Morgunblaðið - 23.06.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.06.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 23. júní 1955 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Adenauer hefir afsannað kenn- ingar þýzku kratanna Mál allra bœjarbúa SJÁLFSTÆÐISMENN í bæjar- stjórn Reykjavíkur hafa ætíð lagt*mikla áherzlu á að fjárhag- ur bæjarins væri sem traustast- ur. Þessi hugsun á ekkert skylt við naumleika og nirfilskap held- ur er hún sprottin af vitundinni um það að þarfir hinnar vaxandi borgar eru ótalmargar og ekkert nema öruggur fjárhagur getur tryggt að þeim þörfum verði sem bezt fullnægt. Sjálfstæðismenn hafa ætíð haft opin augun fyrir því að bæjarfélagið hefur í mörg horn að líta á efnalegum og menningarlegum sviðum enda bera fjárhagsátælun og reikning- ar bæjarins á ári hverju vott um það. En oft hlýtur að vera vand- siglt um þann sjó, þar sem ann- arsvegar blasa við margar og augljósar þarfir en hinsvegar er takmörkuð fjárhagsleg geta, sem ekki má ofbjóða. Þessi sigling hef ur Sjálfstæðismönnum tekizt vel eins og sést á framkvæmdum bæjarfélagsins annarsvegar og fjárhag hans í heild, hinsvegar. I Rekstrarafgangur í þágu framkvæmda Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri lagði þann 16. júní fram í bæjarstjórn reikninga bæjarins j fyrir árið 1954. Á honum sést að áætlanir um tekjur og gjöld hafa staðizt vel. Tekjuáætlunin fór 7,7 milljónir kr. fram úr áætlun en rekstursgjöldin urðu aðeins 1,4 millj. kr. hærri en gert var ráð fyrir. Þetta sýnir að full var- úð hefur verið sýnd þegar gerð var áætlun í árslok 1953 um tekju möguleikana og að vel hefur ver- ' ið haldið á um rekstrarkostnað bæjarfélagsins. Rekstrarafgang- ur til yfirfærslu á eignabreytinga 1 reiking varð nú 15,4 milljónir kr. Þessi rekstrarafgangur hefur ver ið notaður til verklegra fram- j kvæmda bæjarins ásamt öðrum tekjum bæjarins, sem ekki telj- ast rekstrartekjur. Þessu fé var m.a. varið til byggingar Heilsu- verndarstöðvarinnar, til skóla- bygginga og til bæjarspítalans, sem nú er í byggingu í Fossvogi. Þannig hefur bæjarfélagið haft handbært fé til mikilla bygginga- framkvæmda án þess að grípa þyrfti til lántöku. __ Hagstæður greiðslujöfn- uður og eignaaukning Niðurstaðan hefur orðið sú, að greiðslujöfnuður bæjarsjóðs á árinu 1954 var hagstæður um 1,1 millj. króna en skuldlaus eign kaupstaðarins hækkaði um 25,7 millj. kr. og er nú orðin 268 millj. Hefur skuldlrus eign bæjarins hækkað um 118 millj. kr. á s.l. f jórum árum. Þess ber að geta að það fé sem runnið hefur til ný- bygginga, gatna og holræsa, var fært með rekstrarútgjöldum, eins og áður,' en ekki fært til eigna, en þetta fé nam tæpum 10 millj. kr. á árinu 1954. Þegar á þessar tölur er litið sést glögglega að hagur Reykjavíkur stendur með miklum blóma og munu Sjálf- stæðismenn halda sömu stefnu alla þá tíð, sem þeir ráða fjár- málum bæjarfélagsins. Útsvarsbyrðin Jafnframt því, sem Sjálfstæðis- menn hafa viljað halda uppi verk legum framkvæmdum og annarri starfsemi bæjarfélagsins af full- um krafti hafa þeir gert sér þess ljósa grein að ekki má ofbjóða gjaldþoli bæjarbúa. Útsvörin eru hérumbil eini tekjustofn bæjar- félagsins og á þeim verður af- koman að byggjast. Þó mörgum Reykvíkingum finnist útsvars- byrðin þung, þá er hún þó létt- ari en í flestum eða öllum öðrum bæjarfélögum. Fyrir 3 árum var gerð breyting á útsvarsstiganum, sem