Morgunblaðið - 24.06.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.06.1955, Blaðsíða 9
Föstudagur 24. júní 1955 MORGVNBLAÐIÐ 9 Eimskipafélagið þarf alltaf að eiga skip / byggingu Rætt vid Guðmund Vilhjálmsson fram- kvæmdarstjóra um 25 ára starf Bréf: Sjóman nada quri n n ¥¥INN 11. júní s.L voru 25 ár liðin síðan að Guð- mundur Vilhjálmsson tók við framkvæmdarstjórn Eim- skipafélags Islands. Hann var Sþá réttra 39 ára að aldri og faafði undanfarin 15 ár ver- ið fulltrúi Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga í Kaupmannahöfn, New York jög Leith. Guðmundur Vilhjálmsson kom hingað heim á afmælis- daginn sinn, 11. júní áríð 1930 ÍDg gerðist framkvæmdarstjóri Eimskipafélagsins. Hann hef- Ur síðan stýrt félaginu af þeim dugnaði, árvekni og víð- sýni, sem orðið hefur þessu alþjóðarfyrirtæki drjúgt til giftu. Á þessu 25 ára tímabili hef- Mr nær óslitin þróun og vöxt- tir sett svip sinn á alla starf- semi félagsins. Hefur Morg- Unblaðið átt stutt samtal við Guðmund Vilhjálmsson um Iiöfuðdrætti starfssögu þess þau 25 ár, sem hann hefur veitt því forstöðu. En eins og kunnugt er varð félagið 40 ára gamalt 17. jan. árið 1954. 6 SKIP — 9400 TONN — Hve mörg skip átti Eim- Bkipafélagið árið 1930? — í þann mund, sem ég tók við framkvæmdastjórninni voru þau 5. En síðar á því ári bættist sjötta skipið, Dettifoss eldri, í flota þess. Heildarburðarmagn 6kipanna var þá orðið 9400 tonn. Framyfir styrjöldina reyndist Bvo ekki unnt að fjölga skipun- um frekar, enda þótt félagið hefði fullan hug á því. Átti gjald- eyrisskortur þjóðarinnar fyrst pg fremst sök á því. — En svo missti félagið skip I stríðinu. — Já, þnð varð þá fyrir miklu tjóni, bæði á skipum og mönn- Um. Goðafoss og Dettifoss voru Bkotnir niður og Gullfoss tekinn ®f Þjóðverjum árið 1940. UPPBYGGING FLOTANS En strax að styrjöidinni lok- inni hóf félagið undirbúning að smíði og kaupum á nýjum skip- um. Á það nú 10 skip og er burðarmagn þeirra um 25 þús. tonn. Átta af þessum skipum mega teljast ný, þannig að um 95% skipastólsins, miðað við burðarmagn eru ný skip. — En hvað er að segja um 6iglingar skipanna og vórumagn- ið, sem þau fluttu fyrir 25 árum ©g aftur nú í dag? — Árið 1930 voru sigldar sjó- mílur skipanna 182 þús. samtals. En árið 1954 voru þær samtals 416 þús. Eru leiguskip félagsins þá að sjálfsögðu ekki talin með. Vörumagnið, sem skipin fluttu árið 1930 var um 50 þús. tonn Bamtals. Árið 1954 var vörumagn- ið orðið 263 þús. tonn. Flutnings- gjöldin námu samtals 2,5 millj. kr. árið 1930 en 92,7 millj. kr. árið 1954. HREIN EIGN: 57 ÞÚS. KR. ÁRIÐ 1930 EN 68 MIEEJ. KR. ÁRIÐ 1954 — En fjárhagurinn? — Árið 1930 var hrein eign félagsins 57 þús. krónur. Skipin höfðu þá verið afskrifuð nokkuð og voru samtals bókfærð á rúm- ar 3 millj. kr. Rekstrarútgjöld félagsins árið 1930 voru 3,5 millj. kr. og var rekstrarhalli 242 þús. kr. það ár. Árið 1954 var hrein eign félags ins orðin 68 millj. kr. en bók- fært verð skipa þess 35,8 millj. kr. — Hve margar erlendar