Morgunblaðið - 29.06.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.06.1955, Blaðsíða 16
Veðurúiiii í dag: Norðan stinningskaldi. Skúraleiðingar. 143. tbl. — Miðvikuðagur 29. júni 1955 Iþrófflr á bls. 2. Jéklafélagsleiðangurinn kominn IRANNSÓKNARLEIÐANGK-'j ÚRKOMUMÆLINGAR INÚM á Kötlusvæðinu, sem Sigurjón Rist gerði nokkrar nú er lokið, kom það meðal ann- rannsóknir á úrkomu á jöklinum. ars fram, að á Mýrdalsjökli er'— Þar er snjólagið þannig, að mesta úrkomusvæði landsins, ef , vatnið virðist hripa niður í gegn- ekki mesta svæði, sem mælzt hefur. — Við rannsóknirnar var lögð á það áherzla, að kanna um snjólagið, jafnvel gegnum jökulinn, sem þarna er 300—400 m þykkur. Það safnizt síðan sam- | starfskrafta sína erídurgjalds- j laust, svo sem við hyggirsgu skál- ' ans Jökulheima í Tongnárbotn- I um, þar sem margir sjálfboða- liðar störfuðu af miklum dugn- aði. FER TIL SUÐURSKAUTSINS Franski jöklafræðingurinn Jean Martin fer nú heim til Frakk- lands, en í haust leggur hann upp í för til suðurskautsins til hvernig hið mikla jökulsvæði an undir honum og lyfti jöklin- rannsóknarstarfa á Terre Adelig. skiptir sér niður á ár þær undan jöklinum brjótast. Leiðangursmenn, sem voru þeir: Sigurjón Rist mælinga- maður, er Var fararstjóri, Jón Eyþórsson veðurfræðingur, dr. Sigurður Þórarinsson, franski jöklafræðingurinn Jean Martin «g Guðmundur Jónasson, ræddu í gær við blaðamenn um Mýr- dalsjökulleiðangurinn. Hann var farinn sem kunnugt er, til þess að kanna ástand Kötlusvæðisins, með það fyrir augum, hvort hægt væri að fara nærri um það hvenær Katla muni gjósa. Sem kunnugt er hafa jarðfræðingar talið gos þar mjög yfirvofandi, en nágrannar Kötlu, Skaftfellingar, uggándi mjög. — Kötlugos og hlaup í hinum miklu jökulám, sem brjótast fram und- an Mýrdalsjökli hafa sett sitt óafmáanlega merki á Vestur- Skaftafellssýslu. Bar þingmaður þeirra Jón Kjartansson fram þingsályktun um þá rannsókn, sem nú hefur verið gerð og kost- uð af ríkissjóði. VIKUTÍMA A JÖKLI Leiðangurinn var vikutíma á Kötlusvæðinu. Þar var veður Mieð eindæmum óhagstætt alla daga og þrjá daga var ekkert hægt að gera, því vindur blés úr öllum áttum og stöðug úrkoma, rigning, krap eða hríð. Var því aðstaðan til rannsókna mjög erf- ið, en tókst þó vel, sagði Jón Eyþórsson. Rannsóknir þessar eru byggð- ar á þykktarmælingum þeim, eem franski jöklafræðingurinn Jena Martin framkvæmdi, sagði Jón, en hann hefur starfað hjá Franska pólarleiðangrinum, er einnig lagði til mælitækin. Var hinn franski samstarfsmaður okkar ákaflega duglegur og vann verk sitt með mikilli samvizku- semi. Með þyktarmælingunum fæst vitneskja m. a. um það, um leið og þykktin á jöklinum er mæld, hvernig Mýrdaisjökulsvæðið skiptist niður á árnar, sem und- mn jöklinum renna. HVERGI MEIRI URKOMA En líka var það einn þáttur rannsóknanna, að gera nákvæm- ar úrkomumælingar á jöklinum. Kötlufarar urðu að grafa 9,65 m djúpa snjógryfju áður en þeir