Morgunblaðið - 24.06.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.06.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 24. júní 1955 H ijónabandsAs EFTIR ALBERTO MORAVÍA >T - T*»F u Framhaldssagan 13 s Á meðan Antonió var að lag- færa hár konu minnar, hafði það verið óhjákvæmilegt fyrir hann að standa fast við hægindastól- ‘inn, sem hún sat í. Henni virtist ;hann oftar en einu sinni reyna til að nudda sér utan í öxl hennar og snerta arma hennar. Ég segi: 'henni virtist, því hún hefur sjálf samþykkt, að rakarinn hafi alltaf haldið verki sínu áfram, þögull tOg óræðinn. En hún vann eið íað því, að þessar snertingar hafi íekki orðið óviljandi Hún upp- [götvaði að þær höfðu tilgang og ímeiningu. Hún var viss um það, iað með þessum snertingum hafi Antonió ætlað að stofna til sam- bands þeirra á milli, til þess að gera henni ósæmilegt tilboð. „En ertu alveg viss um þetta?“ spurði ég steinhissa. „Hvernig gæti ég verið annað en viss? Ó, Silvió! Hvernig get- urðu efast um það, sem ég segi.“ „En þetta kynni nú að hafa aðeins verið áhrif?“ „Áhrif? — vitleysa! Auk þess er alveg nægilegt að sjá bann. Hann er óheillavænlegur maður .. alveg sköllóttur og með augu, sem ætíð líta á þig út undan augnalokunum, en aldrei beint og hiklaust. Skalli þessa manns er hryllilegur .... Skilurðu ekki, hvað ég á við? Ertu blindur?" „Það kynni að hafa verið slysni... . Vinna rakarans neyð- !ir hann til að koma mjög nálægt viðskiptavinunum.11 „Nei, það var ekki nein slysni .... Einu sinni hefði e. t. v. get- að verið slysni, en oft og mörgum sinnum, hvað eftir annað — nei, það var engin slysni." „Látum okkur nú sjá“ sagði 'ég og ég get ekki neitað því, að 'ég fann til örlítillar ánægju og iafþreyingar við að leika þennan leik. „Þú skalt fá þér sæti, þarna í stólnum .... Ég ætla að vera í hlutverki Antonió. Látum okk- ur nú sjá og athuga allt vel og vandlega.“ Hún var yfirkomin af óþolin- |mæði og reiði, en hún hlýddi, þó ftreg væri og settist niður í stól- jinn. Ég tók mér blýant í hönd, ;sem ég notaði eins og krullujárn væri og hallaði mér áfram eins 'og ég væri að liða hár hennar. Eins og ég hafði búist við, þá jkom það nú í ljós, að í þessari jstöðu, þá hlaut neðsti hluti mag- ans á mér að nema við axlir jhennar og arma og mér var al- ígerlega ómögulegt að forðast eða dromast hjá því að snerta hana j'öðru hvoru. „Sjáðu nú til“, sagði ég. „Þetta ;er alveg eins og ég bjóst við — ;IIann gat ekki varast það, að ioma við þig. Eiginlega varst það ,þú, sem áttir að færa þig örlítið til hliðar.“ „Það er nú einmitt það sem ég gerði, en þá færði hann sig aðeins að hinni hlið minni.“ „Kannske hefur hann líka þurft íþess, til að laga hárið þeim meg- (in.“ „En Silvío, er það mögulegt, !að þú sért svo blindur, svo ein- jfaldur? Maður gæti haldið, að þú værir að gera þér þetta upp .. jÉg segi þér alveg satt, að það !var þrauthugsaður tilgangur með þessum snertingum.“ Ein spurning var næstum kom in fram á varir mínar, en ég hik- aði við að bera hana fram. Loks mælti ég: „Það eru til margvísleg ar og margháttaðar snertingar. jSýndist þér hann verða nokkuð jöðruvísi, en venjulega, í við- ;móti, þegar hann snerti þig — nokkuð æstari?“ Hún hnipraði sig saman í stóln um með einn fingur uppi í sér og vandræðasvip á andlitinu: „Já áreiðanlega“, svaraði hún og yppti öxlum. Ég var hræddur um, að ég hefði ekki skilið fullkomlega, eða þá ekki gert sjálfan mig nógu skiljanlegan: „Staðreyndin mun þá vera sú“, sagði ég íhugull, „að hann hafi greinilega orðið æst- ur.“ „Já, greinilega." Ég komst nú að raun um það, að ég var e. t. v. enn meira undr- andi á framkomu konu minnar, en hegðun Antonió Hún var nú ekki lengur ung stúlka, heldur kona með allmikla reynslu að baki. Auk þess hafði ég komizt að raun um það, að með tilliti til mála af þessu tagi, þá hafði hún einhverja tilhneigingu til léttúðugs blygðunarleysis, sem stappaði nærri klúrheitum. Allt það, sem ég þekkti til hennar, athafnir, orð og eðli, bentu til þess, að hún mundi ekki hafa farið að kvarta undan, eða kæra yfir slíkum smámunum. En í þess stað blossaði nú upp öll þessi reiði og allt þetta hatur. Ég sagði: „Hugsaðu nú vandlega um málið, þetta er engin sönnun .. Maðurinn gat orðið æstur, án þess að vilja eða ætla að.... Ég hefi oft lent í því, í mannþröng, um og biðröðum, að ég klemmd- ist alveg fast utan í einhvern kvenmann og varð æstur, án þess að ætla að .... Andinn er reiðu- búinn“, bætti ég glettnislega við, til þess að reyna að sefa hana, „en holdið er veikt....