Morgunblaðið - 29.06.1955, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.06.1955, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIB Miðvikudagur 29. júní 1955 I : 1 i í TILBOÐ ÓSKAST í tvo Diamond diáttarbíla og einn langan aftanívagn — Tækin eru til sýnis á Hrísateig 25 og 29 og nánari upp- lýsingar veittar þar. Tilboðum sé skilað á sömu staði fyrir 7. júlí. Oirysler ’41 til sölu í kvöld og r.æslu kvöld á Mánagötu 19. Skipti á yngri bíl koma til greina. | Verzlunar- og | iðnaðarhúsnæði ‘m 3W fermetra, er til leigu í einu eða mörgu lagi. Húsnæðið er á ágætum stað í austurbænum. Tilboð sendist afgr. Mbl merkt: „Holtin — 786“, fyrir laugardag. Ausfsn Austin A40, % tonn sendiferðabifreið Beztu bifreiðakaupin. — Traustur og sterkbyggður, með aflmikilli vél. — Þessum bíl er hægt að breyta með litl— um kostnaði í ágætan fjölskyldubíl Goiðnf Gíslason h.f. Bif reiða verzlun Ralmagnsl»oirvélar Vt" - Vi’ Ralmagnssagir Bafmagnshandpnssivélai Verzlunin isskápur Enskur ísskápur tií sölu, ódýrt. — Uppl. í síma 1855. HERBERGi óskast sem næst Baróns- stíg, fyrir tvo unga og reglusama menn. Uþpl. í sima 4532 og frá kl. 7—8 í síma 5797. Vinnuveitendur Vil taka að mér vinnu, helzt við keyrslu frá 1.—15. júlí. Tilboð merkt: „í júlí — 790“ sendist afgr. Mbl. verzlunÍh íDINBO RG Hin margeftirspurðu KAFFISTELL komin aftur. LINOLEl M óskast til barnagæzlu. Katrín OIaf«iót:ir. Óðinsgötu 8. — Simi 3430. TeSpusund&Qlir rat >■? * V ’ * Kvenmoccasíurnai’ komnar aftur. — Ennfrcinur svavtar karlmanna moccasiur. SKÓSÁLÁN Laugavcgi 1 Bezt ai auglýsa í ÍQrguníilaDiny kOleu (bemt. á móti Austurb.bió) JoVlTn “ í blússur og kjóla. Faílegir litir. jóleu (beint á móti Austurb.bíó) Saltað kex, „Rits Crackers". Spönsk hamLápa úrvals tegund. Cobra bón, stórar dósir. Karamelht«ósit. IlesKhneSukjatmar. íuuzimdi. ristjan Hálfdánarson — minning í DAG verða til moldar bornar jarðneskar leifar Kristjáns Hálf- dánarsonar, sjómanns. Hann and aðist á Landsspítalanum 20. júní s.l., eftir að hafa legið þar þungt haldinn í fimm mánuði. Veikíndi hans báru snöggt að og komu öllum mjög á óvart er til bans þekktu. Mun hann þó hafa fundið til þeirra í nokkurn tíma áður en hann lét það uppi, jafnvel við sína nánustu, enda ókvartsár að eðlisfari og karl- menni í allri skapgerð. En eftir að hann hafði gengið unair rann- sókn á sjúkrahúsinu, vissum við vinir hans og nánustu ættingjar, hvert stefndi, að hér var aðeins um örstutta bið að ræða, og þó svo óendanlega langa fyrir þann er þjáist. Kristján héitinn var fæddur 3. nóvember 1901 á Sauðárkróki. Foreldrar hans voru þau hjónin Hálfdán Kristjánsson og Ingunn Magnúsdóttir, er lengst af voru búsett á Sauðárkróki. Hálfdán var Skagfirðingur að ætt og upp runa, talinn greindur vel og j skáldmæltur, en Ingunn var fædd og alin upp að Lambhól hér i Reykjavík, skýrleikskona og hagvirk svo að af bar. Kristján ólzt upp hjá foreldr- um sínum á Sauðárkróki fram á fullorðinsár ásamt fimrn systkin- um, og dvaldist þar að mestu fram yfir þrítugsaldur. Um æsku- ár Kristjáns er mér ekki kunn- ugt, en hitt veit ég að hann vand- íst snemma á að vinna bæði til lands og sjávar, enda var vinn- an og skylduræknin hans aðals- merki. Árið 1934 fluttist Kristján al- farinn hingað til Reykjavikur og átti því lögheimili sitt hér í borg í röska tvo áralugi. í þau tuttugu ár sem hann dvaldi hér í Reykja- vík fékkst hann að heitið getur einvörðungu við sjómennsku á togaraveiðum. Á því má 'nokkuð marka hvernig líkað hafa störf hans, að í þessi tuttugu ár vann hann aðeins hjá tveimur fyrir- tækjum, það er h.f. Kveldúlfi og h.f. Júpiter og hjá því síðara þar tíl heilsan leyfði það ekki leng- ur, en