Morgunblaðið - 25.06.1955, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.06.1955, Blaðsíða 10
.............. j • naniiinniimrmnrii m t minmnnniwuifii 10 MORGUNBLAÐ1B Laugardagur 25. júní 1955 fTtoatoa | Kynnið y&ur og kosfi þess Skrúfið frá og kveikið — það er aliur galdurinn. Nokkur tæki eru enn óseld af fyrstu sendingunni. : Tryggið yður tæki strax í dag hjá: a a a jm KOSANGAS sýningunni, Laugavegi 18 m m Vers/. * ff. Bjarnason, Aðalsfrszfi 7 a a ] KOSANGAS umboðið: a a 1 OPTIMA Laugavegi 15 — Síini K788 TIL SOLU herpinót og bátar Hvorttveggja í fullu standi. — Tiltækilegt til veiða strax. — Nánari uppl. í síma 6500 og 6551. KEILIR H. F. | Reykjavík \fi.. ..... Stokkseyri Frá Reykjavík kl. 10 árd og kl. 4. Frá Stokkseyri kl. 1 og kl. 6,30. Frá Eyrarbakka kl. 1,15 og kl 6,45. Frá Selfossi kl. 1,45 og kl. 7,15 Frá Hveragerði kl. 2 og kl. 7,35. Sérleyfisstöð Steindórs Símar 1585 — 1586 ORÐSEND3NG frá Skrúðgörðum Reykjavíkurbæjar: Uðun með skordýraeitri stendur yfir í öllum skrúð- görðum bæjarins. Foreldrar eru góðfúslega beðnir um að aðvara börn sín við að snerta á gróðri garðanna, þar Isem hætta getur stafað af lyfjunum næstu daga. Garðyrkjuráðunautur. 'sem auglýst var í 31., 32. og 33. tbl. Lögbirtingablaðsins ,1955 á rn.b. Draupni RE 312, eign Þorvaldar Nikulásson- ar, fer fram eftir kröfu Sveinbjarnar Jónssonar og Gunn- ars Þorsteinssonar hrl. við bátinn, þar sem hann liggur við Grandagarð, íimmtudaginn 30. júní 1955, kl. 2,30 SÍðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík - Borgin bjarta Framh. af bls. 7 hverfi þar, sem heti Stonestown og væri kennt við bræður tvo íslenzka, Ellis og Henry Þor- steinssyni, sem hefðu skipulagt það og byggt ásamt fjölda ann- arra húsaþyrpinga í borginni og nágrenni hennar. Var mér mikil forvitni á að kynnast pessu nán- ar, því að slíkt snertir mann, er landinn ryður sér braut meðal framandi þjóða, og sýmr þar með styrk og hæfileika ættstofns síns, sem þreytt getur kapphlaup við aðra, sem betri skilyrði ættu að hafa, án þess að verða undir í þeim viðskiptum. Fjöldi íslend- inga í Vesturheimi hefir sýnt þetta og sannað á ýmsan hátt. Þeir hafa yfirleitt reynst ágæt- ir fulltrúar lands síns og litillar þjóðar og uukið hróóur hennar hvar sem þeir fóru. Mun það nú orðið svo, að talizt getur fremur til meðmæla, en hins gagnstæða, að geta sagst vera af íslenzku bergi brotinn. Og þarna í San Francisco blasti við augum dæmi um dugnað landans og snilli- gáfu. Bræðurnir tveir, Ellis og Henry eru synir Þorsteins Þorsteins- sonar, sem fluttist til Canada 1883, þá 27 ára gamall, ættaður úr Stafholtstungum í Borgar- firði, og konu hans, Ingibjargar Einarsdóttur frá Stafholti. Mun Stafholt kært börnum þeirra hjóna, því að þau hafa lagt fram mikið fé og stofnað elliheimili, til minningar um pau, í Blain í Washingtonfylki x Canada. Hafa jafnan strevmt þangað gjafir frá þeim, og þangað fóru t. d. 2000 dalir, sem gefnir voru af vinum og vandamönnum til minningar um bróðirinn Ellis, er hann féll frá fyrir 3 árum, og má af því sjá, að hin merka stofnun er fyrst og fremst talin þeirra mál, enda heitir heimilið Stafholt. Þorsteinn Þorsteinsson settist fyrst að í Winnipeg, en fluttist fljótlega þaðan til Seattle og hóf þar byggingavinnu. Síðan fluttu þau hjón til Victoría í Br. Colum- bía, og þar eru synir þeirra fædd- ir. Luku þeir námi við gagn- fræðaskóla hófu snemma smíðar með föður sínum og urðu ungir fullnuma í þeirri iðn. Síðar sóttu þeir verkfræðinámskeið og vöktu þar athygli manna fyrir hæfi- leika