Morgunblaðið - 29.06.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.06.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 29. júní 1955 Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Á að gesa bæjarfyrirtækin að styrkþegum? SÚ spurning, sem sett er fram hér að ofan, gæti í fljótu bragði sýnst hvatskeytleg og út í hött. En þegar málið er athugað nánar er fjarri því að svo sé og bæjarbúar eiga heimtingu á að vita, að innan bæjarstjórnar Reykjavíkur er djúpsettur ágrein ingur milli meiri- og minnihlut- ans um fjármál fyrirtækja bæj- Sannvirði eða stvrkir Það er einfalt mál í hverju þessi ágreiningur felst: Sjálfstæð ismenn, sem mynda meirihlut- ann, halda því fast fram og vilja ekki frá því kvika, að fyrirtæki bæjarins, sem veita bæjarbúum tiltekna þjónustu gegn greiðslu, eigi að fá sannvirði fyrir þessa þjónustu, þannig að greiðslurnar geti borið uppi rekstursútgjöldin. Slík fyrirtæki eiga ekki að vera ómagi á bæjarsjóði heldur standa undir rekstri sínum sjálf. Minnihlutaflokkarnir vilja hinsvegar ekki aðhyllast þetta, heldur telja að rétt sé að reka þessi fyrirtæki með styrk úr bæjarsjóði í stað þess að gjöldin fyrir þá þjónustu, sem veitt er, beri reksturskostnaðinn uppi. Tvö skýr dæmi Til þess að sýna hvernig þessi mismunandi sjónarmið koma fram viðvíkjandi bæjarfyrirtækj- unum er nóg að nefna tvö dæmi, annað um Rafmagnsveituna en hitt um Strætisvagnana. í fyrra lá fyrir bæjarstjórn álit rafmagnsstjóra um að hækka þyrfti gjaldskrá Rafmagnsveit- unnar, svo hún gæti borið uppi kostnað við veitukerfið í bæn- um. Rafmagnsveita Reykjavíkur kaupir orkuna af Sogsvirkjun- inni, sem er sjálfstætt fyrirtæki, rekið af ríki og bæ, en Rafmagns veitan dreifir svo orkunni til bæjarbúa. Kostnaðurinn við veitu kerfið, sem flytur orkuna um bæinn, hafði mjög hækkað og rafmagnsstjóri gerði ýtarlega grein fyrir þeim hækkunum. Enginn bar brigður á þörf Raf- magnsveitunnar er menn greindi á um leiðir. Sjálfstæðismenn vildu að Rafmagnsveitan fengi það verð fyrir orkuna, sem það kostaði að flytja hana um bæ- inn, en minnihlutaflokkarnir vildu að borgað yrði með raf- magninu úr bæjarsjóði. Raf- magnsveituna átti að gera að styrkþega en hækka svo út- svörin á bæjarbúum til að jafna skakkann. Sama máli gengdi um strætisvagnana. Fyrir lá skýr og alveg óvé- fengjanleg greinargerð frá for stjóra þeirra um hækkun reksturskostnaðar, sem skap- aðist að langmestu leyti af kauphækkunum vagnstjór- anna. Sjálfstæðismenn vildu að þeir, sem notuðu vagnana greiddu það, sem það kostar raunverulega að flytja far- þegana. í þetta skipti klofnaði minni- hlutinn. Flestir minnihlutamenn vildu ekki viðurkenna það sjón- armið, að S.V.R. ætti að fá sann- virði fyrir fólksflutningana og ýmist greiddu atkvæði á móti eða I sátu hjá. Einn minnihlutamaður- inn gerði sig þó að samvizku þessa hóps og taldi að fráieitt væri að bregða fæti fyrir vel rek- ið fyrirtæki með því að neita því um nauðsynlega gjaldahækk- un. Hvorki Rafmagnsveitan né S.V.R. voru gerðir að styrkþeg- um því Sjálfstæðismenn stóðu fast um sína fyrri stefnu. Biðlistar og