Morgunblaðið - 23.06.1955, Side 1

Morgunblaðið - 23.06.1955, Side 1
16 síður 43. árgangur 138. tbl. — Fimmtudagur 23. júm 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsins Argentínsku uppreisnar foringjarnir fangelsaðir Einn þeirra framdi sjálfsmorð. Myndin sýnir götubaPdaga í Buenos Aires fyrir fáum dögum, þegar byltingin var þar í algleymingi. Semjum frið í kalda stríðinu — sagði Molotov í San Fransisco í KVÖLD bar Molotov fram áætfun í sjö liðum, sem ætlað að eyða kalda stríðinu og viðhafði hann jafnframt er þau orð, að Bandaríkin og Ráðstjórnarríkin bæru tvö a- byrgðina á því, að friður og öryggi héldist í veröldinni um eldur. Þessi ummæli viðhafði Molotov í ræðu sinni í tilefni af 10 ára afmæli S. þ. í San Fransisco. Hefir ræðu þessarar verið beðið með mikilli eftirvæntingu um heim allan, eink- um vegna hinnar nýju stefnu Rússa í heimsmálum. hann Sovétríkin leggja til að á fyrra helmingi ársins 1956 yrði boðað til alþjóðafundar, sem skyldi taka til umræðu afvopn- unarmálin og bann við kjarn- orkuvopnum. BUENOS AIRES, 22. júní. — Frá Reuter-NTB HIÐ ÓHÁÐA blað „La Razon“ skýrir frá því, að foringjar býlt- ingarinnar gegn Peron forseta hafi nú verið gripnir. Tveir þeirra hafa verið handteknir og sitja nú i dyflissu, en einn þeirra hefur framið sjálfsmorð. Lundúnaliöfn opnuð aftur LUNDÚNUM, 22. júní: — Hafn- arverkfallið í Englandi, sem nú hefir staðið í fimm vikur og 20.000 menn hafa tekið þátt í, virðist nú vera að renna út í sandinn. Verkamennirnir í Lond- on ákváðu í dag að hefja aftur vinnu. Hafnarverkamenn í Hull, Liverpool og Birkenhead halda verkfallinu áfram. SAN FRANSISCO, 22. júní: — Östen Undén sagði í afmælisræðu sinni hér, að sjálfsagt væri að veita Rauða Kína sæti hjá Sam- einuðu þjóðunum. Jafnframt bæri sem fyrst að halda fund til þess að ræða um afvopnunarmál- in og friðsamlega nýtingu kjarn- orkunnar. — Reuter-NTB. Búlganin til Delí STUNDAGLASIÐ TÆMT Hinir handteknu eru fyrrver- andi flotamálaráðherra, Anibal Oliveri varaaðmíráll og yfirmað- ur landgönguliðs flotans, Samúel Tornazo aðmíráll. Benjamín Gacciulo varaaðmíráll skaut sig í flotamálaráðnueytinu aðfara- nótt s.l. föstudags, skömmu eftir að herinn hafði brotið liðsstyrk uppreisnarmanna á bak aftur og sýnt var, að byltingin hafði runn- ið út í sandinn. VASKIR VÉLAMENN Þessir þrír menn hafa verið ákærðir af stjórn Argentínu fyrir að hafa stofnað til samblástur- ins og stjórnað honum. Þá hefir og verið tilkynnt, að foringjar radikalaflokksins, m. a. formað- ur hans dr Arturo Frondizi hafi verið fangelsaður. Skýrt hefur verið frá því, I Buenos Aires, að það hafi verið tveir vélamenn, sem unnu í flug- stöð flotans í Punta del Indio, sem fyrstir aðvöruðu stjórnina um að bylting væri í aðsigi. Sáu þeir, hver viðbúnaður var hafður til byltingarinnar og lögðu á flótta til Buenos Aires í gamalli Fokker-æfingavél. Þá höfðu þeir unnið skemmdarverk á 12 flug- vélum uppreisnarmanna af 50. ÍT — Sovétríkin gera sér ábyrgð sína ljósa, hélt Molotov áfram, en aukin þensla í alþjóðamálum er alvarleg ógnun við frið og farsæld mannkynsins. Við hljótum að veita því at- hygli, að allar staðreyndir hníga að því, að greið gata liggi til var- anlegs friðar og sátta millum þjóða heims. Staðreyndirnar sýna líka, sagði Molotov, að sú stefna, sem Sovétríkin og fylgi- ríki þeirra reka og miðar að því að draga úr þenslunni í alþjóða- málum, virðist hafa borið já- kvæðan árangur. Stjórnarerindrekarnir verða nú að láta aðgerðir koma í stað orða og til sönnunar um, að hann væri þess sinnis, bar Molotov fram eftirfarandi tillögu í sjö lið- um, er miðaði að fyrsta takmark- inu, eins og hann sagði: f 7 1) Öllum styrjaldaráróðri verði hætt. 2) Samkomulag stórveldanna um, að herstöðvar þeirra í öðrum löndum verði lagðar niður. 3) Kjarnorkan verði nýtt til friðsamlegra starfa og van- yrktum löndum verði veitt fjárhagshjálp. 4) Samkomulag verði milli stór- veldanna um að þau flytji all- an her sinn brott frá Þýzka- landi. 5) Deilumálin í hinum fjarlæg- ari Austurlöndum (Indó Kína, Kóreu) verði til lykta leidd. 