Morgunblaðið - 25.06.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.06.1955, Blaðsíða 7
Laugardagur 25. júní 1955 MORGUNBLAÐIÐ 1 Borgin bjaria vió Kyrrahaf •*! EINHVERNTÍMA sá ég það sagt um San Francisco, að hún mætti í sannleika kallast „borgin bjarta", og tek ég undir það. Hún er sannarlega björt til að sjá, því að flést öll hús eru þar 3iós á lit og sum drifhvít, sem hólar og hæðir virðast lyfta upp í sólskinið, er þar ræður ríkjum flesta ársins daga. Þessi unga og „allra þjóða“ borg stendur á tanganum vestan Calíforníuflóans, en sunnan sundsins, sem tengir flóann við Kyrrahafið. Yfir það sund ligg- ur mesta hengibrú veraidar, nál. 114 km á lengd og 60—70 metra yfir sjó, svo að öll skip geta undir hana siglt, en stálstreng- irnir, sem halda þessu bákni uppi eru um 1 metri í þvermái! — Yfir sjálfan flóann liggja mikl- ar brýr og aðrar er verið að byggja. Umferðin er geysileg. Yfir aðalbrúna fara um 100 þús. bílar á dag. Þarf hver þeirra að greiða 25 cent í brúartoll, (rúml. 4 ísl. kr.) svo það eru engar smátekjur sem brúin hefir á dag, enda hefir þessí tollur, sem áður var hærri, greitt brúna að fullu fyrir nokkru, og er nú safnað í þá, sem verið er að byggja nokkru norðar. Rómaborg var byggð á sjö hæðum, en San Francisco á fjörutíu, segja þeir. Og vissulega ber hún þess merki í dag að vera slikt hólatorg, enda eru þar sum- ar götur svo snarbrattar að undr- um sætir, og sjálfsagt fáum far- artækjum færar ef þar frysti nokkurntima eða snjóaði. Þó geta í slíkum bratta hent slys án svella eða snjóalaga. Einn dag- inn biluðu hemlar á stórum vöru- bíl, sem æddi niður brattann, braut og bramlaði og drap 7 manns og særði nokkra. Enfagurt er um að litast af hæstu hæðum foorgarinnar. Þar uppi á einum stað hefir verið reistur mikill kross, sem ber við himinn. Eru þar stundum fluttar guðsþjónust- ur á hátíðastundum, og þykir sérstakt og tilkomumikið. Fyrir rúmum 200 árum var þarna engin borg. Þá voiu þar auðir sandhólar og sama sem enginn trjágróður. En á fyrri hluta 18. aldar Komu þangað nokkrir Spánverjar frá Mexíkó og reistu þar smáþorp við hina ágætu höfn. Gáfu þeir því nafn jurtar einnar, sem enn vex þar mjög í sandinum og ber litfögur blóm. En ekki fsstist . þó slíkt nafn við hið ört vaxandi þorp. Um aldamótin 1800 fær svo bær- inn það nafn, er hann ber nú. Athyglisvert má það nú heita, að sjá allan hinn mikla og fjöl- breytilega trjágróður í borginni, sem allur er aðflattur, og vaxið hefir þar upp á síðustu 50—100 árum. Fyrst komu Spánverjar með pálmatré, sem þriíust þar mjög vel, en eru nú óðum að þoka, að því er virðist, fyrir öðr- um tegundum trjágróðurs. En mestur trjáræktarmaður og borg- arskreytir reyndist samt Skoti efiir Snorra Sigfússon Henry Stoneson nokkur, John Mac Laren að nafni. Hann vildi fjölga trjá- tegundum og hófst þegar handa um útvegun og gróðursetningu ýmissa tegunda, fyrst i smáum stíl og fyrir eigin reiknign. En bráðlega sannaði hann að ílestar þeirra uxu þar ágæta vel, og fór þá borgarstjóvnin að veita starfi hans athygli og styðja það með fjárframlögum. Er