Morgunblaðið - 24.06.1955, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.06.1955, Qupperneq 1
16 síður 43. árgangur 139. "tbl. — Föstudagur 24. júní 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsins F Þegar KR vann Islandsmeistarana íj Sláttur að hefjast um land allt Sprettan víðast dágóð Svona getur þetta verið! Á 5. mín. síðari hálflciks í leik KR og Akraness var þessi mynd tekin af ÓI. K. Magnússyni. Akranes sótti fast á og Ríkharður átti góðan skalla að markinu — en Herði Óskarssyni tókst að skalla frá. Markvörður KR er úr stöðu sinni — en 4 KR-ingar aðrir eru komnir í markið í hans stað. MOSKVU, 22. júní. — Nehrú hélt í dag af stað frá Moskvu eftir heimsókn sína til Sovétríkj- anna. Hefir hann nú ferðast þar um í rúman hálfan mánuð, við góðar undirtektir áhorfenda! Á flugvellinum héldu þeir báðir smátölur, Nerhú og Búlg- anin. Sagði sá fyrr nefndi, að vináttusamningur Rússa og Ind- verja sýndi vissu þeirra um ör- ugga framtíð. — Geitskörin komst aftur á móti svo að orði, að hann sýndi, hvernig löndin gætu unnið saman á friðsamleg- an hátt. — Nerhú er nú í heim- sókn í Póllandi. Reuter—NTB. Hollenzkus' liðsforingi vill ekki, oð eyjarnar falli kommúnistum í hendur AMSTERDAM, 22. júní. RAYMOND ,,Tureo“ Westerling, liðsforingi, ætlar að halda heim til Indónesíu hið bráðasta til að velta núverandi stjórn þar í landi. Vill hann ekki, að það falli í hendur kommúnistum. Liðsforinginn er Hollendingur að ætterni. Westerling heldur því fram, að Indónesía verði kommúnískt ríki á næstu tveimur árum, ef ný stjórn kemst ekki til valda þar. Ef svo færi, yrðu varnir Síams, Malaja og Filippseyja mjög veikar. EF UPPREISTÍN HEPPNAST ... Þá segir Westerling' enn frem- ur, að það sé langt því frá, að hann hafi í hyggju að koma aft- ur á nýrri nýlendustjórn á eyj- unum, ef uppreistin heppnast. Hann er nú leiðtogi þeirra Hol- lendinga, sem stefna að því, að rífa Moluk-eyjaklasann frá öðr- um hlutum Indónesiu eg gera eyj arnar að sjálfstæðu lýðveldi. — Hefir þessi hreyfing keypt tund- urskeytabát, sem heidur af stað FLESTIR FLGJANDI WESTERLING „Við ætlum að gera Moluk-eyj- arnar að lýðveldi, og síðar mun- um við fá aðra Indónesíumenn í lið með okkur“, segir í yfirlýs- ingu Westerlings. „Á þennan hátt“, heldur hann áfram, „get- um við á stuttum tíma kollvarp- að Jakartastjórninni“. j Loks má svo geta þess, að i I Hollandi búa nú um 15 þúsund manns frá Moluk-eyjunum, og er l fullyrt, að þeir séu flestir fylgj- andi Westerling. Bevanfékk 3 „skuggasveina rr kosna X LUNDUNUM, 23. júní: — T Anaurin Bevan og fylgi sveinar hans fengu í dag 3 menn kjörna í forystusveit þingflokks brezka verkamannaflokksins („skuggastjórnina“, svo nefndu), en vinstri armur þingflokksins hafði aðeins einn mann í stjórn- inni. — í þessari forystusveit þingflokksins eru 12 fulltrúar. — Reuter. HEYSKAPUR er nú að hefjast í sveitum. Byrjað er að slá á nokkrum stöðum. Gróður virðist vera misjafn, sums staðar með lakara móti en venjulega, á öðrum stöðum með bezta mótL Á nokkrum stöðum á landinu hafa óvenjulegir þurrkar dregið úr sprettu, annars staðar hefir kuldi þjakað gróðurinn. Á Suð- Austurlandi virðast sprettuhorfur einna lakastar, en á norð- anverðum Vestfjörðum hefur verið afbragðs sprettutíð. Fara hér á eftir frásagnir nokkurra fréttaritara Morgunblaðsins um sprettu- horfur frá 20.—22. þ. m. Sá sferki Þetta er hermálaráðherra Arg- entínu, Franklín Lucero. — Eru fréttaritarar þeirrar skoðunar, að hann sé valdamesti maður Argentínu um þessar mundir. — Lucero er 58 ára að aldri. PINAY SVARAR GAGN RÝNl MOLOYOVS: HersföSvar HÁTO eru „sameiginlegar varnar- sföðvar Áfianfshafsherjanna' krr Stj Westerling jórnarkrepja á Ítalíu RÓM, 22. júní: — Gronchi, for- seti Ítalíu, átti í dag viðræður við helztu stjórnmálaleiðtoga Ítalíu um myndur. nýrrar ríkis- stjórnar. Eins og kunnugt er, hef- ur stjórn Scelba sagt af sér vegna ágreinings og ósamkomulags, sem upp kom í aðalstjórnar- flokknum, kristilegum demódröt- um. Óvíst er enn um stjórnar- myndun á Ítalíu, an líkur þykja benda til, að Scelba taki að sér á ný að mynda stjórn og verði hún aðeins skipuð kristilegum demókrötum, sósíal-demókrötum og frjálslyndum. Fram siaraði til Inónesíu um þessar mundir. Fer Westerling á skipi sínu í j KEPPNIN á íþróttavellinum í fylgd með tundurbátnum til eyj-| gærkveldi milli Fram og Þróttar anna og hefur hann í hyggju, að lauk með sigri Fram 3 gegn 1. fylla bæði skipin vopnum í j Keppnin var mjög hörð og spenn- Tanger. 