Morgunblaðið - 28.06.1955, Síða 1

Morgunblaðið - 28.06.1955, Síða 1
16 síður wpn 43. árgangur 142. tbl. — Þriðjudagur 28. júní 1955 Prentsmlðja Morgunblaðsins Fyrsta stórhlaupib í Múlakvísl án jbess að gos fylgdi Goshættan ekki liöin hjá þrátt Syrir þaÖ segir Sig. Þérarinsson BRUIIM \ KVISUNIMI OG SKALMA SÓPtÐUST BLRTt \ SVIPSTLNDL SEINT í gærkvöldi var von á rannsóknarleiðangri JÖkla- rannsóknarfélagsins ofan af Mýrdalsjökli, sem þar hefur verið við rannsóknarstörf að undanförnu. Hafa þau störf miðazt við, að reynt yrði að komast fyrir um það hvort Kötlugos sé yfirvofandi. Einn leiðangursmanna dr. Sigurð- ur Þórarinsson, er kominn í bæinn. Hann fór í gær í flug- vél, sem sótti hann austur á Skógarsand, í könnunarflug yfir Kötlusvæðið til þess að kanna það, með tilliti til hins óvenjulega hlaups, er varð í Múlakvísl og Skálm á laugardagskvöldið. En tvö sig hafa orðið á Kötlusvæðinu sagði dr. Sig. í fréttaþætti í útvarpinu í gærkvöldi, og hann telur goshættuna af þessu hlaupi ekki liðna hjá. Hann komst m. a. svo að orði: JÖKULL KÖTLTJSVÆÐISINS 400—500 M. ÞYKKUR Miðvikudaginn 23. júní dvöldu Kötlufarar við mælingar á Mýr- dalsjökli, á svæði því sem lík- legast er talið að Katla þrumi undir. Þenna dag var mæld þykkt jökulsins á þessu svæði og reyndist frá um 400 m — yfir 500 m. Þetta svæði athuguðum við Jón Eyþórsson gaumgæfilega frá góðri sjónarhæð og sáum enga missmíði þar á. Að kvöldi næsta dags, 24. júní, litum við aftur yfir svæðið og höfðu þá engar breytingar orðið á. Á föstudagsmorgun urðu leið- angursmenn á jöklinum varir við jarðskjálftakipp og næsta dag einnig sýndu jarðskjálftamælar þeir sem unnið er með á jöklin- um hræringar. — Að kvöldi þessa dags (laugardags) brauzt hlaupið fram undan Höfðabrekkujökli. Leið aðeins um það bil klukku- stund frá því er það braust fi'am unz það var komið í sjó fram. TÍFÖLD ÞJÓRSÁ Þá skýrði dr. Sigurður frá því að hann hefði síðla nætur flogið í þyrilvængju upp að jökulrönd- inni. Hlaupið hafði haft tvö útfull undan Höfðabrekkujökli. Það nær undan jöklinum miðjum og féll í Skálmá. Hefði vatnsmagn- ið þar verið á að giska þrisvar til fimm sinnum rennsli Þjórsár á sumrin. Hitt útfallið var fram úr Rjúpnagiii og féll til Múlakvísl- ar. Var vatnsrennsli þar allmiklu meira, á að giska tíföld Þjórsá. eða allt að 5000 teningsmetrar á sekúndu. En hlaupið stóð mjög stutt. Var tekið að fjara verulega um 2 klst. eftir að brúin á Múla- kvísl fór. Lauslega áætlað kvað Sigurður vatnsmagnið í heild hafa verið um 100 milljónir ten- ingsmetrar eða 40. hluti þess vatns sem fram hljóp í Skeiðarár Framh. á bls. 7 Þessa mynd af Jökulsiginu við Kötlu tók Magnús Jóhannsson í gærdag úr flugvél. Það er eins í laginu og feiknastór undirskál, með dálítilli tjörn í botninum. Sprungurnar í kring, sem á myndinni sjást greinilega, eru allar hringlaga og munu vera 10—15 m breiðar. ALAUGARDAGSKVÖLD bárust þau óhugnanlegu tíðindi áustan úr Vík í Mýrdal, að líklega væri Katla byrjuð að gjósa. Stór- hlaup með jakaburði hafði hlaupið í Múlakvísl og Skálm, og höfðu jakarnir og hið mikla flóð sópað brúnum burtu. — í samtali Mbi., þetta kvöld, við menn austur í Vík í Mýrdal, töldu staðarmenn ósennilegt að þetta mikla hlaup stæði í sambandi við gos í Kötlu, því jarðhræringa hefði þar ekki orðið vart og engar hefðu gos- drunur heyrzt. Eigi að síður voru menn kvíðnir. Þá var þar mikil þoka. Þessi grunur Mýrdælinga reyndist á rökum reistur. — Það var ekki eldgos sem valdið hafði þessu mikla flóði. — Skömmu eftir hádegi í gær lenti Björn Pálsson í litlu flugvélinni sinni hér á Reykjavikurflugvelli. — Hann var að koma úr leiðangri yfir Kötlu, með þá dr. Sigurð Þórarinsson og Pálma Hannesson rektor. Þeir sáu hvar orðið hafði mikið jarðsig í Kötlu, sem afleiðing af hlaupinu. En þetta jarðsig olli jarðhræringum, sem komu fram á j arðskj álftamælum hér í Reykjavík. — Þetta ofsalega hlaup, sem hljóp úr Múlakvísl, er hið allra mesta sem um getur, þegar ekki hefur verið um að ræða eldgos. HORFIN 10 MIN. SIÐAR Það er að sjá sem Múlakvísl- Þegar fulltrúar Helsingforsborgar komu til Reykjavíkur á sunnudagskvöldið