hafnir sigldu skip félagsins á fyrir 25 árum? — Þær voru aðallega fjórar, Kaupmannahöfn—Leith og Ham- borg-—Hull. A s. 1. ári sigldu „Fossarnir" hinsvegar til 72 hafna í 20 löndum, og höfðu þar 443 við- komur. Var það um 100 viðkom- um fleira erlendis en árið á undan. — Viðkomur skipanna á íslenzkum höfnum voru hinsveg- ar 584 talsins árið 1954 og var 143 viðkomum fleira en árið áður. EIMSKIP ER ENNÞÁ ALÞJÓÐAREIGN — Hefur hluthöfum í félaginu fækkað verulega á síðari árum? — Nei, það get ég ekki sagt. Hluthafar þess voru flestir rúm- lega 14 þúsund. Mátti því með sanni segja að félagið væri al- þjóðareign. Þegar félagið varð fertugt á s. 1. ári voru hluthaf- arnir rúmlega 13,300 að tölu. Tala þeirra, sem áttu 25—500 kr. hlutabréf var þá 12,994. Eru því hluthafar, sem eiga yfir 500 kr. hver aðeins um 300. Sýnir þetta sem betur fer, greinilega, að ennþá er langmestur hluti hluta- fjársins dreifður á margar hend- ur eins og í upphafi. Eimskipa- félagið hefur aldrei verið gróða- fyrirtæki hluthafa sinna. Arður af hlutabréfum þess var fyrst greiddur árið 1915, þá 4%. Næstu tvö ár var greiddur 7% arður og nokkur ár fyrir 1930 var greidd- ur 10% arður. En síðan árið 1933 hefur verið greiddur 4% arður af hlutabréf- unum. Hefur skattfrelsi félags- ins verið bundið því skilyrði, að það greiddi ekki hærri arð. Sarh- tals hefur félagið greitt 2,2 millj. kr. í arð til hluthafa sinna allt frá stofnun þess. Segja má, að allur arður af rekstri félagsins hafi gengið til endurnýjunar og uppbygg- ingar á flota þess. Það hefur verið hið sameiginlega áhuga- mál hluthafa og stjórnar þess. ÞARF ALLTAF AÐ EIGA SKIP í BYGGINGU — Hvaða framtíðaráform hef- ur félagið nú á prjónunum? — Það þarf að halda áfram að auka skipastól sinn. í því skyni hefur það fengið leyfi til þess að selja gömlu skipin, Brúarfoss og Selfoss. Hyggst félagið síðan láta byggja tvö ný skip í stað þeirra, 3500 tonn hvort. Verða frystirúm i þeim báðum. En leyfi hefur ekki ennþá fengist til þess að semja um smíði á þessum skipum. — Ég hefi einhverntíma sagt, segir Guðmundur Vil- hjálmsson, að æskilegt sé, að Eimskipafélagið eigi ávallt skip í byggingu. íslendingar þurfa að geta siglt fyrir aðrar þjóðir og skapað séi með því atvinnu og gjaldeyristekjur. Því miður er hætt við því i bili, að við stæðumst ekki sam keppni við nágrannaþjóðir okkar á því sviði vcgna þess, hve vinnulaun og annar til- kostnaður er miklu hærri hjá okkur en þeim. LIFANDI STARF — Hvernig hefur yður fallið starfið að íslenzkum siglinga- málum í 25 ár? — Mér hefur fallið það vel. Þetta er ákaflega lifandi starf. Þar er alltaf eitthvað að gerast. Ekki er óalgengt, að um eina helgi berist allt að því 40 sím- | skeyti heim til mín víðsvegar frá viðkomustöðum skipanna og viðskiptalöndum okkar. Á stríðsárunum fékk starfið sérstakan blæ. Þá svaf maður alltaf með símann við rúmstokk- inn. Þá gátu óheillatíðindi alltaf borið að garði. — Eftir 25 ára starf í þágu Eimskipafélags Islands minnist Frh. á bls. 