Morgunblaðið - 30.06.1955, Síða 1

Morgunblaðið - 30.06.1955, Síða 1
32 síður (2 blöð) AS. árgangur 144. tbl. — Fimmtudagur 30. júní 1955 Frentsmiðjm Morgunblaðsins lákn hins trausla handiaks Helsingforsborgar og Reykjavíkur" Eisenhoiver: Stefnubreyting orðin hjá Rússum - en samt miða þeir að heimsyfirráðum . kom múnismans Kosningar í ARGENTÍNU Þetta er mynd af keramikstyttunni, sem Lauri Aho, forseti bæj- arstjórnarinnar í Helsingfors, afhenti forseta bæjarstjórnar Reykja- víkur, frú Auði Auðuns, s. 1. mánudagskvöld. Er styttan af bjarn- arunga og kvað forseti bæjarstjórnarinnar í Helsingfors hana eiga að vera „tákn hins trausta handtaks Helsingforsborgar og Reykja- víkur“. — Listamaðurinn, sem gerði styttuna, heitir Silkhi og er starfsmaður postulínsverksmiðjunnar Arabia í Helsingfors. En það er ein stærsta postulínsverksmiðja í Evrópu. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Sfjérn ísraels féii í gær Þingkosningar í landinu í næsla mánuði Tel Aviv, 29. júní. Einakaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB. Á SKYNDIFUNDI, sem forsætisráðherra ísraels, Mose Sjarett, íi boðaði til síðdegis í dag, var ákveðið, að stjórnin segði af sér. — í gær sátu allir ráðherrar Síonistaflokksins hjá við atkvæða- greiðslu um vantraust á stjórnina. Stjórnin stóðst þó eldraunina, og lét forsætisráðherrann engan bilbug á sér finna fyrr en í morgun. NEITUÐU AÐ SEGJA AF SÉR I morgun kallaði Sjarett sam- an blaðamannafund og lýsti því yfir, að ráðherrar Síonista hefðu gengið í berhögg við ríkisstjórn- I ina, en neitað að segja af sér. | Væri það með öllu óþolandi, og mundi hann því sjálfur grípa til þess ráðs, að segja af sér fyrir hönd allrar stjórnarinnar. • NAUMUR MEIRIHLUTI Orsökin til þessa alls er deila, sem upp hefur komið milli stærstu stjsrnarflokk- anna tveggja, Verkamanna- flokksins og Síonistaflokksins. — Forseti landsins bað Sjar- ett í kvöld að mynda nýja stjórn, og er álitið, að hann leggi fram ráðherralista sinn innan langs tíma. Síonistar verða sennilega ekki með i þeirri stjórn, svo að meirihlutinn verður naum- ur. Ráðgert er, að almennar þingkosningar fari fram i landinu í næsta mánuði. JÁ! A BUENOS AIRES, 29. júní: — T Nú er hvarvetna komin á ró og kyrrð i Argentínu, að því er fréttir herma. — Herinn hefir gefið út yfirlýsingu þess efnis, að stjórn sú, sem mynduð var undir forsæti Lucerós, hermála- ráðherra, hafi verið leyst upp, en unnið sé að undirbúningi kosn- inga í landinu, sem tryggja eiga öllum flokkum þingfulltrúa. á Þá er þess og getið. að inn- T anr'kisráðherra landsins hafi sagt af sér embætti, en óvíst er, hvers vegna. — NTB. E Washington, 29. júní. Einkaskeyti til Mbl. frá ReuterNTB. ISENHOWER hélt vikulegan blaðamannafund sinn í dag. Sagði forsetinn m. a., að það væri skoðun sín, að nú væri betra tækifæri til að lægja öldurót kalda stríðsins en fyrir tveimur mánuðum. Þrátt fyrir þetta, bætti forsetinn við, skyldu menn forðast alla bjartsýni, því að enn væri ekki unnt að segja með neinni vissu, hvort mikill árangur næðist af Genfarfundinum. Ástæðan væri sú, að leiðtogar kommúnistaríkjanna væru enn við sama heygarðs- hornið: ÞEIR HYGÐU Á HEIMSYFIRRÁÐ KOMMÚNISMANS. —9> Skrifoði metsölubók í fungelsinu og hyggst ljúko við nðrn bók, úður en honn verður tekinn nf lífi Verður Chessman lífláfinn 15. júlí n.k.I I^G er búinn að sætta mig við þetta. Bráðlega verð ég orðinn svo -t vanur þessu öllu saman, að mér verður ekki meira um að fara inn í gasklefann, en ganga inn til kaupmanns og kaupa mér einn pakka af vindlingum. — Caryl Chessman sagði þetta fyrir skömmu við útgefanda sinn, sem innan skamms hyggst gefa út aðra bók hans „TRIAL BY ORDEAL“, en áður hefur komið út eftir hann metsölubókin „CELL 2455“. Sú bók gerði Chessman víðfrægan á skömmum tíma. í 7 ÁR í FANGELSI Chessman situr í fangelsi í Bandaríkjunum og verður senni- lega tekinn af lífi 15. júlí næst- komandi. Hann hefur nú setið sjö ár í fangelsinu, og hefur aftöku hans oft verið frestað. — Hann er sakaður um að hafa rænt barni og gert tilraun til að granda því. Við slíku liggur dauðarefs- ing í Kaliforníu, — en Chess- man hefur alltaf neitað því, að hann væri sekur. 