Morgunblaðið - 23.06.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.06.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 23. júní 1955 E [JONABANDSAS EFTIR ALBERTO MORAVÍA T ^ g 1 Framhaldssagan 12 : lesturs. Ég þóttist vera í sérstak- lega skýru og skilningsnæmu liugarástandi, og fegurð og töfr- ar hins dásamlega og fagra kvæðis átti svo vel við birtu og tílíðan svip dagsins, að ég gleymdi því fljótlega, að ,ég væri að bíða. Við og við, þegar augu mín rákust á óvenjulega hljóm- fagurt og ljóðrænt vísuorð, renndi ég augunum út til glugg- ans og endurtók það í huga méi í og í hvert skipti, sem ég gerði ; þessa hreyfingu, virtist mér ég verða hamingju minnar meðvit- , andi, eins og einhver, sem hreyfir '■ sig í dúnmjúku og vermdu rúmi sínu og verður við hverja hreyf- ingu vitandi um og var við bæg- indi þess og unað. Antonió var nærri heila klukku stund að laga hár konu minnar. Loks heyrði ég hann ganga út, kveðja þjónustustúlkuna með lágri röddu og svo brast í möl- inni undir hjólinu hans, eftir því sem hann fjarlægðist húsið. * Andartaki síðar kom konan mín inn í herbergið. : Ég lokaði bókinni og reis á fætur, til að virða hana fyrir mér. Antonió hafði leyst vanda- málið með því að þekja allt höf- ■uð hennar með krullum og breyta hinni mjúku, lausu greiðslu hennar í átjándu aldar hárkollu. Allar þessar krullur hrúguð- úst hver upp af annarri og þyrl- uðust í kringum langt og hold- skarpt andlitið, svo að á það kom kynlegur svipur, sem minnti á í viðhafnarbúna sveitakonu. Þetta sveitalega útlit var aukið með vendi af nýjum, lifandi blómum — ég held að það hafi verið rauð- ar nellikur, nældar fastar, rétt • ofan við vinstra gagnaugað. C „Prýðilegt!" hrópaði ég í taum- lausri kátínu og gáska. „Antonió er vissulega galdramaður. Marió og Attilíó í Róm megi blygðast t sín. Þeir eru ekki einu sinni verð- ir þess að hnýta þveng hans . . Þú líkis helzt einni af hinum litlu sveitastúlkum, sem við sjá- um hérna í nágrenninu, þegar þær eru á leiðinni til sunnudags- markaðsins. Og blómin eru dá- t samleg .... Leyf mér að skoða ' þig betur.“ Um leið og ég sagði j þetta, reyndi ég að snúa henni ! hægt í hring, til þess að dáðst j ! betur að handaverkum rakarans. U En mér til mikillar furðu, þá @ var andlit konunnar minnar þung fc brýnt og gaf til kynna geðvonsku, H sem ég gat ekki íundið neina pf skynsamlega ástæðu fyrir. Stóra k neðri vörin hennar titraði — ó- brigðult reiðimerki. Hún ýtti mér | til hliðar með snöggri hreyfingu pí; og sagði: 1 „f öllum bænum reyndu ekki fe að spauga og gera að gamni þínu V .... Ég er sannarlega ekki í |. neinu skapi til slíkra fíflaláta W núna.“ fj Mér var ómögulegt að skilja j þetta og hélt því áfram á líkan liátt sem fyrr. „Svona, svona! Þú þarft alls ekki að skammast þín fyrir þetta. ; Ég fullvissa þig um það, að Antonió hefur leyst sitt verk af hendi með sóma . . . Þú lítur j dásamlega út. Hafðu engar' á- " hyggjur, þú munt áreiðanlega sóma þér vel á markaðinum á sunnudaginn kemur — og ef þú ferð á dansleik, þú muntu áreið- anlega fá mörg hjúskaparti!boð.