komust gegnum snjólagið, sem fallið hefur þar á jöklinum á síðasta ári. — Rannsóknarleið- angursmenn bentu á, að með þessu væri sennilega fundinn sá stiður á jörðinni sem ársúrkom- an væri mest. Við skulum hugsa okkur að við flyttum þetta ársgamla snjó- teppi ofan af Mýrdalsjökli og legðum það yfir Reykjavík. Þá myndu flest hús bæjarins hverfa undir snjó! — sagði dr. Sigurður Þórarinsson. — Hann gat þess að úrkomumælir á Mýrdalsjökli myndi sýna yfir 6000 millim. árs- úrkomu. Hugsast gæti að svipuð úrkoma myndi mselast á jöklum Alaska, en um það væri sér ekki kunnugt. Árssnjólagið á Vatna- jökli er um 4 m á dýpt. um. — Jón Eyþórsson skýrði frá því að Mýrdælingar teldu sig hafa til marks um það, að gos væri og stórhlaup á næstu grös- um, er svonefnd Kötlulægð, væri sléttfull orðin. Kvaðst Jón hafa fylgzt með hreyfingum í lægð þessari undanfarin 10—12 ár og hefði hún verið að smáfyllast. Það sem nú liggur fyrir að rannsaka í sambandi við hlaup- ið um helgina er að reyna að finna út hve mikið vatn hafi verið í hlaupinu, hve djúp hvilft- in sé, sem á Kötlusvæði mynd- aðist. ÞUSUNDIR DAUÐRA FUGLA Guðmundur Jónasson skýrði frá því að það hefði vakið undr- un jöklafaranna að sjá þúsundir dauðra farfugla uppi á jöklinum. Hvernig á þessu stendur er ekki gott að segja, en ekki er ósenni- legt að óveður hafi hrakið þá inn á jökulinn og þeir króknað þar. Leiðangursmenn fundu nokkra jarðskjálftakippi á jöklinum á föstudaginn og þann dag voru allmiklar stöðugar jarðhræring- ar, sem komu fram á mælitækj- úm. — En þeir voru undrandi er þeir heyrðu tíðindin um hlaup ið í Múlakvísl. GÓÐIR LIÐSMENN Áður en þessum blaðamanna- fundi lauk vakti Jón Eyþórsson máls á því, að starfsemi Jökla- rannsóknafélagsins væri ekki að- eins í höndum kunnáttumanna, heldur bæru hana uppi með þeim hinir áhugasömu jöklagarpar, sem hafa lagt félaginu fram Kötlufarar kváðust jafnan munu minnast starfs hans og dugnað- ar, og ekki sízt fyrir það hve skemmtilegur ferðafélagi hann hafi verið í þeim tveim jökla- rannsóknarleiðöngrum, sem farn- ir hafa verið í sumar: Á Vatna- jökul og Mýrdalsjökul. SKÁKEiNVIGIÐ ABCDEFGE STOKIHÖLMUB 15. leikur Stokkhólms: e4xRd5 Kiljan hlairi Nsxö- KAUPMANNAHÖFN. Halldór Kiljan Laxness rithöfundur hefur fengið Nexö-verðlaunin í ár. Þau nema 3000 krónum. — Páll. Kötluleiðangursmenn, frá vinstri: Guðmundur Jónasson, Jón Ey« þórsson, Jean Martin, Sigurjón Rist og Sigurður Þórarinsson. Bátafiskurinn meiri en mmni l LOK maímánaðar var heildar- aflinn á öllu landinu 238.829 smál.; þar af var togarafiskur 71.436 smál., en bátafiskur 167,393 smál. Bátafiskurinn hefir aukizt töluvert síðan í fyrrá, enda góð verðtíð við suðvesturland, en hinsvegar er afli togat-anna held- ur minni en í fyrra. Þannig hljóðar fréttatilkynn- ing frá Fiskiféíagi íslands, sem Mbl. barst í gær. —: Þar segir síðan: í maílok 1954 var heildarafl- inn 217.969 smál. Aflinn 1/1—31/5 1955 skiptist þannig eftir