Morgunblaðið - 30.06.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.06.1955, Blaðsíða 16
Veðurúilii í dag: V eða SV kaldi. Skúrir eða rign- ing öðru hvoru. 9¥0UttfiiftMto 144. tbl. — Fimmtudagur 30. júní 1955 Iþróttir Sjá bls. 7. Bæjarriist fró 14. öld fundin við Hof i Öræf um Fundur þessi er mjög merkur AUSTIJR við Hof í Öræfum hafa fundizt bæjarrústir, sem þjóð- minjafræðingar telja mjög merkar. Er þegar búið að grafa þar upp útihús og búið að finna bæjarhúsið sjálft. FJÓS OG HLAÐA Gísli Gestsson þjóðminjafræð- ingur, sem er nú austur í Skál- holti, skýrði Mbl, frá þessu í símtali í gær. Kvað Gísli upp- gröft útihúsanna hafa tekizt vel, en þau voru öll vikri orpin. — Nokkuð var djúpt á rústirnar. Er annað fjós, en básar þess eru þannig úr garði gerðir að stein- hellur hafa verið reistar á rönd. Fjósið hefur ekki verið stórt, en áföst hlaða aftur á móti mjög stór. GRÓFST 1362 í GOSI Skammt frá útihúsunum gróf Gísli og menn frá Hofi, er hon- um voru til aðstoðar, niður á .aðra rúst, sem Gísli telur að ör- ugglega sé bæjarhúsið sjálft. — En mjög lítið kvaðst hann hafa grafið þar nú að sinni. — En ef Hlaupfð í rénun HLAUPIÐ í Múlakvísl hefir nú rénað mjög. Fór Brandur Stefáns son í Vík og fleiri yfir hana í gær á jarðýtu og tveimur tveggja drifa bílum, og gekk ferðin sæmi lega. Var um töluverða sand- bleytu að ræða en ekki meira vatn en venjulegt er að sumri til. — Skálmin er ekki sérlega góð yfirferðar, en þó er hægt að kom ast hana klakklaust. takast skyldi að grafa þá rúst upp eins vel og útihúsarústina, þá hefur hér tekizt að finna mjög merka bæjarrúst. Kvaðst Gísli telja að bærinn hefði grafizt í vikri frá Öræfajökulsgosi árið 1362. LÍTIÐ VITAÐ UM 14. ALDAR HÚS Fram til þessa höfum við ís- lendingar haft litla vitneskju um byggingar hér frá því á 14. öld- inni, sagði Gísli. Það er því ekki að undra þótt okkur þyki mikið í húfi um að uppgröftur þessara rústa að Hofi megi heppnast sem bezt. ♦ Gísli er sem fyrr greinir austur í Skálholti ásamt Kristjáni Eld- járn þjóðminjaverði. Þar leggja þeir síðustu hönd að uppgreftr- inum og fást við mælingar. Skógræklarfólk í Þórsmörk Skógræktarfólk í Þórsmörk. — Sjá frétt á bls. 2. Ljósm. Har. Teits. Lá við að togerarnir MS En Gísli kvað þjóðminjavörð hafa mikinn hug á að reyna að ljúka uppgreftinum austur í Hofi í sumar. í fyrra var komið niður á rúst- irnar, er verið var að vinna með jarðýtu. Frekari framkvæmdum þar var þá hætt, því Hofsbænd- um var Ijóst, að hér gæti verið um að ræða hinn merkasta fund, svo sem nú virðist líka komið á daginn. AKRANESI, 29. júní: — Togar- inn Bjarni Ólafsson kom af veið- um af Jónsmiðum í gærmorgun 1 með 270—280 lestir af karfa. Kváðu skipverjar að íslaust hefði verið á þeim slóðum er þeir voru á, en höfðu fregnir af því frá togurum sem voru að veiðum við vestanvert Grænland, að nærri hefði legið að nokkrir togarar yrðu inniluktir í ís, og orðið að taka á sig 100 mílna krók til þess að bjarga sér úr ísnum. — Oddur iFerðir í Þrastaskóg EINS og áður hefur verið get- ið um, verður 25 ára afmælis- mót Sambands ungra Sjálf- stæðismanna haldið í Þrasta- skógi