Morgunblaðið - 29.06.1955, Side 1

Morgunblaðið - 29.06.1955, Side 1
1§ ssður 43. árgangar 143. tbl. — Miðvikudagur 29. júní 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsina Perón kvæntist 19 dra stúdínu K Rio De Janeiro, 28. júní. Frá U.P. AÞÓLSKI presturinn Jóse Fernandez, sem flúði eftir byltinguna 16. júní frá Argentínu, „til þess að skýra veröldinni frá sannleikanum um föðurland mitt“ eins og klerkur sagði, hefur skýrt svo frá, að í febrúar eða marz í vetur hafi forseti Argentínu, Juan Peron, gengið í leyni- legan hjúskap og hafi kvonfang hans verið 19 ára yngismey úr argentínsku stúdentasamtökunum, þokkadís hin mesta. Samkvæmt frásögn Fernandez heitir brúðurin Laura del Solar og er félagi í Union de Estudiantes Secundiantes Femenina, en svo munu stúdentasamtök landsins nefnast á máli þarlendra. Fernandez segir, að ráðgjöfum forseta hafi verið brúðkaupið kunn- ugt, en þjóðinni sé leynd því, sökum minningarinnar um Evu Peron, sem var hinn mesti forkur og yfirmáta vinsæl af alþýðu. ic Vígslan á að hafa farið fram fyrir borgardómaranum í Sao Fernando eða Vincente Lopez. # BUENOS AIRES. — 16 ráðherrar í stjórn Perons hafa nú dregið sig í hlé og er þess vænzt, að ný stjórn verði mynduð innan fárra daga. Margir æðstu embættismenn og ráðgjafar landsins hafa einnig látið af embætti. í útvarpsi'æðu, sem Peron flutti um helg- ina, nefndi hann ekki einu orði hina nýju stjórnarmyndun né fram-' tíðaráform sín. • Hann ræddi einungis uppreisnina og ásakaði háttsetta her- íoringja og virðingarmenn, bæði geistlega og verslega, um að hafa blásið að glóðum byltingarinnar. Sagði hann, að höfðingi land- gönguliðs flotans hefði verið potturinn og pannan í byltingunni, en hann heitir Calderon og er flotaforingi að tign og stöðu. • Sagði Peron, að nákvæm áætlun um byltinguna hefði fundizt undir gólfábreiðunni í skrifstofu flotaforingjans. — Samkvæmt þeirri áætlun átti að stökkva stjórninni frá völd- um og ráða Peron forseta af dögum. Hér sést Daninn Knud Gleie sem í gærkvöldi setti nýtt heimsmet í 100 m bringusundi í Sundhöllinni í Reykjavík. Hann er frægasti sundmaður sem hefur heimsótt ísiand, en samt var Sundhöllin aðeins hálfskipuð áhorfendum. Á fimmtudagskvöldið Iýkur mótinu og þá hyggjast þeir Gleie og Tikka gera aðra tilraun til að bæta heimsmetið í 100 m bringusundi. Á fimmtudaginn verður forsala á aðgöngu- miðum í Bókaverzlun ísafoldar Austurstræti. Ljósm. Mbl. Ól. K. M. Heimsmet i Sundhöllinni Pétur Townsend í Höfn Hjúskaparmálin ekki rædd Kaupmannahöfn, 28. júní.! k FÖSTUDAGINN kom glæsi- l\. legasti „jungherra" vei’aldar (að því er brezkar stúlkur telja) í tveggja daga heimsókn til Kaupmannahafnar. Það var flug- hetjan og eðalmaðurinn Þétur Townsend, sem öll sólarmerki benda til að muni innan tíðar kvænast drottningarsysturinni af Englandi, Margréti Rósu. Pétur Townsend er 40 ára gamall og vann sér landsfrægð í Bretlandi fyrir hreystilega framgöngu sína í loftorrustunni um landið í heimsstyrjöldinni. Síðar varð hann ráðsmaður kon- ungs og fyrir tveimur árum fóru hann og Margrét að stinga sam- an nefjum svo auðsætt var að ástarbrími lá að baki. Frh. á bls. 12. Doninn Knnd Gleie setti þnð í 100 m bringnsnndi