síðustu árin starfaði hann þar sem þræðslumaður á bv. Úranus. Þetía gefur líka til kynna þá eiginleika í fari Krist- jáns heitins, sem okkur íslending um er kannske hvað mest þörf á nú á tímum, en það er staðfest- una og trúmennskuna. Ég er þess fullviss að það hefur aldrei að honum hvarflað eitt augnablik, að yfirgefa störf sín vegna stund arhagsmuna eða þæginda. Hann leit á sjómannsstörf sin sem þjóð- hollustustörf, sem hann hafði sjálfur valið sér, og í þeim varð hann að reynast skyldurækinn og húsbóndahollur. Af þessum sökum munu mér jafnan koma til hugar orð Fomólfs, þegar ég minnist vinar míns Kristjáns Hálfdánarsonar: Þú varst sómi þinni stétt, það er réttur kvarði. Þann 13. juni 1936 gekk Krist- ján að eiga frændkonu sína Helgu Jónsdóttur frá Lambhól hér í Reykjavik. Hygg ég, sem hefi verið sambýlismaður þeirra hjóna í meir en tug ára og náinn samferðamaður anrsan tuginn til, að sá dagur hafi verið mesti gæfu öagurinn í lífi þeirra beggja. j Kjónaband þeirra var frá upp- hafi þannig, að á betra verður j vart kosið. Þar fór saman gagn- kvæm umhyggja og trúnaðar- traust., enda var Kristján heitinn framúrskarandi ástríkur og nær- gætinn eiginmaður. Þau hjónin eignuðust eina dótt- ur barna, Oddbjörgu. sem dvelur á heimili móður sinnar ásamt. eiginmanni sínum, Guðmundi Karlssyni, sem hún gekk að eiga þann 5. þ.m. Dóttur sinni reynd- ist Kristján heitinn, sem hans var von og vísa, skilningsgóður og umburðarlyndur faðir, en að minni hyggju kannske um of mildur og eftirgefanlegur á stundum. En þannig var hann í raun og veru gagnvart öllu sínu samferðafólki. Ég tel að Kristján heitinn hafi verið mikill gæfumaður, hann var vel látinn af yfirboðurum sínum, vinsæll meðal starfs- bræðra sinna, átti eiginkonu, sem hann unni hugástum og var hon- um traustur förunautur, dóttur, sem var honum mjög hjartfólg- ín og endurgalt honum föðurum- hyggjuna, hafði byggt þeim upp gott og fallegt heimili og vissi að lokum eiginkonu og dóttur hjá góðum, dugmiklum og fram- sæknum tengdasyni. Frá slíku er gott að sofna, þegar kraftana þrýtur. En fyrir okkur, sem eftir lifum og einkum þá er næstir honum stóðu, verður það minningin um góðan dreng, sem mýkir sárin. Að síðustu þakka ég þér, Kiddi minn, fyrir allt það sem þú hefur verið fyrir mig og mína. Blessuð sé minning þin. Sigurður Halldórsson. Ákumesingar fiái Akurnesingar, 22. júní: — A tíunda hundrað fjár áttu Akur- nesingar í vetur. Auk þess munu nokkrir hafa átt kindur á fóðr- um uppi í sveitum. Vegna vorkuldanna og gróður leysis, voru ærnar hafðar í girð- ingum heima við hús á meðan á sauðburði stóð, og voru þær jafn an hýstar um nætur. — Þegar fénu var sleppt voru lömbin orð- in þroskuð. Sauðburður gek!< að mestu vel, nema hvað fjórir fjár eigendur misstu nokkuð af lömb- um. Þó vildi bera á því að ein- staka lamb fæddist máttvana. Frétt hefi ég, að Ólafur Gíslason dýralæknir hafi um tíma haft eftirlit með 37 slíkum lömbum. Vor og haustbeit hefir verið takmörkuð hér fyrir fé vegna þrengsla í gir'ðingunni, en nú vcrður úr því bætt. Akranesbær hefir nú teki'ð á leieu til 12 ára allt land ofan þjóðvegarins, af Þorsteini Stefánssyni bónda á Ósi í Skilmannahreppi. — En af- réttarland eiga Akurnesingar suð ur og austur af Grafardal. Þang- að reka þeir fé sitt á fjall. — Odd írantcshreppi AKRANESI, 27. júní: — Sláttur hófst 23. þ.m. á fjórum bæjum í Innra-Akraneshreppi: Kúludals á, Kirkjubóli, Innri-Hóimi og Kjaransstöðum. Tún eru sæmi- lega sprottin. — Ekki er enn far- ið að slá tún ofan Heiðar nema á Hvanneyri. Fé var haldið heima fram yfir hvítasunnu, og varð yfir 50% tvílembdar. — O.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.