miðaði að því að hækka persónufrádráttinn til hagsbóta fyrir þá, sem hafa þyngstar fram- færslubyrðar. Útsvarsstiginn hef- ur ekki hækkað að undanförnu þrátt fyrir aukna tekjuþörf bæj- arfélagsins. f ár er til dæmis not- aður sami útsvarsstigi og í fyrra þótt fjárhagsáætlunin sé af eðli- legum ástæðum nokkru hærri í ár en 1954. Hve lengi Sjálfstæðis- menn í bæjarstjórn geta haldið útsvörunum innan þeirra tak- marka, sem reynt hefur verið fer eftir almennum aðstæðum í þjóð- félaginu, sem þeir hafa ekki tök á að ráða við. En bæjarbúar geta verið öruggir um, að Sjálfstæðis- menn munu halda áfram sömu stefnu „um að halda útsvörunum niðri, svo sem frekast er kostur. Hvernig færi ef . . . Bæjarbúar hafa fyrir löngu viðurkennt þá viðleitni Sjálf- stæðismanna að hafa fjárhag Reykjavíkur traustan og heil- brigðan. Menn hafa gert sér ljóst að ef Reykjavík yrði illa stödd fjárhagslega þýddi það versn- andi fjárhag og afkomu þeirra sjálfra. Ef Reykjavík lenti í fjár- hagslegum kröggum mundi það, með einu og öðru móti, snerta hvert einasta heimili í bænum. Góður fjárhagur bæjarins er persónulegur hagur hvers ein- asta bæjarbúa. Ef fjárstjórn bæj- arins færi í ólestri mundi það ekki einungis þýða minnkandi þjónustu af bæjarins hálfu við íbúana og aðstoð til þeirra, sem hennar þurfa sérstaklega heldur mundi þá skapast kyrrstaða, sem fljótlega mundi snerta alla bæj- arbúa illa. | Menn sakna margs, sem þeir telja að bæjarfélagið ætti að framkvæma. Það er auðvelt að benda á margt, sem æskilegt væri, að bærinn framkvæmdi og ekki er enn fyrir hendi eða gengur hægar en æskilegt væri. Bærinn er í svo örum vexti og þarfirnar margar. En fyrst svo er, þegar fjárhagur bæjarins er traustur og örugg- lega stjórnað, hvernig mundi þá vera umhorfs ef illa væri stjórnað og fjárhirzla bæjar- ins í vörzlum margra og sund- urleitra flokka, sem héldu „vinstra samstarfinu" fljót- andi með hrossakaupum og allskonar bræðingi á báðar hendur? Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn undir forystu Gunnars Thordd- sen borgarstjóra, munu halda vörð um fjárhag Reykjavíkur því með því gæta þeir hagsmuna hvers einasta borgara í bænum, hvort sem hann er ungur eða gamall, verkfær eða ellilasinn. Þetta hafa bæjarbúar skilið og munu einnig kunna að meta þessa viðleitni framvegis. SENNILEGT má telja, að Aden- auer kanslari þiggi boð Sovét- stjórnarinnar um að sækja rús's- neska ráðamenn heim í Moskvu og ræða við þá Þýzkalandsmálin. Þó er fullvíst, að endanleg ákvörð un um það verði ekki tekin fyrr en eftir fundi Adenauers með leiðtogum vesturveldanna, en hann er um þessar mundir í New York, eins og kunnugt er, og hefir þar átt viðræður við for- ystumenn Bandaríkjanna og ut- anríkisráðherra Vesturveldanna. ★ ★ ★ HINN 8. júní s.l. voru þingfund ir rofnir í vestur-þýzka Sam- bandsþinginu, til þess að flokk- arnir og leiðtogar þeirra gætu rætt um boð Sovétstjórnarinnar. Niðurstaða varð sú að þiggja bæri boðið, en nauðsynlegt væri einnig, að athuga orðsendingu rússnesku stjórnarinnar rækilega áður en lokasporið yrði stigið í málinu. Þá voru menn almennt sammála um, að Vestur-Þjóð- verjar ættu að hafa samráð við bandamenn sína í vestrinu, áður en boðið yrði formlega þegið. ★ VILJA, AÐ ADENAUER FARI TIL MOSKVU Þrír stjórnmálaflokkanna, Jafn aðarmannaflokkurinn, Frjálsir demókratar og Flóttamannaflokk urinn, gáfu út sérstaka