SUNDHÖLLIN í Reykjavík varð í gærkvöldi vettvangur heimstíðinda á sviði íþróttanna. Daninn Knud Gleie setti nýtt heimsmet í 100 m bringusundi. — Synti hann vegalengdina á 1:10,9 mínútum. Staðfesta heimsmetið átti Rússinn Minachin og var það 1:11,2 mín. Pólverjinn Petrusivic hefur hins vegar náð 1:10,9 mín. og fékkst sá tími staðfestur sem Evrópumet, en hefur ekki fengizt staðfestur af alþjóðasundsambandinu sem heimsmet. Það afrek vann Pólverjinn fyrir tveim- ur arum. Harkaleg gagnrýni á þýzka herinn IDAG fóru fram umræður um herkvaðningarfrumvarp vestur- þýzku ríkisstjómarinnar í neðri deild sambandsþingsins. — Fjallar það um kvaðningu sjálfboðaliða. Theódór Blank hermála- íáðherra flutti framsöguræðuna með frumvarpinu og skýrði frá tillögum stjórnarinnar, stefnu hennar í hermálum og lagði til að frumvarpið yrði samþykkt. Adenauer til Moskvu í september Frá Reuter NTB Bonn, 28. júní: yESTUR-ÞÝZKA sam- bandsstjórnin mun að öllum líkindum afhenda Sovétstjórninni skilaboð um miðja þessa viku, sem eru svar við heimboði Sovét- stjórnarinnar dr Adenauer til handa. Samkvæmt því, sem fregnir í Bonn herma hef ir dr. Adenauer faiiizt á það að heimsækja Orðsending um förina í vikunni Moskvu til þess að ræða um upphaf stjórnmála- legrar, viðskiptaleg'rar og menningariegrar sam- vinnu milli Þýzkalands og Sovétríkjanna. ENGIN SKILYRÐI Auk þess mun vestur-þýzka stjórnin taka ýmis almenn vanda mál til umræðu í oi’ðsendingu sinni, m. a. um heimsendingu þeirra stríðsfanga, sem enn sitja í dyflissum í Rússlandi, landa- mærahindranir, sem Sovétstjórn- in heldur enn fram í Þýzkalandi og framferði rússnesku landa- mæralögreglunnar. Eftir því sem bezt er vitað er þó lausn ein- hverra þessara mála ekki gerð að skilyrði fyrir því að dr. Aden- auer haldi til Moskvu. Er gert ráð fyrir því, að hann geri för sína þangað í september. FLUGLEIÐIS Líkast til mun dr. Aden- auer fljúga til Moskvu í hlénu, sem verður eftir að sérfræð- Frh. á bls. 12. Að ræðu hans lokinni hófust Framh. a bls. 12 Dr. Adenauer. Hvað skeður í Moski Bringusundið var 7. sund- grein kvöldsins og var aðal- keppnin á milli Gleie og Finn- ans Tikka. Gíeie synti í kafi fyrstu 25 metrana og vel út úr snúningnum. Synti síðan allt- af afog til í kafiog nýtti handa tök sín ’ ið það til hins ítrasta. Smaug hann vatnið með ógn- arhraða. Allan tímann átti hann í hörkukeppni við Finn- ann, sem veiíti honum harða keppni, enda synti hann á nýju finnsku meti. Starfsmönnum mótsins var í fyrstu ekki fyllilega ljóst að hér hafði hvorki meira né minna, en heimsmeti verið hnekkt. Og ósköp glaðir til- kynntu menn Norðurlanda- met. Skrá yfir heimsmet var ekki til staðar í Sundhöllinni, en hún var sótt í skyndi, en kom ekki fyrr en mótinu var lokið, svo áhorfendur fiestir voru farnir glaðir heim, án þess að vita um heimsmetið. Gieie var ekki mikið þreytt- ur. Hann hvíldi sig 10—15 mínútna skeið og tók svo þátt * í síðustu sundgrein kvöldsins 4x200 m boðsundi, sem lauk með sigri íslands Gleie varð að sjálfsögðu hrókur aiis fagnaðar. Þessi geðþekki 19 ára gamli Danf, kunni vel að taka gleðitíðind- unum — var stiltur vel, en gladdist þó sýniiega. Frh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.