næstkomandi sunnudag. Mótið hefst kl. 3 e.h. Farið verður á bifreiðum frá Vonarstræti 4, kl. 1.30 e.h. en bifreiðarnar halda heim- leiðis kl. 6 e.h. og kl. 12 á mið- nætti. Þá er í ráði ef næg þátttaka fæst, að fara austur á laugar- daginn kl. 6 frá sama stað, og tjalda í Þrastaskógi eða ná- grenni yfir nóttina. ifr Erfitt að manna síldveiði- skipin og söltunarplönin Útgerðarmenn leila lil Færeyja 1'TTGERÐARMENN, sem hug hafa á því að senda skip sín til U síldveiða við Norðurland, eiga í miklum erfiðleikum við að fá menn á skip sín um þessar mundir. Hefur verið leitað til Fær- eyja til að fá menn. 113 SKIP Baldur Guðmundsson formað- ur Útvegsmannafél. Reykjavíkur skýrði blaðinu frá þessu í gær er það leitaði fregna hjá honum. Hélt sig vera a bannsvæðislínunni Neskaupstað, 29. júní: — -^JEINT í gærkvöldi gekk dómur i*3 i máli skipstjórans á brezka •togaranum Kingstone Chrysolid írá Hull. Skipstjórinn skýrði frá því fyr- ir réttinum, að hann hefði talið sig vera alveg á mörkum bann- svæðisins og jafnvel heldur utan við þau. En skipherrann á varð- skipinu Sæbjörg, lagði fram rat- sjármælingar varðskipsmanna, #em sýndu að togarinn hafði ver- ið 1,2 sjóm. fyrir innan fiskveiði- takmörkin. Togarinn var 0,1 sjóm. fyrir utan þau er varðskip- ið stöðvaði hann. Taldi skipstjór- inn ekki ástæðu til þess að ætla ' iá varðskipsins væri ekki t'" væri brot sitt algjört ó- i '" c* S-.ij. „órinn, sem heitir Jasper Erik Andresson var dæmdur í 74.000 kr. sekt, og afli skipsins og veiðarfæri gerð upptæk. Siðdeg- is hafði togarinn lagt fram trygg ingu á greiðslu sektarinnar, hins upptekna afla og veiðarfæra, alls 170.000 krónur, um leið og hann áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar. Togarinn mun sigla héðan í dag. Óðinsfélagar í Heiðmörk MÁLFUNDAFÉLAGIÐ Óðinn efnir til gróðursetningarferðar í Heiðmörk í kvöld kl. 7,30. Verður gróðursett í reit félags- ins, og má vænta þess, að félags- menn f jölmenni. — Farið verður frá Garðastræti 5. Sagði Baldur, að nú væri kunn- ugt um 113 skip, sem sótt hefðu um leyfi til þátttöku í síldveið- unum. REYNA AÐ FÁ FÆREYINGA Útgerðarmönnum hefur gengið mjög erfiðlega að fá hér menn á skipin. Nú er vélskipið Sigurð- ur Pétur á leið til Færeyja til að sækja þangað 10—12 Færey- inga. Er mér kunnugt um, sagði Baldur, að fleiri útgerðarmenn hafa leitað fyrir sér um menn á báta sína í Færeyjum, og ekki gengið vel. Af þessu má ljóst verða að ekki blæs byrlega fyrir okkur útgerð- armennina er við ætlum að manna báta okkar fyrir í hönd farandi sílda#vertíð. STÚLKUR VANTAR Á PLÖNIN Fréttaritari Mbl á Raufar- höfn símaði í gær, að þangað væru komin fyrstu tvö síldveiði- skipin, Fanney og Sæljónið, bæði frá Reykjavík. Þar hafa síldar- saltendur nokkrar áhyggjur af því að erfiðlega kunni að ganga að fá stúlkur á síldarplönin. — En þetta kann að breytast í skjótri svipan þegar síldin kem- ur. Það er ekki í fyrsta sinn, sem ráðningar síldarstúlkna hafa gengið erfiðlega fyrst í stað, en allt farið á betri veg. War þes& heimsnaet — eða ekki heimssnei? FRÉTTIN um heimsmet Knud Gleie í 100 m bringusundi í Sund- höllinni í fyrrakvöld