hinn stórfagri „Golden gate park“, 6 mílur á lengd og -'L míla á breidd, m. a. árangur af starfi þessa Skota, sem varði mesturn hluta æfinnar til að fegra borgina á þennan hátt. Er nú um hann tal- að sem mikinn velgerðamann borgarinnar, enda dó hann hlað- inn margskonar sæmd, er hún hafði sýnt honum. Og í dag má með sanni segja að San Francisco sé fögur borg og víða ungleg í sniðum, enda brann mikili hluti hinnar eldri borgar í jarðskjálft- unum miklu árið 1906, sem kunn- ugt er. Og það er líka óneitan- lega gaman að fá að heyra það og sjá, að menn af íslenzku bergi brotnir skuli eiga sinn drjúga þátt í nokkru af þeim svip, er hún ber i dag. í San Francisco eru mikil og góð söfn af ýmsu tægi, og mun hið veglega safn lifandi fiska einna eftirtektarverðast. Envarla þekkir íslendingurinn þar nokk- urn fisk, svo ólíkir eru íbúar Atlantshafs frændum sínum í Kyrrahafi. Og áberanai virðist hinir sterku c-g fjöibreytilegú lit- ir á þessum sædýrum þaðan. Og svo eru það hin myndar- legu skólahús. hir-.ir ágætu leik- vellir, og ekki sízt hið mikla starf, sem þar. eins og víðar vestra, er lagt í það að innræta hinum uppvaxandi lýð sparsemi og ráðdeild, sem athygli vekja. En allt það er önnur saga, og verður ekki sogð hér. San Francisco er mikil iðnað- ar og verzlunarborg, enda er höfnin þar talin meðal hinna beztu í heimi. Hefir borgin vax- Frá San Francisco. ið mjög hina siðustu áratugi. Var fólksfjöldi þar fvrir 100 árum aðeins 35 þúsund manns, en mun nú vera framundir 1 milljón. Og einhverntíma las maður um það, að heldur væri þar ruslaralýður saman kominn og léti stundum ófriðlega. En hvað sem um það er, þá mun sá lýður sem nú bygg- ir borgina sízt lákari en annars- staðar, nema síður sé, eftir því sem fróðir menn herma, En náttúrlega ægir þar mörgu saman í heimsborginni. Þar er Kínahverfi, Japanahverfi, Spánverjahverfi, Mexikanahverfi o. s. frv. og virðast rækilega að- skilin þótt engin „girðing-* að- skilji þau hvert frá öðru. En hvert um sig er „þjóðlegt" á sína vísu, þótt hið daglega líf og starf falli i aðalatriðum um einn og sama farveg. — Það var því sannarlega vel við eigandi að einmitt þar skyldu þjóðirnar mætast 1945 og undirrita sátt- málann um samstarf og sam- hjálp. Og nú í júní mun San Francisco aftur verða heimsótt af hefðarmönnum þjóðanna, til þess að minnast 10 ára afmælis sáttmálans, líta yfir farinn veg, og jafnframt freista þess að velta björgunum af veginum framund- ISLENZKIR ATORKUMENN Ég er staddur í heimili ísl. konsúlsins i San Francisco, Steingr. O Thorláksson, heitir hann, ættaður frá Stóru-Tjörn- um í Ljósavatnsskarði. Hafði hann boðið mér pangað ásamt nokkrum fleíri íslendingum. Konsúllinn er presíur að mennt, fæddur og uppalinn 1 Canada, var um 25 ára skeið trúboði í Japan, og talar að sjálfsögðu japönsku reiprennandi, og varð ég þess greinilega var þegar hann bauð mér með sér i af- mælisveizlu Japanskeisara! — en það er nú önnur saga. En þarna, í hinu ágæta og fágaða heimili konsúls hjónanna, sem veittu af mikilli rausn og gestrisninn- ar gleði, hitti ég Tslending, sem