“ Eins og menn geta séð á þessu, þá hélt ég að óánægja hennar a stafaði af verki Antonió. Ég vissi, . að hún var ákaflega hégómagjörn og sennilega var þetta ekki í fyrsta skipti, sem klaufskur hár- greiðslumaður gerði henni gramt í geði. En hún ýtti mér aftur frá sér með gremjusvip á andlitinu og endurtók: „Ég er þegar búin að biðja þig um, að vera ekki með nein spaugsyrði og gaman- orð!“ „En — hversvegna?" spurði ég. ■ „Hvað hefur eiginlega komið fyr- ir?“ | Hún hafði gengið út að gluggan um og var nú að horfa út um hann, en studdi báðum höndum á gluggakistuna. Snögglega snéri hún sér við: „Það sem hefur skeð er það, að á morgun verður því að gera mér þann greiða að ; skipta um rakara. Ég vil ekki hafa Antonió hér einum degi lengur!" Ég var alveg undrandi: „En hversvegna? Auðvitað er hann j ekki borgarrakari, það veit ég vel .... en ég er ánægður með verk hans.“ | „Þú munt ekki þurfa að nota . hann oftar.“ Hún sat þögul stund ! arkorn, en svo gaf hún gremjunni lausan tauminn: „Ó, Silvió! I Hversvegna viltu ekki skilja mig. Hér er ekki um það að ræða, hvort hann vinni verk sitt vel. Hvað kemur það málinu við?“ „En hvað er það eiginlega þá, sem amar að?“ „Hann var ókurteis við mig .. og ég vil ekki sjá hann aftur — aldrei framar!" „Var hann ókurteis við þig? Hvað áttu við með því að segja þetta?“ ) Það hlýtur að hafa verið í svip 1 mínum og rödd eitthvað af hinu hugsunarlausa kæruleysi, sem j ávallt kom fram í mér á morgn- ana, einmitt um þetta leyti, því hún sagði fyrirlitlega: „En hvað kemur þér við, þótt Antonió hafi sýnt mér ókurtéisi? Auðvitað snertir það þig ekki.“ Ég var hræddur um að ég hefði móðgað hana, gekk því til henn- ar og sagði hátíðlega: „Fvrir- gefðu mér .... kannske hefi ég ekki alveg skilið. Vertu nú góð , og segðu mér, á hvern hátt hann 1 sýndi þér ókurteisi." „Eg er búin að segja þér, að hann hafi sýnt mér ókurteisi!" , kallaði hún með skyndilegum ofsa og snéri sér að mér með titrandi nasavængjum og hörku- svip í augum. „Það ætti að vera nægilegt fyrir þig að heyra .... Hann er hræðilegur maður — láttu hann fara og fáðu einhvern annan í hans stað .. Ég þoli ekki að sjá hann héi oftar!“ „Ég skil þetta ekki“, sagði ég enn þá einu sinni, alveg forviða. „Hann er maður, sem venjulega er í fyllsta máta kurteis, raunar of kurteis, hefur mér fundizt .. Fjölskyldumaður . . “ „Já“, endurtók hún og yppti gremjulega öxlum, „fjölskyldu- maður.“ ! „Viltu nú vera svo væn og segja mér afdráttarlaust, hvað hann gerði á hluta þinn.“ | Þannig héldum við áfram að ræðast við í stundarkorn, ég heimtandi að fá að vita að hverju leyti Antonió hefði sýnt skort á kurteisi, hún neitandi að gefa nokkra útskýringu, aðeins end- urtakandi sömu ásökunina, sí og æ. Loks, eftir talsvert æstar orða hnippingar, þóttist ég skilja, hvað á milli hefði borið. £ Utilegumennirnir 9 Bræðurnir voru komnir alllangt frá hinum mönnunum, þegar skyndilega og óvænt var ráðizt á þá. Spruttu útilegu- mennirnir fimm undan allstórum steini, sem þeir gengu fram hjá. | Sló þarna í heiftarlegan bardaga, og hallaði heldur á þá bræður og manninn, sem