6) Hindrunum á alþjóðavið- skiptum og verzlun verði rutt úr vegi. 7) Komið verði á nánu menn- ingar og kynningarsambandi milli landa með menningar- heimsóknum og auknum ferðamannastraumi, þeirra á milli. —oOo— Molotov sagði, að áætlun þessa myndi verða að framkvæma í tveimur áföngum. Sá fyrri kæmi í framkvæmd eftir eitt og hálft ár, hinn 1957. Jafnframt kvað MOSKVU, 22. júní. — Frá Reuter-NTB I FORSÆTISRÁÐHERRARNIR Nikolai Bulganin og Nerú und- irskrifuðu í kvöld sameiginlegan sáttmála að lokinni heim- sókn Nerús í Sovétríkjunum. ^ Jafnframt var frá því skýrt, að Bulganin myndi fara í opin- bera heimsókn til Nýju Delhí í janúar í vetur að boði Nerús. Efni samningsins hefir ekki enn verið kunngert, en mun birt á fimmtudag, en stjórnarerindrekar í Moskvu hyggja, að hann fjalli um samstarf landanna tveggja og skoðanir þeirra á heims- málunum, sem þau eru í dag. ■ I Jafnframt sé þar minnst á afvopnunarmálin og Indó Kína. í býtið á morgun mun Nerú leggja upp í Evrópuferð sína og heimsækja m. a. Varsjá, Róm, Belgrad og jafnvel London. Þýzkir hermenn nflur til Osló WASHINGTON, 22. júní. Frá Reuter-NTB. ★ Stjórnmálafréttaritarar hér í borg skýra frá því, að þegar her- deildir Vestur Þýzkalands séu á hólminn komnar, reiðubúnar til að taka þátt í varnarkerfi Atlants hafsbandalagsins, muni yfir- stjórn hluta liðsaflans hafa aðal- aðsetur sitt í Osló. Heyrir hún undir norðurstjórn Atlantshafs- bandalagsherja, en sú stjórn er einmitt í Osló. Ákveðið mun hafa verið, að vestur-þýzki herinn taki þátt í vörnum Skandinavíu, og mun mestallur flotinn, hluti loft- flotans og a. m. k. tvær herdeild- ir af hinum tólf, sem í vestur- þýzka hernum vcrða, reiðubúinn til þessa starfs innan skamms. •k Þýzki flotinn mun hafa bæki- stöðvar sínar í Eystrasaltshöfn- um og er aðalhlutverk hans að verja Danmörku, með hjálp þýzka flughersins, en bandarísk- Vestur-þýzkur liásafli ir hersérfræðingar telja Dan- mörku hið versta land til varnar, slétt og auðunnið í styrjöld. Þeg- ar tveimur þýzkum herdeildum hefir verið skipað í varnarstöðv- ar Danmerkur mun þó mega ætla að suðurlandamæri hennar séu sæmilega varin fyrir árás. ★ Bandarískir hershöfðingjar telja, að ekki muni þýða að senda bandarískan liðsstyrk til varnar Noregi. Ástæðan er sú, að ekki er talið framkvæmanlegt að verja hinar vogskornu strendur landsins til nokkurrar hlítar. Á sínum tíma neitaði danska ríkisstjórnin um leyfi til þess að stofna bækistöðvar fyrir banda- rískar og kanadiskar þrýstilofts- flugvélar og lið þeirra á danskri grund. Nú er álitið, að danska stjórnin muni taka boðinu, þar nun verja IVorðurlönd sem varnir suðurlandamæra hennar eru öruggar í höndum þýzku hersveitanna. Ljóst er, að það er mönnum í Danmörku, Noregi og Bretlandi mikið ánægjuefni, ef hægt er á þennan hátt að styrkja varnirnar við Norðuratlantshafið, og talið er, að sænska herforingjaráðið sé mjög fagnandi yfir því að öflug- um þýzkum liðsafla skuli ætlað að vera þar til styrktar undir sameiginlegri herstjórn Atlants- hafsbandalagsins. ★ Má því ætla, að þegar vestur- þýzki herinn er endanlega kom- inn á laggirnar, sem verður á næstunni, muni mega sjá þýzka liðsforingja spranga eftir Karl Jóhann í Osló og á Ráðhústorginu danska, en í þetta sinn verða þeir aufúsugestir og æði velkomnir. NÝ LÖG í gær samþykkti þingið lög, sem veita stjórninni heimild til þess að skipta um alla yfirfor- ingja í hernum, ef henni lízt svo. Herinn hefir nú stjórnartatimana í sínum höndum og allt er rólegt í landinu. Blöðin birtu umsagn- arlítið ræðu þá, sem Perón flutti um byltinguna á laugardaginn, en eftirtektarvert er, að þau hafa ekki enn beint árásum að upp- reisnarmönnunum. ORRUSTUSKIP í HAFI Hópur flugmanna frá Argen- tínu er farinn til Montevideó til þess að sækja 39 flugvélar, sem uppreisnarmenn munu hafa flogið til Uruguay. Þá er enn óvíst um verustað tveggja stórra orrustuskipa úr argentínska flot- anum og tók áhöfn þeirra þátt í byltingunni gegn Perón. — Þau heita Pueyrredon og 25. maí. Eru þau enn talin vera í hafi. Scelba scgir af sér RÓM, 22. júní: — ítalska stjórn- in baðst lausnar í dag. Scelba for sætisráðherra lagði lausnarbeiðn- ina fyrir Gronchi forseta lands- ins, en hann kvaðst verða að fá frest til að ræða við formenn stjórnmálaflokkanna 'áður en hann-tæki hana til greina. Ekkert er vitað enn um nýja stjórnarmyndun. Ástæðan fyrir því, að stjórnin segir af -sér er sú, að óeining er komin upp í flokki forsætisráðherra með kristilegum demókrötum og hef- ir hann ekki getað endurskipu- lagt stjórnina að vild sinni þess- vegna. — Reuter-NTB

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.