Morgunblaðið - 30.06.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.06.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIB Fimmtudagur 30. júní 1955 HJÓNABANDSÁST EFTJR ALBERTO MORAVÍA ZXL i Framh'aldssagan 18 á, í staðinn. Og mér varð hins vegar ljóst, að þegar einu sinni liefur verið hafnavð siðferðilegri fyrirmynd og borgaralegum samningum, og samkomulagi, hlýtur þessi sami ruglingur óhjá- kvæmilega að stefna til kyrrðar og stöðnunar og skipuleggja sjálf an sig á grutidvelli algerðrar nauðsynjar. Með öðrum orðum sagt, þá var fyrir hendi, auk þeirrar lausnar, sem konan mín hafði bent á, önnur úrlausn, sem mundi verða boðin og fvrirskipuð af núverandi eðli og ástandi allra aðstæðna. Mátti helzt líkja því við fljót, sem annað hvort tak- markaðist af tilbúnum flóðgörð- um, eða þess að breiðast óhindrað út, samkvæmt halla landsins og aðstæðum umhverfisins. í báðum þessum tilfellum, að vísu með ólíkum hætti og ólíkum afleið- ingum, mun það mvnda sinn eigin heð eða farveg, sem það rennur evo eftir, á leið sinni til sævar. En seinni lausnin, hin eðlilegasta og örlagaríkasta, var enn þá ó- líkleg til að koma til fram- kvæmda og mundi, að mínu áliti, líklega aldrei kom til fram- kvæmda. Antonio mundi halda áfram að koma og raka mig, ég mundi ljúka verki mínu og síðar mundum við hjónin taka saman pjönkur okkar og hverfa héðan og ég mundi aldrei fá að vita, liversu mikill eða lítill sannleikur hafði Verið fólginn í ásökunum konunnar minnar. Nú get ég fest þessar hugsanir mínar skipulega og skýrt á pappír, en þá voru þær miklu frekar einskonar ó- Ijósar tilfinningar og það var líkast því, sem þær söfuðu af vanlíðan, sem samvizka mín olli, samvizkan sem nú hafði lagt und- ir sig þann sess, er mitt fyrra, þægilega andvaraleysi hafði skip að, allt til þessa. Það kann að þykja undarlegt, að ég skuli hafa hugsað, eða öllu heldur fundið, þannig, á sama tíma og atburðirnir voru að ger- ast og þróast fyrir augum mín- nm og þegar minni dýrmætustu tilfinningu var, eða virtist í mín- ■um augum vera ógnað. En ég vil endurtaka það, sem ég hefi þegar sagt, oftar en einu sinni: Ég var niðursokkinn í skapandi störf (eða hélt mig vera það) og allt annað var mér einskis virði. Auðvitað unni ég konunni minni þá, sem fyrr, og hafði jafn glöggt auga fyrir eigin heiðri. En list- xæn sköpun, vegna óvenjulegs kraftaverks, hafði létt hinum þunga stimpli ákefðar og nauð- synjar af þessum tilfinningum mínum og flutt hann yfir á síður þeirrar bókar, sem ég var að rita. Ef konan mín hefði, í stað þess að ásaka Antonio fyrir ókurt- eisi, kvartaði yfir því við mig, að hún hefði séð hann þurrka rakvélina sína á einu blaði bókar minnar, þá hefði ég áreiðanlega ekki hugsað um fáfræði hans og ábyrgðarleysi. Ég hefði rekið liann úr vistinni samstundis. Samt voru yfirsjónir slíkar áreiðanlega skiljanlegri, réttlæt- anlegri, afsakanlegri, heldur en eú yfirsjón, sem hann hafði verið ákærður fyrir. Hvað var það, sem gerði mig kærulausan fyrir því, hvernig framkoma hans við konuna mína var? Hvað var það líka, sem lét mig bregða svo hart og ofsa- lega við, er mér datt í hug mögu leiki á eyðileggingu verks míns, af hans höndum? Þarna var það, sem leyndar- dómurinn kom í ljós, leyndar- dómurinn, sem ég hafði hugmynd um frá fyrstu, leyndardómurinn, sem Angelo hafði ekki megnað að eyða með opinberunum sínum, leyndardómurinn sem bjó, þegar allt kom til alls, frekar hið innra með mér, en honum. Það var leyndardómur, sem, þegar öllu i var á botninn hvolft, skapast og mun ávallt skapast, í hvert sinn sem maður snýr baki við yfir- i borði hlutanna og málanna og , kafar niður í djúp þeirra. Að því er konunni minni við kom, þá kom hún nú aldrei niður til mín, á meðan Antonio var , að raka mig og ég býst við að hún hafi haft herbergi sitt læst , allan tímann, þangað til rakar- ! inn hafði lokið, verki sínu og ! var farinn. ! Að lokum fór þessi hegðun konunnar minnar að skaprauna mér, vegna þess að hún sann- aði mér það, að enn þá héldi hún fast við sínar fyrri, samnings- legu gagnverkanir og hefði ekki í hyggju að breyta þeim og líkja eftir mínum, sem mér virtust skynsamlegar og hugsaðar. t Ég spurði hana eitt sinn — þótt ég hafi nú gleymt hvernig og við hvaða aðstæður — hvers vegna hún kæmi nú aldrei fram- ar niður til mín á morgnana. •— Hún svaraði mér samstundis, gremjulaust, en