afturför Nú er það alveg vafalaust, að ýmsum af minnihlutafulltrúun- um í bæjarstjórn er fullljóst áð útilokað er að gera fyrirtæki bæj arins að styrkþegum á bæjar- sjóði. En þeir teija það pólitískt heppilegra fyrir sig að vera á móti hækkunum einstakra gjalda. Hitt veldur þeim engum áhyggj- um þó afleiðingin yrði, að hækka þyrfti útsvarsstigann til að jafna hallann. Þeir hugsa sem svo, að almennihgur muni ekki gera sér slíkt ljóst og auðvelt sé að skella skuldinni af hækkun útsvarsstig- ans á „óhófseyðslu bæjarstjórn- aríhaldsins". En setjum nú svo, að þessir minnihlutaflokkar, sem eru svo óvandir að meðölum, kæmust í meirihluta. Þá mundi þessi refskák ekki lengur beinast að Sjálfstæðismönnum heldur mundu þeir þá keppast innbyrð- is. Þá mundi kapphlaupið verða um það hver af flokkunum gæti auglýst, að hann hefði verið á móti þessari hækkun eða hinni til þess að „slá sér upp“ í augum bæjarbúa. Hagur bæjarfyrirtækj- anna yrði auðvitað fullkomið aukaatriði í þeim leik, alveg eins . og hann er það nú í viðureign- j inni við Sjálfstæðismenn. i Þá mundu rafmagnsnotend- urnir sjá nýtt ástand skapast hjá Rafveitunni. Þá mundu þeir, sem vildu fá rafmagn í nýtt hús verða að bíða með nöfn sín á löngum lista, rétt eins og nú er hjá símanum. Og þá mundi ekki þýða fyrir út-1 hverfafólkið að óska eftir nýj- um leiðum Strætisvagnanna og fjölgun ferða. Ferðunum mundi fremur verða fækkað eins og Alfreð Gíslason lagði , til á dögunum. Fjárhagur) þessara fyrirtækja kæmist þá undireins i öngþveiti og rekst-, urinn staðnaði eða að honum hrakaði. Staðreyndirnar verða ekki umflnnar Sjálfstæðismenn gera sér það Ijóst, að það er ekki vinsælt að mæla með hækkun á gjöldum fyrir rafmagn eða farþegaflutn- inga. En þeir horfast 5 augu við staðreyndirnar, því þeir skilja að það þýðir ekki að reyna að bjarga sér undan á flótta. Slíkur flótti gæti ekki endað í öðru en stórtjóni fyrir bæjarbúa í heild. Ef vinstri samvinnan næði völdum í bæjarstjórn Reykjavík- ur væri úti um hag bæjarfyrir- tækjanna. Þau yrðu þá fljótlega að þungbærum styrkþegum í stað þess að standa á eigin fót- um. Þá fengju bæjarbúar að kynnast því hvað það kostar að horfa á kappleiki vinstri flokk- anna á íþróttavelli bæjarmál- anna. Aðeins eimi hinna ffömlii eftir o NÚ er aðeins einn hinna gömlu togara til í landinu. Er það Venus gamli, sem liggur suður í Hafn- arfirði. — í gærkvöldi voru dregnir héðan til niðurrifs í Dan- mörku: Tryggvi gamli, Faxi, sem eitt sinn hét Arinbjörn hersir og Maí. Danski dráttarbáturinn Sigyn fer með þá, og hann fór með þrjá togara fyrir um það bil mánuði, einnig til niðurrifs í Es- bjerg. Á hverjum togaranna voru tveir menn vel útbúnir að öllum öryggistækjum og með björgun- arbát á bátapalli. Gert er ráð fyrir að siglingin út muni taka 15 daga. Laxá brúuð HÚSAVÍK, 28. júní: — Nýlega er iokið við brúaruppsetningu á Laxá við Núpafossa. Er þessi brú ein af þremur brúm er losnuðu þegar nýja brúin var gerð á Laxá hjá Laxamýri. Brúin er þó ekki akfær enn vegna þess að eftir er að fylla að henni. Hjá Ökrum í Reykjadal var önnur gamla brúin sett á