með þeim var, því að útilegu- mennirnir voru fimm talsins. Voru einir tveir þeirra með hnífa, sem þeir sveifluðu ákaft. | Nú sló í ákafan bardaga á milli bræðranna, Bjarna, Jóns og mannsins, sem með þeim var, og útilegumannanna hins vegar. Þeir voru fimm talsins, en þó sluppu ekki nema fjórir undan byggðarmönnum. Sá fimmti var enginn annar 1 en sýslumannssonurinn. Bræðurnir gengu mjög rösklega fram og lögðu þegar tvo menn að velli. En maðurinn, sem með þeim var, var nú orðinn óvígur. Réðust hinir þrír útilegumenn á þá bræður af mikilli heift og otuðu hnífum sínum óspart. Einn þeirra var sýslumannssonurinn. Fengu þeir bræður stór og mikil sár, en útilegumennirnir sluppu ekki heldur ósárir. Þegar bardaginn hafði staðið röskan hálftíma lágu allir útilegumennirnir óvígir á blóvellinum og bræðurnir að falli komnir sökum mikils blóðmissis. Að nokkurri stund liðinni komu hinir byggðarmennirnir þarna að. Þeir höfðu nefnilega orðið einskis varir og héldu því í humátt á eftir þeim bræðrum. Reyndar máttu þeir (ekki seinna koma, því að fljótlega varð að binda um sár mannanna svo að þeim blæddi ekki út. Var nú bundið um sár þeirra manna, sem verst voru á sig komnir. En einn byggðarmanna var sendur niður í þorpið | til þess að ná í hesta undir mennina. Þeir bræður og úti- legumennirnir, sem eftir lifðu voru síðan fluttir til byggða. Af sýslumannssyninum er það að segja, að hann var ásamt útilegumönnum, sem eftir lifðu, sendur í þrælkunarvinnu til Brimarhólms. Bræðurnir fengu aftur á móti hið mesta loft fyrir vasklega framgöngu í bardaganum, en allir undr- uðust krafta og fimi þeirra í viðureigninni við útilegu- mennina. Lifðu þeir lengi og ávallt við góðan orðstír. Sögulok. •á & McColl's 9887 N=. . McColl'* J V740 /. t. McCall-sniðin veita yður algert öryggi. Veljið rétta stærð, styttið eða lengið sniðið ef þörf er eftir áprentuðum leiðbeiningum; allar línur sem klippa á eftir eru prentaðar á sniðið, ennfremur saumar og samsetningar. — McCalI-sniðin eru laus við hinn al- genga „lagersvip“. Allar konur, sem eitthvað eru inn í saumaskap geta saumað eftir McCall-sniðum og veitt sér 2'til 5 sinnum meiri fatnað fyrir sama fé miðað við að kaupa tilbúið — og vandaðri að efni og frágangi. Hvað kostar dragt? 2,4 m ullartweed 112,00 kr. 268,80 1,8 m fóðursilki 18.85 — 33.93 0,45 m millifóður 20,00 9,00 0,8 m pilsstrengur 2,00 — 1,60 1 stk. snið — 23,75 1 stk. rennilás á pils — 6.50 8 stk. hnappar 1,50 — 12,00 3 silkivinnsli 0,90 — 2,70 8 hnappagöt — 6,40 Samtals: Kr. 364.60 + eigin vinna. Hvað kostar sumarkjóll? 3 m efni, gott 34,75 kr. 104,25 1 m rúlleb. 2,00 — 2,00 1 stk. snið — 18,75 1 stk. rennilás — 6,50 1 stk. spenna yfird — 8,00 2 silkivinnsli — 1.80 4 stk. kósar — 2,00 Samtals: Ki. 143.30 + eigin vinna. Tökum að okkur vandasömustu vinnuna, sem krefst sérstakra véla: Allskonar ísaum — Hnappagöt — Yfirdekking á spenn- um og hnöppum — Plisseringar — Húllsaum — Zig-Zag- saum — Kósar — Smellur á úlpur og fleira. SMÁVÖRUR TIL SAUMASKAPAR VELJID EFNI OC SNIÐ SAMTÍMIS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.