1 andi. NEW YORK, 22. júní. — Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. PINAY, utanríkisráðherra Frakklands, flutti ræðu í dag á hátíða- fundi S. Þ. og svaraði gagnrýni og ásökunum Molotovs frá því í tyrradag. — Sagði utanríkisráðherrann m. a„ að Molotov hefði vaðið reyk, þegar hann minntist á erlendar herstöðvar í löndum Atlantsherjanna. Benti ráðherrann á, að hér væri aðeins um að ræða sam- eiginlegar varnarstöðvar Atlantshafsbandalagsins, og brytu þær á engan hátt bág við stofnskrá S. Þ. ORYGGI ATLANTSHAFS- BANDALAGSINS Utanríkisráðherrann sagði enn fremur, að Frakkar hygðust alls ekki varpa fyrir borð því öryggi, sem Atlantshafsbandalagið veitti þeim. TILLÖGITR MOLOTOVS ÚT f HÖTT Að lokum minntist Pinay á Okiinieíndm ítrekar tilmæli sín RANNSÓKNARNEFND sú, sem Nd. Alþingis kaus í marzmán- uði s.L, hefur með tilkynningu ítrekað fyrri ummæli sín til þeirra, sem hafa tekið fé að láni með okurkjörum, að þeir veiti nefndinni upplýsingar um þau viðskipti Nefndin hefur bæki stöð í Alþingishúsinu. Þýzkalandsmálatillögur Molo- tovs og sagði, að þær væru óað- gengilegar og út í hött. Ekki kæmi til mála, að Þýzkaland yrði hlutlaust í framtíðinni, eins og hinn rússneski utanríkisráðherra hefði stungið upp á. Hermálaráðherra U.S.A. segir al sér WASHINGTON, 22. júní: — Her málaráðherra Bandaríkjanna, Róbert Stevens að nafni, lét af störfum í dag, og lágu til þess einkaástæður hans. Nýr hermálaráðherra hefir ver ið skipaður og er hann Wilber Bruvker, en hann hefir verið einn af helztu ráðgjöfum hermála- ráðuneytisins að undanförnu. Stevens hefur gegnt embættinu í tvö og hálft ár. — Reuter. ^ÓLAFSVÍK: — Sláttur mun hefj- ast hér um slóðir almennt um mánaðamótin. Gróður er allsæmi legur. Má segja að nú sé meðalár- ferði, svipað því sem var í fyrra. — Einar. GRUND ARF J ÖRÐUR: — Sprettu horfur eru hér sæmilegar og gróð ur svipaður því sem var í fyrra um þetta leyti. Sláttur mun al- mennt hefjast um mánaðamótin j næstu, en hófst nokkru fyrr síð- astl. ár. Hagar eru vel sprottn- ir. Sauðburður gekk ágætlega 1 vor og hefur fé gengið vel fram. Fé hefur nú fjölgað mjög hér i nærliggjandi sveitum. — Emil. ST YKKISHÓLMUR: — Sprettu- horfur á Snæfellsnesi eru heldur lakari en á sama tíma í fyrra. Rigning hefur verið síðustu daga, j og hefur grasið þotið upp við væt- una svo bændur telja öruggt, að sláttur geti hafizt upp úr mánaða mótum, ef ekki bregði til þurr- viðra þangað til. Fénaður er í prýðilegu ástandi. Sauðburðurinn gekk með bezta móti og rúning stendur fyrir dyr- um. Mun mikill hugur í bændum að ljúka rúningu áður en sláttur hefst. — Árni. PATREKSFJÖRÐUR: — f Rauða sandshreppi munu gróðurhorfur ekki vera eins góðar og um sama leyti í fyrravor. Vorið hefur ver- ið kalt og umhleypingasamt. Sið- ustu viku hafa þó skipzt á gróðr- arskúrir og sólskin og hefur gróðri fleygt fram þessa daga. Sláttur mun hefjast í seinna lagi, eða ekki fyrr en upp úr mánaða- mótunum. Til samanburðar má geta þess, að í fyrra voru nokkr- ir bændur byrjaðir að slá tún sín. 9. júní, en sláttur hófst þá al- mennt 20. júní. Bændur í Rauða- sandshreppi notuðu nú í vor í fyrsta skiptihinn íslenzka Kjarna áburð á tún sín, og láta þeir vei af honum. — Karl. BÍLDUDALUR:— í Arnarfirði lítur út fyrir ágæta túnsprettu, að þessu sinni og er jafnvel álit bænda, að gróður sé betur á veg kominn en á sama tíma í fyrra. Sláttur er almennt að hefjast þessa dagana. Hlýindi hafa ver- ið í allt vor og mátuleg úrkoma fyrir gróðurinn. Úthagar spruttu seint, en þutu upp á skömmum tíma er rigning- ar gerði hér fyrir nokkru. Fén- aður hefur gengið vel fram og lömbum fer vel fram. Rúning er að hefjast. — Valdimar. ÞINGEYRI: — Allsæmilega lítur út með túnasprettu. Sláttur er hafinn á einum bæ í Dýrafirði, er það á Höfða. Sláttur mun al- mennt hefjast upp úr næstu helgi, ef gerir þurrk en votviðrasamt hefur verið síðustu daga. Spretta er mjög lík því sem var í fyrra. Framh. á bls. 10

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.