Morgunblaðið - 23.06.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.06.1955, Blaðsíða 16
Veðurúfiit í dag: NA og N kaldi, Iéttskýjað. 138. tbl. — Fimmtudagur 23. júm 1955 Kvennasíða bls. 7. Síldin langt frá landi á vestursvœðinn i Rauðála í þörunpbeilL FISKIDEILD Atvinnudeildar Háskóla íslands, hefur sent frá sér fyrstu skýrsluna um síldarrannsóknir varðskipsins Ægis. — Nser skýrslan aðeins yfir lítinn hluta af hinu mikla svæði, sem rannsakað verður. — Eins og skýrt hefur verið frá, þá lýkur hinum sameiginlegu síldarrannsóknum Dana, Norðmanna og ís- lendinga á föstudaginn, er rannsóknarskipin Dana, G. O. Sars og Ægir koma til Seyðisfjarðar og fiskifræðingarnir gefa skýrslu um niðurstöðu rannsóknanna. ORSAKIRNAR Skýrsla sú, er Fiskideildin sendi blöðunum í gær, segir frá rannsóknunum á hafsvæðinu undan Vestfjörðum og vestan- verðu Norðurlandi. í ályktunarorðum leiðangurs- stjóra, Hermanns Einarssonar, Sunnudags- og kvöldferða- fargjöld SVR hækka BÆJARRÁÐ hefur samþykkt hækkun á fargjöldum með Stræt isvögnum Reykjavíkur, á öllum helgidögum, svo og í kvöldferð- um vagnanna, eftir kl. 8 á kvöld- in. — Er samþykkt þessi gerð eftir tillögu forstjóra strætis- vagnanna, til bæjarráðs, en hún er svohljóðandi, eins og bæjar- ráð samþykkti hana: Á helgidögum þjóðkirkjunnar, sumardaginn fyrsta, 1. maí og 17 júní, svo og eftir kl. 20 aðra claga, skulu fargjöld á leiðum S.V.R. vera sem hér segir: Fyrir fullorðna kr. 1.54 pr. far- g-jald, ef keyptir eru 13 miðar hið fæsta í senn, annars kr. 2.00 pr. fargjald. Fyrir börn kr. 0,50 pr. fargjald. Á hraðf srðum: kr. 2,00 fyrir full orðna, en kr. 1.00 fyrir börn. Fargjöld á leiðinni Lækjartorg — Lækjarbotnar kr. 7.00 fyrir fullorðna og kr. 4.00 fyrir börn allt að 12 ára. um það sem ráða má af rann- sóknunum á áðurnefndu haf- svæði, segir svo: Síld sú, er við höfum orðið var- ir við fyrir norðan land, heldur sig langt frá landi eins og fyrr segir, aðallega hlýsævarmegin við straumskiptin. Fyrir innan þetta síldarsvæði liggur breitt þörungabelti. Bre?.kir fiskifræð- ingar hafa fært fram sterkar líkur fyrir því, að síld forðast svæði, þar sem mikið er um kísilþörunga. Fyrir innan þetta þörungabelti er talsvert efnilegt rauðátubelti, en í því er ekki síld, svo okkur sé kunnugt. En það verður fróðlegt rannsóknar- efni að athuga, hvort rauðátan í þörungabeltinu á fyrir sér að vaxa og gróðurinn að dvína. Kynni þá síldin að færast nær landi, ef kenningar útlendra sér- fræðinga eiga við þetta hafsvæði. Yfirleitt má segja, að nú sé meira magn af hlýsævi á vestasta hluta svæðisins heldur en á sama tíma s.l. ár. f samræmi við það er átan þroskaðri og er magn rauðátunnar í átubeltinu tvöfalt eða þrefalt meira en á sama tíma í fyrra. Héraðsmót í Strandasýslu HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðis- manna i Strandasýsln verður haldið á Hólmavík n.k. laugar- dag 25. júní og hefst kl. 8 síðd. Ræður flytja þeir Gísli Jóns- son, alþm., og Ragnar Lárusson, fulltrúi. Leikararnir Brynjólfur Jó- hannesson og Haraldur Á. Sig- urðsson flytja gamanþætti. Að \ lokum verður stiginn dans og ieikur hljómsveit úr Reykjavík fyrir