“ Hún steinþagði og virtist þungt hugsandi, nagandi fingurgómana og horfandi út að glugganum. Ég fór að halda, að hún hefði sefast og væri nú orðin róleg og hélt áfram að spauga: „Jafnvel dýrð- lingar hafa sínar freistingar við að glíma, svo ekki skal maður undrast þó rakararnir sleppi ekki alveg .... Vesalings Antonió hefur sannfærst um það, að þú værir mjög fögur kona og mjög girnileg. Og þegar hann stóð fast hjá þér og kom við nakið hörund þitt, gat hann ekki lengur haft stjórn á ástríðum sínum og þrám .... Sennilega hefur þetta verið eins óþægilegt fyrir hann og þig sjálfa .... og meira verður svo ekki um þetta sagt.“ Hún þagði enn og ég lauk máli mínu á þessa leið: „Þegar allt kemur til alls, þá held ég, að þú getir látið þér þetta í léttu rúmi leggja. Þetta var eiginlega miklu fremur virðing, þér sýnd en ó- kurteisi, virðing sem að vísu er auðsýnd á frekar grófan og rudda legan hátt, en hvað um það, sér- hver hefur sinn sið og sitt hátta- lag.“ Vegna hinnar opinskáu kátínu, sem ávallt greip mig, eftir vinnu á daginn, þá gerðist ég nú helzt til kæringarlaus í orðum, en þar sem ég áttaði mig í tíma, tókst mér að setja á mig alvörusvip að nýju og svo flýtti ég mér að bæta við: „Fyrirgefðu mér, ef j ég hefi verið ruddalegur í orð- um. En ef ég á að segja þér sann- leikann, þá er hann sá, að ég get helzt ekki litið alvarlegum aug- um á þennan atburð .... senni- lega vegna þess eingöngu, að ég ( er sannfærður um sakleysi Antonió". Loksins tók hún til máls: „Ég J hefi engan áhuga á þessu“, sagði ) hún. „Það sem ég vil fá að vitá er það, hvort þú sért reiðubúinn til þess að láta hann fara, íyrir fullt og allt — það er það eina, sem mig varðar um.“ Ég hefi áður tekið það fram, að hamingja geri manninn eigin- gjarnan. Sennilega náði eigin- girni mín hámarki sínu á þessari stundu, því ég vissi, að enginn annar rakari átti heima í þorp- inu. Auk þess var mér það ljóst, að enginn rakari í borginni mundi vilja ferðast daglega PARADÍSARGARÐURINN i EINU SINNI var kóngssonur, sem átti svo mikið af fallegum bókum, að enginn átti jafnmikið. í þeim gat hann lesið um allt, sem við hefur borið í heimi þessum, eða skemmt sér við að skoða af því ágæta fagrar myndir. Um hverja þjóð og hvert land gat hann fengið þar fullan fróðleik, en um það, hvar paradísargarðurinn væri, stóð ekki nokkurt orð, en það var nú einmitt það, sem hann langaði mest til að fræðast um. Amma hans hafði sagt honum, þegar hann var dálítill drengur og átti að fara að ganga í skóla, að hvert blóm í paradísargarðinum væri sætasta kryddkaka, og Ijúfasta vín- bragð að duftþráðunum. Á einu væri saga og á öðru landa- fræði eða töflurnar. Ekki þyrfti annað en að éta köku, þá kynni maður lexíuna sína. Og því meira, sem maður æti, því meira kynni maður í sagnfræði, landafræði og reikningi. Þessu trúði hann þá, en þegar hann varð stærri, lærði meira og vitkaðist betur, þá skildist honum, að meira myndi um dýrðir í paradísargarðinum en þetta. „Hvað var það þá, sem Evu gekk til þess að éta af skiln- ingstrénu? Hefði ég verið þar, þá hefði það aldrei orðið. Þá skyldi syndin ekki hafa komizt inn í heiminn.“ Þetta sagði hann þá, og þetta sagði hanp enn, er hann var orðinn seytján ára gamall. Hann hugsaði ekki um nokk- urn hlut annan en paradísargarðinn. Það var einhvern dag, að hann var aleinn á gangi í skóg- inum, því að það var hans mesta unun, og bar þá svo til, að með kvöldinu tók að þykkna í lofti og gerði hellirigningu, eins og himinninn allur væri orðinn að einni flóðgátt, sem vatnið steyptist niður úr, og varð eins koldimmt og maður stæði um nóttu niðri í dýpsta brunni. Okkar vinsælu amerísku strauborð eru komin aftur. Sterk — falðeg — ódýr Kosta aðeins kr. 440.00. „Geysir“ h.í TE tilreltt a mjjan, Jh Örlítið af Nestei í bollann Ldtt Neste er uppleysanleg blanda af bragðefnum tes og kolvetn- um. Kolvetnin koma í veg fyr- ir að bragðið dofni. -'^3 -\sRI.33l Heildsölubirgðir: I. Brynjólfsson & Kvaran N ý SENDING Stuttjakkar QJlfoiS -j4&aíótrœti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.