verkunaraðferðum: Isfiskur Til frystingar — herzlu — söltunar — fiskimjölsvinnslu Annað 728 smálL 89.699 — 52.179 — < 90.102 — ; 1.874 — 1.244 — 235.826 smáL Síld (fryst tll beitu) 3 — 235.829 smál. AflamagniS er miðað við slægð an fisk með haus, nema fiskur til mjölvinnslu og síld, sem hvort- tveggja er vegið upp úr sjó. Þjóðréftarnefndin viðurbi ■ r ' Genf, 28. júní. Frá Reuter-NTB. ★ Þjóðréttarnefnd S. Þ. sem vinnur að samningu álitsgjörðar sem lögð verður fyrir allsherj- arþingið næsta ár, samþykkti dag ýmsar reglur um úthafið og landhelgina. Eru þar m. a. regl- ur í 10 liðum, sem fjalla um rétt- inn til fiskveiða. Finnarnir í boði féiagsmáiaráðherra Er þar m. a. samþykkt, að ÖU ríki, sem stunda fiskveiðar á miðum, sem fiskimenn annarra Ianda sækja ekki á, geti sett sér« stakar reglur til þess að vernda og friða fiskistofninn. Slíkas reglur hafa skuldbindandi gildl fyrir aðrar þjóðir, sem síðar hefja þar fiskveiðar. ★ Ríki getur einnig ákveðið upp á eigin spýtur reglur, sera miða að verndun fislcistofnsins, ef ekki hefir náðst samkomulag um málið í undangengnum við- ræðum við þau önnur ríki, sem hagsmuna eiga að gæta á um« ræddum fiskimiðum. Allar fiskveiðideilur skal leggja fyrir sáttanefnd hér eftir, en ef þar næst ekki samkomulag fer deilan fyrir undirnefnd þjóð- réttarnefndarinnar, sem sker úr um málið. ----------------------- j Fulitrúar Ilelsingforsborgar, sem hér eru í boði Reykjavíkurbæjar, sátu í gær hádegisverðarboð Steingríms Steinþórssonar félagsmálaráðherra. Var myndin hér að ofan tekin við það tækifæri. Á henni eru, talið frá vinstri í fremstu röð: Frú Tyyne Leivo-Larsson félagsmálaráðherra, Hellá Meltti Iandshöfðingjafrú og Lauri Aho forseti bæjarstjórn ar Helsingforsborgar. í miðröð, talið frá vinstri, eru: Aarre Loimarante bæjarfulltrúi, Steingrímur Steinþórsson félagsmálaráðherra og Eggert Krist- jánsson ræðismaður Finna. í öftustu röð talið frá vinstri, eru: Per-Erik Gustafs borgarritari, Eero Rydman yfirborgarstjóri og Arvid von Martens bæjarfulltrúi. í gærkvöldi voru hinir finnsku gestir á sýningu óperunnar La Bohéme í Þjóðleikhúsinu. — Ljósm. Mbl. Ól. K. M. Minkalæðan komsf undan HÚSAVÍK, 28. júní: — Undan- farna daga hefur hinn kunni veiðimaður Karlsson, verið að leita mir.kagrenja við Mývatn og Laxá. Hefur hann fengið ungan mann úr Mývatnssveit, Finnboga Stefánsson, sér til aðstoðar. Nú hafa veiðihundar þeirra fundið mmkagreni í Hólsgili S Laxárdal. Er það það fyrsta, sem fundizt hefur. Var mjög erfitt að fást við grenið, þar sem það var: í hrauni. En að lokum tókst að komast að því. Þar fannst einn dauður yrðlingur. Telur Karlsson að læð an hafi flutt þá yrðlinga er lífs af komust eitthvað til, en þeir félagar sprengdu grenið með dynamiti. Er nú allt gert til þess að hafa uppi á læðunni, sem hef- ur sézt, en ekki náðst. j Mýrdalsjökull mesta úrkomnsvæðið sem kunniist er um - L(pv KJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.