yfirlýs- ingu um boð Sovétstjórnarinnar, þar sem Adenauer er hvattur til að fara til Moskvu og ræða við Bulganinstjórnina um Þýzka- landsmálin. Flokkur Kristilegra Á þrekraun fyrir höndum Dr. Adenauer. hafa aftur á móti ekki gefið út neinar sérstakar yfirlýsingar um málið, en margir leiðtogar þeirra vilja, að Adenauer ræði við Rúss- ann. Og raunar hefir engin rödd heyrzt um það í landinu, að kanslarinn skuli ekki þiggja boðið. Sumir stjórnmálamenn landsins hafa aðeins hvatt til var- færni. ★AUSTUR-ÞÝZKIR KOMMAR RINGLAÐIR! Af austur-þýzku blöðunum — demokrata og Þýzki flokkurinn og raunar einnig af ræðu Grote- VeU ancL óhrijar: Almenningssíminn á Kambabrún. VEGFARENDUR um Hellis- heiðina hafa veitt því eftir- tekt að skúrinn, sem um alllangt skeið stóð utanvið veginn á Kambabrún er nú horfinn. í þess- um skúr var m. a. sími, sem al- menningur hafði aðgang að og liggur í augum uppi hvílíkt hag- ræði hefir verið að honum þar, undir ýmsum kringumstæðum, t. d. ef bíll bilar og síma þarf eftir hjálp eða eitthvað annað verður að, svo sem alltaf getur komið fyrir. Hví var þá síminn — og skúrinn tekinn niður9 — er eðlilegt að menn spy^ji. — Maður einn, sem hefir unnið hjá Vegagerðinni í mörg ár skýrði fyrir mér ástæðuna nú á dög- unum. Það var beinlínis vegna þess, að síminn fékk ekki að vera þarna í friði fyrir alls kon- ar skemmdarvörgum sem að hon- um sóttu og færðu úr lagi jafn- skjótt og gert var við hann. „Að lokum gáfumst við upp — sagði maðurinn, og sáum þann kost einan fyrir hendi að taka hann niður fyrir fullt og allt.“ Og kílómetrasteinarnir. SVIPAÐA sögu er að segja um kílómetrasteinana svo köll- uðu, — hélt maðurinn áfram. — Við höfðum ekki fengið að gagn- ast með þá heldur. Þannig var það fyrir nokkrum árum, að á einni nóttu var öllum kílómetra- steinum á leiðinni frá Svína- hrauni austur að Ölfusá rutt um koll eða snúið við og þessi sama saga hefir endurtekið sig æ ofan í æ. Það er ekkert gaman að eiga við þetta“. I Torvelduð þjónusta. NEI, svo sannarlega er það allt annað en gaman að fást við annan eins skrilshátt og óskamm feilni sem birtist í slíkum skemmdarverkum og strákapör- um. Það er eðlilegt og sjálfsagt að fólk geri sínar kröfur til þeirra aðila, sem láta eiga borg- urunum í té ýmsa almenna þjón- ustu, en það er öllu lakara þeg- ar þessi þjónusta er svo frek- lega vanvirt og torvelduð, sem raun ber vitni, af óþjóðalýð, sem gerir sér að leik að illskapast við svo meinlausa og um leið nyt- sama hluti og almenningssíma, kílómetrasteina og önnur um- ferðarmerki á vegum úti. H Um val íslenzka landsliðsins. R. VELVAKANDI! Nú fer óðum að líða að því, að íslendingar þurfi að leika sinn fyrsta landsleik á þessu ári. Verð- ur mönnum þá hugsað til þess, hvað hafi verið gert til þess að undirbúa lið okkar fyrir þennan leik. Eftir þeim fréttum, sem farið hafa af æfingum væntanlegs landsliðs má segja, að undirbún- ingur hafi ekki verið sem skyldi. Eftir því, sem einn landsliðsmað- ur sagði, eru störf I.andsliðsnefnd ar fólgin í því, að hún hefir val- ið til æfinga 26 menn. Þykir það nokkuð stór hópur, þegar aðeins nokkrir dagar eru eftir til leiks. Síðasta æfing fór fram á Akra- nesi og var hún ekki betur und- irbúin en svo, að eftir að æfing var hafin þurfti að kalla á menn úr áhorfendahópnum til þess að hægt væri að fylla tvö lið. Þessar heimildir eru eftir ein- um leikmanna, sem var á æfing- unni og er, eins og margir aðrir knattspyrnumenn og knatt- spyrnuunnendur, óánægður með störf Landsliðsnefndar, eins og þau eru af hendi leyst. Það eru því margir, sem telja heppilegast að leggja nefndina algerlega niður og fela landsliðs- þjálfara að velja liðið, því að hann hefir bæði þá hagnýtu reynslu og þekkingu, sem þarf til að leysa það hlutverk af hendi. — Reykvískur knatt- spyrnuunnandi.'