12. VELVAKANDI" birtir í Morg- unblaðinu þ. 11. þ m. bréf frá „Ungum sjómanna“. Er þar látin í ljós óánægja með hátíða- höld sjómannadagsins, og fyrir- komulag hans yfirleitt. Hinn „Ungi sjómaður“ segir: „Sjómannadagurinn er varla orðinn annað en nafnið tómt, enda fjöldinn allur af sjómönn- | um hættur að líta á hann sem ! „sinn dag“. Greinilegur vottur j þessa kom fram í sjómannaskrúð | göngunni hér í Reykjavík s.l. 1 sunnudag, hún var fámennari og aumlegri en nokkru sinni fyrr. Áður fyrr var það venja, að einn þáttur hátíðahaldanna færi fram uppi á íþróttavelli. Þar þreyttu sjómenn ýmsar íþróttir og leiki, það var farið í „splæs“, netabæt- ingu, reiptog og fleira og þótti jafnan hin bezta skemmtun — Hversvegna hefir þetta verið lagt niður og hversvegna vfir- leitt allar sjómannsíþróttir, sem setja ættu svip sinn á þennan dag?“ ★ Fyrir hönd sjómannadagsins og annarra þeirra, er að hátíðaböld- um dagsins stóðu, vil ég segja hinum unga sjómanni þetta: Þegar til Sjómannadagsins var stofnað og ákveðinn dagur val- inn, var hugsunin sú, að sem flestir sjómennirnir væru í landi, og gætu notið dagsins saman og með ástvinum sinum. Á þennan hátt kynnst betur hver öðrum, rætt um sín sameiginlegu áhuga- mál, vakið athygli almennings á hinum þýðingarmiklu störfum þeirra fyrir land og þjóð, en þó um leið hættulegu. Fyrstu árin eftir að til Sjó- mannadagsins var stofnað, mátti heita svo, að flest fiskiskipin væru í höfn, veiðunum var þá þannig háttað. En nú síðari árin er það frekar tilviljun að nokk- urt hinna stærri skipa séu í höfn, því hjá þeim eru engin vertíða- skipti orðin. Hin smærri skipin hafa aftur á móti sín gömlu ver- tíðaskipti og eru því flest í höfn. Þetta þýðir það að sjómennirnir geta ekki, nema að litlu leyti, sótt hátíðisdag sinn, og fer hann því að verða með allt öðrum svip. Þá var skrúðgangan þéttskip- uð starfandi sjómönnum, en nú sést einn og einn sjómaður á stangli, og er alls ekki með neinn ánægjusvip, því þeir sjá svo fátt af félögunum frá sjónum, og finnst þeir alls ekki eiga heima innan um fólk sem ekki heyrir stéttinni til, en sem bæði af góð- vild og forvitni slæðast með í skrúðgönguna. Sama er að segja um kapp- róðrana. Áður mættu til kapp- róðranna allt að 16 skipshöfnum, og stöðugar æfingar síðustu vik- una fyrir daginn. Þá var líf og fjör í tuskunum. En fyrir síðasta Sjómannadag mættu aðeins 5, þar af einn frá Hafnarfirði, og hafa þeir þó kappróður þar Að þessir 5 fengust var eingöngu fyrir stöðugan auglýsingaáróður og beiðni þeirra er um þetta áttu að sjá. Um stakkasund og björg- unarsund er það sama að segja. Áður mættu margir við bæði sundin og keppnin var oft hörð. ★ En á síðasta Sjómannadegi mætti enginn. Tveir gáfu kost á sér, báðir utanbæjarmenn. Á Sjómannadaginn í fyrra mættu tveir til sunds er syntu bæði sundin, svo keppnin var ekki ýkja hörð og verðlaunin viss. Eigi að hafa reiptog eða aðrar íþróttir á íþróttavellinum, verð- ur að fastsetja hann löngu áður, því um þetta leyti árs eru alltaf