með örlítilli ó- þolinmæði: ,,En Silvio . . stund- um neyðist ég til að efast um skynsemi þína . . . hvernig ætti ég að geta komið þangað .... þessum manni hefur enn ekki verið refsað fyrir ósvinnu sína .. Ef ég kæmi, þá kynni hann að álíta sem svo, að nú hefði ég gleymt honum . . . Með því að koma ekki, læt ég hann álíta, að gé vilji forðast hneyksli*. Ég veit ekki, hvaða slægur, illur andi kom mér til að svara: „Hann kynni líka að halda, að þú hefðir alls ekki veitt athygli ... og það bætir síður en svo úr skák. Þú ert að leyfa honum að álíta, að þú hafir veitt hegð- un hans athygli, en gerir þrátt fyrir það, ekkert, eða látir mig ekki gera neitt í málinu'. „Það eina, sem hægt var að gera og átti að gera“, svaraði hún stillilega .hefði verið það, að reka hana úr vistinni samdæg- urs“. TÍUNDI KAFLI Að lokum rann sá morgun upp er ég skrifaði síðasta orðið í síð- ustu línunni á síðustu blaðsíð- unni og lokaði bókinni, sem nú hafði inni að halda söguna mína. I Mér þótti, sem ég hefði lokið ægilegu erfiði og að það hefði tekið óskaplega langan tíma. — Sannleikurinn var sá, að ég hefði aðeins skrifað um hundrað blað- , síður og ekki eytt í það starf mitt nema 20 dögum. Með hina skrifuðu bók í hönd- unum gekk ég út að glugganum og fletti blöðum hennar, algerlega ósjálfrátt. Tár komu fram í augu mín, en ég veit ekki, hvort orsök þeirra var gleði eða þreyta, að erfiðinu loknu. | Ég gat ekki varizt því, að hugsa sem svo, að á þessum blöðum væri uppskorinn dýrmætasta arð- j ur lífs míns, allt sem hér eftir mundi láta lífið sýnast þess virði,! að lifað væri, bæði hið liðna og hið ókomna. | Ég fletti hægt blöðunum og meðan ég rýndi í þau, varð ég þess var, að mér sortnaði fyrir augum, og ég fann að tár féllu niður á hendur mínar. Þá sá ég Antonio fara yfir malarflötina, á hjóli sínu, og ég flýtti mér að láta bókina á skrifborðið og þurrkaði mér um augun. j Síðar, þegar Antonio var far- inn, gekk ég inn í svefnherbergi mitt og á meðan ég hafði fata- skipti, hvarflaði hugur minn sem oftar, að því verki, sem ég hafði nú leitt til lykta.Aðra daga var ég vanur að hugsa aðeins um þær blaðsíður, sem ég hafði skrif- að þann sama dag, en nú hugsaði ég, í fyrsta skipti, um söguna í heild og gældi í huganum við hana, frá upphafi tii enda. I PARADÍSARGARÐURINN 5. i Þeim var nauðugur einn kostur að ryðja dauðum hval- skrokkunum, kistum og köðlum út á ísinn. Ég jós yfir þá kafaldsrokunum og lét þá reka með allan aflann á inni- krepptum fleytunum suður eftir og súpa þar saltan mar. Aldrei eiga þeir framar afturkvæmt í Bjarney.“ | „Þá hefir þú unnið illt verk,“ sagði vindamóðurinn. „Frá góðverkum mínum geta aðrir skýrt,“ sagði hann. „En þarna kemur hann bróðir minn úr vestrinu. Hann er mér geð- felldastur þeirra allra, það er sjóseltubragð af honum, og hann færir með sér blessaðan kulda.“ # „Er þetta hann Vestri litla ?“ mælti kóngssonurinn. „Já, víst er það hann Vestri,“ mælti sú gamla. „En ekki er hann svo lítill. Þeir voru tímarnir, að hann var fallegur drengur, en það er nú af, sem áður var.“ Hann var eins og villimaður ásýndum, en hafði fallhatt á höfði, til þess að hann meiddi sig ekki. í hendi sér hafði hann rauðviðarkylfu, sem hann hafði höggið sér í rauðviðar- skógunum fyrir vestan haf. Minna mátti ekki gagn gera. j „Hvaðan ber þig að?“ sagði móðir hans. „Úr skógarauðnunum,“sagði hann. „Þarna, sem þyrnóttu flækijurtirnar girða á milli trjánna, þar sem vatnsormur- inn liggur í votu grasinu og mönnunum virðist vera of- aukið.“ „Hvað gerðir þú þar?“ „Ég horfði á hyldjúpt fljótið, sá hvernig það steyptist nið- ur af hamrinum, varð að vatnsúða og þeyttist upp til skýja og hélt þar upp regnboganum. 1 Ég sá villinautið synda í fljótinu, en straumurinn hreif það með sér. ‘ ................. HEKLU \ drengjasporthuxur j Höfum fengið aftur hinar vinsælu drengja- jj [■ buxur frá Heklu á Akureyri. Buxurnar eru tvíofnar úr N A N K I N- | E F N I og fóðraðar með flóneli. Fyrirliggjandi í eftirtöldum stærðurn: 6, 8, 10, 12, 14 og 16. ^•■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■•■■■■■•■■■■■■■■■■■■■rtni Afgreiðslustúlka ekki yngri en 17 ára, óskast frá 1. ágúst í verzlun Silla og Valda Langholtsveg 49 •a Anteríska Armstrong strauvélin Kostar aðeins kr. 1.645.00. Hafnarstræti 19 — sími 3184

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.