tóku fulltrúar bæjar- stjórnar Reykjavíkur á móti þeim á flugvellinum. Var myndin hér að ofan tekin við það tækifæri. Á henni cru talið frá vinstri: Gunnar Thoroddsen borgarstjóri, Jónas B. Jónsson fræðslufulltrúi, frú Hellá Meltti bæjarfulltrúi, Eero Rydman yfirborgarstjóri, Geir Hallgrímsson bæjarfulltrúi, Tyyne Leivo-Larsson félagsmálaráðherra, Per-Erik Gustafs borgarritari, Lauri Aho forseti bæjar- stjórnar Helsingforsborgar, Aarre Loimaranta bæjarfulltrúi, frú Auður Auðuns forseti bæjarstjórnar Reykjavíkur, Magnús Ástmarsson bæjarfulltrúi, Arvid von Martens bæjarfulltrúi, dr. Sigurður Sig- urðsson bæjarfulltrúi og Tómas Jónsson borgarritari. — Ljósm. P. Thomsen. Virðulegir fulltriiar Helsingfors- borgar heimsækja Reykjavík Islendingar fagna góðum gestum SÍÐASTL. sunnudagskvöld komu hingað til Reykjavíkur 7 fuli- trúar frá borgarstjórninni í Helsingfors, þeirra á meðal yfir- borgarstjórinn, forseti og fyrsti varaforseti bæjarstjórnarinnar. — Koma þessir virðulegu finnsku gestir hingað í boði bæjarstjórnar Reykjavíkur. En í fyrrasumar bauð bæjarstjórn Helsingforsborgar V bæjarfulltrúum bæjarstjórnar Reykjavíkur í heimsókn til hinnar finnsku höfuðborgar. Borgarstjóri, forseti bæjarstjórnar Reykja- víkur og fleiri fulltrúar Reykjavíkurbæjar, tóku á móti hinum finnsku gestum á Reykjavíkurflugvelli í fyrrakvöld. <®----->- HINIR FINNSKU GESTIR Hinir finnsku gestir, sem koma hingað sem fulltrúar Helsingfors- borgar eru þessir: Lauri Aho ritstjóri, forseti bæj- arstjórnar Helsingfors, úr hægri flokknum, frú Tyyne Leivo- Larsson félagsmálaráðherra, varaforseti bæjarstjórnar, úr flokki jafnaðarmanna, Eero Ryd- i man yfirborgarstjóri, úr finnska þjóðflokknum, Heila Meltti lands höfðingjafrú, úr kommúnista- | flokknum, Arvid von Martens bæjarfulltrúi úr sænska þjóð- flokknum, Aarre Loimaranta j bæjarfulltrúi úr finnska þjóð- I flokknum og Per-Erik Gustafs, j borgarritari. Frh. á bls. 2. Hammarskjofd fer fi! Genf SAN FRANCISCO, 27. júní — Dag Hammarskjold, framkvstj. Sameinuðu þjóðanna fer til Genf 9. júlí n. k. Honum hefir verið faiið að hálfu Sameinuðu þjóðanna að hafa eftirlit með undirbúningnum undir fund toppanna. Slæmar borfur LUNDÚNABORG — Sjómanna- verkfallið heldur áfram. Verk- fallið bindur nú 280 skip og litl- ar horfur á lausn þess fyrst um sinn. arbrúin, sem var mjög traust trébrú, um 54 m. löng, hafi farið í kaf og sópast í burtu á svo sem 10 mín., sagði Brandur Stefáns- son í Vík í Mýrdal. í símtali við Mbl. í gær. Einn af bílum Branda fór úr Vík klukkan 10 mín. gengin í átta á laugardagskvöld- ið. Mun hann hafa farið yfir brúna kl. 7,50. Bílstjórinn sagði Brandi frá því eftir á, að hann hefði tekið eftir því, er hann ók yfir Múlakvíslarbrú, en þá var þoka, sem fyrr greinir, og skyggni slæmt, að ofar í Rjúpnagili, sein brúin lá í, hefði mótað fyrir hvít- um bakka. Bílstj. hafði hugleitt á eftir, að þetta myndi hafa verið flóðbylgjan undan Höfðabrekku- jökli. Um kl. 8 kom að brúnni fólksbíll, sem var á leið austan frá Kirkjubæjarklaustri. Þá var brúin horfin og í gilinu hið ægi- legasta flóð með feikna jaka- burði. Stórir ísjakar fóru á fleygi ferð niður strauminn. Þeir hafa brotið brúna og steinstöplana í spón á svipstundu. VATNSBORÐIÐ HÆKKAÐI UM 8 METRA Brandur Stefánsson kom þar sem áður hafði staðið Múla- kvíslarbrú, en þá var klukkan um 10, á laugardagskvöldið. Flóð ið var þá tekið að réna frá þvi sem það hafði verið mest, sagði Brandur, þá mun vatnsborðið Frh. á bls. 2. Tito fer til Rússlands — en er í sátt við vesturveldin BELGRAD, 27. júní — Tito marskálkur hefir þegið boð um að fara til Moskvu. Boðið var móttekið fyrir þremur vikum og fyrir það var opinberlega þakkað í dag. í dag lauk einnig samtölum júgóslavnesku stjórnarinn og sendiherra vesturveldanna í Júgóslavíu. — í opinberri til- kynningu segir að fulltrúarnir hafi í stórurn dráttum orðið sam- mála um heimsmálin og um það að sterk ónáð Júgóslavía væri nauðsynleg til þess að friður megi haldast í heiminum. Andrúmsloftið í samningum Vesíurvcldanna við Júgóslafa var gott.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.