vakti að sjálfsögðu heimsathygli. En mikið hefur verið um það rætt, bæði hérlendis og erlendis, hvorl timi hans væri í raun og veru heimsmet. Þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir tókst Morgunblaðinu ekki í gær að fá nokkra staðfestingu á hvort um met væri að ræða eður ei. HEIMSFRETT Fréttin um heimsmetið birtist í dönskum blöðum í gærmorgun — en snemma kom skeyti til Mbl. um það að til væri betri tími á vegalengdinni — eða 1:09,8 mín. — en tími Gleie var 1:10,9. Og beðið var um skýringu!! ★ UMMÆLI FLOER Blaðið sneri sér til Aksel Floer aðalfararstjóra Norðurlandasund mannanna hér og formanns nor- ræna sundsambandsins og vara- manns í stjórn alþjóðasundsam- bandsins Hann kvað tíma Gleie nú vera heimsmet samkvæmt sinni metaskrá, en hún er útgef- in af alþjóðasundsambandinu 1954. Hann kvað sér ekki vera kunnugt um mettímann 1:09,8 — en væri hann til mundi lGeie í kvöld synda á enn betri tíma og taka af allan vafa um hver ætti heimsmetið!!! Sundfólkið var í gær við Geysi og þar hafði blaðið samtal við Aksel Floer. ★ ALÞJÓYÐASUND- SAMBANDIÐ Þá sendi blaðið hraðskeyti til aðalritara alþjóðasundsambands- ins. Svar barst í gærkvöldi svo- hljóðandi (lausl. þýtt): „Aðalrit- arinn í sumarfríi. Símsvarar sennilega laugardag“. Meira hafð ist ekki upp úr því í gær. Hins vegar fannst í gær í blað- inu „World Sport“ afrekaskrá í sundi 1954. Þar segir að Pólverj- inn Petrusewic hafi 1954 synt 100 m bringusund á 1:09,8 og það sé heimsmet, en hvergi er þess getið að sá tími sé staðfestur af alþjóðasambandinu og benda má á að alþjóðasundsambandið hef- ur áður neitað að viðurkenna tíma er Petrusewic náði sem heimsmet, (sbr. blaðið í gær). ★ HVAÐ VERÐUR? Málin standa því svo, að enn veit enginn maður á íslandi hvort tími Gleie var heimsmet. Kannski tekur hann af allan vafa í kvöld er hann reynir aftur við 100 metrana — eða þá að bíða verö- ur þar til aðalritari alþjóðasund- sambandsins getur svarað fyrir- spurninni um það, hvað er í raun og veru heimsmetið í 100 m. bringusundL Síðari fréttir: ★ UMMÆLI RITSTJÓRANS Blaðið hitti í gærkvöldi rit- stjóra danska íþróttablaðsins, Carl Ettrup. Hann sagði: Tími Gleie nú er heimsmet. Tíml Pólverjans faer ekki staðfest- ingn sem heimsmet. Ég minn- ist þess, rélt hann áfram, að þegar Gleie setti heimsmet ist þess, hélt hann áfram, að hafði þessi sami Pólverji synt á betri tíana, en sá tími fékkst ekki staðfestur vegna þess aö öll skilyrði voru ekki uppfylt. Hér var allt með felldu, og umsókn um staðfestingu þessa heimsmets verður send al- þjóðasundsambandinu. Skemmtiferð Sjálf- siæðisfél. í Keflavík SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Keflavík efna til skemmtiferðar n.k. sunnudag (3. júlí). Farið verður austur í Rangárvallasýslu, að Keldum, Odda og víðar. — Þátttaka tilkynnist fyrir föstu- dagskvöld í verzlun Þorsteins Þorsteinssonar eða i verzl. Eddu. Þar verða frekari upplýsingar veittar_Skorað er á Sjálfstæðis fólk að fjölmenna í hópferð þessa. SKÁKEINYfGID REYKJAVlK ABCDEFGH j STOIKflÖLMUR i 15. leikur Reykjavíkur: J He8xHelt J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.