17 KLST. Á DAG „Cell 2455“ hefur verið þýdd á 13 tungur. — Chessman hef- ur undanfarið unnið 17 klst. á dag, til þess að síðari bók hans verði lokið, áður en hann fer í gasklefann. A VARSJÁ, 29. júní: — Pólski T matvælaráðherrann hefir ját- að á sig andbyltingarstarfsemi og þess vegna verið vikið frá. Aftur á móti neitar hann því, að hafa aðstoðað Gestapó í styrj- öldinni eða fyrir hana. — Reuter Norðmenn senda fulllrúa li! Moskvu OSLÓ, 29. júní: — Vísindafélagið hér í borg hefir ákveðið að senda þrjá kjarnorkusérfræðinga á ráð stefnu í Moskvu 1 byrjun júlí. Vinna allir sérfræðingarnir við kjarnorkuverið í Keller. Kjarnorkusérfræðingar frá 41 landi eru boðnir til ráðstefnunn- ar, en ekki hafa öll lönd þegið boðið. — Danir hafa t. d. bent á, að kjarnorkuráðstefna hefjist bráðlega á vegum S. Þ. og muni þeir senda fulltrúa þangað. • Að lokum má svo geta þess, að þetta er fyrsta ráðstefnan, sem Rússar efna til um kjarnorkumál. — NTB a Hákon balavegi OSLÓ, 29. júní: — Líðan Hákons konungs hefir verið dágóð i dag. — Eins og kunnugt er, lærbrotn- aði hinn ástsæli konungur Norð- manna í gær og liggur nú í sjúkra húsi. A í nóvember í haust verður Iið- T in hálf öld frá því hann steig fyrsta sinn á land í Noregi, og hefir hann nýlega látið svo um- mælt, að hann langaði aðeins til að lifa þau tímamót. Y/i milljón hætti að reykja WASHINGTON, 27. júní: — Hálf önnur milljón manna hætti að reykja i Bandaríkj- unum á undanförnu hálfu öðru ári. Þetta er samkvæmt opinberum skýrslum. En samkvæmt sömu skýrsl- um eru enn 38 milljónir manna í Bandaríkjunum, sem reykja sígarettur. Af þeim sem hættu að reykja voru milljón karlmenn, hálf milljón kvenmenn. Flest voru yngri en 45 ára. Af þeim, sem héldu reykingum áfram voru 25 millj. karlmenn, 13 millj. kvenmenn. 4 millj. karlmanna reykja minna en hálfan pakka á dag, hálf önnur milljón meir en tvo pakka. Flestir reykja 10—20 sígarettur á dag. HEFIR STAÐIÐ A RUSSUM Aðspurður kvaðst Eisenhower líta svo á, að stefnubreyting hefði orðið nokkur í Moskvu austur, og ættu Vesturveldin að reyna að nota sér af því, svo að eitthvað verði dregið úr kalda stríðinu á næstunni. Eins og kunnugt er, hefir alltaf staðið á Rússum, að svo gæti orðið. LEPPRÍKI RÚSSA Forsetinn var spurður um af- stöðu Bandaríkjanna til lepp- ríkja Rússa. Hann svaraði þvi til, að aldrei verði góður friður i heiminum, fyrr en allar þjóðir heims fá að skipa málum sinum að eigin vild og eiga ekki úndir högg að sækja. — Að þessu verð- ur að stefna, sagði forsetinn enn- fremur, en þó verður að fara varlega og friðsamlega í sakirnar. Frumvarp Adenauers í nefnd BONN, 29. júní: — Herkvaðn- ingarfrumvarp stjórnarinnar er nú til athugunar í nefndum, áður en því verður vísað til annarrar ulmræðu. — Óvíst er, hvernig frumvarpinu reið- ir af í hinginu. — Reuter. Vill nýja menn LUNDÚNUM, 29. júní: — For- maður miðstjórnar brezka íhatda flokksins, Woolton lávarður, sagði af sér í dag. — í bréfi til for- manns flokksins, Sir Anthonys Edens, forsætisráðherra, segist hann vilja rýma fyrir yngri mönnum. — Lávarðurinn er nú 71 árs að aldri. — Reuter. Eftir settum reglum LUNDÚNUM, 29. júní: — Útvarp ið í Aþenu birti í gær áskorun til Kýprusbúa um að gera upp- reisn gegn Bretum. — Bretar hafa mótmælt þessu háttalagl Grikkja, en fengið það svar, að útvarpið hafi aðeins verið að skýra frá helztu fréttum dagbiað- anna, eins og venja er bæði þar i landi og annars staðar. — Á þess- um forsendum vísuðu Grikkir i mótmælum Breta á bug.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.