* Merkið, sem klæðir landið. wohls fyrir skömmu — er ekki hægt að sjá annað en orðsending Rússa hafi komið austur-þýzku stjórninni algerlega að óvörum. í þessu sambandi má minna á ræðu Ulbrichts, varaforsætisráð- herra Austur-Þýzkalands, sem hann flutti í síðustu viku; var hún full af gífuryrðum og stór- mælum í garð Vestur-Þjóðverja og kallaði hann vestur-þýzka leið toga „svikara" í öðru hverju orðl og „óvini Þýzkalands". Má ganga út frá því, að þessi ágæti kommúnistafor- sprakki hefði ekki tekið svo mjög upp í sig, ef hann hefði vitað um orðsendinguna og í ráði væri að bjóða höfuð- paurnum og „aðalsvikaran- um“. Adenauer kanslara, til Badgdad kommúnismans — sjálfrar Moskvu. ★ VIÐHORF KRATA ÚT f BLÁINN Ekki er hægt annað að segja en afstaða Rússa hafi valdið því, að Vestur-Þýzkaland varpi nú all miklum skugga á Austur-Þýzka- land. Einnig má rekja til hennar, að Adenauer virðist nú hafa bor- ið algert sigurorð af andstæðing- um sínum, jafnaðarmönnum. Sovétstjórnin er nú reiðubúin til að taka engu minna tillit til Vestur-Þjóðverja en leppa sinna í Austur-Þýzkalandi. svo að þar hefir Adenauer sannarlega skotið Ulbrict-stjórninni ref fyrir rass. Ekki er jafnvel óhugsandi, þegar maður fer að hugleiða málið í góðu tómi, að Ráðstjórnin sé fús til að fórna Austur-Þýzkalandi fyrir vinsamlegri afstöðu Vestur- Þjóðverja til sín. í Þýzkalandi sjálfu hefir þetta nýja viðhorf sýnt mönnum, svo að ekki er um að villast, að alveg er út í hött hjá krötum, þegar þeir hafa hald ið fram þeirri firru, að stefna kanslarans komi í veg fyrir sam- einingu landsins í eitt ríki. Adenauer kanslari hefir senni- lega aldrei notið eins mikillar virðingar í Þýzkalandi og nú eft- ir boð Ráðstjórnarinnar, og stefnu hans hefir áreiðanlega auk izt fylgi meðal þess stóra hóps, sem þráir sameiningu Þýzka- lands. ★ ★ ★ EN heimboðið veldur Adenauer sjálfum tvímælalaust miklum áhyggjum. Það kemur í veg fyrir þá ákvörðun hans frá fyrri viku, að taka ekki þátt í alþjóðlegum viðræðum fyrr en kalda stríðið hefði minnkað. — Og ef hann tæki Rússana á orðinu og kæmi á stjórnmálasambandi við Sovét- ríkin, yrðu tveir fulltrúar Þýzka lands í Moskvu — sendiherrar Austur-Þýzkalands og Vestur- Þýzkalands — og með því mundi hann óbeint viðurkenna Austur- Þýzkaland sem sérstakt fullvalda ríki. En öll stjórnmálabarátta hans hefir miðað að því, eins og kunnugt er, að koma í veg fyrir sjálfstæði hins kommúníska hluta Þýzkalands. Hér fylgir því böggull skammrifi. — ★ BROSMILDARI FYRIR 18. JÚLÍ Ef hann aftur á móti reyndi í bili að ganga fram hjá stjórn- málasambandinu við Moskvu og ræða í þess stað einungis við Bulganin um sameiningu alls Þýzkalands, eins ogJafn aðar- menn hafa stungið upp á, yrði hann að semja upp á eigin spýtur um framtíð landsins — og það fyrir fjórveldafundinn. En varla kemur til þess, því að Adenauer hefir lýst því yfir, að hann muni ekki ræða sameiningu Þýzka- lands, áður en öldurót kalda i Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.