Morgunblaðið - 25.06.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.06.1955, Blaðsíða 1
16 síður tniMðM - 43. árgangur 140. tbl. — Laugardagur 25. júní 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsins Franskur úrvalsher herjar i Algier AUsberjarsókii gegn ofbeldis- mönnum PARÍS, 24. júní. ÞÚSUNDIR hermanna og lögreglumanna hófu í morgun stórfelldar hernaðar- aðgerðir í Algier til þess að brjóta á bak aftur starfsemi hermdarverkamanna þar. í hernaðaraðgerðunum er beitt nýtízku hergögnum, svo sem flugvélum og skriðdrekum. Orrustuflugvélar og þyril- vængjur hafa í allan dag ver- ið á sveimi yfir Constantine héraðinu, þar sem hermdar- verkamennirnir hafa mjög haft sig í frammi. Þarna er einnig beitt fótgönguliði og fallhlífarherdeildum. Fregnir frá París hermdu, að þegar í gær hefðu yfir 6 þús. manna verið handteknir um stundarsakir til yfirheyrslu. Á Constantine svæðinu hafa yfir 200 manns verið fangelsaðir. Nokkrir tugir manna hafa verið settir í fangelsi í Algier. BEZTA HERSVEITIN Frakkar fluttu nýlega til Algier heila hersveit, sem talin hefir verið bezta hersveitin í franska hernum, frá vörnum At- lantshafsbandalagsins í Evrópu. Gagnrýni á því að varnir At- lantshafsbandalagsins hafi með þessu verið veiktar, hafa Frakk- ar svarað með því að benda á hvílíka þýðingu Norður-Afríka hafði sem hernaðarvettvangur í síðustu styrjöld. Frakkar telja sér lífsnauðsyn að brjóta á bak aftur mótþróa í Algier, þar eð þeir telja að með friðun þessa afríkanska hluta Frakkaveldis muni reyn- ast auðveldar að ráða vanda- málunum í Túnis og Marokko til lykta. Coty Frakklandsforseti talaði í ræðu í gær um „ofsalega yfir- drottnunarstefnu" vissra ríkja, sem hjálpuðu hermdarverka- mönnum í Norður-Afríku. Hér mun hann hafa átt við ríkin í Arababandalaginu. Coty kvað Frakka aldrei myndu lúta ofríki ofbeldismanna. Af hálfu Arababandalagsins var því lýst yfir í Kairó í gær, að blóðsúthellingar myndu halda áfram í Norður-Afríku, þar til Frakkar veittu löndum þar sjálfstjórn. <$y- Baðlíf í góðviðrinu Klakksvíkurmáiið: Rélfarrannsókn 11ME segir, ú kalda stríðiðsé orð- io ú menningarstríði á Islandi 3 heimsfrægir lisfamenn koma hingaö frá Banda- ríkjunum í hausf — en faka þó alls ekki þátt í menningarsfríðinu! KAUPMANNAHÓFN, 22. júní: — Réttarrannsókn í Færeyjum út af Klakksvíkurmálinu er nú lokið og rannsóknardómarinn ásamt lögreglumönnunum komn- ir til Khafnar. Verður þar unnið úr gögnum og frekari ákvarðan- ir teknar. Fulltrúi Færeyinga í danska þjóðþinginu, Mohr Dam, hefir hvatt til þess að reynt verði að komast hjá að refsað verði mönn unum sem „reyktu friðarpípuna Eftirfarandi grein birtist í nýjasta hefti bandariska timaritsins Time, sem hing- að barst í gær: • DAG nokkurn á s.l. vetri fékk bandaríski fiðluleikarinn Isaac Stern upphringingu.Fulltrúi hans þurfti að ná tali af honum til þess að spyrja hann um, hvernig honum litist á að skreppa til Reykjavíkur og leika fyrir ís- lendinga. Stern var nýkominn úr löngu ferðalagi og var síður en svo ginkeyptur fyrir uppá- stungunni, en hlustaði samt á | forsendur hennar. Urðu úrslit þau, að hann tók fiðluna sína og hélt í herflugvél til þessarar stóru eyjar sunnan heimskauta- baugs. „MENNINGARBARÁTTA" Forsendur, eða öllu heldur ástæður til þess, að Stern tók þessa ákvörðun, voru m. a.: „ísland er merkilegt land, þar sem allir eru læsir og hafa rót gróna fegurðaráát. í öðru lagi er landið í Atlantshafsbanda- Iaginu. Þar sjá bandarískir um flugbækistöð, og ekki óliklegt, að þeir sýni nokkuð einhliða mynd af bandarisku menning- arlífi. Og loks hafa Rússar hafið menningarbaráttu þar í landi, sem islenzki kommúnista flokkurinn gerir eins mikið úr og frekast er kostur. EINS OG DROPI t HAFIÐ Stern hlaut góðar viðtökur og varð að endurtaKa hljómleika sína, en frægð hans mátti sín lítils gegn menningarsókn Rússa. Á hverju ári senda Rússar þetta 4—10 manna hóp beztu lista- manna sinna, t. d. sólóista frá Leningrad-ballettinum, fiðluleik- ara, söngvara, píanóleikara og jafnvel skákmenn. Og eitt sinn sendu þeir Aram Khachaturían, tónskáld (Sverðdansinn), og stjórnaði hann íslenzku sinfóníu- hljómsveitinni. — Og enn meiri áhrif hafa ferðir rússneskra hljómsveitarmanna haft til smærri og einangraðri staða í landinu. MJÖG FÁIR FRÁ BANDA- RÍKJUNUM Mjög fáir bandarískir