Reykja dalsá, en hin þriðja verður sett á Halldórsstaðaá í Bárðardal. Vinna við Skjálfandafljótsbrúna nýju hjá Stóruvöllum, er nú haf- in, en þeirri brúarsmíði á að ljúka í sumar, — Fréttaritari. SAN FRANCISCO, 24. júní: — Á bak við tjöldin er leitast við að fá sex ríki tekin upp í Sam- einuðu þjóðirnar. Ríkin eru: Vest an tjalds, Finnland, ftalía og Austurríki, en austan tjalds: Ung verjaland, Búlgaría og Rúmenía. BrunabótaféEagið hyggst stofna tii reksturs nyrra tryggingargreina Hagur félagsins er nú mjög góður AÐALFUNDUR fulltrúaráðs Brunabótafélags íslands var haldinn í Reykjavík þriðjudag- inn 21. júní s.l. og er það fyrsti fundur fulltrúaráðsins eftir að hið nýja skipulag Brunabótafé- lags íslands var ákveðið með lög- um frá síðasta Alþingi. Fund þennan sóttu um 30 full- trúar frá kaupstöðum og sýslum landsins. Formaður fulltrúaráðs- ins var kosinn Sigurður Sigurðs- son bæjarfógeti og sýslumaður á Sauðárkróki, og varaformaður Úlfur Indriðason, oddviti, Héðins- höfða, en ritarar fundarins voru Friðjón Skarphéðinsson bæjar- fógeti, Akureyri og Sigurður Óli Ólafsson alþm. Selfossi. Forstjóri Brunabótafélagsins, Stefán Jóh. Stefánsson, gaf skýrslu um rekstur og starfsemi félagsins og Erlendur Halldórs- son eftirlitsmaður, Hafnarfirði, flutti skýrslu frá Brunavarnaeftir liti ríkisins. Að loknum umræð- um var samþykkt tillaga um það að fela forstjóra og framkvæmda stjórn að stofna til reksturs nýrra tryggingargreina. FRAMKVÆMDASTJÓRN KOSIN Fulltrúaráðið kaus fram- kvæmdastjórn Brunabótafélags íslands, og skipa hana Jón G. Sól- nes, bankafulltrúi, Akureyri, for- maður, Emil Jónsson vitamála- stjóri, Hafnarfirði, varaformað- uu andi álripar: MENN hafa skiptar skoðanir sem betur fer. Jafnvel getur menn greint á um verðmæti fót- leggja, þótt undarlegt megi heita. Að minnsta kosti er ekki út í hött að ímynda sér, að sumir hafi orðið óðir og uppvægir í Danmörku, þegar Pólitíken skaut því fram nú fyrir skömmu, að flugvél Loftleiða mundi bráðlega fljúga með „verðmætustu fætur Danaveldis" norður til íslands. Fæturnir eru á danska knatt- spyrnuliðinu og listdönsurunum tíu úr Konunglega danska ball- ettinum í Kaupmannahöfn, sem hingað eru væntanlegir innan skamms, eins og kunnugt er. •— Munu knattspyrnumennirnir heyja hér landsleik, en listdans- ararnir dansa á vegum Tívolís. Bólgur og stjórnleysi. FULLYRÐING Pólitíkens er ekki fjarri lagi, því að vissu- lega eru þetta hinir merkustu fætur, sem oft hafa varpað frægð- arljóma á gömlu Danmörk og á- reiðanlega eru í miklum metum suður þar. — En tvær hliðar eru alltaf á hverju máli, — og auð- velt að verða fótskortur á full- yrðingum. Það mætti t. d. segja mér, að sumum finnist blaðið hafa tekið of djúpt í árinn, og oft þarf minna til en þetta, að „menn fái bólgu í kinnarnar, æði og stjórnleysi í tungu.na, deyfu fyrir eyrun“, eins og meistari Vídalín kemst að orði. Að minsta kosti hér uppi á íslandi! — Ólíklegt þykir mér nefnilega ,að þeir kon- unghollustu í Danmörku leggi blessun sína á Pólitikenfréttina — eða hvað t. d. um litlu fótling ana á „de tre dejlige