og dugnað. Og til San Francisco fiuttu þeir svo árið 1922. Snemma breytti Þorstejnn Þor- steinsson snafni sínu í Turston Stoneson, sem margir fleiri urðu að gera, svo að þau yrðu ensk- unni munntöm. Hefir fjölskyldan að sjálfsögðu haldið Stoneson- nafninu, enda er það nú þegar orðið vel þekkt, og xnun síðar greypt á sagnaspjöld San Franc- isco-bograr Þá er þeir bræður höfðu setzt að í San Francisco hófu þeir j egar að reisa hús í ákvæðis- vinnu og á eigin spýtur, og hafa þvi um rúml. 30 árá skeið haldið því áfram. Þeir keyptu land, skipulögðu það, reistu hús á því og seldu, keyptu meira land, reistu fleiri hús og seldu, og þannig hafa þeir reist fjölda húsaþyrpinga í bogrinni og utan hennar. En frægust þessara1 hverfa er Stonestown (Steina- borg), sem þeir hófu að skipu- leggja árið 1937, og luku við 1952. Ekki skal reynt að lýsa þessu hverfi hér, enda skiptir það ekki máli. Þar eru milli 70 og 80 byggingar, og sumt af því stórhýsi, og aðeins eina þeirra munu þeir hafa selt. Ailar hinar byggingarnar eru eign þessa bræðra félags, og má af þvi ráða fjárstyrk þess og umsvif. En allar þessar miklu byggingar þykja s.tílhreinar og sumar fagrar að gerð. En skipulag hverfisins mun þó vekja rnesta athygli enda er það talið til fyrirmyndar á ýmsa lund, og dáð af þeim, sem telja má að séu þess umkomnir að geta dæmt um slíkí af þekkingu: Byggingar Stonesonsbræðra eru svo margar og miklar að þeir vita ekki 'ölu þeirra nema leita í mörgum bókum. Slíkt starf Bjami Guðbrandsson frá Búðardal - mmnm LAUGARDAGINN 11. þ.m. fór fram að Hjarðarholti í Dölum, jarðarför Bjarna Guðbrandsson- ar frá Búðardal. Þangað höfðu fjölmennt Laxdælingar, gömlu sveitungar hins framliðna og margir aðrir vinir hans og kunn- menn. Hann andaðist að þáver- andi heimili sínu í Borgarnesi, 3. þ.m. Bjarni heitinn var fæddur að Leiðólfsstöðum í Laxárdal 9. febr. 1878, sonur hjónanna Guð- brandar Guðbrandssonar og Sig- ríðar Bjarnadóttur. Hann missti ungur foreldra sína og ólst upp hjá Þorsteini Guðbrandssyni, föðurbróður sínum á Hömrum í ! Laxárdal, sóma- og greindar- | manni. Fósturlaunin galt hann síðar, því að Þorsteinn fluttist til hans háaldraður, févana og blindur og hlaut þar slíka að- hlynningu sem bezt mátti vera og aðstæður leyfðu. Andaðist Þor- steinn á heimili hans, Fjósum, kominn á tíræðisaldur. Á yngri árum var Bjarni heit- inn vinnumaður og í lausa- mennsku á ýmsum bæjum í Lax- árdal. Stundaði sjó undir Jökli og víðar. Þá var hann um skeið við verzlunarstörf á Hellissandi. Árið 1913 kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni, Kristínu Sæ- verður að skoðast í Ijósi sögu- legra staðreynda, þegar gildi þess er metið fyrir San Francisco borg og hérað, segir einn er um þetta ritar. Þar sem Stonestown nú stendur var áður lélegt land og lítt nýtt. Nú eru þar margir tugir húsa og ýmissa starfsstöðva við breiðar götur og toi'g, þarsem mikill fjöldi manna lifir og starf- ar. Þar eru starfstöðvar lækna, veitingamanna, verzlunarmanna o. fl. Þar er verzlað fyrir marga milljónatugi dala á ári, og þar eru stæði fyrir 2600 bíla. Og öllu er þar með afbrigðum vel fyrir komið. Bróðir minn Ellis var mikill hugsjónamaður, segir Henry Stoneson Hann var mikill og sannur smiður. Um sjálfan sig er Henry Stone- son fáorður. Hann þarf heldur ekki margt að segja, því að verk hans tala. Þau vitna glöggt um framtak þessara bræðra, mann- dóm þeirra og skipulagsgáfu. Það er vissulega ánægjulegt að fá að sjá þennan mikla dugn- aðarmann, hinn myndarlega og hressilega