamborg SÍÐASTLIÐINN miðvikudag opnaði Flugfélag íslands nýja flug- leið, sem er Reykjavík—Hamborg, með viðkomu í Kaup- mannahöfn. í hina fyrstu ferð félagsins til Hamborgar var boðið fulltrúum ferðaskrifstofunnar og Orlofs, fréttamönnum og fleiri gestum. Síðustu ténleikar Á ÞRIÐJUDAGINN efnir Sin- fóníuhljómsveitín til síðustu tón leika sinna að þessu sinni. Stjórn andi verður Róbert A. Ottósson. Hljóðfæraleikarar úr sinfóníu- hljómsveitinni í Boston leika með á tónleikunum. Flutt verða verk eftir Mendelssohn, Handel, Moz- artog Berlioz. Allmiklar byggiogaíramkvæmdir iyrirhugaðar í Stykkishólmi STYKKISHOLMI, 16. júni: — Töiuverðar byggingarfram- kvæmdir munu verða í Stykkis- hólmi í sumar. Hefir þegar verið ýtt og grafið fyrir 7 grunnum íbúðarhúsa og eins er fyrirhug- að að byggja verbúðir og verða þær framkvæmdir unnar á veg- um hreppsins og hafnarnefndar. Eru fyrirsjáanleg vandræði, ef ekki verður hægt að koma upp verbúðum og beitingaplássum fyrir bátana, sérstaklega eftir hinn mikla bruna, sem varð hér, er gamla verzlunarhúsið brann í vor, en þar höfðu fjórir bátar aðsetur. Sementsskip var hér fyrir skömmu og losaði um 300 lestir af sementi. Trillubátar hafa undanfarið fiskað hér sæmilega og er sumar vertíðin að hefjast og munu nokkrir trillubátar taka þátt í þeim. Tíð hefur verið frámunalega góð í júní og fer gróðri ört fram og ef svona heldur áfram mun sláttur hefjast í fyrra lagi. Hreppsnefndin hefir undanfar- ið rætt fjárhagsáætlun hreppsins fyrir þetta ár og er gert ráð fyrir hækkandi útsvörum vegna ýmissa issa aðkallandi nauðsynjamála og þau fari úr 900 þus. í rúma 1 millj. kr. TIL HAMBORGAR Lagt var af stað frá Reykja- vík laust fyrir kl. 9 á mið- vikudagsmorgun, með Gullfaxa, flugstjóri var Anton Axelsson, og flogið í sólskini og björtu veðri austur yfir Atlantshafið. í Kaupmannahöfn var lent kl. 2 og höfð þar nokkur viðdvöl. Síðan var haldið áleiðis til Ham- borgar og lenti Gullfaxi á flug- vellinum fyrir utan borgina kl. 5. VEGLEGAR MÓTTÖKUR Þar var kominn flugvallar- stjóri Hamborgar, Wachtel, til þess að taka á móti flugvélinni. Var gestum síðan boðið til Flug- vallarhótelsins, en þar fór fram móttökuathöfn í sambandi við komu flugvélarinnar. Flutti Wachtel flugvallarstjóri þar ræðu. Bauð hann áhöfn hennar og gesti velkomna til Hamborg- ar. Minntist hann síðan á hina miklu þróun, sem orðið hefði í íslenzkum flugmálum síðustu ár. Næstur talaði Árni Siemsen. — Talaði hann fyrir hönd sendi- herrans, sem var fjarverandi þennan dag. Að lokum tók til máls formaður íslandsvinafé- lagsins í Hamborg, prófessor Dan meyer. í Hamborg vakti koma Gull- faxa mikla athygli, og flutti út- varpið þar langa frétt um komu flugvélarinnar. Var þar t. d. Else Muhl otj Eric Maricn syngja hér ÓPERUSÖNGVARARNIR Ele- Múhl og Eric Marion halda söng- skemmtun í Austurbæjarbíói í kvöld og annað kvöld, fvrir styrktarféi aga Tónlistarfélagsins. Á efnisskránni eru lög eftir Schubert, Schumann, Monte- verdi o. fl. Skiptast þar á sópran og tenór aríur og auk þess nokkrir dúett- ar. Dr. Urbancic annast undirleik og Egill Jónsson leikur með á kárinett í einu verkinu. Þétta eru 6. tónleikar fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélagsins á þessu ári. rakin að nokkru saga Flugfélags íslands. KOMIÐ VIÐ í NOREGI Kl. 9,30 á fimmtudagsmorgun- inn, var Hamborg kvödd og hald- ið aftur áleiðis til Kaupmanna- hafnar, en