þangað var boðian með mér, mikinn fróðleiks mann og ramm- íslenzkan í máli. Það var Andrés Fjeldsted Oddstað nuddlæknir. Hann fluttist vestur um haf 8 ára gamall árið 1895 með foreldrum sínum, Jóni Sveinbjörnssyni frá Oddstöðum í Lundareykjadal og Guðnýju Fjeldsted frá Hvítár- völlum, dvelur í Canada við margskonar störf, Dæði á sjó og landi, nemur nuddlækningar og heíir stundað þær mjög síðari hluta æfinnar. Hann fluttist til San Francisco 1927 og hefir dval- ið þar síðan. Kona hans, Stefanía Ingibjörg Þorsteinsdóttir, er al- systir Stonesons bræðra, sem þarna eru nafnkunnir menn og heilt borgarhverfi er kennt við. Sonur þeirra Oddstaðahjóna, Andrés að nafni. þykir hinn mesti efnismaður. Hann vann sér mikið afreksorð í sjóher Banda- ríkjanna i síðustu styrjöld, tók þátt í orustum á ýmsum eyjum í Kyrrahafi, sem liðsforingi, m. a. á Okinawa og hlaut ýms heið- ursmerki fyrir vasklega fram- göngu. Siðan lauk hann verk- fræðinámi og prót'i, og hefir á síðustu árum byggt um 12000 íbúðir í nýjum hverfum sunnan San Francisco-borgar og skipu- lagt þar heil þorpahverfi. Virð- ist auðsætt að þessi ungi athafna maður muni ætla sér nokkurn hlut, ekki síður en móðurbræður hans. Dóttir þeirra Oddstaða- hjóna er kunn söngkona, og hef- ir hug á að koma hingað heim, ,,að sjá og syngja", einhvert næsta árið STONESTOWN (STEINABORG) Fyrstu kynni mín af San Francisco nú voru þau, að mér var sagt frá einu nýju borgar- Framh. á bls 10 Sumarfagnalur Kessóknar Kvenfélag Neskirkju efnir til fjölbreyttra hátíðahalda sunnudag 26. júní (á morgun) ki. 2 hjá KR skálanum við Kaplaskjólsveg. KJ. 2 verður útimessa, súknarpresturinn séra Jón Tborarensen. Næst talar hr. biskupinn dr„ tbeoS. Ásmundur GuÖmundsson. Kórsöngur undir síjórn hr. Jóns ísleifssonar organleikara sóknarinnar. Hornamúsik, Lúðrasveit Reykjavikur. Gamanvísnasöngur, hr. Gestur Þorgrímsson. Létt hljómíist frá hátalara. Hr. forstjóri Erlendur Ó. Pétursson stjórnar skemmtuninni. Allan daginn verða kaffiveitingar. sælgæti, gosdrykkir og is. —: Einnig verður glæsilegt skvndihappdrætti. — Um kvöldið verður stiginn dans á paili. — Fyrsta flokks hljómsveit spilar fyrir dansinum. — Sóknarfólk og aðrir velunnarar félagsins, gjörið ykkur glaðan iag og styrkið gott málefni. Stjórn Kvenfélags Neskirkju. J U N G H A N S eldhúsklukkur nieð tímastilli. Franch Michefsen úrsmiðitr — Laugavegi 39 Réttindaiiiaðiir í múraraiðn óskast strax til Austfjarða. — Uoplýsingar í ijíma 5774. ÚTBO Túboð óskast í byggingu nokkurra íbúða fynr Bygg- ingasamvinnufélag Keflavíkur. — Teikningar og útboðs- skilmálar fást hjá Iiilmari Péturssyni, Sólvallagötu 32, sími 477, gegn 200 kr. skilatryggingu. — Réttur áskilinn að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öilum. STJOKNIN er. c»a«k»»n**oit<iV«'‘*»»< Verzlunarmaður Bilreiðaverzlun óskar eftir manni. sem gæti tekið að sér pantanir á varahiutum. Málakurmátta nauðsvnleg. Tilboð sendist blaðinu merkt: .„Varahlutir —728“, fyrir 1. júíi. - AUGLÝSING ER GVLLS SCSLDI rrjrmnnrr*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.