dansinum. £ . * - * ..r T ***** nf: <5 KR sigraði Akranes 4:1 j G Æ R kepptu KR og Akra- nes í íslandsmótinu. Fóru leikar svo að KR sigraði með 4 mörk- um gegn einu. Öll mörk KR-inga voru skoruð í fyrri hálfleik — á 9. mín. (Ólafur Hannesson) á 16. mín. (Sigurður Bergsson upp úr horn- spyrnu) á 31. mín. (Óiafur Hannesson) og á 36 mín. (Atli Helgason). Öll mörkin fjögur voru skoruð með góðum skotum eftir góðan undirbúning. Mark Akurnesinga var skorað af Ríkharði úr vítaspyrnu rétt fyrir leikslok. Markatalan gefur ekki rétta hugmynd um yfirburði KR-inga í leiknum — en þeir nýttu tæki- færi sín stórvel, voru skotvissir og léku af snerpu og ákveðni. — Akurnesingar komust oft í góð tækifæri til að skora, en þeim brást ætíð boglistin — spyrnu beint á markmanninn eða hann varði skot þeirra vel. Fyrsti Reykjavikurbátur á síld: M.b. Sæljón. Ij (Ljósm. Har. Teits.) Fyrsfi báturinn frá Reykjavík farinn fil síldveie ! Báfurinn er nýsmíðaður í Danmörku og á honum er kvenkokkur IGÆRKVELDI lagði af stað frá Reykjavík fyrsti báturinn, sem fer héðan til síldveiða á þessu sumri. Var það m.b. Sæljónið, sem er eign Gunnars Guðmundssonar, er jafnframt verður for- j maður á bátnum. Er þetta nýr bátur, stór og glæsilegur. Meðal skipshafnarinnar er kvenkokkur, sá fyrsti, sem um getur á þessU sumri, en vafalaust verða margar stúlkur til að fylgja fordæml , hennar, þar sem það er mikið farið að tíðkast hér að stúlkur ger- i ist kokkar á síldarbátum. , Enginn Vdlnsfjarð- arpresfur Í»ÚFUM, 22. júní: — Er umsókn- arfrestur var liðinn um Vatns- fjarðarprestakall kom í ljós að enginn umsækjandi vildi gefa sig fram. Hefði það þótt fyrirsögn furðuleg að enginn vildi verða Vatnsfjarðarprestur. Hið forn- fræga höfuðból er nú ekki leng- ur eftirsóknarvert og þykir hér- aðsbúum illa farið ef prestslaust verður lengi. — P.P. Bátur sem renn! var sökkv- andi á land, reyndist ólekur Sjódómi falin rannsókn málsins. IFYRRADAG var vélbáti rennt á land inn við Kirkjusand. Var hann að því kominn að sökkva, en áhöfnina sakaði ekki. — í gærdag var bátnum bjargað úr fjörunni og hann dreginn inn á Reykjavíkurhöfn. Varð þá ekki vart leka í bátnum. Hefur bæjar- fógetanum í Hafnarfirði verið afhent mál þetta til rannsóknar í sjórétti embættisins. Hér er um að ræða vélbátinn Síldina frá Hafnarfirði. FULLKOMIN TÆKI Mb. Sæljónið er smíðaður í Esbjerg í Danmörku og er 61,5 lestir að stærð. Er hann með alú minium stýrishúsi vélarreisn úr stáli. Stýrishúsið er þiljað að innan með mahoni en vistarver- ur skipshafnar þiljaðar með plas AÐ SÖKKVA! í fyrradag er báturinn var á leið til Reykjavíkur og var stadd ur út af Gróttu, í góðu veðri, á venjulegri siglingarleið, sendi skipstjórinn út neyðarskeyti, um að báturinn væri að sökkva. — Nærstaddur vélbátur fór skip- verjum á hinum nauðstadda báti til hjálpar og setti taug í Síldina og hélt áleiðis til Reykjavíkur. Bæjarútgerð Keflavíkur um það bil að hætta TOGARAUTGERÐ Keflvík- inga er nú í þann veginn að renna sitt æviskeið á enda. Hinn gífurlegi kostnaður af rekstri togarans Keflvíkingur, er orðinn útgerðarfélaginu gjörsamlega ofviða og hefur útgerðarstjórnin