það er um 55 mínútna flug. Komið var við á heimleið- inni í Stafangri í Noregi, en þar tók flugvélin benzín til öryggis, vegna þess að mótvindur var á leiðinni yfir hafið. Sólskin og bjartviðri var alla ferðina og flogið yfir hálendi íslands í á- gætu skyggni og lent á Reykja- víkurflugvelli laust eftir kl. 8 á fimmtudagskvöldið eftir giftu- ríka för. Kveðjur á jijéð- hálíðardaglnn Á ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGINN bár- ust utanríkisráðherra heillaóskir eriendis frá, þar á meðal frá ut- inríkisráðherra Noregs, frá for- sætis- og utanríkisráðherra ísra- els, sendiherra Spánar, sendifull- trúa Tékkóslóvakíu, aðalræðis- manni íslands í ísrael, sendiherra Belgíu og sendiherra Noregs á ís- landi, herra T. Anderssen-Rysst. (Frá utanríkisráðuneytinu). Minkur leggs! á MYKJUNESI, 12. júní. — í mörg ár hefur villiminkur verið all að- sópsmikill í hænsnabúum okkar hér í Holtum. En yfirleitt hefur hann látið þar staðar numið. í vor hefur minkurinn svo brugðið venju og lagst á ung- lömb og grandað þeim. Hefur til hans sézt bana lömbum og lömb fundizt dauð þannig út- leikin, að ekki leynir sér, hver þar er að valdur. Einkanlega hefur Þórarinn Vilhj'álmsson, bóndi í Litlu- Tungu, orðið fyrir tjóni af völd- um þessa skaðræðisdýrs. Mjög hefur verið reynt að vinna mink- inn, en lítinn árangur hefur það borið enn sem komiðn er. — M. G. Þrjár 17-20 marka sumarbærur falla að Garði ^ HÚSAVÍK — Nýlega misstí Skarphéðinn Guðmundsson, bóndi, Garði, Aðaldal, 3 kýr me8 fárra daga millibiii og virtusl þær allar hafa tekið blóðkreppu- sótt. Dýralæknir telur hins veg- ar, að hér sé ekki um smitnæms veiki að ræða og álítur senni- Iegast, að dauðaorsök eigi rætutl að rekja til einhverskonar efna- vöntunar í fóðrinu, enda þótí kýrnar liafi verið hinar áJitleg- ustu í allan vetur. %% t vctur hefir borið mjög á kúasjúkdómum og allmarg-i ar kýr drepizt. Kenna margií um vítamín- og steinefnaskorti 1 heyjum frá liðnu su.mri og raun-: ar vonðum sumrum hin sein- ustu ár. Enginn bóndi hefir þó orðið fyrir jafntilfinnanlegö tjóni og Skarphéðinn í Garði, sem missti sömu vikuna 3 17—< 20 marka sumarbærur af § mjólkandi kúm, sem hann áttL — Fréttaritari. Guiiciar Turesson syngur á vegum SÆNSKI vísnasöngvarinn Gunn- ar Turesson syngur í Gamla bíói á þriðjudagskvöld á vegum fólags ins Kynningar. Hann leikur sjálf- ur með á gitar (lút). Söngvarinn mun syngja Bell- mansöngva og söngva eftir Gull- berg, Dan Anderson og fleiri sænsk skáld, en Gunnar Tursssoo er nú viðurkenndur fremsti vísna söngvari Svía. , ----------------- j Lækair skipaður í Kópavogshéraði HINN 1. janúar n.k. verður Kópa vogur gerður að sérstöku læknia héraði. Var embættinu slegið upp í vor og sóttu þá sex læknar um starfið. Nú hefur verið skipað í embætt ið. 16. júní s.l. skipaði forseti fs- lands Brynjólf Dagsson héraðs- lækni á Hvammstanga í embætt- ið, frá 1. janúar n.k. SKAKEMVÍGIÐ REYKJAVlK A B C D E F G ABCDEFGH STOKKHÓLMUR 12. leiknr Stokkhólms: Hal—bl. 1 1 Þetta er nýjasti leikur í stöð- unni og hefir rússneski stórmeist- arinn Taimanov fundið hann. Áð- ur (og fram á s. 1. ár), var Dc3 algengasti leikur í stöðunni, en svartur þótti ekki eiga erfitt um vik með að ná jöfnu tafli. í fyrrai reyndi O’Kelly 12. b3 og þóttl | gefast allvel. En nú verða Reyfe- víkingarnir að finna eitthvað nýtt móteitur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.