prinsesser?" Ábyrgðarleysi hinna gangandi. ENGUM blandast hugur um, að umferðarljósin eru til stór- bóta hér í Reykjavík. Þau veita meira umferðaröryggi en áður var, einkum vegna þess, að bif- reiðastjórar fara eftir þeim. Aft- ur á móti er langt frá, að gang- andi fólk geri hið sama ,og er það til hinnar mestu hneysu. • Hér á lögreglan nokkra sök á, því að hún skiptir sér of lítið af þessum sífelldu umferðarbrotum hinna gangandi. Henni ber skylda til að hegna þeim ekki síður en bifreiðastjórunum, því að aldrei verður komið á fullu umferðaröryggi hér í bænum fyrr en báðir aðilar fara eftir ljós- unum. Áður en stórslys verður. LÖGREGLAN ætti að reyna að koma í veg fyrir, áður en stórslys hlýzt af, að menn álpist út á göturnar, þegar ljósin banna ur og Jón Steingrímsson, sýslu- maður, Borgarnesi, ritari. í vara stjórn voru kjörnir Sigurður Óli Ólafsson, alþm. Selfossi, Björg- vin Bjarnason, bæjarstjóri, Sauð- árkrók og Ólafur Ragnars, bæjar fulltrúi Siglufirði. FJÁRHAGUR GÓÐUR Fjárhagur Brunabótafélags fs- lands er mjög góður, varasjóðir orðnir miklir og rekstur og starf- semi þess hefir aukizt mjög. Allir kaupstaðir landsins, utan Reykja víkur, eru deildir í félaginu, sömuleiðis næstum öll kauptún landsins og meiri hluti allra sveitahreppa. Félagið hefir starf að i tæp 40 ár, og er elzta alinn- lenda tryggingarfélag landsins, hefir stutt mjög og eflt bruna- varnir í landinu, varið til þess miklu fé og með því móti hefir verið unnt að lækka verulega ið- gjaldagreiðslur brunatrygging- anna. Brunabótafélagið mun nú stofna til reksturs annarra trygg ingargreina en brunatrygginga, og þannig færa út kvíarnar með starfsemi sína og rekstur. 40 ár í slfóm ÍSÍ BEN. G. WAAGE forseti ÍSf og fulltrúi CIO á íslandi, er nýkom- inn heim aftur frá París, þar sem hann sat fimmtugasta fund Al- þjóða Ólympíunefndarinnar (CIO). — Hinn 27. júní voru lið- in rétt fjörutíu ár siðan hann var fyrst kjörinn í stjórn íþrótta- sambands íslands. H=>©)w °iri það. En hún ætti einnig að kenna þeim gangandi mönnum umferða reglurnar, sem þekkja þær ekki. Hver á t. d. réttinn, þegar bif- reið beygir úr Bankastræti inn í Lækjargötuna (í fullum rétti vitanlega) og gangandi fólk hef- ir samkvæmt ljósunum rétt til að fara yfir sömu götu?? •— Þetta, og margt fleira ætti lögreglan að uppiýsa menn um. S-<7ö ■ G>^J> MerkiS, sem klæðir landið. Síbelíus fapar Fíladelffu hljómsYeHinni JARVENPAA. Finnlandi, 18. júní: — Jan Sibelius, tónskáldið heimsfræga tók á móti hljóm- sveitarmönnum Philadelphiu hljómsveitarinnar og stjórnanda hennar, Ourmansky. Þetta vekur athygli vegna þess, að tónskáldið hefir undanfarið lifað í algerri einangrun, aðeins tekið á móti aiira nánustu vinum. Hann hefir gert þetta að boði lækna sinna vegna eyrnameins, sem þjáir hann. Þetta er í fyrsta skipti í tuttugu ár, sem hann tekur á móti jafn mörgum mönnum. Hár og grannur en tignarlegur sem endranær, sagði hann við hijómsveitarmennina: „Það gleð- ur mig að sjá ykkur. Þið eru ail- ir miklir listamenn." Sibelius verður níræður 8. des. n.k. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.