Canada-íslending, log- andi af fjöri og lífsorku. Já, það er sannarlega gaman af lifa ef maður kemur einhverju í verk, segir hann. Og ég tel mér heið- ur að því að vera isíenzkrar ættar. Það máttu segja. Við töluðum saman góða stund að mestu á íslenzku. Og mig raunar furðaði á því hve málfar hans var íslenzkt, og þó má víst með sanni segja, að hann hafi í meira en 40 ár vai'la talað annað mál en enskuna. Þegar ég hafði kvatt þennan hánorræna vinnuviking, lá leið mín út að ströndinni til þess að hylla minningu frænda har.s, víkinginn og aíreksmanninn Roald Amundsen. Þar í sand- gróf við ströndina s+endur ’itla skútan hans, Gjöa, einmöstruð, aðeins 47 srnálestir að stærð, sem hann sigldi kringum Ameríku í byrjun þessarar aldar, en gaf svo San Francisco til varðveizlu. Hún er talandi vottur um vík- ingslund og norrænt áræði og þrek. Og innan skamms mun sandblómið fræga þekja alla grófina, sem geymir þessa litlu fleytu og minninguna um hina frægu för. Þeir hafa því, frændurnir, ís- lendingar og Noxðmenn, mark- að veruleg spor i sand og sögu borgarinnar björtu við Kyrra-' haf. Snorri Sigfússon. mundsdóttur frá Þrándargili. Ekki reistu þau hjón bú, en dvöldu i húsmennsku í heima- sveit sinni. Eignuðust þau tvo sonu, er upp komust, Sæmund verkamann i Reykjavík, kvæntan Ingibjörgu Arnórsdóttur og Þor stein verzlunarmann í Borgar- nesi kvæntan Sigríði Aðalsteins- dóttur og hjá þeim Þorsteini og Sigríði dvöldu gömlu hjónin nú síðustu árin við ágæta aðbúð. Það féll ekki í hlut Bjarna heitins að verða aðsópsmikill stórbóndi í sveit sinni. Hann var ávallt lítt fjáður og vann lengst af sem annarra hjú Þetta iífs- starf sitt leysti hann af hendi með prýði. Húsbóndahollur svo af bar, til orðs og æðis. Vildi hans hag og heiður jafnt eða framar en sinn eiginn. Þegar meta skal manninn eftir því hvernig hann hefir leyst af hendi hlutverk sitt um ævina, jafnt hin smærri og hin svokölluðu stærri, verður vitnisburður Bjarna heitins í hæsta lagi. Bjarni var maður greindur vel og bókhneigður, skrifari góður og ritaði margt nú á seinni árum, er hann vegna brjóstveiki gat ekki lengur stundað erfiðisvinnu, — voru það einkum ljóð er hann endurritaði og viðaði að sér úr ýmsum áttum, en nokkur eftir minni manna. Fróður var Bjarni um margt og kunni vel að koma fyrir sig orði. Sóttu þar fáir gull í greip ef að honum véittust í málsennum. Annars var Bjarni óáleitinn við aðra en glaður og reifur, einkum á ferðalögum og hafoi hina mestu ánægju af góð- hestum eins og margir þeir frænd ur, og var hann hinn mesti dýra- vinur. Hann var vinsæll vel og enga átti hann óvildarmenn. Trölltryggur vinum sínum og drengur góður í hvívetna. Greiða maður hinn mesti og gestrisinn. Ég mátti vel þekkja Bjarna heitinn, því að nær tvo áratugi var hann bústjóri minn í Sæl- ingsdalstungu og á Fjósum, að svo miklu leyti sem ég sjálfur gat ekki annað því. Stundaði hann hag minn allan þann tíma með dyggð og trúmennsku, eftir því sem heilsa hans leyfði. Hafði ég oft gaman af greindarlegum frásögnum hans og hnittilegum andsvörum. Jafnan varð ég þes3 var að vel bélt hann vörnum uppi ef á mig átti að halla fjar- verandi. Vildi hann allt gjöra okkur hjónum til hags og sóma. Nú ert þú genginn gamli góði vinur. Góðar minningar gevmum við um þig. Þökkum þér alla tryggð þína og trúmennsku og órofa vináttu í okkar garð Greið verði þín hinzta ferð, ferðin yfir á land hinna lifenda. Þorst. Þorsteinsson. © Morgun 0 ME • Morgdnk BLAÐIÐ MEÐ AFFINU •••••••••••

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.