hljóm- listarmenn heimsót+u ísland fyrir 1954. En síðan ANTA (American National Theater and Academy) hóf skiptiferðir hljómlistarmanna til annarra landa, hafa nokkrir beztu listamenn Bandarikjanna, skroppið þangað, t. d. sópran- söngvari Metrópólítan-óperunnar Blanche Thebom, og blásara- kvintettinn frá Fíladelfíu. í 8.1. viku var organistanum E. Power Biggs ákaflega vel fagnað og ein- staklingar úr Boston sinfóníu- hljómsveitinni hafa leikið með hljómsveitum,- og einir sér. " Framh. á bls. 2 Júlíus Katchen Eg verð forseti áfram BUENOS AIRES, 24. júní: — Eftir miklar bollaleggingar um það, að Peron forseti væri „sjúk- ur og þreyttur á öllu saman", tók forsetinn sjálfur af skarið í út- varpsræðu í gærkvöldi og kvaðst 'ætla að gegna forsetastörfum áfram. „Helzt vildi ég hætta", sagði forsetinn, „en skyldan kallar". Hann sagði að þrír aðmírálar hefðu staðið að byltingunni og að þeir hefðu engu áorkað nema að úthella blóði landsmanna. Baðstaðir, bæði i sundlaugum, sundhöll og í Nauthólsvík, eru m,jög sóttir nú i sólskinsveðrinu. Myndin er tekin í sundlaugunum. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Fjórlán ára prinsessa giftist 75 ára milljóna- mæringi LUCCA, ítalíu, 18 júní: —- Fjórtán ára gömul prinsessa lagði í fyrradag af stað í brúðkaups- ferð í svissnesku Ölpunum, með sjötíu og fimm ára gömlum eigin- manni sínum, milljónamæringi. Brúðurin, di Torella, prinsessa, verður fimmtán ára gömul 25. júlí n.k. Hún rekur ætt sína til Murats, mannsins sem Napoleon I. gerði að konungi í ítalíu og prinsi af Neapel. Brúðguminn heitir Tealdi greifi og er auðugur mjög, auður hans metinn á 11 milljónir sterlingspunda eða um 500 millj. króna. Fyrri kona hans dó fyrir tiu mánuðum. Dulles segir eina alterl til 00 stöffva „kalda stríoið" SAN FRANCISCO, 24. júní. JOHN FOSTER DULLES, utanríkismálaráðherra Banda- ríkjamanna, gerði í dag grein fyrir „ákaflega einfaldri aðferð til þess að binda endi á það, sem kallað er „kalda stríðið" ". Dulles var síðastur ráðherra fjórveldanna er ávarpað hafa af- mælisþing Sameinuðu þjóðanna undanfarna daga. Dulles sagði: „Fylgið stofnskrá Sameinuðu þjóðanna, beitið ekki valdi né hótunum um valdbeitingu í alþjóðaviðskiptum og styðjið ekki eða stjórnið moldvörpustarfsemi gagnvart öðrum þjóðum. Dulles vitnaði til hinna sjö greina Molotovs og sagði: ,,Það þarf engar sjö aðferðir til þess að binda endi á kalda stríðið, þessi eina er nægileg." Með þetta í huga kvað hann fulltrúa Bandaríkjanna fara til Genfarráðstefnunnar í næsta mánuði. „Æskilegt væri að aðrir kæmu þangað með sama hugarfari". BONN, 24. júní: — Adenauer kanslari gerir ráð fyrir að fara til Moskvu í september n.k. Dulles minnti á að talað væri*' um hinar batnandi horfur í al- • þjóðamálum að undanförnu, sem „upphaf nýs tíma." Þetta gæti reynzt rétt. „Bandaríkin, því lofa ég ykkur, munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til, þess að þetta megi verða. En vér gleymum ekki, vér þorum ekki að gleyma því, að sumir þeirra, sem nú fagna atburðum I þeim, sem gerzt hafa að undan- förnu, eru nákvæmlega hinir sömu, sem árum saman hafa reynt að stöðva þá". Dulles minntist sérstaklega á fimm málefni, sem hann taldi höfuðverkefnin í alþjóðavið- skiptum í dag, þar af tvö, sem ! Rússar hafa áður lýst yfir að þeir muni hvergi vilja nærri koma að ræða. Þessi fimm mál- efni eru: I 1) Þýzkaland: „Hin óeðlilega skipting mikillar þjóðar er mikið ranglæti. Af því mun illt hljótast ef henni er hald- ið áfram." 2) Leppríkin: „f Austur Evrópu eru þjóðir, sem margar eiga stolta sögu þjóðlegrar tilveru, sem nú eru þrælkaðar. Þeim var bjargað undan einni harð- Framh. á bls. 2 Mennirnir á Wúu kyrllunum í kröfugöngu VÍNARBORG, 18. júní: — Meir en 5000 Vínar-læknar gengu fylktu liði um borgina í dag, í hinum hvítu kyrtlum sínum. Þeir voru að undirstrika kröfuna um rétt sjúklinga til bess að velja sér lækni sjálfir. Til umræðu í austurríska þing- inu er frumvarp til laga, sem heimilar tryggingayfirvöldum ríkisins að fela sjúklinga ákveðn- um læknum á hendur. Breladroltning í Noregi OSLO 24. júní:-----Elisabetu Bretadrottningu var vel fagnað af tugþúsundum er hún kom til Osló í morgun í þriggja daga op- inbera heimsókn. Veður var þó hryssingslegt. Hákon konungur tók á móti frænku sinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.