reynt ótal leiðir til þess að bæta hag út- gerðarinnar. Er nú svo komið, að ekki er annað framundan fyrir Kefl- víkinga en að selja togarann, en hann liggur um þessar mundir hér í Reykjavíkur- höfn. Siglfirðingar hafa sýnt mik- inn áhuga á kaupum á togar- anum. Er nú komin hingað til bæjarins nefnd manna frá Siglufirði, til þess að ræða togarakaupin, en bæjarfóget- inn, Einar Ingimundarson, þingmaður Siglfirðinga, og bæjarstjórinn, Jón Kjartans- son, eru í nefnd þessari. Þar eð yfirvofandi virtist að báturinn myndi sökkva, var tal- ið rétt að reyna að renna honum upp í fjöruna á Kirkjusandi, og tókst það. HVERGI LEKUR f gærdag voru þegar í stað hafnar aðgerðir til þess að bjarga bátnum á flot úr fjörunni og sjór- inn losaður úr bátnum og hann síðan dreginn á flot um flóðið. Var farið með bátinn vestur að Ægisgarði og hann bundinn þar. Kom ekki í ljós neinn leki. VAR ÁTT VIÐ BOTNVENTIL Leikur sterkur grunur á því, að hér hafi ekki allt verið með feldu. En það er hlutverk sjó- dóms í Hafnarfirði, að ganga úr skugga um það. 40 ÁRA Vélbáturinn Síldin er 40 ára gamalt skip. Það átti að fara í vöruflutninga út á land. — Eig- andi hans er annar framkvæmda stjóri Bæjarútgerðar Hafnarfjarð ar, Illugi Guðmundsson og fleiri. Skipstjóri er Jón Guðmundsson frá Súgandafirði. Kokkurinn um borð í m.b. Sæ- ljóninu, Lilja Árnadóttir frá Hólmavík. tic, en það er alger nýung hér á landi og mun þetta vera eini bát- urinn hérlendis, sem er þannig úr garði gerður. GM-dieselvél knýr bátinn Báturinn er búinn öllum nýtízku tækjum svo sem Siemrad asdic, svo og talstöð og miðunarstöð Ennfr. eru dekk- spilin olíudrifin. Ganghraði báts- ins er 9 sjóm. Frammi I bátn- um eru vistarverur fyrir 8 manns en fyrir 4 í káetu. í bátnum er 5 ha Bukh-dieselvél til ljósa, tengd 3 kw rafal. Frammi í bátn- um er olíukynt eldavél. Umboðsmaður Esbjerg Skibs- værft & Ma::kinfabl"ik, sem smíð- uðu bátinn, er Magnús Ó. Ólafs- son í Rvík. Er þetta 3. báturinn, sem þessi skipasmíðastóð smíðar fyrir íslendinga. STULKA VIÐ KABYSSUNA ' Formaður á bátnum verðuí eigandi hans Gunnar Guðmunda-* son, Miðtúni 3, Rvík, en 1. vél« stjóri Ragnar Gíslason, Rvík. Hrólfur, sonur Gunnars, verðui 1. stýrimaður hjá föður sínum. Báturinn lagði af stað frá RvíIb í gærkvöldi norður til Skaga- strandar og mun taka þar hring- nót og bát, en síðan halda til síld- veiða fyrir Norðurlandi. Áhöfa bátsins er 11 manns, og er þac meðtalinn kokkurinn, sem er ung stúlka frá Hólmavík, Lilja Árna- dóttir að nafni. Hefur hún eitt sinn áður verið kokkur á síldar- bát. Mun báturinn að loknumt síldveiðum fara á reknet í Faxa- flóa. ( Mb. Sæljónið er fyrsti bátur-i inn, sem fer til síldveiða frS Reykjavík á þessu sumri. — f reynsluför sigldi báturinn 9 sjóm. en 8V2 sjómílu til jafnaðar á heimi siglingu frá Danmörku. Reyndist báturinn þá hið ágætasta sjóskip og fékkst góð reynsla á sjóhæfnl hans sökum illviðra, er hann hreppti á heimleiðinni. 1 mmmm BEYKJAVlK I ABCDEFGH ] ÍWóJ ABCDEFGH | STOKKHÖLMUB ] 13. leikur Stokkhólms: I b2—b3 ’ Til greina kom Bf4, sem þving- ar talsvert stöðu svarts. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.