íþróttamót og allskonar íþrótta- sýningar, svo það væri ekki vel séð, ef Sjómánnadagurinn væri búinn að fastsetja íþróttavöllinn þennan dag, og öðrum vísað á bug, en svo mætti enginn frá sjó- mönnum til þess að framkvæma auglýst atriði. Reiptog það er framkvæmt hefir verið seinustu 2—3 Sjó- mannadagana er varla hægt að kalla reiptog þó margur hafi haft ánægju af því. Það hefir verið milli 6 manna úr stjórn Sjó- mannadagsins og 12 kvenna úr Slysavarnafélagi íslands og öðr- um kvenfélögum er á einn eða annan hátt veittu aðstoð við und- irbúning dagsins. Og þar sem við úr Sjómannadagsráði vorum ger- sigraðir í öll skiptin, gátum við ekki sóma okkar vegna haldið því áfram, enda gáfust konurnar upp líka, þeim hefir víst ekki þótt mikið púður í að draga okkur til sín, þar sem við vorum ekki meiri menn en raun varð á. ★ Þetta allt vildi ég nú benda þér á „ungi sjómaður“ og ef þú at- hugar þessar aðstæður í ró og næði, þá vona ég að þú finnir ástæðuna fyrir því, sem þér finnst aflaga fara við fram- kvæmd Sjómannadagsins, að það sé ekki allt okkar sök hvernig komið er. Okkur er sjálfum Ijóst í hvaða vanda horfir með þetta, og ef þátttaka sjómannanna sjálfra minkar ár frá ári, þá er ekki að búast við deginum glæsi- legri, því að án heirra er Sjó- mannadagurinn ekki dagur sjó- mannanna, ekkert annað en nafn ið tómt, eins og þú orðar það, ungi sjómaður. ★ Okkur, sem höfum undirbún- ing dagsins með höndum, höfum verið sjómenn áður fyrr og vilj- um telja okkur með stéttinni áfram, er Ijóst að viðhorf okkar til hinna ýmsu mála er snerta daginn, geta verið önnur en hinna starfandi sjómanna — og sérstaklega hinna yngri — og að þið viljið hafa daginn eins og ykkur þykir bezt við eiga, og er það aðaltilgangur dagsins. að hann sé fyrir ykkur og eins og þið viljið. En þegar þið bregðist, annaðhvort vegna fjarveru eða af öðrum ástæðum, og látið ekk- ert í Ijósi óskir ykkar, fyrr en hálfgerðar aðfinnslur eftir á. þá finnst okkur að við höfum all veigamiklar afsakanir þótt eitt- hvað fari á annan veg en skyldi. Og þessvegna vil ég nú skora á, — ekki einungis þig „ungi sjó- maður“, heldur alla starfandi sjó menn — að láta hispurslaust í té óskir ykkar um fyrirkomulag dagsins, og mæta sjálfir eftir því sem nærvera ykkar leyfir og framkvæma þær. Þá verður Sjó- mannadagurinn glæsilegur. F. h. Sjómannadagsráðs Þorv. Björnsson. Börn, sern unnu H. (. Ándersen samkeppnina, á förum ufan MEÐ flugvél frá Flugfélagi fs- lands, sem fer frá Reykjavík til Kaupmannahafnar laugardaginn 25. júní n.k., fara 2 íslenzk börn, Sigríður Löve frá Reykjavík og Gunnar Árnason frá Stykkis- hólmi. Þau verða gestir Norræna félagsins í Danmörku, ásamt öðr um börnum frá Nórðurlöndum, sem unnu verðlaun í ritgerðar- samkeppni H. C. Andersen. Börnin munu dvelja í Dan- mörku eina viku á eftirtöldum stöðum: Kaupmannahöfn, Odense og „Hindsgavl“. Þau munu fara heim með flug- vél frá frá flugfélaginu „Loftleið- ir“ í júlí n.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.